< Hebreabréfið 1 >

1 Fyrr á tímum talaði Guð með ýmsu móti til forfeðra okkar fyrir milligöngu spámannanna (til dæmis í sýnum, draumum eða jafnvel augliti til auglitis) og sagði þeim þannig smátt og smátt frá fyrirætlunum sínum.
πολυμερως και πολυτροπως παλαι ο θεος λαλησας τοις πατρασιν εν τοις προφηταις
2 Á okkar dögum hefur hann hins vegar talað til okkar með tungu sonar síns, sem hann hefur gefið alla hluti. Sonarins vegna skapaði hann heiminn og allt sem í honum er. (aiōn g165)
επ εσχατων των ημερων τουτων ελαλησεν ημιν εν υιω ον εθηκεν κληρονομον παντων δι ου και τους αιωνας εποιησεν (aiōn g165)
3 Sonur Guðs endurspeglar dýrð Guðs og allt, sem sonurinn er og gerir, ber þess vitni að hann er Guð. Hann ríkir yfir alheimi með orðum sínum. Hann er sá sem dó til að hreinsa okkur og sýkna af ákæru syndarinnar og settist síðan í hið æðsta heiðurssæti við hlið Guðs almáttugs á himnum.
ος ων απαυγασμα της δοξης και χαρακτηρ της υποστασεως αυτου φερων τε τα παντα τω ρηματι της δυναμεως αυτου δι εαυτου καθαρισμον ποιησαμενος των αμαρτιων ημων εκαθισεν εν δεξια της μεγαλωσυνης εν υψηλοις
4 Þannig varð hann englunum mun æðri og það sannar líka nafnið sem faðir hans gaf honum: „Sonur Guðs“, en það nafn er langtum æðra en nöfn og titlar englanna.
τοσουτω κρειττων γενομενος των αγγελων οσω διαφορωτερον παρ αυτους κεκληρονομηκεν ονομα
5 Guð hefur aldrei sagt svo við neinn af englum sínum: „Þú ert sonur minn og í dag gef ég þér heiður þann og tign sem fylgir nafni mínu.“Þetta sagði hann hins vegar við Jesú og öðru sinni sagði hann: „Ég er faðir hans; hann er sonur minn.“Þegar Guðs eingetni sonur kom til jarðarinnar sagði hann enn fremur: „Allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.“
τινι γαρ ειπεν ποτε των αγγελων υιος μου ει συ εγω σημερον γεγεννηκα σε και παλιν εγω εσομαι αυτω εις πατερα και αυτος εσται μοι εις υιον
6
οταν δε παλιν εισαγαγη τον πρωτοτοκον εις την οικουμενην λεγει και προσκυνησατωσαν αυτω παντες αγγελοι θεου
7 Um engla sína segir Guð, að þeir séu sendiboðar, skjótir sem vindurinn og líkir eldslogum,
και προς μεν τους αγγελους λεγει ο ποιων τους αγγελους αυτου πνευματα και τους λειτουργους αυτου πυρος φλογα
8 en um son sinn segir hann: „Ríki þitt, ó Guð, mun standa að eilífu og tilskipanir þínar eru góðar og réttlátar. (aiōn g165)
προς δε τον υιον ο θρονος σου ο θεος εις τον αιωνα του αιωνος ραβδος ευθυτητος η ραβδος της βασιλειας σου (aiōn g165)
9 Guð, þú elskar réttlætið en hatar ranglætið, þess vegna hefur Guð þinn veitt þér meiri gleði en nokkrum öðrum.“
ηγαπησας δικαιοσυνην και εμισησας ανομιαν δια τουτο εχρισεν σε ο θεος ο θεος σου ελαιον αγαλλιασεως παρα τους μετοχους σου
10 Guð kallaði hann einnig „Drottin“og sagði: „Drottinn, í upphafi skapaðir þú jörðina og himnarnir eru verk handa þinna.
και συ κατ αρχας κυριε την γην εθεμελιωσας και εργα των χειρων σου εισιν οι ουρανοι
11 Þeir munu leysast upp og hverfa, en þú verður áfram. Þeir munu slitna eins og gömul flík,
αυτοι απολουνται συ δε διαμενεις και παντες ως ιματιον παλαιωθησονται
12 sem þú dag einn leggur frá þér og færð þér nýja. Sjálfur munt þú aldrei breytast og ævi þín engan endi taka.“
και ωσει περιβολαιον ελιξεις αυτους και αλλαγησονται συ δε ο αυτος ει και τα ετη σου ουκ εκλειψουσιν
13 Hefur Guð nokkurn tíma sagt slíkt við engil, sem hann segir við son sinn: „Sittu hér í heiðurssætinu við hlið mér, þar til ég hef lagt alla óvini þína að fótum þér“?
προς τινα δε των αγγελων ειρηκεν ποτε καθου εκ δεξιων μου εως αν θω τους εχθρους σου υποποδιον των ποδων σου
14 Nei, því englarnir eru aðeins andlegir sendiboðar Guðs, sendir til hjálpar og aðstoðar þeim, sem erfa eiga hjálpræði hans.
ουχι παντες εισιν λειτουργικα πνευματα εις διακονιαν αποστελλομενα δια τους μελλοντας κληρονομειν σωτηριαν

< Hebreabréfið 1 >