< Jóhannes 17 >
1 Að svo mæltu leit Jesús til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Gerðu nú son þinn dýrlegan, svo að hann geti vegsamað þig.
Hæc locutus est Iesus: et sublevatis oculis in cælum, dixit: Pater venit hora, clarifica Filium tuum, ut Filius tuus clarificet te:
2 Þú hefur gefið honum vald yfir sérhverjum manni á þessari jörð. Öllum þeim, sem þú hefur gefið mér, hef ég gefið eilíft líf. (aiōnios )
Sicut dedisti ei potestatem omnis carnis, ut omne, quod dedisti ei, det eis vitam æternam. (aiōnios )
3 Eilíft líf er það að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (aiōnios )
Hæc est autem vita æterna: Ut cognoscant te, solum Deum verum, et quem misisti Iesum Christum. (aiōnios )
4 Ég vegsamaði þig hér á jörðinni, með því að gera allt sem þú bauðst mér.
Ego te clarificavi super terram: opus consummavi, quod dedisti mihi ut faciam:
5 Faðir, þegar ég stend frammi fyrir þér, veittu mér þá hlut í dýrðinni, sem við áttum saman áður en heimurinn varð til.
et nunc clarifica me tu Pater apud temetipsum, claritate, quam habui prius, quam mundus esset, apud te.
6 Ég hef sagt þessum mönnum allt um þig. Þeir voru í heiminum og þú gafst mér þá. Þeir tilheyrðu þér, og þú gafst mér þá, og þeir hafa hlýðnast orðum þínum.
Manifestavi nomen tuum hominibus, quos dedisti mihi de mundo: Tui erant, et mihi eos dedisti: et sermonem tuum servaverunt.
7 Nú vita þeir að allt sem tilheyrir mér, er gjöf frá þér,
Nunc cognoverunt quia omnia, quæ dedisti mihi, abs te sunt:
8 því að fyrirmælin sem þú gafst mér, flutti ég þeim og þeir tóku við þeim. Nú vita þeir með vissu að ég kom frá þér og trúa að þú hafir sent mig.
quia verba, quæ dedisti mihi, dedi eis: et ipsi acceperunt, et cognoverunt vere quia a te exivi, et crediderunt quia tu me misisti.
9 Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú gafst mér úr heiminum, því að þeir eru þínir.
Ego pro eis rogo: Non pro mundo rogo, sed pro his, quos dedisti mihi: quia tui sunt:
10 Og nú er ég orðinn dýrlegur í þeim.
et mea omnia tua sunt, et tua mea sunt: et clarificatus sum in eis:
11 Nú yfirgef ég þennan heim og ég skil þá eftir og kem til þín. Heilagi faðir, varðveittu alla þá sem þú hefur gefið mér, svo þeir séu sameinaðir, rétt eins og við, og enginn verði þar undanskilinn.
Et iam non sum in mundo, et hi in mundo sunt, et ego ad te venio. Pater sancte, serva eos in nomine tuo, quos dedisti mihi: ut sint unum, sicut et nos.
12 Þann tíma sem ég hef verið hér hef ég gætt allra þeirra sem þú gafst mér. Ég stóð vörð um þá, svo að enginn þeirra týndist, nema sá sem hlaut að glatast, eins og ritningin hafði sagt fyrir um.
Cum essem cum eis, ego servabam eos in nomine tuo. Quos dedisti mihi, custodivi: et nemo ex eis periit, nisi filius perditionis, ut Scriptura impleatur.
13 Faðir, nú kem ég til þín. Þennan tíma, sem ég hef verið með þeim, hef ég sagt þeim margt, svo að gleði mín gagntæki þá.
Nunc autem ad te venio: et hæc loquor in mundo, ut habeant gaudium meum impletum in semetipsis.
14 Ég hef flutt þeim fyrirmæli þín. Þeir tilheyra ekki heiminum fremur en ég og þess vegna hatar heimurinn þá.
Ego dedi eis sermonem tuum, et mundus eos odio habuit, quia non sunt de mundo, sicut et ego non sum de mundo.
15 Ekki bið ég þig að taka þá burt úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu.
Non rogo ut tollas eos de mundo, sed ut serves eos a malo.
16 Þeir tilheyra ekki þessum heimi frekar en ég.
De mundo non sunt, sicut et ego non sum de mundo.
17 Helgaðu þá með sannleikanum, þitt orð er sannleikur.
Sanctifica eos in veritate. Sermo tuus veritas est.
18 Ég sendi þá út í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn,
Sicut tu me misisti in mundum, et ego misi eos in mundum.
19 og ég helga sjálfan mig, svo að þeir geti vaxið í sannleika og helgun.
Et pro eis ego sanctifico meipsum: ut sint et ipsi sanctificati in veritate.
20 Ég bið ekki aðeins fyrir þessum mönnum, heldur einnig fyrir þeim sem síðar munu trúa á mig fyrir orð þeirra.
Non pro eis autem rogo tantum, sed et pro eis, qui credituri sunt per verbum eorum in me:
21 Faðir, þeir eiga allir að vera eitt eins og við – þú og ég – erum eitt. Þú ert í mér og ég í þér, og þannig eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig.
ut omnes unum sint, sicut tu Pater in me, et ego in te, ut et ipsi in nobis unum sint: ut credat mundus, quia tu me misisti.
22 Dýrðina, sem þú gafst mér, hef ég gefið þeim – svo að þeir séu eitt eins og við –
Et ego claritatem, quam dedisti mihi, dedi eis: ut sint unum, sicut et nos unum sumus.
23 ég í þeim og þú í mér – allir fullkomlega sameinaðir þannig að heimurinn komist að raun um að þú hafir sent mig og sjái að þú elskar þá, jafn heitt og þú elskar mig.
Ego in eis, et tu in me: ut sint consummati in unum: et cognoscat mundus quia tu me misisti, et dilexisti eos, sicut et me dilexisti.
24 Faðir, ég vil að þeir sem þú hefur gefið mér, séu hjá mér, svo að þeir sjái dýrð mína, dýrðina sem þú af elsku þinni gafst mér, áður en heimurinn varð til.
Pater, quos dedisti mihi, volo ut ubi sum ego, et illi sint mecum: ut videant claritatem meam, quam dedisti mihi: quia dilexisti me ante constitutionem mundi.
25 Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig og þessir lærisveinar vita að þú hefur sent mig.
Pater iuste, mundus te non cognovit. Ego autem te cognovi: et hi cognoverunt, quia tu me misisti.
26 Ég hef sýnt þeim þig og ég mun halda því áfram, svo að bæði ég og kærleikurinn, sem þú berð til mín, séu í þeim.“
Et notum feci eis nomen tuum, et notum faciam: ut dilectio, qua dilexisti me, in ipsis sit, et ego in ipsis.