< Matteus 18 >
1 Rétt í þessu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann hver þeirra yrði mestur í ríki himnanna.
Just then the disciples came to Jesus and asked, "Who ranks higher than others in the Kingdom of the Heavens?"
2 Jesús kallaði þá á lítið barn sem stóð þar hjá
So He called a young child to Him, and, bidding him stand in the midst of them,
3 og sagði: „Ef þið snúið ykkur ekki frá syndinni, til Guðs, og verðið eins og börnin, munuð þið aldrei komast inn í himnaríki.
said, "In solemn truth I tell you that unless you turn and become like little children, you will in no case be admitted into the Kingdom of the Heavens.
4 Sá sem er auðmjúkur, eins og þetta litla barn, verður mestur í himnaríki.
Whoever therefore shall humble himself as this young child, he it is who is superior to others in the Kingdom of the Heavens.
5 Ef þið, sem lærisveinar mínir, takið vel á móti barni eins og þessu, þá takið þið á móti mér.
And whoever for my sake receives one young child such as this, receives me.
6 En snúi eitthvert þessara barna, sem á mig trúa, við mér baki ykkar vegna, þá væri þeim manni betra að láta kasta sér í hafið með stein bundinn um háls sér.
But whoever shall occasion the fall of one of these little ones who believe in me, it would be better for him to have a millstone hung round his neck and to be drowned in the depths of the sea.
7 Miklar hörmungar bíða þessa heims vegna illsku hans. Við komumst reyndar ekki hjá því að verða fyrir freistingum, en vei þeim manni sem freistingunum veldur.
"Alas for the world because of causes of falling! They cannot but come, but alas for each man through whom they come!
8 Ef hönd þín eða fótur kemur þér til að syndga, er betra að skera liminn af, kasta honum burt og koma bæklaður til himins, en hafa bæði hendur og fætur, og lenda í helvíti. (aiōnios )
If your hand or your foot is causing you to fall into sin, cut it off and away with it. It is better for you to enter into Life crippled in hand or foot than to remain in possession of two sound hands or feet but be thrown into the fire of the Ages. (aiōnios )
9 Ef auga þitt fær þig til að syndga, skaltu stinga það úr og fleygja því. Betra er fyrir þig að ná til himna eineygður, en að fara alsjáandi til helvítis. (Geenna )
And if your eye is causing you to fall into sin, tear it out and away with it; it is better for you to enter into Life with only one eye, than to remain in possession of two eyes but be thrown into the Gehenna of fire. (Geenna )
10 Gætið þess að fyrirlíta ekki neitt þessara barna. Ég segi ykkur satt: Englar þeirra eru í nánum tengslum við föður minn á himnum,
"Beware of ever despising one of these little ones, for I tell you that in Heaven their angels have continual access to my Father who is in Heaven.
11 og ég, Kristur, kom til þess að frelsa þau sem týnd eru.
12 Hvað gerir sá sem á hundrað sauði ef einn þeirra villist? Skilur hann ekki hina níutíu og níu eftir og fer að leita þess sem týndist?
What do you yourselves think? Suppose a man gets a hundred sheep and one of them strays away, will he not leave the ninety-nine on the hills and go and look for the one that is straying?
13 Ef hann finnur hann, gleðst hann meira vegna hans en hinna níutíu og níu sem eru öruggir heima.
And if he succeeds in finding it, in solemn truth I tell you that he rejoices over it more than he does over the ninety-nine that have not gone astray.
14 Á sama hátt vill faðir minn ekki að eitt einasta þessara barna glatist.
Just so it is not the will of your Father in Heaven that one of these little ones should be lost.
15 Ef einhver í söfnuðinum syndgar, skaltu fara til hans og ræða við hann einslega um mistök hans. Ef hann hlustar og játar sekt sína, hefur þú bjargað honum.
"If your brother acts wrongly towards you, go and point out his fault to him when only you and he are there. If he listens to you, you have gained your brother.
16 En ef hann lætur sér ekki segjast við orð þín, skaltu fara til hans á ný og fá með þér einn eða tvo til viðbótar til að staðfesta mál þitt.
But if he will not listen to you, go again, and ask one or two to go with you, that every word spoken may be attested by two or three witnesses.
17 Ef honum verður ekki þokað þrátt fyrir það, skaltu láta taka málið upp í söfnuðinum. Ef úrskurður safnaðarins verður þér í vil, en bróðir þinn vill ekki beygja sig fyrir honum, skal honum vísað úr söfnuðinum.
