< Efesusbréfið 6 >

1 Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar! Það skuluð þið gera, því að Guð hefur falið þeim að bera ábyrgð á ykkur.
Τὰ τέκνα, ὑπακούετε τοῖς γονεῦσιν ὑμῶν ἐν κυρίῳ, τοῦτο γάρ ἐστιν δίκαιον·
2 „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“Þetta er fyrsta boðorðið af hinum tíu boðorðum Guðs sem endar á loforði.
τίμα τὸν πατέρα σου καὶ τὴν μητέρα, ἥτις ἐστὶν ἐντολὴ πρώτη ἐν ἐπαγγελίᾳ,
3 Hvert er þá loforðið? Það er þetta: „Þá muntu lifa langa og blessunarríka ævi.“
ἵνα εὖ σοι γένηται καὶ ἔσῃ μακροχρόνιος ἐπὶ τῆς γῆς.
4 Foreldrar, hér eru nokkur orð til ykkar. Venjið ykkur ekki á að skamma börn ykkar og jagast í þeim, því þá verða þau afundin og bitur. Alið þau heldur upp í kærleika og með aga, á sama hátt og Drottinn, og þá með ábendingum og góðum ráðum.
Καὶ οἱ πατέρες, μὴ παροργίζετε τὰ τέκνα ὑμῶν, ἀλλὰ ἐκτρέφετε αὐτὰ ἐν παιδείᾳ καὶ νουθεσίᾳ κυρίου.
5 Þrælar, hlýðið húsbændum ykkar. Leitist við að sýna þeim allt hið besta. Þjónið þeim eins og þið væruð að þjóna Kristi.
Οἱ δοῦλοι, ὑπακούετε τοῖς ⸂κατὰ σάρκα κυρίοις μετὰ φόβου καὶ τρόμου ἐν ἁπλότητι τῆς καρδίας ὑμῶν ὡς τῷ Χριστῷ,
6 Vinnið vel, ekki aðeins meðan yfirmaður ykkar fylgist með, til þess að svíkjast síðan um þegar hann snýr sér að öðru. Vinnið alltaf samviskusamlega og með gleði, eins og þið væruð að vinna fyrir Krist og þá gerið þið vilja Guðs.
μὴ κατʼ ὀφθαλμοδουλίαν ὡς ἀνθρωπάρεσκοι ἀλλʼ ὡς ⸀δοῦλοιΧριστοῦ ποιοῦντες τὸ θέλημα τοῦ θεοῦ, ἐκ ψυχῆς
7
μετʼ εὐνοίας δουλεύοντες, ὡς τῷ κυρίῳ καὶ οὐκ ἀνθρώποις,
8 Munið að Drottinn mun launa ykkur allt sem þið hafið gert vel, hvort sem þið eruð þrælar eða frjálsir menn.
εἰδότες ὅτι ⸂ἕκαστος, ὃ ἂν⸃ ποιήσῃ ἀγαθόν, τοῦτο ⸀κομίσεται ⸀παρὰ κυρίου, εἴτε δοῦλος εἴτε ἐλεύθερος.
9 Þrælaeigendur! Komið vel fram við þræla ykkar, eins og ég sagði þeim að koma fram við ykkur. Hafið ekki í hótunum við þá og munið að þið eruð sjálfir þrælar Krists. Þið hafið sama yfirmann og þeir, og sá fer ekki í manngreinarálit.
Καὶ οἱ κύριοι, τὰ αὐτὰ ποιεῖτε πρὸς αὐτούς, ἀνιέντες τὴν ἀπειλήν, εἰδότες ὅτι καὶ ⸂αὐτῶν καὶ ὑμῶν ὁ κύριός ἐστιν ἐν οὐρανοῖς, καὶ προσωπολημψία οὐκ ἔστιν παρʼ αὐτῷ.
10 Að síðustu ætla ég að minna ykkur á að styrkur ykkar verður að koma frá Drottni og hans volduga mætti, sem er hið innra með ykkur.
⸂Τοῦ λοιποῦ ἐνδυναμοῦσθε ἐν κυρίῳ καὶ ἐν τῷ κράτει τῆς ἰσχύος αὐτοῦ.
11 Klæðist alvæpni Guðs, svo að þið getið staðist öll þau svik og blekkingar sem Satan beitir í árásum sínum gegn ykkur.
ἐνδύσασθε τὴν πανοπλίαν τοῦ θεοῦ πρὸς τὸ δύνασθαι ὑμᾶς στῆναι πρὸς τὰς μεθοδείας τοῦ διαβόλου·
12 Barátta okkar er alls ekki gegn holdiklæddu fólki, heldur gegn ósýnilegum öflum eyðingar og upplausnar, hinum máttugu og illu myrkraöflum sem ríkja í þessum fallna heimi. Barátta okkar er einnig við mikinn fjölda illra anda í andaheiminum. (aiōn g165)
ὅτι οὐκ ἔστιν ἡμῖν ἡ πάλη πρὸς αἷμα καὶ σάρκα, ἀλλὰ πρὸς τὰς ἀρχάς, πρὸς τὰς ἐξουσίας, πρὸς τοὺς κοσμοκράτορας τοῦ ⸀σκότουςτούτου, πρὸς τὰ πνευματικὰ τῆς πονηρίας ἐν τοῖς ἐπουρανίοις. (aiōn g165)
13 Notið öll þau vopn sem Guð hefur gefið okkur til að verjast árásum óvinarins, því að þá munuð þið standa sem sigurvegarar að átökunum loknum.
