< Matteus 24 >

1 Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum langaði lærisveinana að fá hann með sér í skoðunarferð um musterissvæðið.
Jesus had left the Temple and was going on His way, when His disciples came and called His attention to the Temple buildings.
2 En hann sagði við þá: „Þessar byggingar verða allar lagðar í rúst svo að ekki mun standa steinn yfir steini!“
"You see all these?" He replied; "in solemn truth I tell you that there will not be left here one stone upon another that will not be pulled down."
3 Stuttu seinna þegar Jesús sat í hlíð Olíufjallsins gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann um þetta: „Hvenær verður það og hvaða atburðir verða á undan endurkomu þinni og endi veraldar?“ (aiōn g165)
Afterwards He was on the Mount of Olives and was seated there when the disciples came to Him, apart from the others, and said, "Tell us when this will be; and what will be the sign of your Coming and of the Close of the Age?" (aiōn g165)
4 „Látið engan blekkja ykkur, “svaraði Jesús,
"Take care that no one misleads you," answered Jesus;
5 „því margir munu koma og segjast vera Kristur og leiða marga í villu.
"for many will come assuming my name and saying 'I am the Christ;' and they will mislead many.
6 Þið munuð heyra stríðsfréttir, en þær eru ekki tákn um endurkomu mína. Því að styrjaldir halda áfram eins og verið hefur, en endirinn er ekki þar með kominn.
And before long you will hear of wars and rumours of wars. Do not be alarmed, for such things must be; but the End is not yet.
7 Þjóðir og ríki jarðarinnar munu heyja styrjaldir sín á milli og hungursneyð og jarðskjálftar geisa víða.
For nation will rise in arms against nation, kingdom against kingdom, and there will be famines and earthquakes in various places;
8 Þetta er aðeins byrjun hörmunganna sem koma.
but all these miseries are but like the early pains of childbirth.
9 Þið verðið pyntaðir og líflátnir, og allir munu hata ykkur vegna þess að þið tilheyrið mér.
"At that time they will deliver you up to punishment and will put you to death; and you will be objects of hatred to all the nations because you are called by my name.
10 Þá munu margir falla frá trúnni, og hata og svíkja hverjir aðra.
Then will many stumble and fall, and they will betray one another and hate one another.
11 Margir falsspámenn munu koma og leiða marga í villu.
Many false prophets will rise up and lead multitudes astray;
12 Afbrot aukast er kærleikur flestra kólnar,
and because of the prevalent disregard of God's law the love of the great majority will grow cold;
13 en sá sem stöðugur stendur allt til enda mun frelsast.
but those who stand firm to the End shall be saved.
14 Gleðiboðskapurinn um guðsríki verður fluttur öllum þjóðum heimsins, og þá loks mun endirinn koma.“
And this Good News of the Kingdom shall be proclaimed throughout the whole world to set the evidence before all the Gentiles; and then the End will come.
15 „Þegar þið sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talaði um, standandi á helgum stað – lesandinn athugi það!
"When you have seen (to use the language of the Prophet Daniel) the 'Abomination of Desolation', standing in the Holy Place" --let the reader observe those words--
16 Þá verða þeir sem eru í Júdeu að flýja til fjalla,
"then let those who are in Judaea escape to the hills;
17 þeir sem staddir eru á svölunum heima hjá sér, fari þá ekki inn til að taka saman föggur sínar áður en þeir flýja.
let him who is on the roof not go down to fetch what is in his house;
18 Þeir sem þá verða á ökrum fari ekki heim eftir nauðsynjum.
nor let him who is outside the city stay to pick up his outer garment.
19 Neyð þeirra sem þá verða barnshafandi eða hafa fyrir ungbörnum að sjá, mun verða mikil.
And alas for the women who at that time are with child or have infants!
20 Biðjið að flótti ykkar verði ekki um vetur eða á helgidegi,
"But pray that your flight may not be in winter, nor on the Sabbath;
21 því þá verða meiri ofsóknir en nokkru sinni fyrr.
for it will be a time of great suffering, such as never has been from the beginning of the world till now, and assuredly never will be again.
22 Sannleikurinn er sá að yrði þessi tími ekki styttur, myndi allt mannkynið farast, en vegna hinna útvöldu mun tíminn verða styttur.
And if those days had not been cut short, no one would escape; but for the sake of God's own People those days will be cut short.
23 Ef einhver segir þá við þig: „Kristur er kominn á þennan eða hinn staðinn, “eða „hann hefur birst hér eða þar, “þá trúið því ekki.
"If at that time any one should say to you, 'See, here is the Christ!' or 'Here!' give no credence to it.
24 Falskristar munu koma fram og einnig falsspámenn, sem gera munu mikil kraftaverk til að blekkja fólk, jafnvel þá sem Guð hefur kallað.
For there will rise up false Christs and false prophets, displaying wonderful signs and prodigies, so as to deceive, were it possible, even God's own People.
25 Munið að ég hef varað ykkur við.
Remember, I have forewarned you.
26 Ef einhver kemur og segir ykkur að Kristur sé kominn aftur og sé úti í eyðimörkinni, þá sinnið því ekki og farið ekki þangað. Ef sagt er að hann sé í felum á tilteknum stað, þá trúið því ekki!
