< Hebreabréfið 7 >

1 Melkísedek þessi var konungur í borginni Salem og jafnframt prestur hins hæsta Guðs. Eitt sinn, er Abraham var á heimleið eftir að hafa unnið mikla orustu við marga konunga, kom Melkísedek til móts við hann og blessaði hann.
این مِلْکیصِدِق، هم پادشاه سالیم بود و هم کاهن خدای متعال. زمانی که ابراهیم چندین پادشاه را شکست داده بود و به دیار خود بازمی‌گشت، مِلکیصِدِق به دیدن او رفت و او را برکت داد.
2 Tók þá Abraham tíund af öllu herfanginu og gaf Melkísedek. Nafnið Melkísedek þýðir „konungur réttlætisins“. Hann er einnig friðarkonungur, því að Salem, nafnið á borg hans, merkir „friður“.
ابراهیم نیز از همۀ غنایم جنگی، به او ده‌یک داد. اما معنی نام مِلکیصِدِق، نخست «پادشاه عدالت» است، و بعد، «پادشاهِ سالیم»، یعنی پادشاه صلح و صفا.
3 Melkísedek átti hvorki föður né móður og ættartala hans er ekki til. Ævi hans er bæði án upphafs og endis, en líf hans er sem líf Guðs sonar – hann er prestur að eilífu.
از آنجا که در کتب مقدّس، چیزی دربارۀ پدر و مادر و شجره‌نامه‌اش نوشته نشده، و در آنها از زمان آغاز زندگی‌اش و پایان آن سخنی به میان نیامده، لذا شبیه به پسر خدا می‌گردد و کاهنی همیشگی باقی می‌مانَد.
4 Virðum nú fyrir okkur tign Melkísedeks: (a) Tign Melkísedeks sést á því að Abraham, hinn virðulegi forfaðir Guðs útvöldu þjóðar, gaf honum tíund af herfanginu, sem hann tók af konungunum sem hann hafði barist við.
ملاحظه کنید این مِلکیصِدِق چه سمت بزرگی داشته است: نخست آنکه حتی ابراهیم، نیای بزرگ قوم اسرائیل، یک دهم تمام درآمد خود را به او هدیه داد.
5 Þetta væri skiljanlegt hefði Melkísedek verið Gyðingaprestur, því að síðar var þess krafist með lögum af þjóð Guðs að hún legði fram gjafir til stuðnings prestunum, því að þeir tilheyrðu þjóðinni.
حال بنا بر شریعت موسی، کاهنانی که از نسل لاوی هستند می‌باید از برادران اسرائیلی خود ده‌یک بگیرند، که آنها نیز از نسل ابراهیم‌اند.
6 Nú var Melkísedek ekki Gyðingaættar, en þrátt fyrir það gaf Abraham honum gjafir. (b) Melkísedek blessaði hinn volduga Abraham
اما با اینکه مِلکیصِدِق نسبتی با او نداشت، ابراهیم به او این هدیه را داد. دوم آنکه مِلکیصِدِق، ابراهیم را که وعده‌های خدا را دریافت کرده بود، برکت داد.
7 og eins og allir vita, þá er sá meiri, sem vald hefur til að blessa, en sá er hlýtur blessunina.
به طوری که همه می‌دانند، کسی که قدرت و اختیار دادن برکت دارد، بزرگتر از کسی است که برکت را دریافت می‌کند.
8 (c) Prestar Gyðinga tóku við tíund, og það þótt dauðlegir væru, en okkur er sagt að Melkísedek lifi áfram.
سوم، کاهنان یهودی که ده‌یک را جمع‌آوری می‌کنند، انسانهایی فانی هستند. اما در خصوص مِلکیصِدِق، گویی خدا شهادت می‌دهد که او هنوز زنده بوده، زیرا در کتب مقدّس چیزی دربارۀ مرگ او نوشته نشده است.
