< Matteus 22 >

1 Jesús sagði fólkinu fleiri sögur til þess að auka skilning þess á mætti og valdi Guðs. Hér er ein þeirra:
et respondens Iesus dixit iterum in parabolis eis dicens
2 „Guðsríki má líkja við konung sem undirbjó brúðkaupsveislu sonar síns.
simile factum est regnum caelorum homini regi qui fecit nuptias filio suo
3 Fjöldi gesta var boðinn, og þegar stundin nálgaðist sendi hann þjóna sína til þess að segja öllum að veislan væri að hefjast. En fólkið vildi ekki koma!
et misit servos suos vocare invitatos ad nuptias et nolebant venire
4 Hann sendi því aðra með þessi skilaboð: „Allt er tilbúið. Steikin er í ofninum. Flýtið ykkur!“
iterum misit alios servos dicens dicite invitatis ecce prandium meum paravi tauri mei et altilia occisa et omnia parata venite ad nuptias
5 En þeir sem boðnir voru hlógu aðeins og sneru sér að vinnu sinni, eins og ekkert hefði í skorist. Einn að búskapnum, annar að versluninni,
illi autem neglexerunt et abierunt alius in villam suam alius vero ad negotiationem suam
6 enn aðrir börðu sendiboðana, svívirtu þá og drápu suma þeirra.
reliqui vero tenuerunt servos eius et contumelia adfectos occiderunt
7 Þá reiddist konungurinn heiftarlega og sendi þangað herlið, drap morðingjana og brenndi borg þeirra.
rex autem cum audisset iratus est et missis exercitibus suis perdidit homicidas illos et civitatem illorum succendit
8 Síðan sagði hann við þjóna sína: „Brúðkaupsveislan skal haldin, en gestirnir, sem boðnir voru, eru ekki verðir þessa heiðurs.
tunc ait servis suis nuptiae quidem paratae sunt sed qui invitati erant non fuerunt digni
9 Farið nú út á göturnar og bjóðið þeim sem þið sjáið að koma!“
ite ergo ad exitus viarum et quoscumque inveneritis vocate ad nuptias
10 Þjónarnir fóru og náðu í alla sem þeir gátu, bæði vonda og góða, og veislusalurinn varð fullur af brúðkaupsgestum.
et egressi servi eius in vias congregaverunt omnes quos invenerunt malos et bonos et impletae sunt nuptiae discumbentium
11 En þegar konungurinn kom inn til að heilsa gestunum, tók hann eftir manni sem ekki var í brúðkaupsklæðum (þeim sem gestunum hafði verið séð fyrir).
intravit autem rex ut videret discumbentes et vidit ibi hominem non vestitum veste nuptiali
12 „Heyrðu vinur, “sagði konungurinn, „Hvernig stendur á því að þú ert ekki í brúðkaupsklæðum?“Maðurinn svaraði engu.
et ait illi amice quomodo huc intrasti non habens vestem nuptialem at ille obmutuit
13 Þá sagði konungurinn við þjóna sína: „Bindið hann á höndum og fótum og kastið honum út í myrkrið – þar verður grátið og kveinað.“
tunc dixit rex ministris ligatis pedibus eius et manibus mittite eum in tenebras exteriores ibi erit fletus et stridor dentium
14 Margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“
multi autem sunt vocati pauci vero electi
15 Farísearnir sátu nú á fundi, til að ræða hvernig þeir gætu flækt Jesú í orðum, svo hægt væri að handtaka hann.
tunc abeuntes Pharisaei consilium inierunt ut caperent eum in sermone
16 Niðurstaðan varð sú að þeir ákváðu að senda lærisveina sína ásamt öðrum úr hópi Heródesarsinna til þess að leggja fyrir hann spurningar og segja: „Herra við vitum að þú ert mjög heiðarlegur og segir sannleikann, hvað sem öðrum finnst.
et mittunt ei discipulos suos cum Herodianis dicentes magister scimus quia verax es et viam Dei in veritate doces et non est tibi cura de aliquo non enim respicis personam hominum
17 Segðu okkur nú, er rétt af okkur að greiða skatt til rómverska ríkisins, eða ekki?“
dic ergo nobis quid tibi videatur licet censum dare Caesari an non
18 En Jesús skildi bragðið og kallaði: „Þið hræsnarar! Eruð þið að reyna að leika á mig með lævísum spurningum?
cognita autem Iesus nequitia eorum ait quid me temptatis hypocritae
19 Sýnið mér mynt.“Þá réttu þeir honum pening.
ostendite mihi nomisma census at illi obtulerunt ei denarium
20 „Af hverjum er myndin á peningnum, “spurði hann, „og hvaða nafn er undir myndinni?“
et ait illis Iesus cuius est imago haec et suprascriptio
21 „Keisarans, “svöruðu þeir. „Jæja, “sagði hann. „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er.“
dicunt ei Caesaris tunc ait illis reddite ergo quae sunt Caesaris Caesari et quae sunt Dei Deo
22 Þeir urðu orðlausir af undrun við þetta svar og fóru burt.
