< Matteus 9 >
1 Jesús steig því aftur út í bátinn og þeir héldu yfir vatnið til Kapernaum, heimabæjar hans.
Καὶ ἐμβὰς εἰς πλοῖον διεπέρασεν καὶ ἦλθεν εἰς τὴν ἰδίαν πόλιν.
2 Ekki var liðin löng stund er menn báru lamaðan mann til hans á dýnu. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við veika manninn: „Vertu hughraustur, vinur minn. Ég hef fyrirgefið þér syndirnar.“
καὶ ἰδοὺ προσέφερον αὐτῷ παρα λυτικὸν ἐπὶ κλίνης βεβλημένον· καὶ ἰδὼν ὁ Ἰησοῦς τὴν πίστιν αὐτῶν εἶπεν τῷ παραλυτικῷ, Θάρσει, τέκνον, ἀφίενταί σου αἱ ἁμαρτίαι.
3 „Guðlast!“hugsuðu fræðimenn Gyðinganna, sem þarna voru staddir. „Þessi maður heldur þó ekki að hann sé Guð?“
καὶ ἰδού τινες τῶν γραμματέων εἶπoν ἐν ἑαυτοῖς, Οὗτος βλασφημεῖ.
4 Jesús vissi hvað þeir hugsuðu og spurði því: „Hvers vegna hugsið þið illt?
καὶ εἰδὼς ὁ Ἰησοῦς τὰς ἐνθυμήσεις αὐτῶν εἶπεν, Ἵνα τί ἐνθυμεῖσθε πονηρὰ ἐν ταῖς καρδίαις ὑμῶν;
5 Er erfiðara að fyrirgefa syndir mannsins en að lækna hann?“Síðan sneri hann sér að lamaða manninum og sagði: „Ég segi við þig, til þess að sanna að ég hef vald hér á jörðu til þess að fyrirgefa syndir: Stattu upp! Taktu dýnuna þína og farðu heim til þín!“
τί γάρ ἐστιν εὐκοπώτερον, εἰπεῖν, Ἀφίενταί σου αἱ ἁμαρτίαι, ἢ εἰπεῖν, Ἔγειρε καὶ περιπάτει;
ἵνα δὲ εἰδῆτε ὅτι ἐξουσίαν ἔχει ὁ υἱὸς τοῦ ἀνθρώπου ἐπὶ τῆς γῆς ἀφιέναι ἁμαρτίας, (τότε λέγει τῷ παραλυτικῷ, ) Ἔγειρε ἆρόν σου τὴν κλίνην, καὶ ὕπαγε εἰς τὸν οἶκόν σου.
7 Maðurinn spratt á fætur og flýtti sér heim!
καὶ ἐγερθεὶς ἀπῆλθεν εἰς τὸν οἶκον αὐτοῦ.
8 Ótti greip fólkið þegar það sá kraftaverkið gerast þannig fyrir augum sér, og það lofaði Guð fyrir að hafa gefið manni slíkt vald.
ἰδόντες δὲ οἱ ὄχλοι ἐφοβήθησαν, καὶ ἐδόξασαν τὸν θεὸν τὸν δόντα ἐξουσίαν τοιαύτην τοῖς ἀνθρώποις.
9 Jesús lagði nú af stað niður veginn og sá þá Matteus, skattheimtumann, sitja hjá skattstofunni. „Komdu og vertu lærisveinn minn, “sagði Jesús við hann. Matteus stóð þegar á fætur og fylgdi honum.
Καὶ παράγων ὁ Ἰησοῦς ἐκεῖθεν εἶδεν ἄνθρωπον καθήμενον ἐπὶ τὸ τελώνιον, Μαθθαῖον λεγόμενον, καὶ λέγει αὐτῷ, Ἀκολούθει μοι. καὶ ἀναστὰς ἠκολούθησεν αὐτῷ.
10 Síðar voru Jesús og lærisveinar hans saman í boði (heima hjá Matteusi). Meðal gestanna voru margir sem höfðu illt orð á sér, svo sem alræmdir svindlarar.
