< Hebreabréfið 6 >

1 Sleppum því nú að rifja enn einu sinni upp undirstöðukenningar kristindómsins. Stígum heldur feti framar, svo að skilningur okkar og þroski aukist eins og kristnum mönnum sæmir. Það ætti að vera óþarfi að ræða frekar um hvað það er að iðrast og trúa á Guð.
C’est pourquoi, laissant l’enseignement élémentaire sur le Christ, passons à ce qui est plus parfait, sans poser de nouveau le fondement de la pénitence des œuvres mortes, et de la foi en Dieu,
2 Og frekari fræðslu um skírn, handayfirlagningu, upprisu dauðra og eilífan dóm þurfið þið ekki. (aiōnios g166)
De la doctrine des baptêmes, comme aussi de l’imposition des mains, de la résurrection des morts et du jugement éternel. (aiōnios g166)
3 Sem sagt, snúum okkur að öðru, ef Drottinn vill, því að ekki er eftir neinu að bíða.
C’est ce que nous ferons, si toutefois Dieu le permet.
4 Ef þið hafið snúið baki við Drottni eftir að hafa öðlast skilning á gleðiboðskapnum, fengið forsmekkinn af gæðum himnanna, öðlast hlutdeild í heilögum anda,
Car il est impossible à ceux qui ont été une fois illuminés, qui ont goûté le don du ciel, qui ont été faits participants de l’Esprit-Saint,
5 reynt blessunina af orði Guðs og fundið mátt hins komandi heims, þá er þýðingarlaust að reyna að leiða ykkur aftur til Drottins. (aiōn g165)
Qui ont goûté également la bonne parole de Dieu et les vertus du siècle à venir, (aiōn g165)
6 Þið getið ekki iðrast á ný, ef þið hafið krossfest son Guðs í annað sinn með því að hafna honum og hæða hann í allra áheyrn.
Et qui, après cela, sont tombés, d’être renouvelés par la pénitence, crucifiant en eux-mêmes de nouveau le Fils de Dieu, et l’exposant à l’ignominie.
7 Þegar rignt hefur yfir akur og hann borið mikinn ávöxt, þá hefur hann fengið að reyna blessun Guðs.
Car une terre qui boit la pluie venant souvent sur elle, et qui produit une herbe utile à ceux qui la cultivent, reçoit la bénédiction de Dieu.
8 En ef þar vex aðeins illgresi endalaust og ekkert annað þá er akurinn talinn ónothæfur og bíður þess eins að eldur verði látinn eyða honum.
Mais quand elle produit des épines et des ronces, elle est abandonnée et bien près de la malédiction; sa fin est la combustion.
9 Kæru vinir, þótt ég segi þetta, álít ég ekki að þessi orð mín eigi við ykkur, því að ég hef þá trú að þið berið hinn góða ávöxt hjálpræðisins.
Nous nous promettons de vous, bien-aimés, des choses meilleures et plus étroitement liées à votre salut, quoique nous vous parlions ainsi.
10 Þetta segi ég vegna þess að Guð er ekki ósanngjarn. Hvernig ætti hann að geta gleymt erfiði ykkar og kærleikanum sem þið sýnduð honum, og sýnið enn, er þið hjálpið þeim sem á hann trúa?
Car Dieu n’est pas injuste pour oublier vos œuvres et la charité que vous avez montrée en son nom, par l’assistance que vous avez donnée et que vous donnez encore aux saints.
11 Okkur er mjög umhugað að þið haldið áfram að sýna öðrum kærleika, já, meðan ævi ykkar endist. Þá munuð þið líka hljóta full laun.
Mais nous souhaitons que chacun de vous montre la même sollicitude jusqu’à la fin, pour que votre espérance soit complète;
12 Nú vitið þið á hverju þið eigið von og því munuð þið ekki þreytast í trúnni né heldur verða andlega sljó og rænulaus. Ykkur mun verða umhugað að fylgja fordæmi þeirra, sem fá að höndla allt sem Guð hefur heitið þeim, vegna sterkrar trúar þeirra og þolinmæði.
De sorte que vous ne soyez point indolents, mais les imitateurs de ceux qui, par la foi et la patience, hériteront des promesses.
13 Dæmi um þetta er loforðið sem Guð gaf Abraham. Guð sór við sitt eigið nafn, þar eð ekki var annað æðra, sem hægt var að sverja við,
Car dans les promesses qu’il fit à Abraham, Dieu n’ayant personne de plus grand par qui il pût jurer, jura par lui-même,
14 og loforð hans var að hann skyldi blessa Abraham ríkulega, gefa honum son og gera hann að ættföður mikillar þjóðar.
Disant: Je te comblerai de bénédictions, et je te multiplierai à l’infini.
15 Og Abraham beið í þolinmæði þar til Guð að lokum efndi loforðið og gaf honum son – Ísak.
Et ayant ainsi attendu patiemment, il obtint ce qui était promis,
16 Þegar maður sver eið, þá skírskotar hann til einhvers annars, sem honum er voldugri, svo að sá geti neytt hann til að standa við orð sín eða þá refsað honum, rjúfi hann heit sitt.
En effet, les hommes jurent par celui qui est plus grand qu’eux; et la fin de toutes leurs contestations a pour confirmation le serment.
17 Þannig batt Guð sjálfan sig með eiði, svo að þeir sem hann hafði lofað hjálp, þyrftu engu að kvíða né ættu það á hættu að hann skipti um skoðun.
C’est pourquoi Dieu voulant montrer avec plus de certitude aux héritiers de la promesse l’immutabilité de sa résolution, a interposé le serment,
18 Guð hefur gefið okkur loforð og þar að auki lagt eið við. Þessu tvennu getum við áreiðanlega treyst, því að það er útilokað að Guð segi ósatt. Eftir að hafa nú heyrt um þessa tryggingu Guðs, geta allir verið vissir um að öðlast hjálpræðið, sem hann lofaði þeim.
Afin que dans ces deux choses immuables, dans lesquelles il est impossible que Dieu mente, nous ayons une consolation puissante, nous qui nous sommes réfugiés dans l’acquisition de l’espérance qui nous a été offerte,
19 Þessi vissa um að við munum frelsast, er akkeri fyrir sálir okkar, traust og öruggt, sem nær inn fyrir heilagt fortjald himnanna og tengir okkur sjálfum Guði!
Que nous retenons pour notre âme comme une ancre sûre et ferme, et qui pénètre jusqu’au dedans du voile,
20 Þessa leið fór Kristur á undan okkur, til að biðja fyrir okkur sem æðsti prestur, líkur Melkísedek að mætti og dýrð. (aiōn g165)
Où Jésus, comme précurseur, est entré pour nous, ayant été fait pontife pour l’éternité, selon l’ordre de Melchisédech. (aiōn g165)

< Hebreabréfið 6 >