< Jakobsbréf 5 >
1 Hlustið nú auðmenn! Þið ættuð að gráta og kveina yfir ógæfunni sem bíður ykkar.
Come now, you who are rich, weep and howl over the miseries that are coming upon you.
2 Auður ykkar er orðinn fúinn og skartklæði ykkar verða að mölétnum ræflum.
Your riches have rotted, and your garments are moth-eaten.
3 Jafnvel gullið og silfrið mun falla í verði og valda ykkur skömm og hugarangri. Þið hafið safnað auðæfum handa sjálfum ykkur, safnað í varasjóð á hinum síðustu tímum.
Your gold and silver have rusted, and their rust will be a testimony against you and will eat your flesh like fire. You have laid up treasure in the last days.
4 Hlustið á kvein verkamannanna sem þið arðrænduð. Hróp þeirra hafa náð eyrum Drottins hersveitanna.
Behold, the wages of the workers who harvested your fields, which you kept back by fraud, cry out, and the cries of the reapers have reached the ears of the Lord of hosts.
5 Þið hafið alið sjálfa ykkur eins og sláturfé – eytt tíma ykkar við skemmtanir og látið allt eftir duttlungum ykkar.
You have lived on the earth in luxury and self-indulgence. You have nourished your hearts as in a day of slaughter.
6 Með þessu athæfi hafið þið sakfellt og deytt hinn réttláta og góða, sem ekki ver hendur sínar.
You have condemned and murdered the righteous man; he does not resist you.
7 Kæru vinir, verið þolinmóð meðan þið bíðið endurkomu Drottins, eins og bóndinn bíður þess þolinmóður að dýrmæt uppskeran nái fullum þroska.
Therefore be patient, brothers, until the coming of the Lord. Behold, the farmer waits for the precious fruit of the earth, being patient for it until it receives the early and latter rain.
8 Verið þolinmóð og hugrökk, því að koma Drottins er í nánd.
You also must be patient. Establish your hearts, for the coming of the Lord has drawn near.
9 Vinir mínir, kvartið ekki hvert yfir öðru. Eruð þið sjálf gallalaus? Sjá! Dómarinn mikli er að koma. Hann er rétt ókominn. Látið hann um að dæma.
Do not complain against one another, brothers, so that you will not be judged. Behold, the Judge is standing at the door.
10 Spámenn Drottins sýndu þolinmæði í þrengingunum og eru okkur því góð fyrirmynd.
As an example of suffering and patience, my brothers, take the prophets who spoke in the name of the Lord.
11 Nú njóta þeir gleði, því að þeir voru honum trúir, þrátt fyrir þrengingarnar sem það kostaði þá. Job er dæmi um mann, sem treysti Drottni mitt í þjáningunni. Reynsla hans sýnir hvernig áform Drottins varð til góðs, því að Drottinn er ríkur af miskunn og mildi.
Behold, we regard as blessed those who endure. You have heard of the endurance of Job. Now consider the purpose of the Lord, how he is full of compassion and mercy.
12 En umfram allt, kæru vinir, sverjið hvorki við himininn né jörðina né nokkuð annað. Látið nægja að segja já eða nei, svo að þið syndgið ekki og hljótið dóm.
Above all, my brothers, do not swear, neither by heaven, nor by earth, nor by any other oath. But let your “Yes” be “Yes” and your “No” be “No,” so that you will not fall into hypocrisy.
13 Ef einhver ykkar þjáist, þá biðji hann, og sá sem glaður er, syngi lofsöng.
Is anyone among you suffering? He should pray. Is anyone of good cheer? He should sing praise.
14 Sé einhver ykkar veikur, þá kalli hann til sín presta eða leiðtoga safnaðarins, og þeir skulu bera á hann jurtaolíu í nafni Drottins og biðja fyrir honum.
Is anyone among you sick? He should call for the elders of the church, and they should pray over him, anointing him with oil in the name of the Lord.
15 Sé bæn þeirra beðin í trú, mun hann læknast, því að Drottinn mun gefa honum heilsuna á ný. Hafi synd verið orsök sjúkdómsins, þá mun Drottinn fyrirgefa hana.
The prayer of faith will save the one who is sick, and the Lord will raise him up. And if he has committed sins, he will be forgiven.
16 Játið syndir ykkar hvert fyrir öðru og biðjið hvert fyrir öðru, svo þið verðið heilbrigð. Einlæg og kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
Confess your trespasses to one another and pray for one another so that you may be healed. The prayer of a righteous person is very powerful and effective.
17 Elía var venjulegur maður eins og við, en þegar hann bað þess í einlægni að ekki rigndi, kom ekki dropi úr lofti í þrjú og hálft ár!
Elijah was a man with a nature like ours, and he prayed earnestly that it would not rain, and for three years and six months it did not rain on the land.
18 Hann bað öðru sinni, en þá um regn. Og regnið kom, svo að grasið grænkaði og jörðin bar ávöxt.
Then he prayed again, and the sky gave rain, and the land produced its fruit.
19 Kæru vinir, ef einhver villist burt frá Guði og hættir að treysta Drottni, þá skuluð þið vita að sá sem leiðir hann aftur til Guðs og hjálpar honum til að skilja sannleikann að nýju, bjargar vegvilltri sál frá dauða og verður til þess að margar syndir fást fyrirgefnar. Jakob
Brothers, if anyone among you wanders from the truth and someone turns him back,
be assured that whoever turns a sinner back from the error of his way will save a soul from death and cover a multitude of sins.