< Jóhannes 8 >
1 Jesús fór nú til Olíufjallsins,
Ἰησοῦς δὲ ἐπορεύθη εἰς τὸ ὄρος τῶν ἐλαιῶν.
2 en snemma næsta morgun var hann aftur kominn í musterið. Fólkið þyrptist að og hann settist niður og ávarpaði það.
Ὄρθρου δὲ πάλιν παρεγένετο εἰς τὸ ἱερόν, καὶ πᾶς ὁ λαὸς ἤρχετο πρὸς αὐτόν. καὶ καθίσας ἐδίδασκεν αὐτούς.
3 Á meðan hann var að tala, komu farísearnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar með konu sem staðin hafði verið að því að drýgja hór. Þeir stilltu henni upp í allra augsýn.
ἄγουσι δὲ οἱ γραμματεῖς καὶ οἱ Φαρισαῖοι πρὸς αὐτὸν γυναῖκα ἐν μοιχείᾳ κατειλημμένην, καὶ στήσαντες αὐτὴν ἐν μέσῳ,
4 „Kennari, “sögðu þeir við Jesú. „Þessi kona var staðin að því að drýgja hór.
λέγουσιν αὐτῷ, Διδάσκαλε, αὕτη ἡ γυνὴ κατελήφθη ἐπαυτοφώρῳ μοιχευομένη.
5 Lög Móse segja að slíkar konur eigi að grýta. Hvað viltu segja um það?“
ἐν δὲ τῷ νόμῳ Μωσῆς ἡμῖν ἐνετείλατο τὰς τοιαύτας λιθοβολεῖσθαι· σὺ οὖν τί λέγεις;
6 Ætlun þeirra var að fá hann til að segja eitthvað sem þeir gætu ákært hann fyrir. Þá beygði Jesús sig niður og skrifaði í sandinn með fingrunum.
τοῦτο δὲ ἔλεγον πειράζοντες αὐτόν, ἵνα ἔχωσι κατηγορεῖν αὐτοῦ. ὁ δὲ Ἰησοῦς κάτω κύψας, τῷ δακτύλῳ ἔγραφεν εἰς τὴν γῆν·
7 Á meðan héldu hinir áfram að krefja hann svars. Jesús stóð upp og sagði: „Allt í lagi. Grýtið hana, en sá ykkar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum!“
ὡς δὲ ἐπέμενον ἐρωτῶντες αὐτόν, ἀνάκυψας εἶπε πρὸς αὐτοὺς, Ὁ ἀναμάρτητος ὑμῶν πρῶτος τὸν λίθον ἐπ’ αὐτῇ βαλέτω.
8 Síðan kraup hann aftur niður og hélt áfram að skrifa í sandinn,
καὶ πάλιν κάτω κύψας ἔγραφεν εἰς τὴν γῆν.
9 en leiðtogarnir laumuðust í burtu, fyrst sá elsti og síðan einn af öðrum. Að lokum var Jesús þar einn ásamt konunni og mannfjöldanum.
οἱ δὲ, ἀκούσαντες καὶ ὑπὸ τῆς συνειδήσεως ἐλεγχόμενοι, ἐξήρχοντο εἷς καθεῖς, ἀρξάμενοι ἀπὸ τῶν πρεσβυτέρων ἕως τῶν ἐσχάτων· καὶ κατελείφθη μόνος ὁ Ἰησοῦς, καὶ ἡ γυνὴ ἐν μέσῳ ἑστῶσα.
10 Jesús stóð þá upp og spurði konuna: „Hvar eru þeir? Ákærði þig enginn?“
ἀνακύψας δὲ ὁ Ἰησοῦς, καὶ μηδένα θεασάμενος πλὴν τῆς γυναικὸς, εἶπεν αὐτῇ, Ἡ γυνὴ, ποῦ εἰσιν ἐκεῖνοι οἱ κατήγοροί σου; οὐδείς σε κατέκρινεν;
11 „Nei, herra, enginn, “svaraði hún. „Ég ákæri þig ekki heldur, “sagði Jesús, „farðu og syndgaðu ekki framar.“
ἡ δὲ εἶπεν, Οὐδείς, κύριε. εἶπε δὲ αὐτῇ ὁ Ἰησοῦς, Οὐδὲ ἐγώ σε κατακρίνω· πορεύου καὶ μηκέτι ἁμάρτανε.