If therefore they should say to you, 'See, He is in the Desert!' do not go out there: or 'See, He is indoors in the room!' do not believe it.
27 Ég, Kristur, mun koma jafn óvænt og eldingin sem leiftrar frá austri til vesturs!
For just as the lightning flashes in the east and is seen to the very west, so will be the Coming of the Son of Man.
28 Reynið að skilja tákn tímanna á sama hátt og þið skiljið að þar muni hræið vera sem gammarnir safnast.“
Wherever the dead body is, there will the vultures flock together.
29 „Eftir þessar ofsóknir mun sólin myrkvast og tunglið hætta að lýsa. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar alheimsins ganga úr skorðum!
"But immediately after those times of distress the sun will be darkened, the moon will not shed her light, the stars will fall from the firmament, and the forces which control the heavens will be disordered and disturbed.
30 Þá mun tákn komu minnar sjást á himninum og allir jarðarbúar skelfast. Þeir munu sjá mig koma í skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð.
Then will appear the Sign of the Son of Man in the sky; and then will all the nations of the earth lament, when they see the Son of Man coming on the clouds of the sky with great power and glory.
31 Þegar lúðurinn hljómar, munu englar mínir safna saman þeim sem ég hef valið, úr öllum áttum, heimshorna á milli.“
And He will send out His angels with a loud trumpet-blast, and they will bring together His own People to Him from north, south, east and west--from one extremity of the world to the other.
32 „Lærið af fíkjutrénu: Þegar greinar þess eru orðnar mjúkar og laufið fer að springa út, þá vitið þið að sumarið er í nánd.
"Now learn from the fig-tree the lesson it teaches. As soon as its branches have now become soft and it is bursting into leaf, you all know that summer is near.
33 Eins skuluð þið vita að þegar þið sjáið allt þetta, þá er endurkoma mín í nánd,
So you also, when you see all these signs, may be sure that He is near--at your very door.
34 og þá fyrst mun þessi kynslóð líða undir lok.“
I tell you in solemn truth that the present generation will certainly not pass away without all these things having first taken place.
35 „Himinn og jörð munu hverfa, en mín orð standa að eilífu.
Earth and sky will pass away, but it is certain that my words will not pass away.
36 Enginn veit þann dag eða stund er endirinn verður, hvorki englarnir né sonur Guðs, aðeins faðirinn einn.
"But as to that day and the exact time no one knows--not even the angels of heaven, nor the Son, but the Father alone.
37 Fólk mun almennt taka öllu með ró eins og allt sé í lagi – það verða veisluhöld, mannfagnaðir og brúðkaup – rétt eins og var á dögum Nóa áður en flóðið kom.
'For as it was in the time of Noah, so it will be at the Coming of the Son of Man.
At that time, before the Deluge, men were busy eating and drinking, taking wives or giving them, up to the very day when Noah entered the Ark,
39 Menn trúðu ekki orðum Nóa fyrr en flóðið skall á og hreif þá alla burt. Þannig fer einnig við komu mína.
nor did they realise any danger till the Deluge came and swept them all away; so will it be at the Coming of the Son of Man.
40 Tveir munu vinna á akri, annar verður tekinn en hinn skilinn eftir.
Then will two men be in the open country: one will be taken away, and one left behind.
41 Tvær verða við heimilisstörf, önnur verður tekin en hin skilin eftir.
Two women will be grinding at the mill: one will be taken away, and one left behind.
42 Verið viðbúnir! Þið vitið ekki hvaða dag Drottinn kemur.
Be on the alert therefore, for you do not know the day on which your Lord is coming.
43 Innbrotsþjófur gerir ekki boð á undan sér, þess vegna verða menn að vera á verði.
But of this be assured, that if the master of the house had known the hour at which the robber was coming, he would have kept awake, and not have allowed his house to be broken into.
44 Þess vegna verðið þið að vera stöðugt viðbúnir endurkomu minni.“
Therefore you also must be ready; for it is at a time when you do not expect Him that the Son of Man will come.
45 „Hver er trúr og hygginn þjónn, sem húsbóndinn hefur falið umsjónarstarfið svo að allir fái fæðu sína á réttum tíma?
"Who therefore is the loyal and intelligent servant to whom his master has entrusted the control of his household to give them their rations at the appointed time?
46 Sæll er sá þjónn sem húsbóndinn finnur að breytir þannig þegar hann kemur. Víst er að hann mun fela honum umsjón með öllu sem hann á.
Blessed is that servant whom his master when he comes shall find so doing!
In solemn truth I tell you that he will give him the management of all his wealth.
48 En segi svikull þjónn við sjálfan sig: „Húsbóndinn kemur ekki strax, “
But if the man, being a bad servant, should say in his heart, 'My master is a long time in coming,'
49 og tekur að berja samstarfsmenn sína og stunda veislur og drykkjuskap
and should begin to beat his fellow servants, while he eats and drinks with drunkards;
50 þá kemur húsbóndi hans honum að óvörum
the master of that servant will arrive on a day when he is not expecting him and at an hour of which he has not been informed;
51 og refsar honum sviksemina.“
he will treat him with the utmost severity and assign him a place among the hypocrites: there will be the weeping and the gnashing of teeth.

< Matteus 24 >