< Jóhannes 1 >

1 Í upphafi, áður en nokkuð varð til, var Kristur hjá Guði.
Ἐν ἀρχῇ ἦν ὁ λόγος, καὶ ὁ λόγος ἦν πρὸς τὸν Θεόν, καὶ Θεὸς ἦν ὁ λόγος.
2 Hann hefur verið frá upphafi og sjálfur er hann Guð.
Οὗτος ἦν ἐν ἀρχῇ πρὸς τὸν Θεόν.
3 Allt var skapað vegna hans og án hans varð ekkert til sem til er orðið.
Πάντα δι᾽ αὐτοῦ ἐγένετο, καὶ χωρὶς αὐτοῦ ἐγένετο οὐδὲ ἓν ὃ γέγονεν.
4 Í honum er eilíft líf, og þetta líf er ljós fyrir alla menn.
Ἐν αὐτῷ ζωὴ ἦν, καὶ ἡ ζωὴ ἦν τὸ φῶς τῶν ἀνθρώπων,
5 Líf hans er ljósið sem skín í myrkrinu en myrkrið vill ekkert með það hafa.
καὶ τὸ φῶς ἐν τῇ σκοτίᾳ φαίνει, καὶ ἡ σκοτία αὐτὸ οὐ κατέλαβεν.
6 Guð sendi Jóhannes skírara til að vitna um að Jesús Kristur væri hið sanna ljós.
Ἐγένετο ἄνθρωπος ἀπεσταλμένος παρὰ Θεοῦ, ὄνομα αὐτῷ Ἰωάννης.
7
Οὗτος ἦλθεν εἰς μαρτυρίαν, ἵνα μαρτυρήσῃ περὶ τοῦ φωτός, ἵνα πάντες πιστεύσωσι δι᾽ αὐτοῦ.
8 Ekki var Jóhannes ljósið, heldur átti hann að vitna um það.
Οὐκ ἦν ἐκεῖνος τὸ φῶς, ἀλλ᾽ ἵνα μαρτυρήσῃ περὶ τοῦ φωτός.
9 Seinna kom sá sem er hið sanna ljós, og hann vill lýsa upp líf sérhvers manns sem fæðist í þennan heim.
Ἦν τὸ φῶς τὸ ἀληθινόν, ὃ φωτίζει πάντα ἄνθρωπον ἐρχόμενον εἰς τὸν κόσμον.
10 Hann var í heiminum og heimurinn varð til hans vegna, en samt þekkti heimurinn hann ekki.
Ἐν τῷ κόσμῳ ἦν, καὶ ὁ κόσμος δι᾽ αὐτοῦ ἐγένετο, καὶ ὁ κόσμος αὐτὸν οὐκ ἔγνω.
11 Honum var jafnvel hafnað í sínu eigin landi og af eigin þjóð – Gyðingum. Fáir tóku við honum, en öllum þeim sem það gerðu gaf hann rétt og kraft til að verða Guðs börn – þeim sem treystu því að hann gæti frelsað þá.
Εἰς τὰ ἴδια ἦλθε, καὶ οἱ ἴδιοι αὐτὸν οὐ παρέλαβον.
Ὅσοι δὲ ἔλαβον αὐτόν, ἔδωκεν αὐτοῖς ἐξουσίαν τέκνα Θεοῦ γενέσθαι, τοῖς πιστεύουσιν εἰς τὸ ὄνομα αὐτοῦ·
13 Þeir, sem þannig trúa á hann, endurfæðast! Það er ekki líkamleg endurfæðing – afleiðing mannlegra hvata eða áforma – heldur andleg fæðing og samkvæmt vilja Guðs.
οἳ οὐκ ἐξ αἱμάτων, οὐδὲ ἐκ θελήματος σαρκός, οὐδὲ ἐκ θελήματος ἀνδρός, ἀλλ᾽ ἐκ Θεοῦ ἐγεννήθησαν.