12 Seinna, þegar Jesús var að ávarpa mannfjöldann, sagði hann: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki staulast í myrkrinu, því ég mun lýsa honum veginn til eilífs lífs.“
Πάλιν οὖν αὐτοῖς ἐλάλησεν ὁ Ἰησοῦς λέγων Ἐγώ εἰμι τὸ φῶς τοῦ κόσμου· ὁ ἀκολουθῶν μοι οὐ μὴ περιπατήσῃ ἐν τῇ σκοτίᾳ, ἀλλ’ ἕξει τὸ φῶς τῆς ζωῆς.
13 „Þetta er lygi!“hrópuðu farísearnir. „Þú ert alltaf að hrósa sjálfum þér.“
εἶπον οὖν αὐτῷ οἱ Φαρισαῖοι Σὺ περὶ σεαυτοῦ μαρτυρεῖς· ἡ μαρτυρία σου οὐκ ἔστιν ἀληθής.
14 „Það er satt sem ég sagði, “svaraði Jesús, „enda þótt ég hafi sagt þetta um sjálfan mig, því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer, en það vitið þið ekki.
ἀπεκρίθη Ἰησοῦς καὶ εἶπεν αὐτοῖς Κἂν ἐγὼ μαρτυρῶ περὶ ἐμαυτοῦ, ἀληθής ἐστιν ἡ μαρτυρία μου, ὅτι οἶδα πόθεν ἦλθον καὶ ποῦ ὑπάγω· ὑμεῖς δὲ οὐκ οἴδατε πόθεν ἔρχομαι ἢ ποῦ ὑπάγω.
15 Þið dæmið mig án þess að rannsaka mál mitt fyrst. Ég mun ekki dæma ykkur strax,
ὑμεῖς κατὰ τὴν σάρκα κρίνετε, ἐγὼ οὐ κρίνω οὐδένα.
16 en þótt ég gerði það, þá væri sá dómur réttlátur að öllu leyti, því faðir minn, sem sendi mig, er með mér.
καὶ ἐὰν κρίνω δὲ ἐγώ, ἡ κρίσις ἡ ἐμὴ ἀληθινή ἐστιν, ὅτι μόνος οὐκ εἰμί, ἀλλ’ ἐγὼ καὶ ὁ πέμψας με.
17 Lög ykkar segja að sé vitnisburður tveggja manna samhljóða, sé hann tekinn gildur.
καὶ ἐν τῷ νόμῳ δὲ τῷ ὑμετέρῳ γέγραπται ὅτι δύο ἀνθρώπων ἡ μαρτυρία ἀληθής ἐστιν.
18 Ég er annað vitnið og hitt er faðir minn sem sendi mig.“
ἐγώ εἰμι ὁ μαρτυρῶν περὶ ἐμαυτοῦ, καὶ μαρτυρεῖ περὶ ἐμοῦ ὁ πέμψας με Πατήρ.
19 „Hvar er faðir þinn?“spurðu þeir. „Þið þekkið mig ekki og því þekkið þið ekki heldur föður minn, “svaraði Jesús. „Ef þið þekktuð mig, þá mynduð þið einnig þekkja hann.“
ἔλεγον οὖν αὐτῷ Ποῦ ἐστιν ὁ Πατήρ σου; ἀπεκρίθη Ἰησοῦς Οὔτε ἐμὲ οἴδατε οὔτε τὸν Πατέρα μου· εἰ ἐμὲ ᾔδειτε, καὶ τὸν Πατέρα μου ἂν ᾔδειτε.
20 Jesús mælti þetta hjá fjárhirslunni í musterinu. En hann var ekki handtekinn, því að tími hans var enn ekki kominn.
Ταῦτα τὰ ῥήματα ἐλάλησεν ἐν τῷ γαζοφυλακίῳ διδάσκων ἐν τῷ ἱερῷ· καὶ οὐδεὶς ἐπίασεν αὐτόν, ὅτι οὔπω ἐληλύθει ἡ ὥρα αὐτοῦ.
