< Matteus 5 >
1 Dag nokkurn þegar fólkið þyrptist að honum fór hann upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum,
Seeing the multitudes, he went up onto the mountain. When he had sat down, his disciples came to him.
2 settist þar niður og kenndi:
He opened his mouth and taught them, saying,
3 „Sælir eru auðmjúkir, því að þeirra er himnaríki.
“Blessed are the poor in spirit, for theirs is the Kingdom of Heaven.
4 Sælir eru sorgmæddir, því að þeir munu huggaðir verða.
Blessed are those who mourn, for they shall be comforted.
5 Sælir eru hógværir, því að þeir munu eignast landið.
Blessed are the gentle, for they shall inherit the earth.
6 Sælir eru þeir sem þrá réttlætið, því að það mun falla þeim í skaut.
Blessed are those who hunger and thirst for righteousness, for they shall be filled.
7 Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Blessed are the merciful, for they shall obtain mercy.
8 Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu sjá Guð.
Blessed are the pure in heart, for they shall see God.
9 Sælir eru þeir sem vinna að friði, því að þeir munu kallaðir verða synir Guðs.
Blessed are the peacemakers, for they shall be called children of God.
10 Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir trú sína á mig, því að þeirra er himnaríki.
Blessed are those who have been persecuted for righteousness’ sake, for theirs is the Kingdom of Heaven.
11 Gleðjist og fagnið þegar fólk talar illa um ykkur, ofsækir ykkur eða ber lognar sakir á ykkur vegna þess að þið fylgið mér,
“Blessed are you when people reproach you, persecute you, and say all kinds of evil against you falsely, for my sake.
12 því að mikil laun bíða ykkar á himnum! Minnist þess að hinir fornu spámenn þoldu einnig ofsóknir.
Rejoice, and be exceedingly glad, for great is your reward in heaven. For that is how they persecuted the prophets who were before you.
13 Þið eruð salt jarðarinnar, þið eigið að bæta heiminn! Hvernig færi ef þið misstuð seltuna? Þið yrðuð einskis nýt eins og rusl sem fleygt er út og fótum troðið.
“You are the salt of the earth, but if the salt has lost its flavour, with what will it be salted? It is then good for nothing, but to be cast out and trodden under the feet of men.
14 Þið eruð ljós heimsins. Allir sjá borg sem reist er á fjalli.
You are the light of the world. A city located on a hill can’t be hidden.
15 Felið því ekki ljósið ykkar heldur látið það skína til að allir sjái það! Leyfið öllum að sjá góðverk ykkar, svo að þeir þakki föður ykkar á himnum.
Neither do you light a lamp and put it under a measuring basket, but on a stand; and it shines to all who are in the house.
Even so, let your light shine before men, that they may see your good works and glorify your Father who is in heaven.
17 Misskiljið mig ekki. Ég kom ekki til að afnema lög Móse og viðvaranir spámannanna. Nei, ég kom til að uppfylla hvort tveggja og staðfesta það.
“Don’t think that I came to destroy the Torah or the Prophets. I didn’t come to destroy, but to fulfil.
18 Ég segi ykkur satt: Hver einasta grein lögbókarinnar mun standa óhögguð uns tilgangi hennar hefur verið náð.
For most certainly, I tell you, until heaven and earth pass away, not even one smallest letter or one tiny pen stroke shall in any way pass away from the Torah, until all things are accomplished.
19 Þar af leiðir að sá sem brýtur hið minnsta boðorð og hvetur aðra til þess að gera hið sama verður minnstur í himnaríki. En sá sem kennir lög Guðs og fer eftir þeim mun verða mikill í himnaríki.
Therefore, whoever shall break one of these least commandments and teach others to do so, shall be called least in the Kingdom of Heaven; but whoever shall do and teach them shall be called great in the Kingdom of Heaven.
20 Ég vil benda ykkur á eitt: Ef góðverk ykkar verða ekki fremri góðverkum faríseanna og annarra leiðtoga þjóðarinnar, þá komist þið alls ekki inn í guðsríkið.
For I tell you that unless your righteousness exceeds that of the scribes and Pharisees, there is no way you will enter into the Kingdom of Heaven.
21 Þannig segir í lögum Móse: „Drepir þú mann, verður þú sjálfur að deyja.“
“You have heard that it was said to the ancient ones, ‘You shall not murder;’ and ‘Whoever murders will be in danger of the judgement.’
22 En ég bæti við: Ef þú reiðist – jafnvel þótt það sé aðeins við bróður þinn á þínu eigin heimili – vofir dómurinn yfir þér! Ef þú kallar vin þinn fífl, átt þú á hættu að þér verði stefnt fyrir réttinn! Og bölvir þú honum áttu eld helvítis yfir höfði þér. (Geenna )
But I tell you that everyone who is angry with his brother without a cause will be in danger of the judgement. Whoever says to his brother, ‘You good-for-nothing!’ will be in danger of the council. Whoever says, ‘You fool!’ will be in danger of the fire of Gehinnom. (Geenna )
23 Ef þú stendur frammi fyrir altarinu í musterinu og ert að færa Guði fórn, og minnist þess þá allt í einu að vinur þinn hefur eitthvað á móti þér,
“If therefore you are offering your gift at the altar, and there remember that your brother has anything against you,
24 skaltu skilja fórn þína eftir hjá altarinu, fara og biðja hann fyrirgefningar og sættast við hann. Komdu síðan aftur og berðu fram fórnina.
leave your gift there before the altar, and go your way. First be reconciled to your brother, and then come and offer your gift.
