< Matteus 10 >

1 Jesús kallaði nú til sín tólf af lærisveinum sínum, gaf þeim vald til að reka út illa anda og lækna hvers konar sjúkdóma.
Καὶ προσκαλεσάμενος τοὺς δώδεκα μαθητὰς αὐτοῦ, ἔδωκεν αὐτοῖς ἐξουσίαν πνευμάτων ἀκαθάρτων, ὥστε ἐκβάλλειν αὐτά, καὶ θεραπεύειν πᾶσαν νόσον καὶ πᾶσαν μαλακίαν.
2 Nöfn þessara tólf lærisveina eru: Símon (einnig kallaður Pétur), Andrés (bróðir Péturs), Jakob Sebedeusson, Jóhannes (bróðir Jakobs), Filippus, Bartólómeus, Tómas, Matteus (skattheimtumaðurinn), Jakob Alfeusson, Taddeus, Símon (en hann var meðlimur róttæks stjórnmálaflokks sem kallaðist Selótar) og Júdas Ískaríot (sá sem síðar sveik hann).
Τῶν δὲ δώδεκα ἀποστόλων τὰ ὀνόματά ἐστι ταῦτα· πρῶτος Σίμων ὁ λεγόμενος Πέτρος, καὶ Ἀνδρέας ὁ ἀδελφὸς αὐτοῦ· Ἰάκωβος ὁ τοῦ Ζεβεδαίου, καὶ Ἰωάννης ὁ ἀδελφὸς αὐτοῦ·
3
Φίλιππος, καὶ Βαρθολομαῖος· Θωμᾶς, καὶ Ματθαῖος ὁ τελώνης· Ἰάκωβος ὁ τοῦ Ἀλφαίου, καὶ Λεββαῖος ὁ ἐπικληθεὶς Θαδδαῖος·
4
Σίμων ὁ Κανανίτης, καὶ Ἰούδας Ἰσκαριώτης ὁ καὶ παραδοὺς αὐτόν.
5 Jesús sendi þá af stað og gaf um leið þessi fyrirmæli: „Farið hvorki til heiðingja né Samverja.
Τούτους τοὺς δώδεκα ἀπέστειλεν ὁ Ἰησοῦς, παραγγείλας αὐτοῖς, λέγων, Εἰς ὁδὸν ἐθνῶν μὴ ἀπέλθητε, καὶ εἰς πόλιν Σαμαρειτῶν μὴ εἰσέλθητε·
6 Farið aðeins til Ísraelsmanna – hinna týndu sauða Guðs þeirra á meðal.
πορεύεσθε δὲ μᾶλλον πρὸς τὰ πρόβατα τὰ ἀπολωλότα οἴκου Ἰσραήλ.
7 Segið þeim að ríki himnanna sé nálægt.
Πορευόμενοι δὲ κηρύσσετε, λέγοντες ὅτι Ἤγγικεν ἡ βασιλεία τῶν οὐρανῶν.
8 Læknið sjúka og holdsveika, vekið upp dauða og rekið út illa anda. Gefið á sama hátt og þið hafið þegið!
Ἀσθενοῦντας θεραπεύετε, λεπροὺς καθαρίζετε, νεκροὺς ἐγείρετε, δαιμόνια ἐκβάλλετε· δωρεὰν ἐλάβετε, δωρεὰν δότε.
9 Takið ekki með ykkur peninga,
Μὴ κτήσησθε χρυσόν, μηδὲ ἄργυρον, μηδὲ χαλκὸν εἰς τὰς ζώνας ὑμῶν,
10 föt né skó til skiptanna og jafnvel ekki göngustaf. Þeir sem njóta hjálpar ykkar munu annast ykkur.
μὴ πήραν εἰς ὁδόν, μηδὲ δύο χιτῶνας, μηδὲ ὑποδήματα, μηδὲ ῥάβδον· ἄξιος γὰρ ὁ ἐργάτης τῆς τροφῆς αὐτοῦ ἐστιν.
11 Þegar þið komið inn í bæ eða þorp, reynið þá að finna einhvern sem er opinn fyrir Guði og gistið þar uns þið farið til næsta þorps.
Εἰς ἣν δ᾿ ἂν πόλιν ἢ κώμην εἰσέλθητε, ἐξετάσατε τίς ἐν αὐτῇ ἄξιός ἐστι· κἀκεῖ μείνατε, ἕως ἂν ἐξέλθητε.