et audientes mirati sunt et relicto eo abierunt
23 Þennan sama dag komu nokkrir saddúkear til hans, en þeir héldu því fram að upprisa dauðra ætti sér aldrei stað. Þeir spurðu:
in illo die accesserunt ad eum Sadducaei qui dicunt non esse resurrectionem et interrogaverunt eum
24 „Herra, Móse segir að deyi maður barnlaus, eigi bróðir hans að kvænast ekkjunni og börn þeirra síðan að erfa eignir hins látna.
dicentes magister Moses dixit si quis mortuus fuerit non habens filium ut ducat frater eius uxorem illius et suscitet semen fratri suo
25 Einu sinni voru sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist en dó án þess að eignast börn. Konan giftist þá elsta bróðurnum,
erant autem apud nos septem fratres et primus uxore ducta defunctus est et non habens semen reliquit uxorem suam fratri suo
26 en sá bróðir dó einnig barnlaus, og þá giftist konan þeim sem næstur var í röðinni. Svona gekk þetta koll af kolli þangað til hún hafði verið gift þeim öllum, og
similiter secundus et tertius usque ad septimum
27 að lokum dó hún einnig.
novissime autem omnium et mulier defuncta est
28 Nú spyrjum við: Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni, fyrst hún var gift þeim öllum?“
in resurrectione ergo cuius erit de septem uxor omnes enim habuerunt eam
29 Jesús svaraði: „Þið vaðið reyk, því þið þekkið hvorki Biblíuna né kraft Guðs.
respondens autem Iesus ait illis erratis nescientes scripturas neque virtutem Dei
30 Í upprisunni verður ekkert hjónaband, því þá verða allir eins og englarnir á himnum.
in resurrectione enim neque nubent neque nubentur sed sunt sicut angeli Dei in caelo
31 En hafið þið ekki lesið það sem Biblían segir um upprisu dauðra? Skiljið þið ekki að Guð talar til ykkar þegar hann segir:
de resurrectione autem mortuorum non legistis quod dictum est a Deo dicente vobis
32 „Ég er Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.“Guð er ekki Guð hinna dauðu heldur þeirra sem lifa.“
ego sum Deus Abraham et Deus Isaac et Deus Iacob non est Deus mortuorum sed viventium
33 Mannfjöldanum þótti mikið til um svör Jesú
et audientes turbae mirabantur in doctrina eius
34 en farísearnir voru ekki á sama máli. Þegar farísearnir fréttu að Jesús hefði gert saddúkeana orðlausa fitjuðu þeir upp á nýrri spurningu, og var lögfræðingur nokkur fenginn til að bera hana fram. Spurningin var þessi:
Pharisaei autem audientes quod silentium inposuisset Sadducaeis convenerunt in unum
et interrogavit eum unus ex eis legis doctor temptans eum
36 „Herra, hvert er mikilvægasta boðorðið í lögum Móse?“Jesús svaraði:
magister quod est mandatum magnum in lege
37 „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.
ait illi Iesus diliges Dominum Deum tuum ex toto corde tuo et in tota anima tua et in tota mente tua
38 Þetta er fyrsta og jafnframt æðsta boðorðið. Það næstæðsta er svipað, en það er þannig: „Elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig.“
hoc est maximum et primum mandatum
secundum autem simile est huic diliges proximum tuum sicut te ipsum
40 Öll hin boðorðin og fyrirmæli spámannanna – já, öll Biblían – byggja á þessu tvöfalda boði. Ef þið hlýðið því, þá hlýðið þið öllum hinum um leið.“
in his duobus mandatis universa lex pendet et prophetae
41 En nú spurði Jesús faríseana:
congregatis autem Pharisaeis interrogavit eos Iesus
42 „Getið þið sagt mér hvers son Kristur er?“„Sonur Davíðs, “svöruðu þeir.
dicens quid vobis videtur de Christo cuius filius est dicunt ei David
43 „Hvers vegna talar þá Davíð, knúinn af heilögum anda, um hann sem Drottin?“spurði Jesús. „Var það ekki Davíð sem sagði:
ait illis quomodo ergo David in spiritu vocat eum Dominum dicens
44 „Guð sagði við minn Drottin: sittu mér til hægri handar uns ég hef lagt óvini þína að fótum þér.“
dixit Dominus Domino meo sede a dextris meis donec ponam inimicos tuos scabillum pedum tuorum
45 Fyrst Davíð kallar hann „Drottin, “hvernig getur hann þá verið sonur hans?“
si ergo David vocat eum Dominum quomodo filius eius est
46 Þessu gátu þeir ekki svarað og eftir það þorði enginn að spyrja hann neins.
et nemo poterat respondere ei verbum neque ausus fuit quisquam ex illa die eum amplius interrogare

< Matteus 22 >