21 Seinna sagði Jesús aftur við faríseana: „Ég fer burt og þið munuð leita mín og deyja í syndum ykkar, því að þið getið alls ekki komist þangað sem ég fer.“
Εἶπεν οὖν πάλιν αὐτοῖς Ἐγὼ ὑπάγω καὶ ζητήσετέ με, καὶ ἐν τῇ ἁμαρτίᾳ ὑμῶν ἀποθανεῖσθε· ὅπου ἐγὼ ὑπάγω ὑμεῖς οὐ δύνασθε ἐλθεῖν.
22 Þá sögðu þeir: „Ætlar hann að fremja sjálfsmorð? Hvað á hann við með þessu: Þið getið ekki komist þangað sem ég fer?“
ἔλεγον οὖν οἱ Ἰουδαῖοι Μήτι ἀποκτενεῖ ἑαυτὸν, ὅτι λέγει Ὅπου ἐγὼ ὑπάγω ὑμεῖς οὐ δύνασθε ἐλθεῖν;
23 Jesús sagði því við þá: „Þið komið að neðan, en ég að ofan. Þið eruð af þessum heimi en ekki ég,
καὶ ἔλεγεν αὐτοῖς Ὑμεῖς ἐκ τῶν κάτω ἐστέ, ἐγὼ ἐκ τῶν ἄνω εἰμί· ὑμεῖς ἐκ τούτου τοῦ κόσμου ἐστέ, ἐγὼ οὐκ εἰμὶ ἐκ τοῦ κόσμου τούτου.
24 og því sagði ég að þið mynduð deyja í syndum ykkar, aðskildir frá Guði. Ef þið trúið ekki að ég sé Kristur, sonur Guðs, þá munuð þið deyja í syndum ykkar.“
εἶπον οὖν ὑμῖν ὅτι ἀποθανεῖσθε ἐν ταῖς ἁμαρτίαις ὑμῶν· ἐὰν γὰρ μὴ πιστεύσητε ὅτι ἐγώ εἰμι, ἀποθανεῖσθε ἐν ταῖς ἁμαρτίαις ὑμῶν.
25 „Segðu okkur hver þú ert, “sögðu þeir. „Ég hef margsinnis sagt ykkur það, “svaraði hann.
ἔλεγον οὖν αὐτῷ Σὺ τίς εἶ; εἶπεν αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς Τὴν ἀρχὴν ὅ τι καὶ λαλῶ ὑμῖν;
26 „Ég gæti dæmt ykkur fyrir margt og frætt ykkur um margt, en ég vil það ekki, því ég segi aðeins það sem sá er sendi mig biður mig að segja og hann er sannleikurinn.“
πολλὰ ἔχω περὶ ὑμῶν λαλεῖν καὶ κρίνειν· ἀλλ’ ὁ πέμψας με ἀληθής ἐστιν, κἀγὼ ἃ ἤκουσα παρ’ αὐτοῦ, ταῦτα λαλῶ εἰς τὸν κόσμον.
27 Þeir skildu ekki enn að hann var að tala við þá um Guð.
οὐκ ἔγνωσαν ὅτι τὸν Πατέρα αὐτοῖς ἔλεγεν.
28 Jesús sagði því: „Þegar þið hafið krossfest mig, þá munuð þið skilja að ég er Kristur og að það sem ég hef talað, er ekki frá eigin brjósti heldur frá föðurnum.
εἶπεν οὖν ὁ Ἰησοῦς Ὅταν ὑψώσητε τὸν Υἱὸν τοῦ ἀνθρώπου, τότε γνώσεσθε ὅτι ἐγώ εἰμι, καὶ ἀπ’ ἐμαυτοῦ ποιῶ οὐδέν, ἀλλὰ καθὼς ἐδίδαξέν με ὁ Πατὴρ, ταῦτα λαλῶ.
29 Sá sem sendi mig er með mér – hann hefur ekki yfirgefið mig því ég geri aðeins það sem honum er þóknanlegt.“
καὶ ὁ πέμψας με μετ’ ἐμοῦ ἐστιν· οὐκ ἀφῆκέν με μόνον, ὅτι ἐγὼ τὰ ἀρεστὰ αὐτῷ ποιῶ πάντοτε.
30 Eftir þessi orð Jesú, trúðu margir leiðtoganna að hann væri Kristur. Jesús sagði við þá: „Ef þið farið eftir orðum mínum, þá eruð þið sannir lærisveinar mínir,
Ταῦτα αὐτοῦ λαλοῦντος πολλοὶ ἐπίστευσαν εἰς αὐτόν.
