< Markús 1 >
1 Hér hefst hin einstæða frásaga af Jesú Kristi, syni Guðs.
The beginning of the gospel of Jesus Christ, the Son of God.
2 Í bók Jesaja spámanns stendur að Guð muni senda son sinn til jarðarinnar, en áður en hann komi, muni sérstakur sendiboði koma fram og búa heiminn undir komu hans.
As it is written in Isaias the prophet: Behold I send my angel before thy face, who shall prepare the way before thee.
3 Jesaja sagði: „Þessi sendiboði mun búa í óbyggðinni og predika að sérhver maður verði að bæta líferni sitt til að vera viðbúinn komu Drottins.“
A voice of one crying in the desert: Prepare ye the way of the Lord, make straight his paths.
4 Þessi sendiboði var Jóhannes skírari. Hann dvaldist í óbyggðinni og boðaði að allir skyldu skírast og láta þannig opinberlega í ljós ákvörðun um að þeir sneru baki við syndinni og tækju á móti fyrirgefningu Guðs.
John was in the desert baptizing, and preaching the baptism of penance, unto remission of sins.
5 Fólk frá Jerúsalem og allri Júdeu fór út í Júdeueyðimörkina til að sjá Jóhannes og heyra, og þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan.
And there went out to him all the country of Judea, and all they of Jerusalem, and were baptized by him in the river of Jordan, confessing their sins.
6 Hann var í fötum úr úlfaldahári, hafði leðurbelti um mittið og nærðist á engisprettum og villihunangi.
And John was clothed with camel’s hair, and a leathern girdle about his loins; and he ate locusts and wild honey.
7 Hér er dæmi um predikun hans: „Innan skamms mun sá koma sem mér er máttugri, já, svo miklu meiri að ég er ekki einu sinni verður þess að vera þjónn hans.
And he preached, saying: There cometh after me one mightier than I, the latchet of whose shoes I am not worthy to stoop down and loose.
8 Ég skíri ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“
I have baptized you with water; but he shall baptize you with the Holy Ghost.
9 Þá var það dag einn að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og Jóhannes skírði hann í Jórdan.
And it came to pass, in those days, Jesus came from Nazareth of Galilee, and was baptized by John in the Jordan.
10 Um leið og Jesús steig upp úr vatninu, sá hann himnana opnast og heilagan anda koma yfir sig í dúfulíki.
And forthwith coming up out of he water, he saw the heavens opened, and the Spirit as a dove descending, and remaining on him.
11 Og rödd af himnum sagði: „Þú ert minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“
And there came a voice from heaven: Thou art my beloved Son; in thee I am well pleased.
12 Strax að skírninni lokinni knúði heilagur andi Jesú út í eyðimörkina, og þar var hann einn í fjörutíu daga og Satan freistaði hans. Jesús hafðist þar við meðal eyðimerkurdýranna og englar þjónuðu honum.
And immediately the Spirit drove him out into the desert.
And he was in the desert forty days and forty nights, and was tempted by Satan; and he was with beasts, and the angels ministered to him.
14 Eftir að Heródes konungur hafði látið fangelsa Jóhannes fór Jesús til Galíleu og boðaði þar fagnaðarerindi Guðs.
And after that John was delivered up, Jesus came into Galilee, preaching the gospel of the kingdom of God,
15 „Stundin er komin, “sagði hann. „Guðsríki er nálægt! Snúið ykkur frá syndinni og trúið gleðiboðskapnum.“
And saying: The time is accomplished, and the kingdom of God is at hand: repent, and believe the gospel.
16 Dag einn er Jesús gekk fram með Galíleuvatninu sá hann bræðurna Símon og Andrés, þeir voru fiskimenn og voru einmitt þessa stundina að leggja netin.
And passing by the sea of Galilee, he saw Simon and Andrew his brother, casting nets into the sea (for they were fishermen).
17 Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
And Jesus said to them: Come after me, and I will make you to become fishers of men.
18 Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
And immediately leaving their nets, they followed him.
19 Í öðrum bát, skammt frá, voru synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, að bæta net sín.
And going on from thence a little farther, he saw James the son of Zebedee, and John his brother, who also were mending their nets in the ship:
20 Hann kallaði einnig á þá og þeir skildu Sebedeus og verkamennina eftir í bátnum og fóru á eftir honum.
And forthwith he called them. And leaving their father Zebedee in the ship with his hired men, they followed him.
21 Jesús og félagar hans komu nú til bæjarins Kapernaum og að morgni helgidagsins fóru þeir til samkomuhússins þar sem Gyðingar héldu guðsþjónustur sínar. Þar predikaði Jesús og
And they entered into Capharnaum, and forthwith upon the sabbath days going into the synagogue, he taught them.
22 fólkið undraðist ræðu hans, því að hann talaði eins og sá sem hefur mikið vald en reyndi ekki að sanna mál sitt með sífelldum tilvitnunum í orð annarra eins og venja var.
And they were astonished at his doctrine. For he was teaching them as one having power, and not as the scribes.