9 (d) Það mætti jafnvel segja að sjálfur Leví (forfaðir allra Gyðingapresta – allra sem taka við tíund) hafi greitt Melkísedek tíund með höndum Abrahams.
چهارم، حتی می‌توان گفت که «لاوی»، که جدّ همه کاهنان یهود بود، از طریق ابراهیم، به مِلکیصِدِق هدیه داد؛
10 Því að þótt Leví væri þá ekki fæddur – þegar Abraham greiddi Melkísedek tíundina – þá var efnið samt til í Abraham, sem Leví var síðar myndaður af.
زیرا زمانی که مِلکیصِدِق به دیدار ابراهیم آمد، گرچه لاوی هنوز به دنیا نیامده بود، اما می‌توان گفت در این وقت در داخل بدن ابراهیم بود.
11 (e) Ef Gyðingaprestarnir og lög þeirra hefðu getað frelsað okkur, hvers vegna var þá Guð að senda Krist, sem prest á borð við Melkísedek? Hefði honum ekki nægt að senda einhvern sem hefði haft sömu tign og Aron – það er að segja þá tign, sem allir Gyðingaprestarnir höfðu?
پنجم، اگر کهانت لاویان که بر پایۀ شریعت بود، می‌توانست انسان را به کمال برساند، دیگر چه نیازی بود که کاهنی دیگر که همانند مِلکیصِدِق است و نه همانند لاویان و هارون، ظهور کند؟
12 Þegar Guð stofnar nýjan prestdóm, verður hann að breyta lögum sínum til þess að slíkt sé unnt. Eins og við vitum var Kristur ekki af ætt Leví, prestaættinni, heldur af ætt Júda, en sú ætt hafði ekki verið valin til prestþjónustu; Móse hafði aldrei falið henni slíkt.
به علاوه، زمانی که خدا کاهنی از نوع دیگر می‌فرستد، باید شریعت و حکم و روش خود را نیز در این خصوص تغییر دهد، تا این امر میسر گردد. چنانکه همه می‌دانیم، مسیح از قبیلهٔ کاهنان یعنی قبیلهٔ لاوی نبود، بلکه به قبیلهٔ یهودا تعلق داشت که برای کهانت انتخاب نشده بود، و موسی هیچگاه چنین خدمتی را به قبیلهٔ یهودا محول نکرده بود.
15 Af þessu getum við glögglega séð að Guð breytti til. Nýi æðsti presturinn, Kristur – prestur á borð við Melkísedek –
پس به طور واضح می‌بینیم که خدا، حکم و روش خود را تغییر داد؛ زیرا مسیح که کاهن اعظم جدید و همانند مِلکیصِدِق است،
16 varð ekki prestur vegna þess að hann uppfyllti þau gömlu skilyrði að vera af ætt Leví, heldur vegna þess að líf og kraftur streymdu út frá honum.
مطابق شریعت و روش سابق از طایفۀ لاوی نبود؛ او بر اساس قدرتی کاهن شد که از حیات بی‌پایان جاری است.
17 Þetta bendir sálmaskáldið á er hann segir um Krist: „Þú ert prestur að eilífu á borð við Melkísedek.“ (aiōn g165)
در مزامیر نیز به همین موضوع اشاره شده که: «تو تا ابد کاهن هستی، کاهنی همانند مِلکیصِدِق.» (aiōn g165)
18 Þessi gamla prestþjónusta, sem grundvölluð var á ættartengslum, var lögð niður, því að hún dugði ekki til. Hún var vanmáttug og kom ekki að gagni við að frelsa fólk.
بله، شریعت و روش سابق کهانت، که بر اساس اصل و نسب بود، کنار گذاشته شد زیرا بی‌فایده و ضعیفتر از آن بود که بتواند به کسی امید نجات ببخشد،
19 Í raun og veru gátu lögin og þessi prestþjónusta ekki réttlætt neinn mann í augum Guðs. Við eigum hins vegar betri von, því að Kristur gerir okkur þóknanleg í augum Guðs og opnar okkur leiðina til hans.