Ἔλεγεν οὖν ὁ Ἰησοῦς πρὸς τοὺς πεπιστευκότας αὐτῷ Ἰουδαίους Ἐὰν ὑμεῖς μείνητε ἐν τῷ λόγῳ τῷ ἐμῷ, ἀληθῶς μαθηταί μού ἐστε,
32 og þið munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera ykkur frjálsa.“
καὶ γνώσεσθε τὴν ἀλήθειαν, καὶ ἡ ἀλήθεια ἐλευθερώσει ὑμᾶς.
33 „En við erum afkomendur Abrahams, “sögðu þeir, „og við höfum aldrei verið þrælar nokkurs manns. Hvað áttu við með orðinu „frjáls“?“
ἀπεκρίθησαν πρὸς αὐτόν Σπέρμα Ἀβραάμ ἐσμεν, καὶ οὐδενὶ δεδουλεύκαμεν πώποτε· πῶς σὺ λέγεις ὅτι Ἐλεύθεροι γενήσεσθε;
34 „Þið eruð allir þrælar syndarinnar, “svaraði Jesús.
ἀπεκρίθη αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς Ἀμὴν ἀμὴν λέγω ὑμῖν ὅτι πᾶς ὁ ποιῶν τὴν ἁμαρτίαν δοῦλός ἐστιν τῆς ἁμαρτίας.
35 „Þrælar hafa engin réttindi, en sonurinn hefur öll réttindi. (aiōn )
ὁ δὲ δοῦλος οὐ μένει ἐν τῇ οἰκίᾳ εἰς τὸν αἰῶνα· ὁ υἱὸς μένει εἰς τὸν αἰῶνα. (aiōn )
36 Ef sonurinn gerir ykkur frjálsa verðið þið sannarlega frjálsir.
ἐὰν οὖν ὁ Υἱὸς ὑμᾶς ἐλευθερώσῃ, ὄντως ἐλεύθεροι ἔσεσθε.
37 Ég veit vel að þið eruð afkomendur Abrahams en samt reyna sumir ykkar að lífláta mig, af því að orð mín fá ekki rúm hjá ykkur.
οἶδα ὅτι σπέρμα Ἀβραάμ ἐστε· ἀλλὰ ζητεῖτέ με ἀποκτεῖναι, ὅτι ὁ λόγος ὁ ἐμὸς οὐ χωρεῖ ἐν ὑμῖν.
38 Ég hef áður sagt ykkur hvað ég sá þegar ég var hjá föður mínum, en þið viljið aðeins fara að ráðum föður ykkar.“
ἃ ἐγὼ ἑώρακα παρὰ τῷ Πατρὶ λαλῶ· καὶ ὑμεῖς οὖν ἃ ἠκούσατε παρὰ τοῦ πατρὸς ποιεῖτε.
39 „Abraham er faðir okkar, “svöruðu þeir. „Nei!“sagði Jesús, „ef svo væri, færuð þið að ráðum hans.
ἀπεκρίθησαν καὶ εἶπαν αὐτῷ Ὁ πατὴρ ἡμῶν Ἀβραάμ ἐστιν. λέγει αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς Εἰ τέκνα τοῦ Ἀβραάμ ἐστε, τὰ ἔργα τοῦ Ἀβραὰμ ποιεῖτε·
40 En nú viljið þið hins vegar lífláta mig, einungis vegna þess að ég sagði ykkur sannleikann, sem ég heyrði hjá Guði – slíkt mundi Abraham aldrei gera!
νῦν δὲ ζητεῖτέ με ἀποκτεῖναι, ἄνθρωπον ὃς τὴν ἀλήθειαν ὑμῖν λελάληκα, ἣν ἤκουσα παρὰ τοῦ Θεοῦ· τοῦτο Ἀβραὰμ οὐκ ἐποίησεν.
41 Þegar þið gerið slíka hluti, þá eruð þið að hlýðnast ykkar raunverulega föður.“„Við erum ekki óskilgetnir, “svöruðu þeir. „Guð er okkar eini og sanni faðir.“
ὑμεῖς ποιεῖτε τὰ ἔργα τοῦ πατρὸς ὑμῶν. εἶπαν αὐτῷ Ἡμεῖς ἐκ πορνείας οὐκ ἐγεννήθημεν, ἕνα Πατέρα ἔχομεν τὸν Θεόν.
