< Hebreabréfið 7 >
1 Melkísedek þessi var konungur í borginni Salem og jafnframt prestur hins hæsta Guðs. Eitt sinn, er Abraham var á heimleið eftir að hafa unnið mikla orustu við marga konunga, kom Melkísedek til móts við hann og blessaði hann.
For this Melchizedek, king of Salem, priest of God Most High, who met Abraham returning from the slaughter of the kings and blessed him,
2 Tók þá Abraham tíund af öllu herfanginu og gaf Melkísedek. Nafnið Melkísedek þýðir „konungur réttlætisins“. Hann er einnig friðarkonungur, því að Salem, nafnið á borg hans, merkir „friður“.
to whom also Abraham divided a tenth part of all (being first, by interpretation, “king of righteousness”, and then also “king of Salem”, which means “king of peace”,
3 Melkísedek átti hvorki föður né móður og ættartala hans er ekki til. Ævi hans er bæði án upphafs og endis, en líf hans er sem líf Guðs sonar – hann er prestur að eilífu.
without father, without mother, without genealogy, having neither beginning of days nor end of life, but made like the Son of God), remains a priest continually.
4 Virðum nú fyrir okkur tign Melkísedeks: (a) Tign Melkísedeks sést á því að Abraham, hinn virðulegi forfaðir Guðs útvöldu þjóðar, gaf honum tíund af herfanginu, sem hann tók af konungunum sem hann hafði barist við.
Now consider how great this man was, to whom even Abraham the patriarch gave a tenth out of the best plunder.
5 Þetta væri skiljanlegt hefði Melkísedek verið Gyðingaprestur, því að síðar var þess krafist með lögum af þjóð Guðs að hún legði fram gjafir til stuðnings prestunum, því að þeir tilheyrðu þjóðinni.
They indeed of the sons of Levi who receive the priest’s office have a commandment to take tithes from the people according to the Torah, that is, of their brothers, though these have come out of the body of Abraham,
6 Nú var Melkísedek ekki Gyðingaættar, en þrátt fyrir það gaf Abraham honum gjafir. (b) Melkísedek blessaði hinn volduga Abraham
but he whose genealogy is not counted from them has accepted tithes from Abraham, and has blessed him who has the promises.
7 og eins og allir vita, þá er sá meiri, sem vald hefur til að blessa, en sá er hlýtur blessunina.
But without any dispute the lesser is blessed by the greater.
8 (c) Prestar Gyðinga tóku við tíund, og það þótt dauðlegir væru, en okkur er sagt að Melkísedek lifi áfram.
Here people who die receive tithes, but there one receives tithes of whom it is testified that he lives.
9 (d) Það mætti jafnvel segja að sjálfur Leví (forfaðir allra Gyðingapresta – allra sem taka við tíund) hafi greitt Melkísedek tíund með höndum Abrahams.
We can say that through Abraham even Levi, who receives tithes, has paid tithes,
10 Því að þótt Leví væri þá ekki fæddur – þegar Abraham greiddi Melkísedek tíundina – þá var efnið samt til í Abraham, sem Leví var síðar myndaður af.
for he was yet in the body of his father when Melchizedek met him.
11 (e) Ef Gyðingaprestarnir og lög þeirra hefðu getað frelsað okkur, hvers vegna var þá Guð að senda Krist, sem prest á borð við Melkísedek? Hefði honum ekki nægt að senda einhvern sem hefði haft sömu tign og Aron – það er að segja þá tign, sem allir Gyðingaprestarnir höfðu?
Now if perfection was through the Levitical priesthood (for under it the people have received the law), what further need was there for another priest to arise after the order of Melchizedek, and not be called after the order of Aaron?
12 Þegar Guð stofnar nýjan prestdóm, verður hann að breyta lögum sínum til þess að slíkt sé unnt. Eins og við vitum var Kristur ekki af ætt Leví, prestaættinni, heldur af ætt Júda, en sú ætt hafði ekki verið valin til prestþjónustu; Móse hafði aldrei falið henni slíkt.
For the priesthood being changed, there is of necessity a change made also in the law.