καὶ ἐγένετο αὐτοῦ ἀνακειμένου ἐν τῇ οἰκίᾳ, καὶ ἰδοὺ πολλοὶ τελῶναι καὶ ἁμαρτωλοὶ ἐλθόντες συνανέκειντο τῷ Ἰησοῦ καὶ τοῖς μαθηταῖς αὐτοῦ.
11 Nú var faríseunum nóg boðið og þeir spurðu lærisveinana: „Hvers vegna umgengst meistari ykkar slíka menn?“
καὶ ἰδόντες οἱ Φαρισαῖοι ἔλεγον τοῖς μαθηταῖς αὐτοῦ, Διὰ τί μετὰ τῶν τελωνῶν καὶ ἁμαρτωλῶν ἐσθίει ὁ διδάσκαλος ὑμῶν;
12 Jesús varð fyrir svörum og sagði: „Vegna þess að heilbrigðir þurfa ekki læknishjálp, heldur hinir sjúku!“
ὁ δὲ [Ἰησοῦς] ἀκούσας εἶπεν, Οὐ χρείαν ἔχουσιν οἱ ἰσχύοντες ἰατροῦ ἀλλὰ οἱ κακῶς ἔχοντες.
13 Síðan bætti hann við: „Farið og reynið að skilja þetta biblíuvers: „Það eru ekki fórnir ykkar eða gjafir sem ég þrái – heldur að þið sýnið miskunnsemi.“Ég kom til að leiða synduga menn til Guðs, en ekki réttláta.“
πορευθέντες δὲ μάθετε τί ἐστιν, Ἔλεος θέλω, καὶ οὐ θυσίαν· οὐ γὰρ ἦλθον καλέσαι δικαίους, ἀλλ᾽ ἁμαρτωλούς.
14 Dag einn komu lærisveinar Jóhannesar skírara til Jesú og spurðu: „Hvers vegna fasta lærisveinar þínir ekki? Það gerum við og farísearnir líka.“
Τότε προσέρχονται αὐτῷ οἱ μαθηταὶ Ἰωάννου λέγοντες, Διὰ τί ἡμεῖς καὶ οἱ Φαρισαῖοι νηστεύομεν πολλά, οἱ δὲ μαθηταί σου οὐ νηστεύουσιν;
15 „Haldið þið að vinir brúðgumans séu hryggir og fastandi meðan hann er hjá þeim?“spurði Jesús. „Að því kemur að ég verð tekinn frá þeim, og þá fá þeir nægan tíma til að fasta.
καὶ εἶπεν αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς, Μὴ δύνανται οἱ υἱοὶ τοῦ νυμφῶνος πενθεῖν ἐφ᾽ ὅσον μετ᾽ αὐτῶν ἐστιν ὁ νυμφίος; ἐλεύσονται δὲ ἡμέραι ὅταν ἀπαρθῇ ἀπ᾽ αὐτῶν ὁ νυμφίος, καὶ τότε νηστεύσουσιν.
16 Hver haldið þið að bæti gamla flík með efni sem á eftir að hlaupa? Bótin mundi rifna frá og gatið verða enn þá stærra en áður.
οὐδεὶς δὲ ἐπιβάλλει ἐπίβλημα ῥάκους ἀγνάφου ἐπὶ ἱματίῳ παλαιῷ· αἴρει γὰρ τὸ πλήρωμα αὐτοῦ ἀπὸ τοῦ ἱματίου, καὶ χεῖρον σχίσμα γίνεται.
17 Og hver notar gamla vínbelgi undir nýtt vín? Gömlu belgirnir láta undan þrýstingnum og springa, vínið fer allt niður og belgirnir eyðileggjast. Nei, við notum nýja belgi undir nýtt vín og þá varðveitist hvort tveggja.“
οὐδὲ βάλλουσιν οἶνον νέον εἰς ἀσκοὺς παλαιούς· εἰ δὲ μή γε, ῥήγνυνται οἱ ἀσκοί, καὶ ὁ οἶνος ἐκχεῖται καὶ οἱ ἀσκοὶ ἀπόλλυνται· ἀλλὰ βάλλουσιν οἶνον νέον εἰς ἀσκοὺς καινούς, καὶ ἀμφότεροι συντηροῦνται.
