< Júdasarbréf 1 >

1 Frá Júdasi, þjóni Jesú Krists og bróður Jakobs. Til kristinna manna, hvar sem þeir eru, þeirra, sem Guð faðir hefur kallað og varðveitast í Jesú Kristi.
Ἰούδας Ἰησοῦ Χριστοῦ δοῦλος, ἀδελφὸς δὲ Ἰακώβου, τοῖς ἐν Θεῷ πατρὶ ἡγιασμένοις, καὶ Ἰησοῦ Χριστῷ τετηρημένοις, κλητοῖς·
2 Ég bið þess að náð Guðs og friður, ásamt kærleika hans veitist ykkur í æ ríkari mæli.
ἔλεος ὑμῖν καὶ εἰρήνη καὶ ἀγάπη πληθυνθείη.
3 Elsku vinir, ég hafði hugsað mér að skrifa ykkur nokkrar línur um hjálpræðið, sem Guð hefur gefið okkur, en finn nú að ég á að skrifa um annað. Ég á að hvetja ykkur til að berjast af alefli fyrir sannleikanum, sem Guð hefur gefið okkur, börnum sínum.
Ἀγαπητοί, πᾶσαν σπουδὴν ποιούμενος γράφειν ὑμῖν περὶ τῆς κοινῆς σωτηρίας, ἀνάγκην ἔσχον γράψαι ὑμῖν, παρακαλῶν ἐπαγωνίζεσθαι τῇ ἅπαξ παραδοθείσῃ τοῖς ἁγίοις πίστει.
4 Þetta segi ég vegna þess að nokkrir menn, sem ekki þekkja Guð, hafa smeygt sér inn í ykkar hóp. Þeir segja að þegar við séum orðin kristin, getum við gert það sem okkur sýnist, án þess að þurfa að óttast dóm Guðs. Örlög slíkra manna voru ráðin þegar í byrjun, því að þeir snerust gegn leiðtoga okkar og konungi, Jesú Kristi.
Παρεισέδυσαν γάρ τινες ἄνθρωποι, οἱ πάλαι προγεγραμμένοι εἰς τοῦτο τὸ κρίμα, ἀσεβεῖς, τὴν τοῦ Θεοῦ ἡμῶν χάριν μετατιθέντες εἰς ἀσέλγειαν, καὶ τὸν μόνον δεσπότην Θεὸν καὶ Κύριον ἡμῶν Ἰησοῦν Χριστὸν ἀρνούμενοι.
5 Ég vil segja við þessa menn: Gleymið ekki þeirri staðreynd – og hana þekkið þið – að Drottinn bjargaði heilli þjóð frá Egyptalandi, en síðan tortímdi hann hverjum þeim einstaklingi, meðal hennar, sem ekki treysti honum og hlýddi.
Ὑπομνῆσαι δὲ ὑμᾶς βούλομαι, εἰδότας ὑμᾶς ἅπαξ τοῦτο, ὅτι ὁ Κύριος, λαὸν ἐκ γῆς Αἰγύπτου σώσας, τὸ δεύτερον τοὺς μὴ πιστεύσαντας ἀπώλεσεν.
6 Ég minni ykkur einnig á englana sem áður voru heilagir og hreinir, en steyptu sér síðan sjálfviljugir út í syndina. Nú geymir Guð þá í myrkrinu og þar bíða þeir dómsdags. (aïdios g126)
Ἀγγέλους τε τοὺς μὴ τηρήσαντας τὴν ἑαυτῶν ἀρχήν, ἀλλὰ ἀπολιπόντας τὸ ἴδιον οἰκητήριον, εἰς κρίσιν μεγάλης ἡμέρας δεσμοῖς ἀϊδίοις ὑπὸ ζόφον τετήρηκεν. (aïdios g126)
7 Gleymið ekki heldur borgunum Sódómu og Gómorru og nágrannabæjum þeirra. Þar ríkti siðleysi og mikil kynvilla. Þessar borgir eyðilögðust í eldi og þær munu vera okkur stöðug viðvörun um refsinguna sem bíður syndaranna. (aiōnios g166)
Ὡς Σόδομα καὶ Γόμορρα, καὶ αἱ περὶ αὐτὰς πόλεις, τὸν ὅμοιον τούτοις τρόπον ἐκπορνεύσασαι, καὶ ἀπελθοῦσαι ὀπίσω σαρκὸς ἑτέρας, πρόκεινται δεῖγμα, πυρὸς αἰωνίου δίκην ὑπέχουσαι. (aiōnios g166)
8 Þrátt fyrir það halda þessir falskennendur áfram. Þeir lítilsvirða líkama sína og spotta öll yfirvöld, jafnvel þau sem eru á himnum.
