< Jakobsbréf 1 >
1 Frá Jakobi, þjóni Guðs og Drottins Jesú Krists. Til kristinna Gyðinga, hvar sem þeir eru. Sæl verið þið!
James, a bondservant of God and of the Lord Jesus Christ: to the twelve tribes who are scattered over the world. All good wishes.
2 Kæru vinir, hafið þið mætt miklum freistingum og erfiðleikum? Ef svo er, gleðjist þá!
Reckon it nothing but joy, my brethren, whenever you find yourselves hedged in by various trials.
3 En hvers vegna? Vegna þess að trú ykkar og þolinmæði vex ekki nema þið þolið mótlæti.
Be assured that the testing of your faith leads to power of endurance.
4 Leyfið henni að vaxa! Reynið ekki að flýja vandamálin, því að þegar þolinmæði ykkar hefur náð fullum þroska, getur ekkert sett ykkur úr jafnvægi. Þá hafið þið eignast stöðuga skapgerð.
Only let endurance have perfect results so that you may become perfect and complete, deficient in nothing.
5 Ef ykkur langar til að vita hver er vilji Guðs með ykkur, þá spyrjið hann og hann mun fúslega segja ykkur það. Hann er reiðubúinn að miðla vísdómi sínum, þeim sem um það biðja.
And if any one of you is deficient in wisdom, let him ask God for it, who gives with open hand to all men, and without upbraiding; and it will be given him.
6 Þegar þið biðjið, þá verðið þið að vænta bænheyrslu. Ef þið efist, eruð þið eins og sjávaralda, sem rís og hrekst fyrir vindi.
But let him ask in faith and have no doubts; for he who has doubts is like the surge of the sea, driven by the wind and tossed into spray.
7 Þá verða líka allar ákvarðanir ykkar óákveðnar og þið vitið varla í hvorn fótinn þið eigið að stíga. Ef þið biðjið ekki í trú, skuluð þið ekki heldur vænta svars frá Drottni.
A person of that sort must not expect to receive anything from the Lord--
such a one is a man of two minds, undecided in every step he takes.
9 Kristnu vinir, sé einhver ykkar lítils metinn í þessum heimi, hefur hann ástæðu til að gleðjast, því að hann er mikils virði í augum Drottins.
Let a brother in humble life rejoice when raised to a higher position;
10 Og sá ríki gleðjist af því að Drottinn er ekki háður auðæfum hans. Innan skamms er hann dáinn, eins og blómið, sem skrælnar í sólarbreiskjunni og missir fegurð sína. Þannig fer fyrir hinum ríku, þeir lifa um stund, en deyja svo frá öllu sínu amstri.
but a rich man should rejoice in being brought low, for like flowers among the herbage rich men will pass away.
The sun rises with his scorching heat and dries up the herbage, so that its flowers drop off and the beauty of its appearance perishes, and in the same way rich men with all their prosperity will fade away.
12 Sæll er sá sem stenst freistingu, það styrkir hann gegn hinu illa. Að launum mun hann hljóta kórónu lífsins, sem Guð hefur lofað þeim sem elska hann.
Blessed is he who patiently endures trials; for when he has stood the test, he will gain the victor's crown--even the crown of Life--which the Lord has promised to those who love Him.
13 Munið að Guð freistar aldrei nokkurs manns, enda verður hann sjálfur aldrei fyrir freistingu hins illa.
Let no one say when passing through trial, "My temptation is from God;" for God is incapable of being tempted to do evil, and He Himself tempts no one.
14 Freistingarnar spretta af illum ásetningi og óhreinum hugsunum.
But when a man is tempted, it is his own passions that carry him away and serve as a bait.
15 Slíkar hvatir leiða til illverka og refsingin, sem af þeim leiðir, er dauðinn.
Then the passion conceives, and becomes the parent of sin; and sin, when fully matured, gives birth to death.
16 Kæru vinir, gætið þess að villast ekki af leið!
Do not be deceived, my dearly-loved brethren.
17 Allt, sem gott er og fullkomið, kemur frá Guði, skapara ljóssins. Ljómi hans er eilífur og óumbreytanlegur og á hann fellur ekki skuggi.
Every gift which is good, and every perfect boon, is from above, and comes down from the Father, who is the source of all Light. In Him there is no variation nor the slightest suggestion of change.
18 Með krafti orða sinna kveikti hann nýtt líf í hjörtum okkar – endurfæddi okkur og þar með urðum við fyrstu börnin í hans nýju fjölskyldu.
In accordance with His will He made us His children through the Message of the truth, so that we might, in a sense, be the Firstfruits of the things which He has created.
19 Kæru vinir, hér er góð regla: Hlustið og takið vel eftir öllu, segið fátt og reiðist ekki.
You know this, my dearly-loved brethren. But let every one be quick to hear, slow to speak, and slow to be angry.
20 Guð vill að við séum góð, en reiðin er aðeins til ills.
For a man's anger does not lead to action which God regards as righteous.
21 Leggið nú af allt illt, hvort sem það er í orði, verki eða hugsun, en gleðjist heldur yfir þeim mikla boðskap sem við höfum meðtekið, því að nái hann tökum á okkur, getur hann frelsað sálir okkar.
Ridding yourselves, therefore, of all that is vile and of the evil influences which prevail around you, welcome in a humble spirit the Message implanted within you, which is able to save your souls.
22 Og munið: Ekki nægir aðeins að hlusta á boðskapinn, honum verður einnig að hlýða, athugið það!
But prove yourselves obedient to the Message, and do not be mere hearers of it, imposing a delusion upon yourselves.
23 Sá sem lætur sér nægja að hlusta, en fer ekki eftir því sem hann heyrir, er líkur manni sem horfir á sjálfan sig í spegli,
For if any one listens but does not obey, he is like a man who carefully looks at his own face in a mirror.
24 en gleymir svo útliti sínu jafnskjótt og hann er genginn frá speglinum.
Although he has looked carefully at himself, he goes away, and has immediately forgotten the sort of man he is.
25 En sá sem sífellt rannsakar orð Guðs og hjálpræðisverk hans og fer eftir því, mun hljóta blessun við allt sem hann gerir.
But he who looks closely into the perfect Law--the Law of freedom--and continues looking, he, being not a hearer who forgets, but an obedient doer, will as the result of his obedience be blessed.
26 Sá sem telur sig kristinn, en hefur ekki taumhald á tungu sinni, blekkir sjálfan sig og trú hans er einskis virði.
If a man thinks that he is scrupulously religious, although he is not curbing his tongue but is deceiving himself, his religious service is worthless.
27 Í augum Guðs birtist sönn trú í því að annast ekkjur og munaðarlausa, og vera Drottni trúr – og óhreinka sig ekki af hinu illa.
The religious service which is pure and stainless in the sight of our God and Father is to visit fatherless children and widowed women in their time of trouble, and to keep one's own self unspotted from the world.