14 Kristur fæddist sem maður og bjó hér á jörðinni meðal okkar, fullur náðar og sannleika. Við sáum dýrð hans – dýrð eingetins sonar hins himneska föður.
Καὶ ὁ λόγος σὰρξ ἐγένετο, καὶ ἐσκήνωσεν ἐν ἡμῖν—καὶ ἐθεασάμεθα τὴν δόξαν αὐτοῦ, δόξαν ὡς μονογενοῦς παρὰ πατρός—πλήρης χάριτος καὶ ἀληθείας.
15 Jóhannes benti fólkinu á hann og sagði: „Sá mun koma sem mér er æðri og var löngu á undan mér.“
Ἰωάννης μαρτυρεῖ περὶ αὐτοῦ, καὶ κέκραγε λέγων, Οὗτος ἦν ὃν εἶπον, Ὁ ὀπίσω μου ἐρχόμενος ἔμπροσθέν μου γέγονεν· ὅτι πρῶτός μου ἦν.
16 Öll höfum við notið miskunnar hans og kærleika, náðar á náð ofan.
Καὶ ἐκ τοῦ πληρώματος αὐτοῦ ἡμεῖς πάντες ἐλάβομεν, καὶ χάριν ἀντὶ χάριτος.
17 Móse flutti okkur lögmálið með öllum þess ströngu kröfum og afdráttarlausa réttlæti, en náðin og sannleikurinn kom með Jesú Kristi.
Ὅτι ὁ νόμος διὰ Μωσέως ἐδόθη, ἡ χάρις καὶ ἡ ἀλήθεια διὰ Ἰησοῦ Χριστοῦ ἐγένετο.
18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð en einkasonur hans, sem stendur næst föðurnum, hefur kennt okkur að þekkja hann.
Θεὸν οὐδεὶς ἑώρακε πώποτε· ὁ μονογενὴς υἱός, ὁ ὢν εἰς τὸν κόλπον τοῦ πατρός, ἐκεῖνος ἐξηγήσατο.
19 Leiðtogar Gyðinga sendu nú presta og musterisþjóna frá Jerúsalem til að spyrja Jóhannes hvort hann væri Kristur, konungur Ísraels.
Καὶ αὕτη ἐστὶν ἡ μαρτυρία τοῦ Ἰωάννου, ὅτε ἀπέστειλαν οἱ Ἰουδαῖοι ἐξ Ἱεροσολύμων ἱερεῖς καὶ Λευΐτας ἵνα ἐρωτήσωσιν αὐτόν, Σὺ τίς εἶ;
20 En því neitaði Jóhannes afdráttarlaust og sagði: „Ég er ekki Kristur.“
Καὶ ὡμολόγησε, καὶ οὐκ ἠρνήσατο· καὶ ὡμολόγησεν ὅτι Οὐκ εἰμὶ ἐγὼ ὁ Χριστός.
21 „Hver ertu þá?“spurðu þeir, „ertu Elía?“„Nei, “svaraði hann. „Ertu spámaðurinn?“„Nei.“
Καὶ ἠρώτησαν αὐτόν, Τί οὖν; Ἠλίας εἶ σύ; Καὶ λέγει, Οὐκ εἰμί. Ὁ προφήτης εἶ σύ; Καὶ ἀπεκρίθη, Οὔ.
22 „Hver þá? Segðu okkur það, svo við getum svarað þeim sem sendu okkur. Hvað viltu segja um sjálfan þig?“
Εἶπον οὖν αὐτῷ, Τίς εἶ; Ἵνα ἀπόκρισιν δῶμεν τοῖς πέμψασιν ἡμᾶς. Τί λέγεις περὶ σεαυτοῦ;
23 Hann svaraði: „Ég er rödd sem hrópar: „Búið ykkur undir komu Drottins!““
Ἔφη, Ἐγὼ φωνὴ βοῶντος ἐν τῇ ἐρήμῳ, Εὐθύνατε τὴν ὁδὸν Κυρίου, καθὼς εἶπεν Ἠσαΐας ὁ προφήτης.
