< Lúkas 17 >

1 Jesús sagði við lærisveinana: „Fólk mun halda áfram að falla í synd, en vei þeim sem því veldur.
E disse aos discípulos: É impossível que não venham tentações para o pecado, mas ai [daquele] por quem [essas tentações] vierem!
2 Honum væri betra að láta fleygja sér í sjóinn, með þungan stein um hálsinn, en skaða sálir smælingjanna. Gætið ykkar! Ávítaðu bróður þinn, ef hann syndgar, en fyrirgefðu honum, þegar hann iðrast.
Melhor lhe seria que lhe atasse ao pescoço uma grande pedra de moinho, e fosse lançado no mar, do que conduzir ao pecado um destes pequenos.
3
Olhai por vós. E se teu irmão pecar contra ti, repreende-o; e se ele se arrepender, perdoa-lhe.
4 Geri hann þér rangt til sjö sinnum á dag og komi til þín eftir hvert skipti og biðji fyrirgefningar, þá fyrirgefðu honum.“
E se pecar contra ti sete vezes ao dia, e se sete vezes ao dia voltar a ti, dizendo: Estou arrependido. Perdoa-lhe.
5 Dag einn sögðu postularnir við Drottin: „Við þurfum að öðlast meiri trú, hvernig getum við það?“
E os apóstolos disseram ao Senhor: Acrescenta-nos fé.
6 Jesús svaraði: „Ef þið hafið trú á stærð við sinnepskorn, þá er hún nægileg til að rífa upp mórberjatréð sem þarna stendur og senda það í loftköstum á haf út! Orðum ykkar yrði þegar í stað hlýtt.
E o Senhor disse: Se tivésseis fé como um grão de mostarda, diríeis a esta árvore de amoras: Arranca-te daqui pelas tuas raízes, e planta-te no mar, ela vos obedeceria.
7 Þegar vinnumaður kemur inn frá jarðyrkju eða gegningum, þá sest hann ekki niður til að borða. Hann matreiðir fyrst fyrir húsbónda sinn og ber kvöldverð á borð fyrir hann, áður en hann fær sér sjálfur. Og honum er ekki þakkað, því að þetta eru skylduverk hans.
E qual de vós terá um servo, lavrando ou apascentando [gado] que, voltando do campo, logo lhe diga: Chega, e senta [à mesa].
8
E não lhe diga antes: Prepara-me o jantar, e apronta-te, e serve-me, até que eu tenha comido e bebido; e depois, que tu comas e bebas.
9
Por acaso [o senhor] agradece a tal servo, porque fez o que lhe foi mandado?
10 Þið eigið ekki heldur að vænta heiðurs fyrir að hlýða mér, því að þá hafið þið aðeins gert skyldu ykkar.“
Assim também vós, quando fizerdes tudo o que vos for mandado, dizei: Somos servos inúteis, porque fizemos [somente] o que devíamos fazer.
11 Á leið sinni frá Jerúsalem komu þeir að þorpi á landamærum Galíleu og Samaríu. Þá sáu þeir tíu holdsveika menn, sem stóðu langt frá, utan við þorpið,
E aconteceu que, indo ele para Jerusalém, passou por meio da Samaria e da Galileia.
E entrando em uma certa aldeia, saíram-lhe ao encontro dez homens leprosos, os quais pararam de longe.
13 og hrópuðu: „Jesú, meistari, miskunnaðu okkur!“
E levantaram a voz, dizendo: Jesus, Mestre, tem misericórdia de nós!
14 Hann leit á þá og sagði: „Farið til prestanna og fáið hjá þeim vottorð um að þið séuð heilbrigðir.“Á meðan þeir voru á leiðinni til prestanna, hvarf þeim holdsveikin!
E ele, vendo-os, disse-lhes: Ide, e mostrai-vos aos sacerdotes. E aconteceu que, enquanto eles iam, ficaram limpos.
15 Einn þeirra sneri þá aftur til Jesús og hrópaði: „Guði sé lof! Ég er heilbrigður!“
E vendo um deles que estava são, voltou, glorificando a Deus a alta voz.
16 Hann fleygði sér á götuna við fætur Jesú og þakkaði honum. Maður þessi var Samverji, en Gyðingar fyrirlitu þá.
E caiu com o rosto a seus pés, agradecendo-lhe; e este era samaritano.
17 Þá spurði Jesús: „Voru þeir ekki tíu sem ég læknaði? Hvar eru hinir níu?
E respondendo Jesus, disse: Não foram os dez limpos? E onde estão os nove?
18 Var þessi útlendingur sá eini sem sneri við til að gefa Guði dýrðina?“
Não houve quem voltasse para dar glória a Deus, a não ser este estrangeiro?
