< Markús 5 >

1 Þeir komu að landi austan megin vatnsins. Þegar Jesús var að stíga upp úr bátnum, hljóp þar að maður, haldinn illum anda.
Et ils vinrent de l’autre côté de la mer dans le pays des Géraséniens.
2
Et comme Jésus sortait de la barque, tout à coup accourut à lui d’au milieu des sépulcres, un homme possédé d’un esprit impur,
3 Hann hélt sig annars í og við grafirnar, og var slíkt heljarmenni að í hvert skipti sem hann var fjötraður – og það gerðist oft – sleit hann í sundur handjárnin, reif af sér hlekkina og fór sína leið. Enginn hafði afl til að yfirbuga hann.
Lequel habitait dans les sépulcres; et nul ne pouvait le tenir lié, même avec des chaînes.
4
Car souvent, serré de chaînes et les pieds dans les fers, il avait rompu ses chaînes et brisé ses fers, et personne ne le pouvait dompter.
5 Hann æddi nætur og daga æpandi um milli grafanna og út í auðnina, og risti sig til blóðs með hvössum steinum.
Et sans cesse, le jour et la nuit, il était parmi les tombeaux et sur les montagnes criant et se meurtrissant avec des pierres.
6 Maðurinn hafði séð til bátsins úti á vatninu. Hann kom hlaupandi til móts við Jesú og varpaði sér að fótum hans.
Or voyant Jésus de loin, il accourut et l’adora;
7 Jesús sagði þá við illa andann sem í manninum var: „Út með þig, illi andi.“Andinn rak þá upp skelfilegt öskur og spurði: „Hvað ætlar þú að gera við okkur, Jesús, sonur hins æðsta Guðs? Við biðjum þig, láttu okkur ekki kveljast.“
Et, criant d’une voix forte, il dit: Qu’importe à moi et à vous, Jésus, Fils du Dieu Très-Haut? Je vous adjure par Dieu, ne me tourmentez point.
8
Car il lui disait: Esprit impur, sors de cet homme!
9 „Hvað heitir þú?“spurði Jesús. „Hersing.“svaraði andinn, „því við erum margir í þessum manni.“
Et il lui demanda: Quel est ton nom? Et il lui répondit: Légion est mon nom; car nous sommes beaucoup.
10 Því næst báðu andarnir hann að senda sig ekki burt.
Et il le suppliait avec instance de ne point le chasser hors de ce pays.
11 Meðan þetta gerðist var stór svínahjörð á beit í hlíðinni upp af vatninu.
Or il y avait là, le long de la montagne, un grand troupeau de pourceaux qui paissaient.
12 „Sendu okkur í svínin þarna, “báðu andarnir.
Et les esprits suppliaient Jésus, disant: Envoyez-nous dans ces pourceaux, afin que nous entrions en eux.
13 Jesús leyfði þeim það. Þá fóru andarnir úr manninum og í svínin. Við það tók öll hjörðin á rás og æddi niður bratta hlíðina, fram af klettunum og drukknaði í vatninu.
Et Jésus le leur permit aussitôt. Les esprits impurs, sortant donc du possédé, entrèrent dans les pourceaux, et le troupeau, d’environ deux mille, se précipita impétueusement dans la mer, et s’y noya.
14 Svínahirðarnir flýðu til nærliggjandi bæja og sögðu, á hlaupunum, frá því sem gerst hafði. Fjöldi fólks þusti þá af stað til að sjá þetta með eigin augum.
Ceux qui les gardaient s’enfuirent et répandirent cette nouvelle dans la ville et dans les champs. Aussitôt les gens sortirent pour voir ce qui était arrivé;
15 Og þegar fólkið sá manninn sitja þar, klæddan og með fullu viti, varð það hrætt.
Ils vinrent vers Jésus, et ils virent celui qui avait été tourmenté par le démon, assis, vêtu et sain d’esprit; et ils furent saisis de crainte.
16 Þeir sem vitni höfðu orðið að atburðinum, sögðu öðrum frá
Et ceux qui avaient vu leur racontèrent ce qui était arrivé au possédé et aux pourceaux;
17 og þegar fólkið hafði heyrt frásögnina, bað það Jesú að fara og láta sig í friði!
Et ils commencèrent à prier Jésus de s’éloigner de leurs confins.
18 Jesús fór því aftur um borð í bátinn, en þá bað maðurinn, sem haft hafði illu andana, hann að leyfa sér að koma með,
Lorsqu’il montait dans la barque, celui qui avait été tourmenté par le démon, le supplia de lui permettre de rester avec lui;
19 en Jesús leyfði það ekki. „Farðu heim til þín og þinna, “sagði hann; „og segðu þeim hve mikið Guð hefur gert fyrir þig, og hversu hann hefur miskunnað þér.“
Mais il le lui refusa et lui dit: Va dans ta maison, vers les tiens, et annonce-leur tout ce que le Seigneur a fait pour toi, et comme il a eu pitié de toi.
20 Maðurinn fór því til þorpanna tíu þar í héraðinu og sagði öllum frá þeim stórkostlegu hlutum sem Jesús hafði gert fyrir hann, og undruðust það allir.
Il s’en alla donc, et commença à publier dans la Décapole tout ce que Jésus avait fait pour lui; et tous étaient dans l’admiration.
21 Þegar Jesús var kominn til baka yfir vatnið, safnaðist að honum fjöldi fólks.
Jésus ayant repassé dans la barque de l’autre côté de la mer, il s’assembla une grande multitude autour de lui; et il était près de la mer.
