< Matteus 9 >

1 Jesús steig því aftur út í bátinn og þeir héldu yfir vatnið til Kapernaum, heimabæjar hans.
και εμβας εις το πλοιον διεπερασεν και ηλθεν εις την ιδιαν πολιν
2 Ekki var liðin löng stund er menn báru lamaðan mann til hans á dýnu. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við veika manninn: „Vertu hughraustur, vinur minn. Ég hef fyrirgefið þér syndirnar.“
και ιδου προσεφερον αυτω παραλυτικον επι κλινης βεβλημενον και ιδων ο ιησους την πιστιν αυτων ειπεν τω παραλυτικω θαρσει τεκνον αφεωνται σοι αι αμαρτιαι σου
3 „Guðlast!“hugsuðu fræðimenn Gyðinganna, sem þarna voru staddir. „Þessi maður heldur þó ekki að hann sé Guð?“
και ιδου τινες των γραμματεων ειπον εν εαυτοις ουτος βλασφημει
4 Jesús vissi hvað þeir hugsuðu og spurði því: „Hvers vegna hugsið þið illt?
και ιδων ο ιησους τας ενθυμησεις αυτων ειπεν ινα τι υμεις ενθυμεισθε πονηρα εν ταις καρδιαις υμων
5 Er erfiðara að fyrirgefa syndir mannsins en að lækna hann?“Síðan sneri hann sér að lamaða manninum og sagði: „Ég segi við þig, til þess að sanna að ég hef vald hér á jörðu til þess að fyrirgefa syndir: Stattu upp! Taktu dýnuna þína og farðu heim til þín!“
τι γαρ εστιν ευκοπωτερον ειπειν αφεωνται σου αι αμαρτιαι η ειπειν εγειραι και περιπατει
6
ινα δε ειδητε οτι εξουσιαν εχει ο υιος του ανθρωπου επι της γης αφιεναι αμαρτιας τοτε λεγει τω παραλυτικω εγερθεις αρον σου την κλινην και υπαγε εις τον οικον σου
7 Maðurinn spratt á fætur og flýtti sér heim!
και εγερθεις απηλθεν εις τον οικον αυτου
8 Ótti greip fólkið þegar það sá kraftaverkið gerast þannig fyrir augum sér, og það lofaði Guð fyrir að hafa gefið manni slíkt vald.
ιδοντες δε οι οχλοι εθαυμασαν και εδοξασαν τον θεον τον δοντα εξουσιαν τοιαυτην τοις ανθρωποις
9 Jesús lagði nú af stað niður veginn og sá þá Matteus, skattheimtumann, sitja hjá skattstofunni. „Komdu og vertu lærisveinn minn, “sagði Jesús við hann. Matteus stóð þegar á fætur og fylgdi honum.
και παραγων ο ιησους εκειθεν ειδεν ανθρωπον καθημενον επι το τελωνιον ματθαιον λεγομενον και λεγει αυτω ακολουθει μοι και αναστας ηκολουθησεν αυτω
10 Síðar voru Jesús og lærisveinar hans saman í boði (heima hjá Matteusi). Meðal gestanna voru margir sem höfðu illt orð á sér, svo sem alræmdir svindlarar.
και εγενετο αυτου ανακειμενου εν τη οικια και ιδου πολλοι τελωναι και αμαρτωλοι ελθοντες συνανεκειντο τω ιησου και τοις μαθηταις αυτου
11 Nú var faríseunum nóg boðið og þeir spurðu lærisveinana: „Hvers vegna umgengst meistari ykkar slíka menn?“
και ιδοντες οι φαρισαιοι ειπον τοις μαθηταις αυτου δια τι μετα των τελωνων και αμαρτωλων εσθιει ο διδασκαλος υμων
12 Jesús varð fyrir svörum og sagði: „Vegna þess að heilbrigðir þurfa ekki læknishjálp, heldur hinir sjúku!“
ο δε ιησους ακουσας ειπεν αυτοις ου χρειαν εχουσιν οι ισχυοντες ιατρου αλλ οι κακως εχοντες
13 Síðan bætti hann við: „Farið og reynið að skilja þetta biblíuvers: „Það eru ekki fórnir ykkar eða gjafir sem ég þrái – heldur að þið sýnið miskunnsemi.“Ég kom til að leiða synduga menn til Guðs, en ekki réttláta.“
πορευθεντες δε μαθετε τι εστιν ελεον θελω και ου θυσιαν ου γαρ ηλθον καλεσαι δικαιους αλλα αμαρτωλους εις μετανοιαν
14 Dag einn komu lærisveinar Jóhannesar skírara til Jesú og spurðu: „Hvers vegna fasta lærisveinar þínir ekki? Það gerum við og farísearnir líka.“
τοτε προσερχονται αυτω οι μαθηται ιωαννου λεγοντες δια τι ημεις και οι φαρισαιοι νηστευομεν πολλα οι δε μαθηται σου ου νηστευουσιν
15 „Haldið þið að vinir brúðgumans séu hryggir og fastandi meðan hann er hjá þeim?“spurði Jesús. „Að því kemur að ég verð tekinn frá þeim, og þá fá þeir nægan tíma til að fasta.
