< Galatabréfið 4 >

1 Þið vitið að ef faðir deyr og eftirlætur ungum syni sínum mikil auðæfi, þá er barnið lítið betur statt en þræll meðan það vex úr grasi, enda þótt það hafi erft allar eigur föður síns.
Глаголю же: в елико время наследник млад есть, ничимже лучший есть раба, господь сый всех:
2 Barnið verður að gera það sem forráða- og fjárhaldsmenn þess segja, þar til það nær þeim aldri sem faðir þess tiltók.
но под повелители и приставники есть даже до нарока отча.
3 Við vorum í svipaðri aðstöðu áður en Kristur kom, undir lögum og reglum Gyðinga, því við töldum það einu leiðina til hjálpræðis.
Такожде и мы, егда бехом млади, под стихиами бехом мира порабощени:
4 En þegar rétti tíminn kom, sem Guð hafði ákveðið, þá sendi hann son sinn. Hann fæddist af konu sem Gyðingur og varð að lúta öllum lögum Gyðinga,
егда же прииде кончина лета, посла Бог Сына Своего Единороднаго, Раждаемаго от жены, бываема под законом,
5 til að kaupa okkur frelsi, okkur sem voru þrælar laganna, svo að hann gæti ættleitt okkur – gert okkur að börnum sínum.
да подзаконныя искупит, да всыновление восприимем.
6 Og fyrst við erum börn hans, þá sendi hann anda sonar síns í hjörtu okkar og því getum við nú með sanni sagt að Guð sé faðir okkar.
И понеже есте сынове, посла Бог Духа Сына Своего в сердца ваша, вопиюща: Авва Отче.
7 Nú erum við ekki framar þrælar, heldur börn Guðs! Fyrst við erum börn hans, þá erum við um leið erfingjar að öllum eigum hans, og það var einmitt áform Guðs.
Темже уже неси раб, но сын: аще ли же сын, и наследник Божий Иисус Христом.
8 Áður en þið kynntust Guði, voruð þið heiðingjar. Þið voruð þrælar svokallaðra guða sem voru ekki einu sinni til.
Но тогда убо, не ведуще Бога, служисте не по естеству сущым богом:
9 En fyrst svo var, hvers vegna viljið þið, sem funduð Guð (eða ætti ég heldur að segja að Guð hafi fundið ykkur?), þá snúa við og verða aftur þrælar máttvana og einskis nýtra trúarbragða og komast til himins fyrir hlýðni við lög Guðs?
ныне же, познавше Бога, паче же познани бывше от Бога, како возвращаетеся паки на немощныя и худыя стихии, имже паки свыше служити хощете?
10 Þið eruð að reyna að ná hylli Guðs með verkum ykkar eða því sem þið látið ógert tiltekna daga eða mánuði.
Дни смотряете, и месяцы, и времена, и лета.
11 Ég óttast um ykkur. Ég óttast að allt erfiðið sem ég lagði á mig ykkar vegna, hafi verið til einskis.
Боюся о вас, еда како всуе трудихся в вас.
12 Kæru vinir, lítið á málið frá minni hlið. Ég er jafn laus við þessa lagaáþján og þið voruð. Ekki sýnduð þið mér fyrirlitningu þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn um Krist í fyrsta sinn,
Будите якоже аз, зане и аз, якоже вы: братие, молю вы. Ничимже мене обидесте:
13 og það þrátt fyrir að ég væri sjúkur.
весте же, яко за немощь плоти благовестих вам первее.
14 Veikindi mín hefðu getað vakið viðbjóð ykkar, en samt sneruð þið ekki við mér bakinu né senduð mig burt. Nei! Þið tókuð við mér og önnuðust mig eins og engil frá Guði eða þá sjálfan Jesú Krist.
И искушения моего, еже во плоти моей, не уничижисте, ни оплевасте, но якоже Ангела Божия приясте мя, яко Христа Иисуса.
15 Hvað varð um þann góða anda sem þá ríkti milli okkar? Ég er viss um að þið hefðuð þá verið fúsir að taka úr ykkur augun og gefa mér, í stað minna, ef einhver hjálp hefði verið í því.
Кое убо бяше блаженство ваше, свидетельствую бо вам, яко, аще бы было мощно, очеса ваша извертевше дали бысте ми.
16 Er ég nú orðinn óvinur ykkar vegna þess eins að ég segi ykkur sannleikann?
Темже враг вам бых, истину вам глаголя?
17 Þessir falskennendur sem leggja ofurkapp á að fá ykkur á sitt band, eru ekki að því ykkur til góðs, heldur til að komast upp á milli ykkar og mín, svo að þið takið frekar mark á þeim.