22 Jaírus, forstöðumaður samkomuhúss staðarins, kom þangað, laut honum,
Or vint un chef de synagogue, nommé Jaïre; le voyant, il se jeta à ses pieds,
23 og bað hann heitt og innilega að lækna litlu dóttur sína. „Hún er að deyja, “sagði hann, angistarfullur. „Gerðu það fyrir mig að koma og leggja hendur þínar yfir hana, svo að hún lifi og verði heilbrigð.“
Et il le suppliait instamment, disant: Ma fille est à l’extrémité; venez, imposez votre main sur elle, afin qu’elle guérisse et qu’elle vive.
24 Jesús fór með honum og allt fólkið fylgdi á eftir.
Et il s’en alla avec lui; et une grande multitude le suivait et le pressait.
25 Í mannþrönginni að baki Jesú var kona sem hafði haft innvortis blæðingar í tólf ár.
Alors, une femme qui avait une perte de sang depuis douze années,
26 Árum saman hafði hún þolað þjáningarfullar aðgerðir lækna og eytt í það aleigu sinni, en henni hafði stöðugt versnað.
Et qui avait beaucoup souffert de plusieurs médecins, et avait dépensé tout son bien sans aucun fruit, se trouvant plutôt dans un état pire,
27 Hún hafði heyrt um dásamleg kraftaverk sem Jesús vann, og því læddist hún nú aftan að honum í mannþyrpingunni og snerti föt hans.
Ayant entendu parler de Jésus, vint dans la foule, par derrière, et toucha son vêtement;
28 Hún hugsaði: „Ef ég bara gæti snert hann, þá verð ég heilbrigð.“
Car elle disait: Si je touche seulement son vêtement, je serai guérie.
29 Og það gerðist einmitt! Um leið og hún kom við hann, stöðvaðist blæðingin og hún fann að hún hafði læknast!
Et aussitôt la source du sang tarit, et elle sentit en son corps qu’elle était guérie de son mal.
30 Jesús varð á sömu stund var við að lækningakraftur fór út af honum. Hann sneri sér því við í mannfjöldanum og spurði: „Hver snerti mig?“
Au même moment, Jésus connaissant en lui-même la vertu qui était sortie de lui, et se retournant vers la foule, demandait: Qui a touché mes vêtements?
31 „Fólkið þrýstir að þér á alla vegu og þú spyrð hver hafi snert þig, “svöruðu lærisveinarnir undrandi.
Ses disciples lui répondaient: Vous voyez la foule qui vous presse, et vous demandez: Qui m’a touché?
32 En Jesús horfði í kring um sig til að finna þann sem hafði snert hann.
Et il regardait tout autour, pour voir celle qui l’avait fait.
33 Þegar konan sá það, kom hún, hrædd og skjálfandi, kraup niður og sagði honum alla söguna.
Alors la femme, craintive et tremblante, sachant ce qui s’était passé en elle, vint et se prosterna devant lui, et lui dit toute la vérité.
34 „Dóttir, “sagði Jesús við hana, „trú þín hefur læknað þig. Þú ert heilbrigð af sjúkdómi þínum, farðu í friði.“
Jésus lui dit: Ma fille, votre foi vous a sauvée: allez en paix et soyez guérie de votre infirmité.
35 Meðan hann var að tala við hana, kom sendiboði frá heimili Jaírusar. Hann sagði að nú væri allt orðið um seinan – stúlkan væri dáin og tilgangslaust að láta Jesú koma úr þessu.
Comme il parlait encore, des gens du chef de synagogue vinrent, disant: Votre fille est morte; pourquoi tourmentez-vous davantage le maître?
36 En Jesús lét sem hann heyrði þetta ekki og sagði við Jaírus: „Vertu ekki hræddur. Trúðu á mig og treystu mér.“
Mais Jésus, cette parole entendue, dit au chef de synagogue: Ne craignez point; croyez seulement.
37 Jesús bað nú mannfjöldann að nema staðar og leyfði engum að fara með sér inn í hús Jaírusar, nema Pétri, Jakobi og Jóhannesi.
Et il ne permit à personne de le suivre, sinon à Pierre, à Jacques et à Jean frère de Jacques.
38 Þegar inn kom sá Jesús að allt var þar í uppnámi, fólkið grét og kveinaði.
En arrivant à la maison du chef de synagogue, il vit du tumulte, des gens pleurant et poussant de grands cris.
39 Hann sagði við það: „Hvað á allur þessi grátur og hávaði að þýða? Barnið er ekki dáið, það sefur.“
Or, étant entré, il leur dit: Pourquoi vous troublez-vous et pleurez-vous? La jeune fille n’est pas morte, mais elle dort.
40 Þá hló fólkið að honum, en hann skipaði því að fara út og tók síðan með sér lærisveinana þrjá og foreldra stúlkunnar og fór inn til hennar.
Et ils se riaient de lui. Mais Jésus, les ayant tous renvoyés, prit le père et la mère de la jeune fille, et ceux qui étaient avec lui, et entra dans le lieu où la jeune fille était couchée.
41 Hann tók í höndina á barninu og sagði: „Stúlka litla, rís þú upp.“Jafnskjótt reis hún á fætur og fór að ganga um gólfið! (Hún var tólf ára). Foreldrar hennar urðu frá sér numdir af gleði.
Et tenant la main de la jeune fille, il lui dit: Talitha cumi; ce que l’on interprète ainsi: Jeune fille (je vous le commande), levez-vous.
Et aussitôt la jeune fille se leva, et elle marchait; car elle avait douze ans; et tous furent frappés d’une grande stupeur.
43 Jesús lagði áherslu á að þau segðu þetta engum og bað þau síðan að gefa henni eitthvað að borða.
Mais il leur commanda fortement que personne ne le sût, et il dit de lui donner à manger.

< Markús 5 >