Ὁμοίως μέντοι καὶ οὗτοι ἐνυπνιαζόμενοι σάρκα μὲν μιαίνουσι, κυριότητα δὲ ἀθετοῦσι, δόξας δὲ βλασφημοῦσιν.
9 Mikael, einn voldugasti engillinn, vogaði sér ekki einu sinni að ákæra Satan né hæða hann, þegar þeir deildu um líkama Móse, hann sagði aðeins: „Drottinn refsi þér!“
Ὁ δὲ Μιχαὴλ ὁ ἀρχάγγελος, ὅτε τῷ διαβόλῳ διακρινόμενος διελέγετο περὶ τοῦ Μωϋσέως σώματος, οὐκ ἐτόλμησε κρίσιν ἐπενεγκεῖν βλασφημίας, ἀλλ᾽ εἶπεν, Ἐπιτιμήσαι σοι Κύριος.
10 En þessir menn hæðast að öllu og bölva því sem þeir skilja ekki. Þeir eru eins og skepnurnar. Þeir gera allt sem þá langar til, og spilla þar með sjálfum sér.
Οὗτοι δὲ ὅσα μὲν οὐκ οἴδασι βλασφημοῦσιν· ὅσα δὲ φυσικῶς, ὡς τὰ ἄλογα ζῷα, ἐπίστανται, ἐν τούτοις φθείρονται.
11 Vei þessum mönnum! Þeir fylgja dæmi Kains, sem drap bróður sinn, og eins og Bíleam gera þeir allt fyrir peninga. Þeir hafa óhlýðnast Guði og fetað í fótspor Kóra, en fyrir það munu þeir deyja undir sömu bölvun og hann.
Οὐαὶ αὐτοῖς· ὅτι τῇ ὁδῷ τοῦ Κάϊν ἐπορεύθησαν, καὶ τῇ πλάνῃ τοῦ Βαλαὰμ μισθοῦ ἐξεχύθησαν, καὶ τῇ ἀντιλογίᾳ τοῦ Κόρε ἀπώλοντο.
12 Þessir menn eru til skammar við kærleiksmáltíðir kirkjunnar. Hlæjandi ryðjast þeir áfram og troða í sig án þess að taka tillit til annarra. Þeir eru eins og regnský sem fara yfir skrælnað land, án þess að gefa frá sér svo mikið sem eina einustu skúr. Þeir lofa öllu fögru, en standa ekki við neitt. Þeir líkjast ávaxtatré sem engan ávöxt ber. Þeir eru visnaðir, dauðir, því að þeir hafa verið rifnir upp með rótum og nú bíður þeirra ekkert nema eldurinn.
Οὗτοί εἰσιν ἐν ταῖς ἀγάπαις ὑμῶν σπιλάδες, συνευωχούμενοι, ἀφόβως ἑαυτοὺς ποιμαίνοντες· νεφέλαι ἄνυδροι, ὑπὸ ἀνέμων παραφερόμεναι· δένδρα φθινοπωρινά, ἄκαρπα, δὶς ἀποθανόντα, ἐκριζωθέντα·
13 Allt, sem þeir skilja eftir, er skömm og svívirðing – eins og óhrein froða, sem öldur bera á land. Þeir reika um líkt og stjörnur á myrkum brautum himinsins. (aiōn g165)
κύματα ἄγρια θαλάσσης, ἐπαφρίζοντα τὰς ἑαυτῶν αἰσχύνας· ἀστέρες πλανῆται, οἷς ὁ ζόφος τοῦ σκότους εἰς αἰῶνα τετήρηται. (aiōn g165)
14 Enok – en hann var uppi eftir daga Adams – sá fyrir sér þessa menn og sagði: „Sjá, Drottinn kemur, ásamt þúsundum sinna heilögu.
Προεφήτευσε δὲ καὶ τούτοις ἕβδομος ἀπὸ Ἀδὰμ Ἐνώχ, λέγων, Ἰδού, ἦλθε Κύριος ἐν ἁγίαις μυριάσιν αὐτοῦ,
15 Hann mun stefna til sín þjóðum heimsins og dæma þær með réttvísi. Allt hið illa, sem þær hafa gert í uppreisn sinni gegn Guði, mun hann draga fram í dagsljósið og opinbera allt sem þær hafa sagt gegn honum.“
ποιῆσαι κρίσιν κατὰ πάντων, καὶ ἐλέγξαι πάντας τοὺς ἀσεβεῖς αὐτῶν περὶ πάντων τῶν ἔργων ἀσεβείας αὐτῶν ὧν ἠσέβησαν, καὶ περὶ πάντων τῶν σκληρῶν ὧν ἐλάλησαν κατ᾽ αὐτοῦ ἁμαρτωλοὶ ἀσεβεῖς.