For he of whom these things are said belongs to another tribe, from which no one has officiated at the altar.
For it is evident that our Lord has sprung out of Judah, about which tribe Moses spoke nothing concerning priesthood.
15 Af þessu getum við glögglega séð að Guð breytti til. Nýi æðsti presturinn, Kristur – prestur á borð við Melkísedek –
This is yet more abundantly evident, if after the likeness of Melchizedek there arises another priest,
16 varð ekki prestur vegna þess að hann uppfyllti þau gömlu skilyrði að vera af ætt Leví, heldur vegna þess að líf og kraftur streymdu út frá honum.
who has been made, not after the law of a fleshly commandment, but after the power of an endless life;
17 Þetta bendir sálmaskáldið á er hann segir um Krist: „Þú ert prestur að eilífu á borð við Melkísedek.“ (aiōn )
for it is testified, “You are a priest forever, according to the order of Melchizedek.” (aiōn )
18 Þessi gamla prestþjónusta, sem grundvölluð var á ættartengslum, var lögð niður, því að hún dugði ekki til. Hún var vanmáttug og kom ekki að gagni við að frelsa fólk.
For there is an annulling of a foregoing commandment because of its weakness and uselessness
19 Í raun og veru gátu lögin og þessi prestþjónusta ekki réttlætt neinn mann í augum Guðs. Við eigum hins vegar betri von, því að Kristur gerir okkur þóknanleg í augum Guðs og opnar okkur leiðina til hans.
(for the law made nothing perfect), and a bringing in of a better hope, through which we draw near to God.
20 Guð sór þess eið að Kristur yrði prestur um alla framtíð,
Inasmuch as he was not made priest without the taking of an oath
21 en það hafði hann aldrei ætlað hinum prestunum. Þetta sagði hann við Krist, og aðeins hann: „Drottinn strengir þess heit og mun aldrei skipta um skoðun: Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks.“ (aiōn )
(for they indeed have been made priests without an oath), but he with an oath by him that says of him, “The Lord swore and will not change his mind, ‘You are a priest forever, according to the order of Melchizedek.’” (aiōn )
22 Á grundvelli þessa heitis, getur Kristur að eilífu tryggt árangurinn af þessu nýja og betra fyrirkomulagi.
By so much, Yeshua has become the guarantee of a better covenant.
23 Samkvæmt gamla fyrirkomulaginu þurfti marga presta, og þegar þeir dóu einn af öðrum, tóku hinir yngri við.
Many, indeed, have been made priests, because they are hindered from continuing by death.
24 En Jesús lifir að eilífu og heldur áfram að vera prestur, þar verða engin mannaskipti. (aiōn )
But he, because he lives forever, has his priesthood unchangeable. (aiōn )
25 Þess vegna getur hann fullkomlega frelsað alla, sem hans vegna ganga fram fyrir Guð, því að hann lifir ávallt á himni til að biðja fyrir þeim.
Therefore he is also able to save to the uttermost those who draw near to God through him, seeing that he lives forever to make intercession for them.
26 Hann er einmitt presturinn sem við þörfnumst: Hann er heilagur, lýtalaus, óflekkaður og situr ekki á bekk með syndurum, heldur í heiðurssæti á himnum.
For such a high priest was fitting for us: holy, guiltless, undefiled, separated from sinners, and made higher than the heavens;
27 Hann þarf ekki daglega að bera fram blóð úr fórnardýrunum eins og hinir prestarnir, sem þurftu að fórna fyrir sínar eigin syndir og syndir alls fólksins, því að hann bar fram eina fórn, í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnaði sjálfum sér á krossinum.
who doesn’t need, like those high priests, to offer up sacrifices daily, first for his own sins, and then for the sins of the people. For he did this once for all, when he offered up himself.
28 Meðan hinn gamli siður var í gildi, voru æðstu prestarnir syndugir menn, veikleika háðir eins og hverjir aðrir, en seinna skipaði Guð son sinn með eiði og sonurinn er fullkominn að eilífu. (aiōn )
For the Torah appoints men as high priests who have weakness, but the word of the oath, which came after the law, appoints a Son forever who has been perfected. (aiōn )