18 Rétt í þessu bar að forstöðumann samkomuhússins. Hann kraup að fótum Jesú og sagði: „Litla dóttir mín er nýdáin, en þú getur kallað hana aftur til lífsins ef þú vilt koma og snerta hana.“
Ταῦτα αὐτοῦ λαλοῦντος αὐτοῖς, ἰδοὺ ἄρχων εἷς ἐλθὼν προσεκύνει αὐτῷ, λέγων ὅτι ἡ θυγάτηρ μου ἄρτι ἐτελεύτησεν· ἀλλὰ ἐλθὼν ἐπίθες τὴν χεῖρά σου ἐπ᾽ αὐτήν, καὶ ζήσεται.
19 Meðan Jesús og lærisveinar hans voru á leið heim til forstöðumannsins,
καὶ ἐγερθεὶς ὁ Ἰησοῦς ἠκολούθει αὐτῷ, καὶ οἱ μαθηταὶ αὐτοῦ.
20 læddist kona sem þjáðst hafði af blæðingum í tólf ár, að baki honum og snerti fald yfirhafnar hans.
Καὶ ἰδοὺ γυνὴ αἱμοῤῥοοῦσα δώδεκα ἔτη προσελθοῦσα ὄπισθεν ἥψατο τοῦ κρασπέδου τοῦ ἱματίου αὐτοῦ.
21 Hún hugsaði: „Ef ég aðeins get snert hann, þá mun ég læknast!“
ἔλεγεν γὰρ ἐν ἑαυτῇ, Ἐὰν μόνον ἅψωμαι τοῦ ἱματίου αὐτοῦ, σωθήσομαι.
22 Jesús sneri sér við og sagði við hana: „Dóttir, vertu ekki kvíðin! Trú þín hefur læknað þig!“Frá þeirri stundu var hún heilbrigð.
Ὁ δὲ Ἰησοῦς στραφεὶς καὶ ἰδὼν αὐτὴν εἶπεν, Θάρσει, θύγατερ· ἡ πίστις σου σέσωκέν σε. καὶ ἐσώθη ἡ γυνὴ ἀπὸ τῆς ὥρας ἐκείνης.
23 Þegar Jesús gekk inn í hús forstöðumannsins og sá alla í uppnámi og heyrði útfarartónlistina,
Καὶ ἐλθὼν ὁ Ἰησοῦς εἰς τὴν οἰκίαν τοῦ ἄρχοντος, καὶ ἰδὼν τοὺς αὐλητὰς καὶ τὸν ὄχλον θορυβούμενον,
24 sagði hann: „Út með allt þetta fólk! – Litla stúlkan er ekki dáin, hún sefur.“Þá hló fólkið og gerði gys að orðum hans.
ἔλεγεν, Ἀναχωρεῖτε· οὐ γὰρ ἀπέθανεν τὸ κοράσιον, ἀλλὰ καθεύδει. καὶ κατεγέλων αὐτοῦ.
25 Loksins tókst þó að koma fólkinu út. Jesús gekk að rúmi litlu stúlkunnar og tók í hönd hennar. Við það reis hún upp og varð heilbrigð á sömu stundu!
ὅτε δὲ ἐξεβλήθη ὁ ὄχλος, εἰσελθὼν ἐκράτησεν τῆς χειρὸς αὐτῆς, καὶ ἠγέρθη τὸ κοράσιον.
26 Fréttir af þessu stórkostlega kraftaverki bárust um allt héraðið.
καὶ ἐξῆλθεν ἡ φήμη αὕτη εἰς ὅλην τὴν γῆν ἐκείνην.
27 Tveir blindir menn eltu Jesú þegar hann yfirgaf hús forstöðumannsins og hrópuðu: „Sonur Davíðs konungs! Vertu okkur miskunnsamur!“
Καὶ παράγοντι ἐκεῖθεν τῷ Ἰησοῦ, ἠκολούθησαν [αὐτῷ] δύο τυφλοί, κράζοντες καὶ λέγοντες, Ἐλέησον ἡμᾶς, υἱὸς Δαυείδ.