42 „Ef svo væri, “sagði Jesús, „þá munduð þið elska mig, því að hingað kom ég frá Guði. Það var hann sem sendi mig. Ég er ekki hér á eigin vegum.
εἶπεν αὐτοῖς ὁ Ἰησοῦς Εἰ ὁ Θεὸς Πατὴρ ὑμῶν ἦν, ἠγαπᾶτε ἂν ἐμέ· ἐγὼ γὰρ ἐκ τοῦ Θεοῦ ἐξῆλθον καὶ ἥκω· οὐδὲ γὰρ ἀπ’ ἐμαυτοῦ ἐλήλυθα, ἀλλ’ ἐκεῖνός με ἀπέστειλεν.
43 Hvers vegna skiljið þið mig ekki? Jú, það er vegna þess að þið eruð hindraðir af Satan.
διὰ τί τὴν λαλιὰν τὴν ἐμὴν οὐ γινώσκετε; ὅτι οὐ δύνασθε ἀκούειν τὸν λόγον τὸν ἐμόν.
44 Hann er faðir ykkar og þið njótið þess að framkvæma illvirki hans. Hann var morðingi frá öndverðu og hataði sannleikann – það finnst ekki snefill af sannleika í honum. Honum er fullkomlega eðlilegt að ljúga. Hann er faðir lyginnar,
ὑμεῖς ἐκ τοῦ πατρὸς τοῦ διαβόλου ἐστὲ καὶ τὰς ἐπιθυμίας τοῦ πατρὸς ὑμῶν θέλετε ποιεῖν. ἐκεῖνος ἀνθρωποκτόνος ἦν ἀπ’ ἀρχῆς, καὶ ἐν τῇ ἀληθείᾳ οὐκ ἔστηκεν, ὅτι οὐκ ἔστιν ἀλήθεια ἐν αὐτῷ. ὅταν λαλῇ τὸ ψεῦδος, ἐκ τῶν ἰδίων λαλεῖ, ὅτι ψεύστης ἐστὶν καὶ ὁ πατὴρ αὐτοῦ.
45 og það er einmitt ástæða þess að þið trúið mér ekki þegar ég segi ykkur sannleikann.
ἐγὼ δὲ ὅτι τὴν ἀλήθειαν λέγω, οὐ πιστεύετέ μοι.
46 Getur nokkur ykkar sannað á mig hina minnstu synd? (Nei, enginn!) Nú segi ég ykkur sannleikann, en hvers vegna trúið þið mér ekki?
τίς ἐξ ὑμῶν ἐλέγχει με περὶ ἁμαρτίας; εἰ ἀλήθειαν λέγω, διὰ τί ὑμεῖς οὐ πιστεύετέ μοι;
47 Sá sem á Guð að föður, tekur með gleði á móti orði hans. Ef svo er ekki með ykkur, þá sýnir það að þið eruð ekki börn hans.“
ὁ ὢν ἐκ τοῦ Θεοῦ τὰ ῥήματα τοῦ Θεοῦ ἀκούει· διὰ τοῦτο ὑμεῖς οὐκ ἀκούετε, ὅτι ἐκ τοῦ Θεοῦ οὐκ ἐστέ.
48 „Þú ert Samverji, útlendingur og djöfull!“hvæstu leiðtogarnir. „Það er langt síðan við sögðum að í þér væri illur andi!“
Ἀπεκρίθησαν οἱ Ἰουδαῖοι καὶ εἶπαν αὐτῷ Οὐ καλῶς λέγομεν ἡμεῖς ὅτι Σαμαρείτης εἶ σὺ καὶ δαιμόνιον ἔχεις;
49 „Nei, “svaraði Jesús, „það er enginn illur andi í mér, því ég heiðra föður minn og þess vegna lítilsvirðið þið mig.
ἀπεκρίθη Ἰησοῦς Ἐγὼ δαιμόνιον οὐκ ἔχω, ἀλλὰ τιμῶ τὸν Πατέρα μου, καὶ ὑμεῖς ἀτιμάζετέ με.
50 Ég hef engan áhuga á að upphefja sjálfan mig, en Guð vill upphefja mig og hann mun dæma þá sem hafna mér.
ἐγὼ δὲ οὐ ζητῶ τὴν δόξαν μου· ἔστιν ὁ ζητῶν καὶ κρίνων.