زیرا شریعت چیزی را کامل نکرد. اما اکنون ما امید بهتری داریم که از طریق آن به خدا نزدیک شویم.
20 Guð sór þess eið að Kristur yrði prestur um alla framtíð,
و این روش جدید با سوگند همراه بود. فرزندان هارون بدون هیچ سوگندی کاهن شدند،
21 en það hafði hann aldrei ætlað hinum prestunum. Þetta sagði hann við Krist, og aðeins hann: „Drottinn strengir þess heit og mun aldrei skipta um skoðun: Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks.“ (aiōn g165)
اما کهانت عیسی با سوگند همراه بود، زیرا خدا به او گفت: «خداوند سوگند خورده است و از آن برنخواهد گشت، که تو تا ابد کاهن هستی.» (aiōn g165)
22 Á grundvelli þessa heitis, getur Kristur að eilífu tryggt árangurinn af þessu nýja og betra fyrirkomulagi.
بر اساس این قسم خدا، عیسی می‌تواند موفقیت این عهد و پیمان جدید و بهتر را برای همیشه تضمین کند.
23 Samkvæmt gamla fyrirkomulaginu þurfti marga presta, og þegar þeir dóu einn af öðrum, tóku hinir yngri við.
در آن روش و پیمان قدیم، تعداد کاهنان می‌بایست زیاد باشد، زیرا مرگ مانع از ادامۀ خدمت آنها می‌شد.
24 En Jesús lifir að eilífu og heldur áfram að vera prestur, þar verða engin mannaskipti. (aiōn g165)
اما عیسی، از آنجا که تا ابد زنده است، برای همیشه کاهن می‌باشد و نیازی به جانشین ندارد. (aiōn g165)
25 Þess vegna getur hann fullkomlega frelsað alla, sem hans vegna ganga fram fyrir Guð, því að hann lifir ávallt á himni til að biðja fyrir þeim.
بنابراین، قادر است همهٔ آنانی را که به‌وسیلۀ او نزد خدا می‌آیند، به طور کامل نجات بخشد؛ و چون همیشه زنده است، پیوسته در حضور خدا برای ما وساطت می‌کند.
26 Hann er einmitt presturinn sem við þörfnumst: Hann er heilagur, lýtalaus, óflekkaður og situr ekki á bekk með syndurum, heldur í heiðurssæti á himnum.
این درست همان کاهن اعظمی است که ما نیاز داریم؛ زیرا او پاک و بی‌عیب و بی‌گناه و از گناهکاران جدا می‌باشد و در آسمان از مقامی پر افتخار برخوردار است.
27 Hann þarf ekki daglega að bera fram blóð úr fórnardýrunum eins og hinir prestarnir, sem þurftu að fórna fyrir sínar eigin syndir og syndir alls fólksins, því að hann bar fram eina fórn, í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnaði sjálfum sér á krossinum.
او هرگز احتیاج ندارد مانند سایر کاهنان، هر روز ابتدا برای گناهان خود و بعد برای گناهان قوم، قربانی کند؛ زیرا وقتی بر روی صلیب، خود را در راه ما قربانی کرد، برای همیشه به تمام قربانیها پایان داد.
28 Meðan hinn gamli siður var í gildi, voru æðstu prestarnir syndugir menn, veikleika háðir eins og hverjir aðrir, en seinna skipaði Guð son sinn með eiði og sonurinn er fullkominn að eilífu. (aiōn g165)
کاهنان اعظم که مطابق شریعت موسی به این مقام می‌رسند، افرادی ضعیف می‌باشند که نمی‌توانند خود را از گناه دور نگاه دارند. اما مدتها بعد از اعطای شریعت، خدا پسر خود را که برای همیشه کامل می‌باشد، در مقام کاهن اعظم تعیین کرد و در این خصوص سوگند یاد کرد. (aiōn g165)

< Hebreabréfið 7 >