Ревнуют по вас не добре, но отлучити вас хотят, да им ревнуете.
18 Það er gott og blessað að fólk sýni ykkur vinsemd, ef það er gert af góðum hug og einlægu hjarta og ekki bara til að sýnast fyrir mér.
Добро же, еже ревновати всегда в добрем, и не точию внегда приходити ми к вам.
19 Þið hafið sært mig, börnin mín! Ykkar vegna er ég enn að taka út þjáningar móðurinnar sem bíður þess að barn hennar fæðist – og mikið þrái ég þá stund er þið að lokum verðið lík Kristi.
Чадца моя, имиже паки болезную, дондеже вообразится Христос в вас:
20 Ó, hve ég vildi geta verið hjá ykkur núna, einmitt núna, og þurfa ekki að vera að rökræða svona við ykkur. Nú er langt á milli okkar og ég veit alls ekki hvað ég á til bragðs að taka.
хотел же бых приити к вам ныне и изменити глас мой, яко не домышляюся о вас.
21 Hlustið nú vinir mínir, þið sem álítið að þið þurfið að hlýða lögum Gyðinga til að frelsast. Hvers vegna reynið þið ekki að skilja tilgang laganna?
Глаголите ми, иже под законом хощете быти: закона ли не слушаете?
22 Í Biblíunni segir að Abraham hafi átt tvo syni, annan með Hagar, en hún var ambátt, og hinn með Söru, frjálsborinni konu sinni.
Писано бо есть, яко Авраам два сына име: единаго от рабы, а другаго от свободныя.
23 Það var ekkert óvenjulegt við fæðingu barnsins sem Hagar eignaðist, en barn frjálsu konunnar fæddist samkvæmt sérstöku loforði sem Guð hafði gefið.
Но иже от рабы, по плоти родися: а иже от свободныя, по обетованию.
24 Þessi frásaga sýnir ljóslega þær tvær leiðir sem Guð fer til að hjálpa fólki. Önnur var sú að gefa því lög til að fara eftir. Það gerði hann á Sínaífjalli þegar hann gaf Móse boðorðin tíu. Sínaífjall er reyndar kallað Hagarfjall af Aröbum.
Иже суть иносказаема: сия бо еста два завета: един убо от горы Синайския, в работу раждаяй, иже есть Агарь:
25 Í myndinni sem ég er að draga upp, táknar Hagar, hin þrælborna kona Abrahams, Jerúsalem, höfuðborg Gyðinga, en hún er miðstöð þeirra kenninga sem segja að við getum þóknast Guði með því að hlýða boðorðunum. Og Gyðingarnir, sem aðhyllast þessa skoðun, eru börn hennar – fædd í þrældómi.
Агарь бо, Сина гора есть во Аравии, прилагается же нынешнему Иерусалиму, работает же с чады своими:
26 Okkar höfuðborg er hins vegar hin himneska Jerúsalem og sú borg er ekki þrælkuð af lögum Gyðinga.
а вышний Иерусалим свободь есть, иже есть мати всем нам.
27 Þessu spáði Jesaja er hann sagði: „Gleðstu nú, barnlausa kona! Hrópaðu af gleði, þú sem engar hefur hríðirnar haft, því að börn hinnar yfirgefnu eru fleiri en þeirrar sem manninn á.“
Писано бо есть: возвеселися, неплоды, не раждающая: расторгни и возопи, неболящая: яко многа чада пустыя паче, нежели имущия мужа.
28 Kæru vinir, það sama gildir um okkur og Ísak, við erum börnin sem Guð gaf loforð um að fæðast myndu.
Мы же, братие, по Исааку обетования чада есмы.
29 Ísak, barn fyrirheitisins, var ofsóttur af Ísmael, syni þrælbornu konunnar, og á sama hátt erum við, sem fædd erum af heilögum anda, ofsótt af þeim sem vilja að við höldum lög Gyðinga.
Но якоже тогда по плоти родивыйся гоняше духовнаго, тако и ныне.
30 Biblían segir enn fremur að Guð hafi fyrirskipað Abraham að senda ambáttina burt ásamt syni hennar, því að ekki gat sonur hennar erft eigur Abrahams ásamt syni frjálsu konunnar.
Но что глаголет Писание? Изжени рабу и сына ея, не имать бо наследовати сын рабынин с сыном свободныя.
31 Kæru vinir, við erum ekki þrælabörn og því ekki skyldug að hlýða lögum Gyðinga. Við erum börn frjálsu konunnar og vegna trúarinnar erum við velþóknanleg í augum Guðs.
Темже, братие, несмы рабынина чада, но свободныя.

< Galatabréfið 4 >