51 Ég segi ykkur satt: Sá sem hlýðir orðum mínum, mun aldrei að eilífu sjá dauðann.“ (aiōn )
ἀμὴν ἀμὴν λέγω ὑμῖν, ἐάν τις τὸν ἐμὸν λόγον τηρήσῃ, θάνατον οὐ μὴ θεωρήσῃ εἰς τὸν αἰῶνα. (aiōn )
52 „Nú vitum við að þú hefur illan anda, “sögðu leiðtogarnir, „því að Abraham dó og sama er að segja um spámennina, en nú segir þú að sá sem hlýði þér, muni aldrei deyja! (aiōn )
εἶπαν αὐτῷ οἱ Ἰουδαῖοι Νῦν ἐγνώκαμεν ὅτι δαιμόνιον ἔχεις. Ἀβραὰμ ἀπέθανεν καὶ οἱ προφῆται, καὶ σὺ λέγεις Ἐάν τις τὸν λόγον μου τηρήσῃ, οὐ μὴ γεύσηται θανάτου εἰς τὸν αἰῶνα. (aiōn )
53 Ertu þá meiri en Abraham forfaðir okkar? Því að hann dó. Og ertu meiri en spámennirnir sem dóu? Hver heldurðu eiginlega að þú sért?“
μὴ σὺ μείζων εἶ τοῦ πατρὸς ἡμῶν Ἀβραάμ, ὅστις ἀπέθανεν; καὶ οἱ προφῆται ἀπέθανον· τίνα σεαυτὸν ποιεῖς;
54 Þá svaraði Jesús: „Það væri ekki til neins fyrir mig að hrósa mér, en það er faðir minn – sem þið haldið fram að sé ykkar Guð – sem segir öll þessi yndislegu orð um mig,
ἀπεκρίθη Ἰησοῦς Ἐὰν ἐγὼ δοξάσω ἐμαυτόν, ἡ δόξα μου οὐδέν ἐστιν· ἔστιν ὁ Πατήρ μου ὁ δοξάζων με, ὃν ὑμεῖς λέγετε ὅτι Θεὸς ἡμῶν ἐστιν,
55 en hann þekkið þið ekki. Ég þekki hann! Ef ég segði að ég þekkti hann ekki, þá væri ég að ljúga eins og þið! Þegar ég segi að ég þekki hann og hlýði honum í öllu, þá er ég að segja sannleikann.
καὶ οὐκ ἐγνώκατε αὐτόν, ἐγὼ δὲ οἶδα αὐτόν. κἂν εἴπω ὅτι οὐκ οἶδα αὐτόν, ἔσομαι ὅμοιος ὑμῖν ψεύστης· ἀλλὰ οἶδα αὐτὸν καὶ τὸν λόγον αὐτοῦ τηρῶ.
56 Abraham faðir ykkar hlakkaði til að sjá minn dag. Hann vissi að ég var að koma og það gladdi hann.“
Ἀβραὰμ ὁ πατὴρ ὑμῶν ἠγαλλιάσατο ἵνα ἴδῃ τὴν ἡμέραν τὴν ἐμήν, καὶ εἶδεν καὶ ἐχάρη.
57 Þá sögðu leiðtogarnir: „Þú ert ekki einu sinni orðinn fimmtugur, en samt segist þú hafa séð Abraham!“
εἶπαν οὖν οἱ Ἰουδαῖοι πρὸς αὐτόν Πεντήκοντα ἔτη οὔπω ἔχεις καὶ Ἀβραὰμ ἑώρακας;
58 „Ég segi ykkur satt, “svaraði Jesús, „ég var til þegar Abraham fæddist!“
εἶπεν αὐτοῖς Ἰησοῦς Ἀμὴν ἀμὴν λέγω ὑμῖν, πρὶν Ἀβραὰμ γενέσθαι ἐγὼ εἰμί.
59 Þegar leiðtogarnir heyrðu þetta, tóku þeir upp steina til að grýta hann. En þeir misstu sjónar af honum, því hann gekk burt frá þeim og yfirgaf musterið.
ἦραν οὖν λίθους ἵνα βάλωσιν ἐπ’ αὐτόν· Ἰησοῦς δὲ ἐκρύβη καὶ ἐξῆλθεν ἐκ τοῦ ἱεροῦ.