28 Þeir fóru alla leið inn í húsið þar sem hann dvaldist. Jesús spurði þá: „Trúið þið að ég geti gefið ykkur sjónina?“„Já, herra“, svöruðu þeir, „við trúum því.“
ἐλθόντι δὲ εἰς τὴν οἰκίαν, προσῆλθαν αὐτῷ οἱ τυφλοί, καὶ λέγει αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς, Πιστεύετε ὅτι δύναμαι τοῦτο ποιῆσαι; λέγουσιν αὐτῷ, Ναὶ κύριε.
29 Þá snerti hann augu þeirra og sagði: „Verði ykkur að trú ykkar.“
τότε ἥψατο τῶν ὀφθαλμῶν αὐτῶν λέγων, Κατὰ τὴν πίστιν ὑμῶν γενηθήτω ὑμῖν.
30 Á sömu stundu fengu þeir sjónina! Jesús bannaði þeim stranglega að segja frá þessu,
Καὶ ἠνεῴχθησαν αὐτῶν οἱ ὀφθαλμοί· καὶ ἐνεβριμήθη αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς λέγων, Ὁρᾶτε μηδεὶς γινωσκέτω.
31 en eigi að síður báru þeir söguna um allan bæinn.
οἱ δὲ ἐξελθόντες διεφήμισαν αὐτὸν ἐν ὅλῃ τῇ γῇ ἐκείνῃ.
32 Þegar Jesús var að fara þaðan mætti hann manni sem var mállaus vegna þess að illur andi var í honum.
Αὐτῶν δὲ ἐξερχομένων, ἰδοὺ προσήνεγκαν αὐτῷ [ἄνθρωπον] κωφὸν δαιμονιζόμενον.
33 Jesús rak illa andann út og þá talaði mállausi maðurinn. Fólkið varð forviða og hrópaði: „Aldrei höfum við séð neitt þessu líkt!“
καὶ ἐκβληθέντος τοῦ δαιμονίου ἐλάλησεν ὁ κωφός· καὶ ἐθαύμασαν οἱ ὄχλοι λέγοντες, Οὐδέποτε ἐφάνη οὕτως ἐν τῷ Ἰσραήλ.
34 En farísearnir sögðu: „Hann getur rekið illu andana út af því að hann er sjálfur með illan anda. Sjálfur Satan, konungur illu andanna, er í honum!“
Οἱ δὲ Φαρισαῖοι ἔλεγον, Ἐν τῷ ἄρχοντι τῶν δαιμονίων ἐκβάλλει τὰ δαιμόνια.
35 Jesús ferðaðist nú til allra bæja og þorpa á þessum slóðum.
Καὶ περιῆγεν ὁ Ἰησοῦς τὰς πόλεις πάσας καὶ τὰς κώμας, διδάσκων ἐν ταῖς συναγωγαῖς αὐτῶν καὶ κηρύσσων τὸ εὐαγγέλιον τῆς βασιλείας, καὶ θεραπεύων πᾶσαν νόσον καὶ πᾶσαν μαλακίαν.
36 Hann kenndi í samkomuhúsum og flutti gleðiboðskapinn um guðsríkið. Hvar sem hann kom læknaði hann fólk af hvers konar sjúkdómum. Hann kenndi í brjósti um mannfjöldann sem til hans kom, því fólkið sá enga lausn á vanda sínum. Það var eins og hjörð án hirðis.
Ἰδὼν δὲ τοὺς ὄχλους ἐσπλαγχνίσθη περὶ αὐτῶν, ὅτι ἦσαν ἐσκυλμένοι καὶ ἐριμμένοι ὡς πρόβατα μὴ ἔχοντα ποιμένα.
37 Jesús sagði þá við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir.
τότε λέγει τοῖς μαθηταῖς αὐτοῦ, Ὁ μὲν θερισμὸς πολύς, οἱ δὲ ἐργάται ὀλίγοι·
38 Biðjið því hann, sem ræður uppskerunni, að senda fleiri verkamenn út á akrana.“
δεήθητε οὖν τοῦ κυρίου τοῦ θερισμοῦ, ὅπως ἐκβάλῃ ἐργάτας εἰς τὸν θερισμὸν αὐτοῦ.