24 Þeir sem sendir voru frá faríseunum spurðu þá: „Fyrst þú ert hvorki Kristur, Elía né spámaðurinn, hvaða rétt hefur þú þá til að skíra?“
Καὶ οἱ ἀπεσταλμένοι ἦσαν ἐκ τῶν Φαρισαίων.
Καὶ ἠρώτησαν αὐτόν, καὶ εἶπον αὐτῷ, Τί οὖν βαπτίζεις, εἰ σὺ οὐκ εἶ ὁ Χριστός, οὔτε Ἠλίας, οὔτε ὁ προφήτης;
26 „Ég skíri aðeins með vatni, “svaraði Jóhannes, „en hér á meðal okkar er sá sem þið þekkið ekki.
Ἀπεκρίθη αὐτοῖς ὁ Ἰωάννης λέγων, Ἐγὼ βαπτίζω ἐν ὕδατι· μέσος δὲ ὑμῶν ἕστηκεν ὃν ὑμεῖς οὐκ οἴδατε.
27 Hann mun brátt hefja starf sitt. Ég er ekki einu sinni verður þess að vera þræll hans.“
Αὐτός ἐστιν ὁ ὀπίσω μου ἐρχόμενος, ὃς ἔμπροσθέν μου γέγονεν· οὗ ἐγὼ οὐκ εἰμὶ ἄξιος ἵνα λύσω αὐτοῦ τὸν ἱμάντα τοῦ ὑποδήματος.
28 Þetta gerðist hjá Betaníu, þorpi austan við ána Jórdan, þar sem Jóhannes var að skíra.
Ταῦτα ἐν Βηθανίᾳ ἐγένετο πέραν τοῦ Ἰορδάνου, ὅπου ἦν Ἰωάννης βαπτίζων.
29 Daginn eftir sá Jóhannes Jesú koma gangandi í átt til sín. „Sjáið!“sagði Jóhannes, „þarna er Guðs lambið sem tekur burt synd heimsins!
Τῇ ἐπαύριον βλέπει τὸν Ἰησοῦν ἐρχόμενον πρὸς αὐτόν, καὶ λέγει, Ἴδε ὁ ἀμνὸς τοῦ Θεοῦ, ὁ αἴρων τὴν ἁμαρτίαν τοῦ κόσμου.
30 Ég átti við hann þegar ég sagði: „Sá mun koma sem mér er æðri og var á undan mér.“
Οὗτός ἐστι περὶ οὗ ἐγὼ εἶπον, Ὀπίσω μου ἔρχεται ἀνὴρ ὃς ἔμπροσθέν μου γέγονεν, ὅτι πρῶτός μου ἦν.
31 En ég vissi ekki að þetta væri hann. Mitt hlutverk er að skíra með vatni og benda Ísraelsþjóðinni á hann.“
Κἀγὼ οὐκ ᾔδειν αὐτόν· ἀλλ᾽ ἵνα φανερωθῇ τῷ Ἰσραήλ, διὰ τοῦτο ἦλθον ἐγὼ ἐν τῷ ὕδατι βαπτίζων.
32 Síðan sagði Jóhannes að hann hefði séð heilagan anda stíga niður af himni eins og dúfu og hvíla yfir honum.
Καὶ ἐμαρτύρησεν Ἰωάννης λέγων ὅτι Τεθέαμαι τὸ πνεῦμα καταβαῖνον ὡσεὶ περιστερὰν ἐξ οὐρανοῦ, καὶ ἔμεινεν ἐπ᾽ αὐτόν.
