< Matteus 4 >

1 Eftir þetta leiddi heilagur andi Jesú út í óbyggðina, til þess að hans yrði freistað af Satan.
Тоді повів Ісуса дух у пустиню на спокусу дияволську.
2 Þegar Jesús hafði verið þar matarlaus í fjörutíu sólarhringa var hungrið farið að sverfa að.
І постив він сорок днів і сорок ночей, потім забажав їсти.
3 Þá reyndi Satan að fá hann til að breyta steinum í brauð og sagði: „Ef þú ert sonur Guðs, þá breyttu þessum steinum í brauð.“
І прийшовши спокусник до Него, каже: Коли ти Син Божий, звели сим камінням зробитись хлїбом.
4 „Nei!“svaraði Jesús. „Biblían segir að fæðan sé manninum ekki hið eina nauðsynlega heldur það að fara eftir orði Guðs.“
Він же, озвавшись, сказав: Писано: Не самим хлїбом жити ме чоловік, а кожним словом, що виходить із уст Божих.
5 Satan fór þá með hann til Jerúsalem, upp á þak musterisins, og sagði:
Тоді диявол бере Його в сьвятий город, і ставить Його на церковнім крилі,
6 „Ef þú ert sonur Guðs þá kastaðu þér fram af þakbrúninni, því að Biblían segir: „Guð mun senda engla sína til að gæta þín, þeir munu vernda þig svo þú slasist ekki á steinunum fyrir neðan.““
І каже до Него: Коли ти Син Божий, кинь ся вниз, писано бо: Що накаже про Тебе ангелам своїм, і на руках понесуть Тебе, щоб не вдаривсь часом об камїнь ногою Твоєю.
7 „Já, en hún segir einnig að enginn skuli leggja heimskulegar þrautir fyrir Drottin, Guð sinn!“svaraði Jesús byrstur.
Рече йому Ісус: Писано знов: Не спокушуй Господа Бога твого,
8 Því næst fór Satan með Jesú upp á hátt fjall og sýndi honum þaðan þjóðir heimsins og alla dýrð þeirra.
Знов бере Його диявол на гору височенну, й показує Йому всі царства на сьвітї й славу їх;
9 „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú krýpur fyrir mér og tilbiður mig.“
і каже до Него: Оце все дам тобі, коли, припавши, поклониш ся менї.
10 „Burt með þig Satan!“skipaði Jesús. „Guðs orð segir: „Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og hlýða honum einum.““
Рече тодї йому Ісус: Геть від мене, сатано! писано бо: Господу Богу твоєму кланяти меш ся, і Йому одному служити меш.
11 Þá fór Satan burt, en englar komu og þjónuðu Jesú.
Зоставив тоді Його диявол, і ось ангели приступили й служили Йому.
12 Þegar Jesús frétti að Jóhannes hefði verið handtekinn, fór hann norður í Galíleu. Hann fluttist frá Nasaret og settist að í Kapernaum, sem er við Galíleuvatnið í héraði Sebúlóns og Naftalí.
Як же почув Ісус, що Йоана видано, то перейшов у Галилею;
і, покинувши Назарет, пійшов і пробував у Капернауміу що при морю, у гряницях Завулона та Нефталима:
14 Þá rættist þessi spádómur Jesaja:
щоб справдилось слово Ісаії пророка, глаголючого:
15 „Í landi Sebúlons og landi Naftalí við vatnið – héraðinu handan Jórdan og í Efri-Galíleu þar sem margir útlendingar búa – var fólkið í myrkri, en dag einn braust ljósið fram og skein á meðal þess.“
Земля Завулон і земля Нефталим, на морському шляху, за Йорданом, Галидея поганська;
люде сидячі в темряві побачили сьвітло велике, й тим, що сидять у країні й тїнї смертній, зассяло сьвітло.
17 Upp frá þessu tók Jesús að predika: „Snúið ykkur frá syndinni og til Guðs, því að ríki himnanna er nálægt.“
З того часу почав Ісус проповідувати й глаголати: Покайтесь, наближилось бо царство небесне.
18 Dag einn var hann á gangi við Galíleuvatnið. Þá hitti hann tvo menn á báti við ströndina. Þetta voru Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés bróðir hans. Þeir voru fiskimenn og voru að kasta neti í vatnið.
І, йдучи Ісус попри море Галилейське, побачив двох братів, Симона, званого Петром, та Андрея, брата його, що закидали невід у море; були бо рибалки.
19 Jesús kallaði til þeirra: „Komið og fylgið mér, og ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
І промовив до них: Ідїть за мною, то зроблю вас ловцями людськими.
20 Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
Вони ж зараз, покинувши неводи свої, пійшли слідом за Ним.
21 Spölkorn þaðan sá hann tvo aðra menn við vatnið, Jakob og Jóhannes, sem einnig voru bræður. Þeir sátu þar í báti ásamt Sebedeusi föður sínum og bættu net. Jesús kallaði einnig á þá og
І, йдучи звідтіля, побачив инших двох братів, Якова Зеведеєвого та Йоана, брата його, у човні з Зеведеем, батьком їх, як налагоджували неводи свої; і покликав їх.
22 þeir stóðu samstundis upp frá vinnunni, skildu föður sinn eftir og fylgdu Jesú.
Вони ж зараз, покинувши човен і батька свого, пійшли слїдом за Ним.
23 Jesús ferðaðist um alla Galíleu og talaði í samkomuhúsum Gyðinga (en þar fóru guðþjónustur fram). Hann predikaði gleðiboðskapinn um guðsríki og læknaði hvers konar sjúkdóma og meinsemdir.
І ходив Ісус по всій Галилеї, навчаючи по школах їх, і проповідуючи евангелию царства, та сцїляючи всякий недуг і всякі болестї поміж людьми.
24 Fregnir af kraftaverkum hans bárust langt út fyrir Galíleu. Sjúkt fólk kom jafnvel alla leið frá Sýrlandi til að fá lækningu hjá honum. Hann læknaði alla sjúka (sama hver sjúkdómurinn var), einnig geðveika og lamaða, og þá sem haldnir voru illum öndum.
І розійшлась чутка про Него по всїй Сирщинї; й приводжено до Него всїх недужнїх, що болїли всякими болещами та муками, й біснуватих, і місячників, і розслаблених; і сцїляв їх.
25 Mikill mannfjöldi fylgdi honum hvert sem hann fór – fólk frá Galíleu, bæjunum tíu austanvert við Galíleuvatnið, Jerúsalem, Júdeu og jafnvel frá landsvæðinu handan Jórdanar.
І йшло за Ним пребагато народу з Галилеї, й з Десятиграду, й з Єрусалиму, й з Юдеї, й зза Йордану.

< Matteus 4 >