16 Menn þessir finna að öllu, þeir eru aldrei ánægðir og þeir gera allt illt, sem þeim kemur í hug. Þeir eru hávaðasamir gortarar, sem sýna þeim einum virðingu, sem þeir geta hagnast á.
Οὗτοί εἰσι γογγυσταί, μεμψίμοιροι, κατὰ τὰς ἐπιθυμίας αὐτῶν πορευόμενοι, καὶ τὸ στόμα αὐτῶν λαλεῖ ὑπέρογκα, θαυμάζοντες πρόσωπα ὠφελείας χάριν.
17 Kæru vinir, minnist þess að postular Drottins Jesú Krists sögðu ykkur,
Ὑμεῖς δέ, ἀγαπητοί, μνήσθητε τῶν ῥημάτων τῶν προειρημένων ὑπὸ τῶν ἀποστόλων τοῦ Κυρίου ἡμῶν Ἰησοῦ Χριστοῦ·
18 að á síðustu tímum mundu þessir spottarar koma fram og eina markmið þeirra í lífinu væri að fara leið illskunnar, til að svala eigin nautnum.
ὅτι ἔλεγον ὑμῖν ὅτι ἐν ἐσχάτῳ χρόνῳ ἔσονται ἐμπαῖκται, κατὰ τὰς ἑαυτῶν ἐπιθυμίας πορευόμενοι τῶν ἀσεβειῶν.
19 Þeir vekja deilur, elska hið illa og heilagan anda eiga þeir ekki.
Οὗτοί εἰσιν οἱ ἀποδιορίζοντες, ψυχικοί, πνεῦμα μὴ ἔχοντες.
20 En þið, kæru vinir, uppbyggið sjálfa ykkur í hinni heilögu trú og lærið að biðja í krafti heilags anda.
Ὑμεῖς δέ, ἀγαπητοί, τῇ ἁγιωτάτῃ ὑμῶν πίστει ἐποικοδομοῦντες ἑαυτούς, ἐν Πνεύματι Ἁγίῳ προσευχόμενοι,
21 Forðist allt sem hindrar líf ykkar í kærleika Guðs og bíðið með þolinmæði eilífa lífsins, sem Drottinn Jesús Kristur ætlar að gefa ykkur af miskunn sinni. (aiōnios g166)
ἑαυτοὺς ἐν ἀγάπῃ Θεοῦ τηρήσατε, προσδεχόμενοι τὸ ἔλεος τοῦ Κυρίου ἡμῶν Ἰησοῦ Χριστοῦ εἰς ζωὴν αἰώνιον. (aiōnios g166)
22 Verið mild við þá sem efagjarnir eru.
Καὶ οὓς μὲν ἐλεεῖτε διακρινόμενοι·
23 Bjargið öðrum eins og þið væruð að hrífa þá úr eldi. Hjálpið enn öðrum til að finna Drottin, með því að sýna þeim vináttu, en gætið þess að þið dragist ekki sjálf með þeim út í syndina. Hatið syndir þeirra og forðist allt sem óhreint er.
οὓς δὲ ἐν φόβῳ σῴζετε, ἐκ πυρὸς ἁρπάζοντες, μισοῦντες καὶ τὸν ἀπὸ τῆς σαρκὸς ἐσπιλωμένον χιτῶνα.
24 Dýrð sé Guði, því að hann einn er Guð og hann frelsar okkur með hjálp Jesú Krists, Drottins okkar.
Τῷ δὲ δυναμένῳ φυλάξαι αὐτοὺς ἀπταίστους, καὶ στῆσαι κατενώπιον τῆς δόξης αὐτοῦ ἀμώμους ἐν ἀγαλλιάσει,
25 Honum tilheyrir dýrð, hátign, máttur og vald frá upphafi, í dag og um ókomna tíma. Hann er þess megnugur að varðveita ykkur frá hrösun og leiða ykkur fagnandi, lýtalaus og heilög inn í dýrð sína. Amen. Júdas. (aiōn g165)
μόνῳ σοφῷ Θεῷ σωτῆρι ἡμῶν, δόξα καὶ μεγαλωσύνη, κράτος καὶ ἐξουσία, καὶ νῦν καὶ εἰς πάντας τοὺς αἰῶνας. Ἀμήν. (aiōn g165)

< Júdasarbréf 1 >