33 „Ég vissi ekki að þetta væri hann, “sagði Jóhannes aftur, „en þegar Guð sendi mig til að skíra sagði hann: „Þegar þú sérð heilagan anda koma niður og setjast á einhvern – þá er það sá sem þú leitar að. Hann mun skíra með heilögum anda.“
Κἀγὼ οὐκ ᾔδειν αὐτόν· ἀλλ᾽ ὁ πέμψας με βαπτίζειν ἐν ὕδατι, ἐκεῖνός μοι εἶπεν, Ἐφ᾽ ὃν ἂν ἴδῃς τὸ πνεῦμα καταβαῖνον καὶ μένον ἐπ᾽ αὐτόν, οὗτός ἐστιν ὁ βαπτίζων ἐν Πνεύματι Ἁγίῳ.
34 Þetta sá ég gerast núna á þessum manni og því segi ég: Hann er sonur Guðs.“
Κἀγὼ ἑώρακα, καὶ μεμαρτύρηκα ὅτι οὗτός ἐστιν ὁ υἱὸς τοῦ Θεοῦ.
35 Daginn eftir var Jóhannes á sama stað ásamt tveim lærisveina sinna
Τῇ ἐπαύριον πάλιν εἱστήκει ὁ Ἰωάννης, καὶ ἐκ τῶν μαθητῶν αὐτοῦ δύο·
36 og var Jesús þar aftur á gangi. Jóhannes horfði á hann og sagði: „Sjáið! Þarna er Guðs lambið!“
καὶ ἐμβλέψας τῷ Ἰησοῦ περιπατοῦντι, λέγει, Ἴδε ὁ ἀμνὸς τοῦ Θεοῦ.
37 Lærisveinarnir tveir fóru þá á eftir Jesú.
Καὶ ἤκουσαν αὐτοῦ οἱ δύο μαθηταὶ λαλοῦντος, καὶ ἠκολούθησαν τῷ Ἰησοῦ.
38 Jesús leit við, sá þá koma og spurði: „Hvað viljið þið?“„Herra, “svöruðu þeir, „hvar býrðu?“
Στραφεὶς δὲ ὁ Ἰησοῦς καὶ θεασάμενος αὐτοὺς ἀκολουθοῦντας, λέγει αὐτοῖς, Τί ζητεῖτε; Οἱ δὲ εἶπον αὐτῷ, Ῥαββί—ὃ λέγεται ἑρμηνευόμενον, Διδάσκαλε—ποῦ μένεις;
39 „Komið og þá sjáið þið það, “svaraði hann. Síðan fóru þeir með honum þangað sem hann dvaldist og voru hjá honum frá því um fjögurleytið til kvölds.
Λέγει αὐτοῖς, Ἔρχεσθε καὶ ἴδετε. Ἦλθον καὶ εἶδον ποῦ μένει· καὶ παρ᾽ αὐτῷ ἔμειναν τὴν ἡμέραν ἐκείνην· ὥρα ἦν ὡς δεκάτη.
40 Annar þessara manna var Andrés, bróðir Símonar Péturs.
Ἦν Ἀνδρέας ὁ ἀδελφὸς Σίμωνος Πέτρου εἷς ἐκ τῶν δύο τῶν ἀκουσάντων παρὰ Ἰωάννου καὶ ἀκολουθησάντων αὐτῷ.
41 Andrés fer nú að finna bróður sinn, Símon, og segir: „Við höfum fundið Krist!“
Εὑρίσκει οὗτος πρῶτος τὸν ἀδελφὸν τὸν ἴδιον Σίμωνα, καὶ λέγει αὐτῷ, Εὑρήκαμεν τὸν Μεσίαν—ὅ ἐστι μεθερμηνευόμενον, Χριστός.
42 Og hann fór með hann til Jesú. Jesús leit á hann og sagði: „Þú ert Símon Jónasson, en nú skalt þú kallast Pétur, – kletturinn!“
Καὶ ἤγαγεν αὐτὸν πρὸς τὸν Ἰησοῦν. Ἐμβλέψας αὐτῷ ὁ Ἰησοῦς εἶπε, Σὺ εἶ Σίμων ὁ υἱὸς Ἰωνᾶ· σὺ κληθήσῃ Κηφᾶς—ὃ ἑρμηνεύεται Πέτρος.