και ειπεν αυτοις ο ιησους μη δυνανται οι υιοι του νυμφωνος πενθειν εφ οσον μετ αυτων εστιν ο νυμφιος ελευσονται δε ημεραι οταν απαρθη απ αυτων ο νυμφιος και τοτε νηστευσουσιν
16 Hver haldið þið að bæti gamla flík með efni sem á eftir að hlaupa? Bótin mundi rifna frá og gatið verða enn þá stærra en áður.
ουδεις δε επιβαλλει επιβλημα ρακους αγναφου επι ιματιω παλαιω αιρει γαρ το πληρωμα αυτου απο του ιματιου και χειρον σχισμα γινεται
17 Og hver notar gamla vínbelgi undir nýtt vín? Gömlu belgirnir láta undan þrýstingnum og springa, vínið fer allt niður og belgirnir eyðileggjast. Nei, við notum nýja belgi undir nýtt vín og þá varðveitist hvort tveggja.“
ουδε βαλλουσιν οινον νεον εις ασκους παλαιους ει δε μηγε ρηγνυνται οι ασκοι και ο οινος εκχειται και οι ασκοι απολουνται αλλα βαλλουσιν οινον νεον εις ασκους καινους και αμφοτεροι συντηρουνται
18 Rétt í þessu bar að forstöðumann samkomuhússins. Hann kraup að fótum Jesú og sagði: „Litla dóttir mín er nýdáin, en þú getur kallað hana aftur til lífsins ef þú vilt koma og snerta hana.“
ταυτα αυτου λαλουντος αυτοις ιδου αρχων εις ελθων προσεκυνει αυτω λεγων οτι η θυγατηρ μου αρτι ετελευτησεν αλλα ελθων επιθες την χειρα σου επ αυτην και ζησεται
19 Meðan Jesús og lærisveinar hans voru á leið heim til forstöðumannsins,
και εγερθεις ο ιησους ηκολουθησεν αυτω και οι μαθηται αυτου
20 læddist kona sem þjáðst hafði af blæðingum í tólf ár, að baki honum og snerti fald yfirhafnar hans.
και ιδου γυνη αιμορροουσα δωδεκα ετη προσελθουσα οπισθεν ηψατο του κρασπεδου του ιματιου αυτου
21 Hún hugsaði: „Ef ég aðeins get snert hann, þá mun ég læknast!“
ελεγεν γαρ εν εαυτη εαν μονον αψωμαι του ιματιου αυτου σωθησομαι
22 Jesús sneri sér við og sagði við hana: „Dóttir, vertu ekki kvíðin! Trú þín hefur læknað þig!“Frá þeirri stundu var hún heilbrigð.
ο δε ιησους επιστραφεις και ιδων αυτην ειπεν θαρσει θυγατερ η πιστις σου σεσωκεν σε και εσωθη η γυνη απο της ωρας εκεινης
23 Þegar Jesús gekk inn í hús forstöðumannsins og sá alla í uppnámi og heyrði útfarartónlistina,
και ελθων ο ιησους εις την οικιαν του αρχοντος και ιδων τους αυλητας και τον οχλον θορυβουμενον
24 sagði hann: „Út með allt þetta fólk! – Litla stúlkan er ekki dáin, hún sefur.“Þá hló fólkið og gerði gys að orðum hans.
