< Matteus 16 >
1 Dag nokkurn komu farísear og saddúkear til Jesú og vildu sannprófa þá fullyrðingu hans að hann væri Kristur. Þeir báðu hann að sýna sér tákn af himni. Þá sagði Jesús:
2 „Þið eigið auðvelt með að átta ykkur á veðrinu. Kvöldroði boðar góðviðri að morgni, en morgunroði og dimm ský vita á vont veður. En tákn tímanna, þau getið þið ekki skilið.
3
4 Þessi illa og vantrúaða þjóð biður um sérstakt tákn af himnum, en hún mun ekki fá annað tákn en það sem Jónas fékk.“Að þessu mæltu gekk hann burt frá þeim.
5 Þegar lærisveinarnir komu yfir vatnið, tóku þeir eftir því að þeir höfðu gleymt að hafa með sér nesti.
6 „Varið ykkur!“sagði Jesús, „varið ykkur á súrdeigi faríseanna og saddúkeanna.“
7 Þeir héldu að hann segði þetta af því að þeir höfðu gleymt að taka með sér brauð.
8 Jesús vissi hvað þeir hugsuðu og bætti við: „Lítil er trú ykkar! Af hverju hafið þið áhyggjur af mat?
9 Hvar er skilningur ykkar? Munið þið ekki eftir brauðunum fimm sem nægðu handa fimm þúsund manns, og öllu því sem gekk af?
10 Og munið þið ekki heldur eftir þúsundunum fjórum og öllu sem þá varð afgangs?
11 Hvernig datt ykkur í hug að ég væri að tala um mat? En ég endurtek: Varið ykkur á súrdeigi faríseanna og saddúkeanna!“
12 Þá skildu þeir loks að með „súrdeiginu“átti hann við varasamar kenningar farísea og saddúkea.
13 Þegar Jesús kom til Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segir fólk mig vera?“
14 Þeir svöruðu: „Sumir segja að þú sért Jóhannes skírari, aðrir Elía, og enn aðrir Jeremía eða einhver af spámönnunum.“
15 „En þið, “spurði hann, „hvað segið þið?“
16 Símon Pétur svaraði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“
17 „Sæll ert þú, Símon Pétur, “svaraði Jesús, „því faðir minn á himnum hefur sjálfur sannfært þig um þetta – þú hefur þetta ekki frá neinum manni.
18 Þú ert Pétur – kletturinn – á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn og vald vítis mun ekki megna að yfirbuga hann. (Hadēs )
19 Ég mun gefa þér lykla himnaríkis. Það sem þú leysir á jörðu skal verða leyst á himnum!“
20 Síðan lagði hann ríkt á við lærisveinana að segja engum að hann væri Kristur.
21 Eftir þetta tók Jesús að segja lærisveinum sínum berum orðum að hann yrði að fara til Jerúsalem. Þar mundu leiðtogar þjóðarinnar ofsækja hann og lífláta, en hann síðan rísa upp að þrem dögum liðnum.
22 Pétri blöskruðu þessi orð. Hann leiddi Jesú afsíðis til að tala um fyrir honum og sagði: „Guð hjálpi þér! Þetta mun aldrei koma fyrir þig!“
23 Jesús sneri sér að Pétri og sagði: „Burt með þig Satan! Þú ert á móti mér! Þú lítur ekki á málið frá sjónarmiði Guðs, heldur manna.“
24 Síðan sagði Jesús við lærisveinana: „Vilji einhver fylgja mér þá verður hann að afneita sjálfum sér, taka upp kross sinn og fylgja mér.
25 Sá sem vill njóta lífsins að eigin geðþótta mun týna því, en sá sem fórnar lífi sínu mín vegna, mun finna það.
26 Hverju eru menn bættari þótt þeir eignist allan heiminn, ef þeir glata eilífa lífinu?
27 Ég, mannssonurinn, mun koma ásamt englum mínum í dýrð föðurins og dæma sérhvern eftir verkum hans.
28 Sumir ykkar, sem hér standa, munu lifa og sjá mig í konungsríki mínu.“