23 Við guðsþjónustuna var maður haldinn illum anda sem tók að hrópa og kalla:
And there was in their synagogue a man with an unclean spirit; and he cried out,
24 „Jesús frá Nasaret, af hverju læturðu okkur ekki í friði? Ertu kannski kominn til að gera út af við okkur illu andana? Ég veit hver þú ert, þú ert hinn heilagi sonur Guðs!“
Saying: What have we to do with thee, Jesus of Nazareth? art thou come to destroy us? I know who thou art, the Holy One of God.
25 Jesús skipaði andanum að þegja og fara úr manninum.
And Jesus threatened him, saying: Speak no more, and go out of the man.
26 Þá æpti illi andinn og hristi manninn ofsalega og fór síðan út af honum.
And the unclean spirit tearing him, and crying out with a loud voice, went out of him.
27 Fólkið varð forviða og spurði sín á milli: „Eru þetta ný trúarbrögð? Jafnvel illir andar hlýða honum!“
And they were all amazed, insomuch that they questioned among themselves, saying: What thing is this? what is this new doctrine? for with power he commandeth even the unclean spirits, and they obey him.
28 Og fréttin af atburði þessum barst hratt um alla Galíleu.
And the fame of him was spread forthwith into all the country of Galilee.
29 Þegar Jesús og lærisveinar hans yfirgáfu samkomuhúsið fóru þeir heim til Símonar og Andrésar, þar sem tengdamóðir Símonar lá með mikinn hita. Þeir sögðu Jesú þegar frá henni.
And immediately going out of the synagogue they came into the house of Simon and Andrew, with James and John.
And Simon’s wife’s mother lay in a fit of a fever: and forthwith they tell him of her.
31 Hann gekk að rúminu, tók um hönd hennar og hjálpaði henni að setjast upp og um leið fór hitinn úr henni. Hún klæddi sig og gaf þeim að borða.
And coming to her, he lifted her up, taking her by the hand; and immediately the fever left her, and she ministered unto them.
32 Um kvöldið fylltist garðurinn við húsið af sjúklingum sem færðir höfðu verið til Jesú, ásamt öðrum sem haldnir voru illum öndum. Mikill fjöldi bæjarbúa stóð fyrir utan og fylgdist með.
And when it was evening, after sunset, they brought to him all that were ill and that were possessed with devils.
And all the city was gathered together at the door.
34 Þetta kvöld læknaði Jesús mjög marga og rak illa anda út af mörgum. (Hann bannaði öndunum að tala, því þeir vissu hver hann var.)
And he healed many that were troubled with divers diseases; and he cast out many devils, and he suffered them not to speak, because they knew him.
35 Morguninn eftir var Jesús kominn á fætur löngu fyrir dögun og fór einn á óbyggðan stað til að biðjast fyrir.
And rising very early, going out, he went into a desert place: and there he prayed.
36 Símon og hinir leituðu hann uppi og þegar þeir höfðu fundið hann sögðu þeir: „Allir eru að spyrja um þig.“
And Simon, and they that were with him, followed after him.
And when they had found him, they said to him: All seek for thee.
38 En hann svaraði: „Við verðum einnig að fara til hinna þorpanna og predika þar, því til þess er ég kominn.“
And he saith to them: Let us go into the neighbouring towns and cities, that I may preach there also; for to this purpose am I come.
39 Og Jesús ferðaðist um alla Galíleu, predikaði í samkomuhúsunum og leysti marga undan valdi illu andanna.
And he was preaching in their synagogues, and in all Galilee, and casting out devils.
40 Eitt sinn kom holdsveikur maður, kraup frammi fyrir honum og bað um lækningu. „Þú getur læknað mig ef þú vilt, “sagði hann biðjandi.
And there came a leper to him, beseeching him, and kneeling down said to him: If thou wilt, thou canst make me clean.
41 Jesús fann til með honum, snerti hann og sagði: „Ég vil það! Læknist þú!“
And Jesus having compassion on him, stretched forth his hand; and touching him, saith to him: I will. Be thou made clean.
42 Samstundis hvarf holdsveikin og maðurinn varð heilbrigður.
And when he had spoken, immediately the leprosy departed from him, and he was made clean.
43 Jesús sagði við hann, ákveðinni röddu: „Farðu nú til prestanna og láttu þá skoða þig. Hafðu hvergi viðdvöl og talaðu ekki við neinn á leiðinni. Taktu með fórnina, sem Móse fyrirskipar þeim, sem læknast af holdsveiki, og þá munu allir sjá að þú ert orðinn heilbrigður.“
And he strictly charged him, and forthwith sent him away.
And he saith to him: See thou tell no one; but go, shew thyself to the high priest, and offer for thy cleansing the things that Moses commanded, for a testimony to them.
45 En maðurinn sagði öllum sem hann mætti á leiðinni að hann væri heill og þar af leiðandi gat Jesús ekki komið opinberlega til neins bæjar án þess að forvitinn mannfjöldi þyrptist að honum. Hann varð því að hafast við úti í óbyggðinni og þangað streymdi fólkið til hans hvaðanæva að.
But he being gone out, began to publish and to blaze abroad the word: so that he could not openly go into the city, but was without in desert places: and they flocked to him from all sides.