< Jakobsbréf 2 >

1 Kæru vinir, hvernig getið þið sagst tilheyra Jesú Kristi, Drottni dýrðarinnar, ef þið upphefjið ríka á kostnað fátækra?
αδελφοι μου μη εν προσωπολημψιαις εχετε την πιστιν του κυριου ημων ιησου χριστου της δοξης
2 Segjum svo að inn í kirkjuna ykkar komi maður, ríkmannlega klæddur, með dýrmæta gullhringi á fingrum sér, og um leið kæmi annar fátækur og illa til fara.
εαν γαρ εισελθη εις συναγωγην υμων ανηρ χρυσοδακτυλιος εν εσθητι λαμπρα εισελθη δε και πτωχος εν ρυπαρα εσθητι
3 Þá dekrið þið við ríka manninn og látið hann setjast á besta stað, en segið við þann fátæka: „Þú getur staðið þarna fjær ef þú vilt eða setið úti í horni.“
επιβλεψητε δε επι τον φορουντα την εσθητα την λαμπραν και ειπητε συ καθου ωδε καλως και τω πτωχω ειπητε συ στηθι {VAR1: η καθου εκει } {VAR2: εκει η καθου } υπο το υποποδιον μου
4 Þið farið í manngreinarálit ef þið vegið og metið menn eftir eigum þeirra.
ου διεκριθητε εν εαυτοις και εγενεσθε κριται διαλογισμων πονηρων
5 Takið eftir, kæru vinir: Guð hefur valið hina fátæku til að auðgast í trúnni og erfa ríki himnanna. Það er gjöfin, sem Guð hefur heitið öllum þeim sem elska hann.
ακουσατε αδελφοι μου αγαπητοι ουχ ο θεος εξελεξατο τους πτωχους τω κοσμω πλουσιους εν πιστει και κληρονομους της βασιλειας ης επηγγειλατο τοις αγαπωσιν αυτον
6 En í dæminu um mennina tvo, hafið þið lítilsvirt fátæka manninn. Vitið þið ekki að það eru venjulega þeir ríku, sem troða á rétti ykkar og draga ykkur fyrir dómstóla?
υμεις δε ητιμασατε τον πτωχον ουχ οι πλουσιοι καταδυναστευουσιν υμων και αυτοι ελκουσιν υμας εις κριτηρια
7 Það eru oftast þeir sem hæðast að Jesú Kristi og hans göfuga nafni, sem nefnt var yfir ykkur.
ουκ αυτοι βλασφημουσιν το καλον ονομα το επικληθεν εφ υμας
8 Vissulega er gott að þið hlýðið þannig þessari skipun Drottins: „Elskið og hjálpið meðbræðrum ykkar eins og þið elskið og annist ykkur sjálfa, “
ει μεντοι νομον τελειτε βασιλικον κατα την γραφην αγαπησεις τον πλησιον σου ως σεαυτον καλως ποιειτε
9 en ef þið farið í manngreinarálit, þá brjótið þið þetta boðorð og syndgið.
ει δε προσωπολημπτειτε αμαρτιαν εργαζεσθε ελεγχομενοι υπο του νομου ως παραβαται
10 Þótt einhverjum tækist að halda allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá yrði hann jafnsekur þeim sem brýtur þau öll.
οστις γαρ ολον τον νομον τηρηση πταιση δε εν ενι γεγονεν παντων ενοχος
11 Sá Guð, sem sagði að þið mættuð ekki ganga að eiga gifta konu, sagði einnig að óheimilt væri að fremja morð. Og þótt þú hafir ekki brotið hjúskaparlögin með því að drýgja hór, en þess í stað myrt einhvern, þá hefur þú fótum troðið lög Guðs.
ο γαρ ειπων μη μοιχευσης ειπεν και μη φονευσης ει δε ου μοιχευεις φονευεις δε γεγονας παραβατης νομου
12 Þið verðið dæmd eftir því hvort þið gerið, eða látið ógert, það sem Kristur býður ykkur. Gætið því að hvað þið hugsið og gerið,
ουτως λαλειτε και ουτως ποιειτε ως δια νομου ελευθεριας μελλοντες κρινεσθαι
13 því að þeim sem er miskunnarlaus við aðra, verður engin miskunn sýnd. En ef þið miskunnið, þurfið þið ekki að óttast dóm Guðs.
η γαρ κρισις ανελεος τω μη ποιησαντι ελεος κατακαυχαται ελεος κρισεως
14 Kæru vinir, hvað gagnar það þótt þið segist eiga trú og vera kristnir, ef það sést ekki í hjálpsemi við aðra? Mun slík trú geta frelsað nokkurn?