43 Daginn eftir ákvað Jesús að fara til Galíleu. Þá hitti hann Filippus og sagði við hann: „Fylg þú mér.“
Τῇ ἐπαύριον ἠθέλησεν ἐξελθεῖν εἰς τὴν Γαλιλαίαν, καὶ εὑρίσκει Φίλιππον, καὶ λέγει αὐτῷ ὁ Ἰησοῦς, Ἀκολούθει μοι.
44 Filippus var frá Betsaída, heimabæ Andrésar og Péturs.
Ἦν δὲ ὁ Φίλιππος ἀπὸ Βηθσαϊδά, ἐκ τῆς πόλεως Ἀνδρέου καὶ Πέτρου.
45 Filippus fór að finna Natanael og sagði við hann: „Við höfum fundið Krist – þann sem Móse og spámennirnir töluðu um! Hann heitir Jesús Jósefsson og er frá Nasaret.“
Εὑρίσκει Φίλιππος τὸν Ναθαναήλ, καὶ λέγει αὐτῷ, Ὃν ἔγραψε Μωσῆς ἐν τῷ νόμῳ καὶ οἱ προφῆται εὑρήκαμεν, Ἰησοῦν τὸν υἱὸν τοῦ Ἰωσὴφ τὸν ἀπὸ Ναζαρέτ.
46 „Nasaret!“hrópaði Natanael. „Getur nokkuð gott komið þaðan?“„Komdu og sjáðu sjálfur, “svaraði Filippus ákveðinn.
Καὶ εἶπεν αὐτῷ Ναθαναήλ, Ἐκ Ναζαρὲτ δύναταί τι ἀγαθὸν εἶναι; Λέγει αὐτῷ Φίλιππος, Ἔρχου καὶ ἴδε.
47 Þegar þeir komu þangað sagði Jesús: „Hér kemur ósvikinn Ísraelsmaður.“
Εἶδεν ὁ Ἰησοῦς τὸν Ναθαναὴλ ἐρχόμενον πρὸς αὐτόν, καὶ λέγει περὶ αὐτοῦ, Ἴδε ἀληθῶς Ἰσραηλίτης, ἐν ᾧ δόλος οὐκ ἔστι.
48 „Hvaðan þekkir þú mig?“spurði Natanael. „Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig, “svaraði Jesús.
Λέγει αὐτῷ Ναθαναήλ, Πόθεν με γινώσκεις; Ἀπεκρίθη Ἰησοῦς καὶ εἶπεν αὐτῷ, Πρὸ τοῦ σε Φίλιππον φωνῆσαι, ὄντα ὑπὸ τὴν συκῆν, εἶδόν σε.
49 „Herra! Þú ert sonur Guðs! – konungur Ísraels!“sagði Natanael.
Ἀπεκρίθη Ναθαναὴλ καὶ λέγει αὐτῷ, Ῥαββί, σὺ εἶ ὁ υἱὸς τοῦ Θεοῦ, σὺ εἶ ὁ βασιλεὺς τοῦ Ἰσραήλ.
50 „Trúir þú bara vegna þess að ég sagðist hafa séð þig undir fíkjutrénu?“spurði Jesús. „Þú skalt sjá það sem meira er.
Ἀπεκρίθη Ἰησοῦς καὶ εἶπεν αὐτῷ, Ὅτι εἶπόν σοι, Εἶδόν σε ὑποκάτω τῆς συκῆς, πιστεύεις; Μείζω τούτων ὄψει.
51 Þú munt jafnvel sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og niður frammi fyrir mér.“
Καὶ λέγει αὐτῷ, Ἀμὴν ἀμὴν λέγω ὑμῖν, ἀπ᾽ ἄρτι ὄψεσθε τὸν οὐρανὸν ἀνεῳγότα, καὶ τοὺς ἀγγέλους τοῦ Θεοῦ ἀναβαίνοντας καὶ καταβαίνοντας ἐπὶ τὸν υἱὸν τοῦ ἀνθρώπου.

< Jóhannes 1 >