12 Þegar þið beiðist gistingar þá blessið heimilið, sé það guðrækið, en ef ekki, haldið þá blessuninni fyrir sjálfa ykkur.
Εἰσερχόμενοι δὲ εἰς τὴν οἰκίαν, ἀσπάσασθε αὐτήν.
Καὶ ἐὰν μὲν ᾖ ἡ οἰκία ἀξία, ἐλθέτω ἡ εἰρήνη ὑμῶν ἐπ᾿ αὐτήν· ἐὰν δὲ μὴ ᾖ ἀξία, ἡ εἰρήνη ὑμῶν πρὸς ὑμᾶς ἐπιστραφήτω.
14 Ef eitthvert þorp eða heimili vill ekki taka við ykkur, dustið þá rykið af fótum ykkar um leið og þið farið þaðan.
Καὶ ὃς ἐὰν μὴ δέξηται ὑμᾶς μηδὲ ἀκούσῃ τοὺς λόγους ὑμῶν, ἐξερχόμενοι τῆς οἰκίας ἢ τῆς πόλεως ἐκείνης, ἐκτινάξατε τὸν κονιορτὸν τῶν ποδῶν ὑμῶν.
15 Ég segi ykkur satt: Þeim stað mun verr farnast á dómsdegi en borgunum guðlausu, Sódómu og Gómorru.
Ἀμὴν λέγω ὑμῖν, ἀνεκτότερον ἔσται γῇ Σοδόμων καὶ Γομόρρων ἐν ἡμέρᾳ κρίσεως, ἢ τῇ πόλει ἐκείνῃ.
16 Ég sendi ykkur sem lömb á meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar en falslausir sem dúfur.
Ἰδού, ἐγὼ ἀποστέλλω ὑμᾶς ὡς πρόβατα ἐν μέσῳ λύκων· γίνεσθε οὖν φρόνιμοι ὡς οἱ ὄφεις, καὶ ἀκέραιοι ὡς αἱ περιστεραί.
17 Gætið að! Þið munuð verða handteknir, yfirheyrðir og húðstrýktir í samkomuhúsunum.
Προσέχετε δὲ ἀπὸ τῶν ἀνθρώπων· παραδώσουσι γὰρ ὑμᾶς εἰς συνέδρια, καὶ ἐν ταῖς συναγωγαῖς αὐτῶν μαστιγώσουσιν ὑμᾶς·
18 Þið verðið jafnvel að svara til saka frammi fyrir stjórnvöldum mín vegna. Þá fáið þið tækifæri til að segja þeim frá mér – vitna um mig frammi fyrir heiminum.
καὶ ἐπὶ ἡγεμόνας δὲ καὶ βασιλεῖς ἀχθήσεσθε ἕνεκεν ἐμοῦ, εἰς μαρτύριον αὐτοῖς καὶ τοῖς ἔθνεσιν.
19 Þegar þið verðið handteknir, hafið þá engar áhyggjur af því hvernig þið eigið að verja mál ykkar, því ykkur verða gefin rétt orð á réttum tíma.
Ὅταν δὲ παραδιδῶσιν ὑμᾶς, μὴ μεριμνήσητε πῶς ἢ τί λαλήσητε· δοθήσεται γὰρ ὑμῖν ἐν ἐκείνῃ τῇ ὥρᾳ τί λαλήσετε·
20 Það verða ekki þið sem talið, heldur mun andi föður ykkar á himnum tala í ykkur!
οὐ γὰρ ὑμεῖς ἐστὲ οἱ λαλοῦντες, ἀλλὰ τὸ πνεῦμα τοῦ πατρὸς ὑμῶν τὸ λαλοῦν ἐν ὑμῖν.
21 Bróðir mun svíkja bróður sinn í dauðann og feður börn sín. Börn munu einnig rísa gegn foreldrum sínum til að lífláta þá!
Παραδώσει δὲ ἀδελφὸς ἀδελφὸν εἰς θάνατον, καὶ πατὴρ τέκνον· καὶ ἐπαναστήσονται τέκνα ἐπὶ γονεῖς, καὶ θανατώσουσιν αὐτούς.