διὰ τοῦτο ἀναλάβετε τὴν πανοπλίαν τοῦ θεοῦ, ἵνα δυνηθῆτε ἀντιστῆναι ἐν τῇ ἡμέρᾳ τῇ πονηρᾷ καὶ ἅπαντα κατεργασάμενοι στῆναι.
14 Ef þetta á að takast, þá þurfið þið belti sannleikans og réttlætisbrynju Guðs.
στῆτε οὖν περιζωσάμενοι τὴν ὀσφὺν ὑμῶν ἐν ἀληθείᾳ, καὶ ἐνδυσάμενοι τὸν θώρακα τῆς δικαιοσύνης,
15 Verið skóuð fúsleik til að flytja öðrum gleðiboðskapinn um frið við Guð.
καὶ ὑποδησάμενοι τοὺς πόδας ἐν ἑτοιμασίᾳ τοῦ εὐαγγελίου τῆς εἰρήνης,
16 Beitið trú í hverri orrustu, því að hún er skjöldur sem getur stöðvað þær glóandi örvar sem Satan skýtur að ykkur.
⸀ἐνπᾶσιν ἀναλαβόντες τὸν θυρεὸν τῆς πίστεως, ἐν ᾧ δυνήσεσθε πάντα τὰ βέλη τοῦ ⸀πονηροῦπεπυρωμένα σβέσαι·
17 Gleymið ekki hjálmi hjálpræðisins og sverði heilags anda, sem er Guðs orð.
καὶ τὴν περικεφαλαίαν τοῦ σωτηρίου ⸀δέξασθε καὶ τὴν μάχαιραν τοῦ πνεύματος, ὅ ἐστιν ῥῆμα θεοῦ,
18 Verið ávallt í bæn. Biðjið um allt það sem heilagur andi minnir ykkur á og látið hann leiða ykkur í bæninni. Minnið Guð á þarfir ykkar og biðjið stöðugt fyrir öllum kristnum mönnum, hvar sem þeir eru.
διὰ πάσης προσευχῆς καὶ δεήσεως, προσευχόμενοι ἐν παντὶ καιρῷ ἐν πνεύματι, καὶ εἰς ⸀αὐτὸἀγρυπνοῦντες ἐν πάσῃ προσκαρτερήσει καὶ δεήσει περὶ πάντων τῶν ἁγίων,
19 Biðjið einnig fyrir mér, að Guð gefi mér rétt orð og djörfung, þegar ég tala við aðra um Drottin og skýri fyrir þeim, að hjálpræði hans sé einnig ætlað heiðingjunum.
καὶ ὑπὲρ ἐμοῦ, ἵνα μοι δοθῇ λόγος ἐν ἀνοίξει τοῦ στόματός μου, ἐν παρρησίᾳ γνωρίσαι τὸ μυστήριον τοῦ εὐαγγελίου
20 Nú er ég hér hlekkjaður fyrir að hafa boðað þetta. Biðjið að mér auðnist enn að boða það sama með djörfung, eins og mér ber hér í fangelsinu.
ὑπὲρ οὗ πρεσβεύω ἐν ἁλύσει, ἵνα ἐν αὐτῷ παρρησιάσωμαι ὡς δεῖ με λαλῆσαι.
21 Týkíkus, heittelskaður bróðir og trúr aðstoðarmaður minn í verki Drottins, mun flytja ykkur fréttir af mér.
Ἵνα δὲ ⸂εἰδῆτε καὶ ὑμεῖς τὰ κατʼ ἐμέ, τί πράσσω, πάντα ⸂γνωρίσει ὑμῖν Τυχικὸς ὁ ἀγαπητὸς ἀδελφὸς καὶ πιστὸς διάκονος ἐν κυρίῳ,
22 Ástæða þess að ég sendi hann til ykkar, er einmitt sú að láta ykkur vita hvernig okkur líður og að uppörva ykkur.
ὃν ἔπεμψα πρὸς ὑμᾶς εἰς αὐτὸ τοῦτο ἵνα γνῶτε τὰ περὶ ἡμῶν καὶ παρακαλέσῃ τὰς καρδίας ὑμῶν.
23 Kristnu vinir! Friður Guðs sé með ykkur, ásamt kærleika og trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.
Εἰρήνη τοῖς ἀδελφοῖς καὶ ἀγάπη μετὰ πίστεως ἀπὸ θεοῦ πατρὸς καὶ κυρίου Ἰησοῦ Χριστοῦ.
24 Náð og blessun Guðs sé með öllum sem í einlægni elska Drottin Jesú Krist. Páll
ἡ χάρις μετὰ πάντων τῶν ἀγαπώντων τὸν κύριον ἡμῶν Ἰησοῦν Χριστὸν ἐν ⸀ἀφθαρσίᾳ

< Efesusbréfið 6 >