If he refuses to hear them, appeal to the Church; and if he refuses to hear even the Church, regard him just as you regard a Gentile or a tax-gatherer.
18 Ég segi ykkur hér með: Hvað sem þið bindið á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þið leysið á jörðu, verður leyst á himnum.
I solemnly tell you that whatever you as a Church bind on earth will in Heaven be held as bound, and whatever you loose on earth will in Heaven be held to be loosed.
19 Ég segi ykkur einnig að verði tveir ykkar sammála um að biðja einhvers, mun faðir minn á himnum veita ykkur það.
I also solemnly tell you that if two of you here on earth agree together concerning anything whatever that they shall ask, the boon will come to them from my Father who is in Heaven.
20 Því að hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir mín vegna, er ég mitt á meðal þeirra.“
For where there are two or three assembled in my name, there am I in the midst of them."
21 Þá kom Pétur til hans og spurði: „Herra; hve oft á ég að fyrirgefa þeim sem syndgar gegn mér? Sjö sinnum?“
At this point Peter came to Him with the question, "Master, how often shall my brother act wrongly towards me and I forgive him? seven times?"
22 „Nei, sjötíu sinnum sjö, – endalaust!“svaraði Jesús.
"I do not say seven times," answered Jesus, "but seventy times seven times.
23 „Himnaríki má líkja við konung, sem ákvað að gera upp við þá sem skulduðu honum.
"For this reason the Kingdom of the Heavens may be compared to a king who determined to have a settlement of accounts with his servants.
24 Meðan á uppgjörinu stóð, var komið með mann sem skuldaði honum margar milljónir.
But as soon as he began the settlement, one was brought before him who owed 10,000 talents,
25 Hann gat ekki borgað, og þá skipaði konungurinn svo fyrir að hann, kona hans og börn skyldu seld, ásamt öllum eigum hans, til þess að skuldin yrði greidd.
and was unable to pay. So his master ordered that he and his wife and children and everything that he had should be sold, and payment be made.
26 Þá varpaði maðurinn sér í gólfið við fætur konungsins og sagði: „Ó, herra minn, miskunnaðu mér og ég mun borga þér alla skuldina!“
The servant therefore falling down, prostrated himself at his feet and entreated him. "'Only give me time,' he said, 'and I will pay you the whole.'
27 Þá kenndi konungurinn í brjósti um hann og gaf honum upp alla skuldina!
"Whereupon his master, touched with compassion, set him free and forgave him the debt.
28 Þegar þessi maður kom út frá konunginum, hitti hann félaga sinn sem skuldaði honum smáræði. Hann greip um kverkar honum og skipaði honum að greiða alla skuldina tafarlaust.
But no sooner had that servant gone out, than he met with one of his fellow servants who owed him 100 shillings; and seizing him by the throat and nearly strangling him he exclaimed, "'Pay me all you owe.'
29 Maðurinn kraup þá við fætur hans og grátbað hann: „Veittu mér dálítinn frest og ég mun greiða þér það sem ég skulda.“
"His fellow servant therefore fell at his feet and entreated him, "'Only give me time,' he said, 'and I will pay you.'
30 En hinn vildi ekki bíða og lét handtaka skuldunaut sinn og varpa honum í fangelsi, þar varð hann að dúsa uns skuldin var að fullu greidd.
"He would not, however, but went and threw him into prison until he should pay what was due.
31 Samstarfsmönnum þeirra brá í brún og þeir fóru til konungsins og sögðu honum hvað gerst hafði.
His fellow servants, therefore, seeing what had happened, were exceedingly angry; and they came and told their master without reserve all that had happened.
32 Konungurinn lét þá kalla til sín manninn sem hann hafði gefið upp skuldina og sagði: „Miskunnarlausi þrjótur! Ég gaf þér upp milljóna skuld vegna þess að þú baðst mig um það.
At once his master called him and said, "'Wicked servant, I forgave you all that debt, because you entreated me:
33 Átt þú ekki að vera miskunnsamur við aðra eins og ég var miskunnsamur við þig?“
ought not you also to have had pity on your fellow servant, just as I had pity on you?'
34 Konungurinn varð reiður og sendi manninn til böðlanna sem skyldu gæta hans uns skuldin yrði að fullu greidd.
"So his master, greatly incensed, handed him over to the jailers until he should pay all he owed him.
35 Þannig mun faðir minn á himnum einnig fara að við ykkur, ef þið fyrirgefið ekki bræðrum ykkar af heilum hug.“
"In the same way my Heavenly Father will deal with you, if you do not all of you forgive one another from your hearts."