22 Allir munu hata ykkur vegna þess að þið tilheyrið mér, en þeir sem standa stöðugir allt til enda munu frelsast.
Καὶ ἔσεσθε μισούμενοι ὑπὸ πάντων διὰ τὸ ὄνομά μου· ὁ δὲ ὑπομείνας εἰς τέλος, οὗτος σωθήσεται.
23 Þegar þið mætið ofsóknum í einhverri borg, skuluð þið flýja til þeirrar næstu. Ég mun koma aftur áður en þið hafið náð til þeirra allra!
Ὅταν δὲ διώκωσιν ὑμᾶς ἐν τῇ πόλει ταύτῃ, φεύγετε εἰς τὴν ἄλλην· ἀμὴν γὰρ λέγω ὑμῖν, οὐ μὴ τελέσητε τὰς πόλεις τοῦ Ἰσραήλ, ἕως ἂν ἔλθῃ ὁ υἱὸς τοῦ ἀνθρώπου.
24 Nemandi er ekki fremri kennara sínum. Og þjónninn er ekki settur yfir húsbónda sinn.
Οὐκ ἔστι μαθητὴς ὑπὲρ τὸν διδάσκαλον, οὐδὲ δοῦλος ὑπὲρ τὸν κύριον αὐτοῦ.
25 Nemandinn á hlutdeild í kjörum kennara síns og þjónninn húsbónda síns. En hvernig mun fara fyrir ykkur, fyrst ég, húsbóndinn, hef verið kallaður Satan?
Ἀρκετὸν τῷ μαθητῇ ἵνα γένηται ὡς ὁ διδάσκαλος αὐτοῦ, καὶ ὁ δοῦλος ὡς ὁ κύριος αὐτοῦ. Εἰ τὸν οἰκοδεσπότην Βεελζεβοὺλ ἐκάλεσαν, πόσῳ μᾶλλον τοὺς οἰκιακοὺς αὐτοῦ;
26 Óttist ekki þá sem hafa í hótunum við ykkur, því að sannleikurinn mun koma í ljós.
Μὴ οὖν φοβηθῆτε αὐτούς· οὐδὲν γάρ ἐστι κεκαλυμμένον ὃ οὐκ ἀποκαλυφθήσεται, καὶ κρυπτὸν ὃ οὐ γνωσθήσεται.
27 Það sem ég segi ykkur í rökkrinu, skuluð þið kalla að morgni og það sem ég hvísla í eyru ykkar, skuluð þið hrópa á húsþökum!
Ὃ λέγω ὑμῖν ἐν τῇ σκοτίᾳ, εἴπατε ἐν τῷ φωτί· καὶ ὃ εἰς τὸ οὖς ἀκούετε, κηρύξατε ἐπὶ τῶν δωμάτων.
28 Óttist ekki þá sem aðeins geta deytt líkama ykkar, en megna ekki að skaða sálina. Óttist Guð, því að hann getur tortímt sál og líkama í helvíti. (Geenna g1067)
Καὶ μὴ φοβηθῆτε ἀπὸ τῶν ἀποκτεινόντων τὸ σῶμα, τὴν δὲ ψυχὴν μὴ δυναμένων ἀποκτεῖναι· φοβήθητε δὲ μᾶλλον τὸν δυνάμενον καὶ ψυχὴν καὶ σῶμα ἀπολέσαι ἐν γεέννῃ. (Geenna g1067)
29 Vitið þið verðið á spörfuglum? Fást ekki tveir fyrir einn smápening? Ekki einn einasti þeirra fellur til jarðar án vitundar föður ykkar.
Οὐχὶ δύο στρουθία ἀσσαρίου πωλεῖται; Καὶ ἓν ἐξ αὐτῶν οὐ πεσεῖται ἐπὶ τὴν γῆν ἄνευ τοῦ πατρὸς ὑμῶν·
30 Hann veit meira að segja hve hárin eru mörg á höfði ykkar!
ὑμῶν δὲ καὶ αἱ τρίχες τῆς κεφαλῆς πᾶσαι ἠριθμημέναι εἰσί.
31 Verið því ekki kvíðafullir. Þið eruð dýrmætari í augum Guðs en margir spörfuglar.
Μὴ οὖν φοβηθῆτε· πολλῶν στρουθίων διαφέρετε ὑμεῖς.