19 Síðan sagði hann við manninn: „Stattu upp og farðu leiðar þinnar, trú þín hefur læknað þig.“
E disse-lhe: Levanta-te, e vai; tua fé te salvou.
20 Dag einn spurðu farísearnir Jesú: „Hvenær kemur guðsríki?“„Guðsríki birtist ekki þannig að á því beri, “svaraði Jesús.
E perguntado pelos fariseus [sobre] quando o Reino de Deus viria, respondeu-lhes, e disse: O Reino de Deus não vem com aparência visível.
21 „Þið munuð ekki geta sagt: „Það hófst á þessum stað eða í þessum landshluta“því að áhrifa guðsríkisins gætir með manninum.“
Nem dirão: Eis aqui, ou Eis ali, porque eis que o Reino de Deus está entre vós.
22 Síðar ræddi hann þetta við lærisveinana og sagði: „Sá tími mun koma er þið þráið að hafa mig hjá ykkur, þó ekki sé nema einn dag, en þá verð ég ekki hér.
E disse aos discípulos: Dias virão, quando desejareis ver um dos dias do Filho do homem, e não [o] vereis.
23 Ykkur munu berast fréttir um að ég sé kominn aftur og sé hér eða þar. Trúið ekki slíku. Farið ekki að leita mín,
E vos dirão: Eis que [ele está] aqui, ou Eis que [ele está] ali, não vades, nem sigais.
24 því að þegar ég kem, þá verður það engum vafa undirorpið. Það verður jafn augljóst og þegar elding leiftrar um himininn.
Porque como o relâmpago, que relampeja desde o começo do céu, e brilha até ao fim do céu, assim será também o Filho do homem em seu dia.
25 En fyrst verð ég að líða miklar þjáningar og þjóð mín mun hafna mér.
Mas é necessário primeiro sofrer muito, e ser rejeitado por esta geração.
26 Þegar ég kem aftur, verður heimurinn jafn sinnulaus um Guð og hann var á dögum Nóa.
E como aconteceu nos dias de Noé, assim será também nos dias do Filho do homem.
27 Fólk át og drakk og gifti sig allt til þess dags er Nói gekk inn í örkina. Eftir það kom flóðið og tortímdi þeim öllum.
Comiam, bebiam, se casavam, e se davam em casamento, até o dia em que Noé entrou na arca; e veio o dilúvio, e destruiu a todos.
28 Það mun verða eins og á dögum Lots: Fólk sinnti sínum daglegu störfum, át og drakk, keypti og seldi, ræktaði og byggði
Como também da mesma maneira aconteceu nos dias de Ló, comiam, bebiam, compravam, vendiam, plantavam, [e] construíam.
29 – allt til þeirrar stundar er Lot yfirgaf Sódómu. Þá rigndi eldi og brennisteini yfir þá af himni og eyddi þeim öllum.
Mas o dia em que Ló saiu de Sodoma, choveu fogo e enxofre do céu, e destruiu a todos.
30 Þannig mun fólk verða önnum kafið við sín daglegu störf er ég kem aftur.
Assim será [também] no dia em que o Filho do homem se manifestar.
31 Þeir sem úti eru þann dag mega ekki fara inn til að pakka niður. Þeir sem verða við vinnu á ökrum mega ekki heldur fara heim
Naquele dia, o que estiver no telhado, e suas ferramentas em casa, não desça para pegá-las; e o que [estiver] no campo, não volte para trás.
32 – munið hvað kom fyrir konu Lots!
Lembrai-vos da mulher de Ló.
33 Sá sem heldur í líf sitt mun glata því, en sá sem fórnar því, mun bjarga því.
Qualquer que procurar salvar sua vida a perderá; e qualquer que a perder, irá salvá-la.
34 Þá nótt munu tveir menn sofa í sama rúmi, annar verður tekinn burt en hinn skilinn eftir.
Digo-vos que naquela noite, dois estarão em uma cama; um será tomado, e o outro será deixado.
35 Tvær konur munu vinna saman að heimilisstörfum, önnur verður tekin, hin skilin eftir. Sama er að segja um þá sem vinna hlið við hlið á ökrunum. Annar verður tekinn, hinn skilinn eftir.“
Duas estarão juntas moendo; uma será tomada, e a outra será deixada.
37 „Hvar verður hann skilinn eftir?“spurðu lærisveinarnir. „Það verður augljóst þegar að því kemur, “svaraði Jesús, „jafn augljóst og það, að þangað sem hræið liggur munu gammarnir þyrpast.“
E respondendo, disseram-lhe: Onde, Senhor? E ele lhes disse: Onde estiver o corpo, ali os abutres se juntarão.

< Lúkas 17 >