25 Flýttu þér að sættast við óvin þinn áður en það er um seinan, því að annars mun hann draga þig fyrir rétt. Þá verður þér varpað í skuldafangelsi,
Agree with your adversary quickly while you are with him on the way; lest perhaps the prosecutor deliver you to the judge, and the judge deliver you to the officer, and you be cast into prison.
26 þar sem þú verður að dúsa uns þú hefur greitt þinn síðasta eyri.
Most certainly I tell you, you shall by no means get out of there until you have paid the last penny.
27 Boðorðið segir: „Þú skalt ekki drýgja hór.“
“You have heard that it was said, ‘You shall not commit adultery;’
28 En ég segi: Sá sem horfir á konu með girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í huga sínum.
but I tell you that everyone who gazes at a woman to lust after her has committed adultery with her already in his heart.
29 Ef það sem þú sérð með auga þínu verður til þess að þú fellur í synd, skaltu stinga augað úr þér og fleygja því. Betra er að hluti af þér eyðileggist en að þér verði öllum kastað í víti. (Geenna )
If your right eye causes you to stumble, pluck it out and throw it away from you. For it is more profitable for you that one of your members should perish than for your whole body to be cast into Gehinnom. (Geenna )
30 Ef hönd þín – jafnvel sú hægri – kemur þér til að syndga, þá er betra að höggva hana af og fleygja henni en að lenda í helvíti. (Geenna )
If your right hand causes you to stumble, cut it off, and throw it away from you. For it is more profitable for you that one of your members should perish, than for your whole body to be cast into Gehinnom. (Geenna )
31 Í lögum Móse segir svo: „Sá sem vill skilja við konu sína verður að fá henni skilnaðarbréf.“
“It was also said, ‘Whoever shall put away his wife, let him give her a writing of divorce,’
32 En ég segi: Skilji maður við konu sína af annarri ástæðu en þeirri að hún hafi verið honum ótrú, veldur hann því að hún drýgir hór, og sá sem síðar kvænist henni drýgir einnig hór.
but I tell you that whoever puts away his wife, except for the cause of sexual immorality, makes her an adulteress; and whoever marries her when she is put away commits adultery.
33 Þið þekkið líka þessa gömlu reglu: „Þú skalt ekki sverja rangan eið, og haltu þau heit sem þú hefur gefið Guði.“
“Again you have heard that it was said to the ancient ones, ‘You shall not make false vows, but shall perform to the Lord your vows,’
34 Ég segi: Sverjið ekki, hvorki við himininn, því að hann er hásæti Guðs,
but I tell you, don’t swear at all: neither by heaven, for it is the throne of God;
35 né jörðina, því hún er fótskör hans. Sverjið ekki við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.
nor by the earth, for it is the footstool of his feet; nor by Jerusalem, for it is the city of the great King.
36 Þú mátt ekki heldur sverja við höfuð þitt, því þú getur ekki einu sinni breytt háralit þínum, hvað þá meira.
Neither shall you swear by your head, for you can’t make one hair white or black.
37 Látið nægja að segja: Já, ég vil… eða: Nei, ég vil ekki! Það á að vera hægt að treysta því sem þú segir. Þurfir þú að staðfesta orð þín með eiði er ekki allt með felldu.
But let your ‘Yes’ be ‘Yes’ and your ‘No’ be ‘No.’ Whatever is more than these is of the evil one.
38 Í lögum Móse stendur: „Stingi maður auga úr öðrum manni, skal hann sjálfur gjalda fyrir það með eigin auga. Brjóti einhver tönn úr þér, skaltu brjóta tönn úr honum í staðinn.“
“You have heard that it was said, ‘An eye for an eye, and a tooth for a tooth.’
39 Ég segi hins vegar: Launið ekki ofbeldi með ofbeldi! Slái einhver þig á aðra kinnina, snúðu þá einnig hinni að honum.
But I tell you, don’t resist him who is evil; but whoever strikes you on your right cheek, turn to him the other also.
40 Höfði einhver mál gegn þér þannig að þú tapar skyrtunni þinni, skaltu líka láta yfirhöfn þína af hendi.
If anyone sues you to take away your coat, let him have your cloak also.
41 Ef hermenn skipa þér að bera varning sinn eina mílu, þá skaltu bera hann tvær.
Whoever compels you to go one mile, go with him two.
42 Gefðu þeim sem biðja þig, og snúðu ekki bakinu við þeim sem vilja fá lán hjá þér.
Give to him who asks you, and don’t turn away him who desires to borrow from you.
43 Sagt hefur verið: „Elskaðu vini þína og hataðu óvini þína.“
“You have heard that it was said, ‘You shall love your neighbour and hate your enemy.’
44 En ég segi: Elskið óvini ykkar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja ykkur.
But I tell you, love your enemies, bless those who curse you, do good to those who hate you, and pray for those who mistreat you and persecute you,
45 Ef þið gerið það, komið þið fram eins og hæfir sonum hins himneska föður. Hann lætur sólina skína jafnt á vonda sem góða. Hann lætur einnig rigna jafnt hjá réttlátum sem ranglátum.
that you may be children of your Father who is in heaven. For he makes his sun to rise on the evil and the good, and sends rain on the just and the unjust.
46 Hvaða góðverk er það að elska þá eina sem elska ykkur? Jafnvel skattheimtumennirnir gera það.
For if you love those who love you, what reward do you have? Don’t even the tax collectors do the same?
47 Eruð þið nokkuð frábrugðin heiðingjunum, ef þið eruð einungis vinir vina ykkar? Nei!
If you only greet your friends, what more do you do than others? Don’t even the tax collectors do the same?
48 Verið því fullkomin eins og ykkar himneski faðir er fullkominn.
Therefore you shall be perfect, just as your Father in heaven is perfect.