32 Hvern þann sem viðurkennir mig sem vin sinn fyrir mönnum mun ég viðurkenna sem vin minn fyrir föður mínum á himnum.
Πᾶς οὖν ὅστις ὁμολογήσει ἐν ἐμοὶ ἔμπροσθεν τῶν ἀνθρώπων, ὁμολογήσω κἀγὼ ἐν αὐτῷ ἔμπροσθεν τοῦ πατρός μου τοῦ ἐν οὐρανοῖς.
33 En hverjum þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun ég afneita fyrir föður mínum á himnum.
Ὅστις δ᾿ ἂν ἀρνήσηταί με ἔμπροσθεν τῶν ἀνθρώπων, ἀρνήσομαι αὐτὸν κἀγὼ ἔμπροσθεν τοῦ πατρός μου τοῦ ἐν οὐρανοῖς.
34 Haldið ekki að ég sé hér til að koma á friði á jörðu – nei, þvert á móti.
Μὴ νομίσητε ὅτι ἦλθον βαλεῖν εἰρήνην ἐπὶ τὴν γῆν· οὐκ ἦλθον βαλεῖν εἰρήνην, ἀλλὰ μάχαιραν.
35 Ég kom til að gera son ósáttan við föður sinn, dóttur ósátta við móður sína og tengdadóttur við tengdamóður sína.
Ἦλθον γὰρ διχάσαι ἄνθρωπον κατὰ τοῦ πατρὸς αὐτοῦ, καὶ θυγατέρα κατὰ τῆς μητρὸς αὐτῆς, καὶ νύμφην κατὰ τῆς πενθερᾶς αὐτῆς·
36 Heimilismennirnir verða óvinir húsbónda síns.
καὶ ἐχθροὶ τοῦ ἀνθρώπου οἱ οἰκιακοὶ αὐτοῦ.
37 Ef þið elskið föður ykkar eða móður meira en mig, þá eruð þið ekki verðir þess að tilheyra mér. Sama er að segja ef þið elskið son ykkar eða dóttur meira en mig.
Ὁ φιλῶν πατέρα ἢ μητέρα ὑπὲρ ἐμέ, οὐκ ἔστι μου ἄξιος· καὶ ὁ φιλῶν υἱὸν ἢ θυγατέρα ὑπὲρ ἐμέ, οὐκ ἔστι μου ἄξιος·
38 Sá sem ekki vill deyja sjálfum sér og fylgja mér er mín ekki verður.
καὶ ὃς οὐ λαμβάνει τὸν σταυρὸν αὐτοῦ καὶ ἀκολουθεῖ ὀπίσω μου, οὐκ ἔστι μου ἄξιος.
39 Sá sem vill njóta lífsins sjálfs sín vegna, mun glata því, en sá sem fórnar því mín vegna, mun bjarga því.
Ὁ εὑρὼν τὴν ψυχὴν αὐτοῦ ἀπολέσει αὐτήν· καὶ ὁ ἀπολέσας τὴν ψυχὴν αὐτοῦ ἕνεκεν ἐμοῦ εὑρήσει αὐτήν.
40 Þeir sem taka við ykkur, taka við mér. Þegar þeir taka við mér, þá taka þeir við Guði sem sendi mig.
Ὁ δεχόμενος ὑμᾶς ἐμὲ δέχεται· καὶ ὁ ἐμὲ δεχόμενος δέχεται τὸν ἀποστείλαντά με.
41 Ef þið takið á móti spámanni vegna þess að hann er maður Guðs, þá hljótið þið sömu laun og þeir.
Ὁ δεχόμενος προφήτην εἰς ὄνομα προφήτου μισθὸν προφήτου λήψεται· καὶ ὁ δεχόμενος δίκαιον εἰς ὄνομα δικαίου μισθὸν δικαίου λήψεται.
42 Ef þið, lærisveinar mínir, gefið smælingja þó ekki sé nema glas af svaladrykk, þá mun ykkur vissulega verða launað fyrir það.“
Καὶ ὃς ἐὰν ποτίσῃ ἕνα τῶν μικρῶν τούτων ποτήριον ψυχροῦ μόνον εἰς ὄνομα μαθητοῦ, ἀμὴν λέγω ὑμῖν, οὐ μὴ ἀπολέσῃ τὸν μισθὸν αὐτοῦ.

< Matteus 10 >