< Filippíbréfið 2 >

1 Eiga kristnir menn ekki að uppörva hver annan? Elskið þið mig svo mikið að þið viljið hjálpa mér? Hefur það einhverja þýðingu fyrir ykkur að við erum systkini í Drottni og eigum öll heilagan anda? Finnst einhver ástúð og meðaumkun hjá ykkur?
If then I can appeal to you as the followers of Christ, if there is any persuasive power in love and any common sharing of the Spirit, or if you have any tender-heartedness and compassion, make my joy complete by being of one mind,
2 Ef svo er, þá gleðjið mig með því að elska hvert annað og standa saman sem einn maður, einhuga með sameiginlegt takmark.
united by mutual love, with harmony of feeling giving your minds to one and the same object.
3 Verið ekki eigingjörn! Sækist ekki eftir því að vaxa í áliti hjá öðrum. Verið auðmjúk. Haldið ykkur ekki betri en aðra.
Do nothing in a spirit of factiousness or of vainglory, but, with true humility, let every one regard the rest as being of more account than himself;
4 Hugsið ekki aðeins um eigin hag, heldur sýnið öðrum áhuga og því sem þeir hafa fyrir stafni.
each fixing his attention, not simply on his own interests, but on those of others also.
5 Hafið sama huga og Jesús Kristur hafði.
Let the same disposition be in you which was in Christ Jesus.
6 Þótt hann væri Guð, þá krafðist hann þess ekki að fá að halda rétti sínum sem Guð,
Although from the beginning He had the nature of God He did not reckon His equality with God a treasure to be tightly grasped.
7 heldur lagði til hliðar mátt sinn og dýrð, varð maður og gekk um sem þjónn.
Nay, He stripped Himself of His glory, and took on Him the nature of a bondservant by becoming a man like other men.
8 En auðmýkingu hans var ekki þar með lokið. Hann gekk svo langt að deyja á krossi, eins og glæpamaður.
And being recognized as truly human, He humbled Himself and even stooped to die; yes, to die on a cross.
9 Einmitt þess vegna hóf Guð hann upp til hæstu himna og gaf honum nafn, sem hverju öðru nafni er æðra.
It is in consequence of this that God has also so highly exalted Him, and has conferred on Him the Name which is supreme above every other,
10 Svo að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné krjúpa, á himni, jörðu eða undir jörðinni,
in order that in the Name of JESUS every knee should bow, of beings in Heaven, of those on the earth, and of those in the underworld,
11 og hver tunga játa að Jesús Kristur er Drottinn, Guði föður til dýrðar.
and that every tongue should confess that JESUS CHRIST is LORD, to the glory of God the Father.
12 Kæru vinir, ég man að meðan ég var hjá ykkur, þá fóruð þið fúslega eftir ráðleggingum mínum. Og fyrst þið eruð frelsuð, þá hljótið þið nú, að mér fjarverandi, að ástunda hið góða af enn meiri áhuga en áður. Þið hljótið einnig að heiðra Guð og hlýða honum heilshugar og halda ykkur frá öllu því sem honum er á móti skapi.
Therefore, my dearly-loved friends, as I have always found you obedient, labour earnestly with fear and trembling--not merely as though I were present with you, but much more now since I am absent from you--labour earnestly, I say, to make sure of your own salvation.
13 Guð hefur þau áhrif á ykkur að þið bæði viljið og framkvæmið það sem honum er þóknanlegt.
For it is God Himself whose power creates within you the desire to do His gracious will and also brings about the accomplishment of the desire.
14 Hvert sem starf ykkar er, þá gætið þess að kvarta hvorki né deila,
Be ever on your guard against a grudging and contentious spirit,
15 því að þá hefur enginn ástæðu til að tala illa um ykkur. Lifið hreinu, saklausu lífi, eins og börn Guðs, í myrkum heimi óheiðarleika og miskunnarleysis. Þið eruð leiðarljós sem á að vísa öðrum veginn til himins.
so that you may always prove yourselves to be blameless and spotless--irreproachable children of God in the midst of a crooked and perverse generation, among whom you are seen as heavenly lights in the world,
16 Ég hvet ykkur til að halda fast við orð lífsins, því þá hef ég tilefni til að gleðjast þegar Kristur kemur aftur. Þá hefur starf mitt og erfiði ykkar á meðal, ekki verið til einskis.
holding out to them a Message of Life. It will then be my glory on the day of Christ that I did not run my race in vain nor toil in vain.