λεγει αυτοις αναχωρειτε ου γαρ απεθανεν το κορασιον αλλα καθευδει και κατεγελων αυτου
25 Loksins tókst þó að koma fólkinu út. Jesús gekk að rúmi litlu stúlkunnar og tók í hönd hennar. Við það reis hún upp og varð heilbrigð á sömu stundu!
οτε δε εξεβληθη ο οχλος εισελθων εκρατησεν της χειρος αυτης και ηγερθη το κορασιον
26 Fréttir af þessu stórkostlega kraftaverki bárust um allt héraðið.
και εξηλθεν η φημη αυτη εις ολην την γην εκεινην
27 Tveir blindir menn eltu Jesú þegar hann yfirgaf hús forstöðumannsins og hrópuðu: „Sonur Davíðs konungs! Vertu okkur miskunnsamur!“
και παραγοντι εκειθεν τω ιησου ηκολουθησαν αυτω δυο τυφλοι κραζοντες και λεγοντες ελεησον ημας υιε δαυιδ
28 Þeir fóru alla leið inn í húsið þar sem hann dvaldist. Jesús spurði þá: „Trúið þið að ég geti gefið ykkur sjónina?“„Já, herra“, svöruðu þeir, „við trúum því.“
ελθοντι δε εις την οικιαν προσηλθον αυτω οι τυφλοι και λεγει αυτοις ο ιησους πιστευετε οτι δυναμαι τουτο ποιησαι λεγουσιν αυτω ναι κυριε
29 Þá snerti hann augu þeirra og sagði: „Verði ykkur að trú ykkar.“
τοτε ηψατο των οφθαλμων αυτων λεγων κατα την πιστιν υμων γενηθητω υμιν
30 Á sömu stundu fengu þeir sjónina! Jesús bannaði þeim stranglega að segja frá þessu,
και ανεωχθησαν αυτων οι οφθαλμοι και ενεβριμησατο αυτοις ο ιησους λεγων ορατε μηδεις γινωσκετω
31 en eigi að síður báru þeir söguna um allan bæinn.
οι δε εξελθοντες διεφημισαν αυτον εν ολη τη γη εκεινη
32 Þegar Jesús var að fara þaðan mætti hann manni sem var mállaus vegna þess að illur andi var í honum.
αυτων δε εξερχομενων ιδου προσηνεγκαν αυτω ανθρωπον κωφον δαιμονιζομενον
33 Jesús rak illa andann út og þá talaði mállausi maðurinn. Fólkið varð forviða og hrópaði: „Aldrei höfum við séð neitt þessu líkt!“
και εκβληθεντος του δαιμονιου ελαλησεν ο κωφος και εθαυμασαν οι οχλοι λεγοντες ουδεποτε εφανη ουτως εν τω ισραηλ
34 En farísearnir sögðu: „Hann getur rekið illu andana út af því að hann er sjálfur með illan anda. Sjálfur Satan, konungur illu andanna, er í honum!“
οι δε φαρισαιοι ελεγον εν τω αρχοντι των δαιμονιων εκβαλλει τα δαιμονια
35 Jesús ferðaðist nú til allra bæja og þorpa á þessum slóðum.
και περιηγεν ο ιησους τας πολεις πασας και τας κωμας διδασκων εν ταις συναγωγαις αυτων και κηρυσσων το ευαγγελιον της βασιλειας και θεραπευων πασαν νοσον και πασαν μαλακιαν εν τω λαω
36 Hann kenndi í samkomuhúsum og flutti gleðiboðskapinn um guðsríkið. Hvar sem hann kom læknaði hann fólk af hvers konar sjúkdómum. Hann kenndi í brjósti um mannfjöldann sem til hans kom, því fólkið sá enga lausn á vanda sínum. Það var eins og hjörð án hirðis.
ιδων δε τους οχλους εσπλαγχνισθη περι αυτων οτι ησαν εσκυλμενοι και ερριμμενοι ωσει προβατα μη εχοντα ποιμενα
37 Jesús sagði þá við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir.
τοτε λεγει τοις μαθηταις αυτου ο μεν θερισμος πολυς οι δε εργαται ολιγοι
38 Biðjið því hann, sem ræður uppskerunni, að senda fleiri verkamenn út á akrana.“
δεηθητε ουν του κυριου του θερισμου οπως εκβαλη εργατας εις τον θερισμον αυτου

< Matteus 9 >