τι {VAR2: το } οφελος αδελφοι μου εαν πιστιν λεγη τις εχειν εργα δε μη εχη μη δυναται η πιστις σωσαι αυτον
15 Þú segir við vin þinn, sem skortir bæði fæði og klæði:
εαν αδελφος η αδελφη γυμνοι υπαρχωσιν και λειπομενοι της εφημερου τροφης
16 „Hafðu það gott og borðaðu þig saddan. Vertu sæll og Guð blessi þig!“Hvaða gagn er í slíku, ef þú gefur honum hvorki föt né mat?
ειπη δε τις αυτοις εξ υμων υπαγετε εν ειρηνη θερμαινεσθε και χορταζεσθε μη δωτε δε αυτοις τα επιτηδεια του σωματος τι {VAR2: το } οφελος
17 Þið skiljið af þessu að trúin ein nægir ekki. Þið verðið einnig að gera öðrum gott til þess að sanna að þið eigið trúna. Trú, sem ekki birtist í góðum verkum, er alls engin trú. Slík trú er dauð og gagnslaus.
ουτως και η πιστις εαν μη εχη εργα νεκρα εστιν καθ εαυτην
18 Þú segir kannski: „Já, en trúin er eina leiðin til Guðs.“Því svara ég: „Góð verk eru líka mikilvæg, því að án þeirra getur þú ekki sýnt að þú trúir. Verkin sanna trúna.“
αλλ ερει τις συ πιστιν εχεις καγω εργα εχω δειξον μοι την πιστιν σου χωρις των εργων καγω σοι δειξω εκ των εργων μου την πιστιν
19 Eru fleiri á meðal ykkar, sem segja að það nægi „bara að trúa“? Trúa hverju? Því að aðeins sé til einn Guð? Því trúa illu andarnir líka og skjálfa við tilhugsunina!
συ πιστευεις οτι εις {VAR1: θεος εστιν } {VAR2: εστιν ο θεος } καλως ποιεις και τα δαιμονια πιστευουσιν και φρισσουσιν
20 Fávísi maður! Hvenær ætlar þú að láta þér skiljast, að trúin er gagnslaus nema þú gerir Guðs vilja? Trú, sem ekki birtist í góðum verkum, er dauð trú.
θελεις δε γνωναι ω ανθρωπε κενε οτι η πιστις χωρις των εργων αργη εστιν
21 Þið munið að Abraham, faðir okkar, var einmitt úrskurðaður réttlátur vegna þess sem hann gerði, eftir að hann ákvað að hlýða Guði, jafnvel þótt það fæli í sér að hann þyrfti að fórna Ísaki syni sínum.
αβρααμ ο πατηρ ημων ουκ εξ εργων εδικαιωθη ανενεγκας ισαακ τον υιον αυτου επι το θυσιαστηριον
22 Skiljið þið þetta? Abraham bar slíkt traust til Guðs að hann var fús að hlýða honum í einu og öllu. Trú hans fullkomnaðist í verkum hans.
βλεπεις οτι η πιστις συνηργει τοις εργοις αυτου και εκ των εργων η πιστις ετελειωθη
23 Gamla testamentið orðar þetta svo: Abraham trúði Guði og það réttlætti hann í augum Guðs. Abraham var meira að segja kallaður „vinur Guðs“.
και επληρωθη η γραφη η λεγουσα επιστευσεν δε αβρααμ τω θεω και ελογισθη αυτω εις δικαιοσυνην και φιλος θεου εκληθη
24 Af þessu sjáið þið að maðurinn frelsast af verkum, sem hann vinnur í trú.
ορατε οτι εξ εργων δικαιουται ανθρωπος και ουκ εκ πιστεως μονον
25 Skækjan Rahab er enn eitt dæmið um þetta. Hún bjargaðist vegna þess sem hún gerði. Hún faldi sendiboðana og kom þeim síðan undan.
ομοιως δε και ρααβ η πορνη ουκ εξ εργων εδικαιωθη υποδεξαμενη τους αγγελους και ετερα οδω εκβαλουσα
26 Eins og líkaminn deyr þegar andinn yfirgefur hann, þannig er trúin líka dauð, ef hún birtist ekki í góðum verkum.
ωσπερ {VAR2: γαρ } το σωμα χωρις πνευματος νεκρον εστιν ουτως και η πιστις χωρις εργων νεκρα εστιν

< Jakobsbréf 2 >