17 Jafnvel þótt blóði mínu yrði úthellt við þjónustu mína, við trú ykkar og mér fórnað – svo ég noti líkingu, það er að segja ef ég ætti að deyja fyrir ykkur – þá mundi ég samt geta glaðst og samglaðst ykkur.
Nay, even if my life is to be poured as a libation upon the sacrificial offering of your faith, I rejoice, and I congratulate you all.
18 Þið ættuð einnig að gleðjast yfir slíku og samgleðjast mér, að ég skuli hafa þau forréttindi að mega deyja fyrir ykkur.
And I bid you also share my gladness, and congratulate me.
19 Sé það vilji Drottins, þá sendi ég bráðlega Tímóteus til ykkar. Þegar hann síðan kemur aftur, mun hann geta uppörvað mig með fréttum af ykkur.
But, if the Lord permits it, I hope before long to send Timothy to you, that I, in turn, may be cheered by getting news of you.
20 Tímóteus er sérlega áhugasamur um hagi ykkar.
For I have no one likeminded with him, who will cherish a genuine care for you.
21 Allir aðrir virðast niðursokknir í sín eigin áhugamál og hafa því engan tíma til að spyrja um vilja Jesú Krists.
Everybody concerns himself about his own interests, not about those of Jesus Christ.
22 Þið þekkið Tímóteus, hann hefur verið mér sem sonur og aðstoðað mig við útbreiðslu gleðiboðskaparins.
But you know Timothy's approved worth--how, like a child working with his father, he has served with me in furtherance of the Good News.
23 Ég vona að ég geti sent hann til ykkar strax og ég veit hvað um mig verður.
So it is he that I hope to send as soon as ever I see how things go with me;
24 Ég treysti því að Drottinn muni einnig leyfa mér að koma til ykkar áður en langt um líður.
but trusting, as I do, in the Lord, I believe that I shall myself also come to you before long.
25 Mér fannst rétt af mér að senda Epafrodítus aftur til ykkar. Þið senduð hann til að bæta úr þörf minni og ég get sagt ykkur að við urðum góðir vinir, störfuðum saman og stóðum hlið við hlið í baráttunni.
Yet I deem it important to send Epaphroditus to you now--he is my brother and comrade both in labour and in arms, and is your messenger who has ministered to my needs.
26 Ég sendi hann nú aftur til ykkar, því að hann hefur orðið svo mikla heimþrá og langar að sjá ykkur á ný. Hann varð mjög leiður þegar hann vissi að þið hefðuð frétt að hann hefði veikst.
I send him because he is longing to see you all and is distressed at your having heard of his illness.
27 Reyndar varð hann svo hættulega veikur að hann var nær dauða en lífi, en Guð miskunnaði bæði honum og mér, svo að ég þyrfti ekki að bera sorg hans vegna, ofan á allt annað.
For it is true that he has been ill, and was apparently at the point of death; but God had pity on him, and not only on him, but also on me, to save me from having sorrow upon sorrow.
28 Þrá ykkar eftir honum varð mér því sterk hvatning til að senda hann aftur heim. Ég veit að þið fagnið honum og það gleður mig.
I am therefore all the more eager to send him, in the hope that when you see him again you may be glad and I may have the less sorrow.
29 Takið á móti honum með fögnuði í nafni Drottins og sýnið honum heiður.
Receive him therefore with heartfelt Christian joy, and hold in honour men like him;
30 Hann hætti lífi sínu í þjónustu Krists og var í dauðann kominn er hann reyndi að gera fyrir mig, það sem þið gátuð ekki vegna fjarveru ykkar.
because it was for the sake of Christ's work that he came so near death, hazarding, as he did, his very life in endeavouring to make good any deficiency that there might be in your gifts to me.

< Filippíbréfið 2 >