< Postulasagan 7 >

1 Þá spurði æðsti presturinn hann: „Eru þessar ásakanir sannar?“
آنگاه کاهن اعظم از استیفان پرسید: «آیا این تهمت‌ها صِحّت دارد؟»
2 Stefán útskýrði þá mál sitt ýtarlega með þessum orðum: „Áður en Abraham, forfaðir okkar, fluttist frá Mesópótamíu og til Haran, birtist Guð dýrðarinnar honum.
استیفان گفت: «ای برادران و پدران گوش دهید. خدای پرشکوه و جلال، در بین‌النهرین بر جدّ ما ابراهیم ظاهر شد، پیش از آنکه او به حران کوچ کند.
3 Hann sagði honum að yfirgefa föðurland sitt, kveðja ættingja sína og leggja af stað til lands sem Guð myndi vísa honum á.
خدا به او فرمود: ولایت، خانه پدری و خویشاوندان خود را رها کن و به سرزمینی که من تو را بدانجا هدایت خواهم نمود، برو.
4 Hann yfirgaf því land Kaldea, settist að í Haran í Sýrlandi og bjó þar uns faðir hans dó. Eftir það leiddi Guð hann hingað til Ísraelslands,
«پس ابراهیم از سرزمین کلدانیان بیرون آمد و به حران رفت و تا مرگ پدرش در آنجا ماند. سپس خدا او را به اینجا آورد، به سرزمینی که شما اکنون در آن زندگی می‌کنید.
5 en gaf honum samt ekkert landsvæði, ekki svo mikið sem smáskika. Guð lofaði þó Abraham – sem þá átti ekkert barn – að hann og afkomendur hans myndu síðar eignast allt þetta land.
ولی در آن زمان، حتی یک وجب از این زمین را به او نداد. اما به او قول داد که سرانجام تمام این سرزمین از آن او و نسل او خواهد شد، و این در حالی بود که ابراهیم هنوز صاحب فرزندی نشده بود.
6 Guð sagði enn fremur, að þessir afkomendur hans myndu flytjast burt úr landinu og setjast að annars staðar, þar sem þeir yrðu þrælar í 400 ár.
از طرف دیگر، خدا به ابراهیم فرمود:”نسل تو مدت چهارصد سال در مملکت بیگانه‌ای بندگی خواهند کرد و مورد ظلم و ستم قرار خواهند گرفت.
7 „En ég mun refsa þjóðinni sem þrælkar þá, “sagði Guð, „og síðan mun þjóð mín snúa aftur til Ísraelslands, og tilbiðja mig hér.“
و همچنین فرمود: من آن قومی را که ایشان را اسیر سازند، مجازات خواهم نمود و بعد قوم خود را به این سرزمین باز خواهم آورد تا مرا عبادت کنند.“
8 Um þetta leyti fyrirskipaði Guð Abraham að taka upp þá reglu, að umskera öll sveinbörn og þannig staðfesta sáttmálann milli sín og Abrahams og afkomenda hans. Ísak, sonur Abrahams, var því umskorinn þegar hann var átta daga gamall. Ísak eignaðist síðan Jakob og Jakob varð faðir hinna tólf ættfeðra Gyðingaþjóðarinnar.
«در آن هنگام، خدا آیین ختنه را نیز به ابراهیم داد تا نشان عهد و پیمان بین نسل او و خدا باشد. پس اسحاق، پسر ابراهیم، وقتی هشت روزه بود، ختنه شد. اسحاق پدر یعقوب بود و یعقوب صاحب دوازده پسر شد که هر کدام سرسلسلهٔ یکی از قبیله‌های بنی‌اسرائیل شدند.
9 Synir Jakobs öfunduðu Jósef bróður sinn og seldu hann sem þræl til Egyptalands. En Guð var með Jósef,
فرزندان یعقوب به یوسف حسد بردند و او را فروختند تا در مصر غلام شود. ولی خدا با یوسف بود،
10 bjargaði honum úr þrengingum hans og lét hann ná vinsældum Egypta. Guð veitti Jósef einnig óvenju mikinn vísdóm svo að Faraó gerði hann landstjóra yfir öllu Egyptalandi og hirðstjóra konungsættarinnar.
و او را از تمام غمها و رنجهایش آزاد کرد و مورد لطف فرعون، پادشاه مصر قرار داد. خدا به یوسف حکمت فوق‌العاده‌ای عطا کرد، تا آنجا که فرعون او را نخست‌وزیر مصر و وزیر دربار خود ساخت.
11 Þá varð hungursneyð í Egyptalandi og Kanaan og upphófust mjög erfiðir tímar fyrir forfeður okkar. Þegar allur matur var á þrotum,
«آنگاه قحطی و مصیبتی عظیم در مصر و کنعان پدید آمد به حدی که اجداد ما چیزی برای خوردن نداشتند.
12 frétti Jakob að enn væri til korn í Egyptalandi og sendi því syni sína þangað til að kaupa korn.
وقتی یعقوب شنید که در مصر هنوز غله پیدا می‌شود، پسران خود را فرستاد تا غله بخرند.
13 Þegar þeir komu þangað í annað sinn, sagði Jósef þeim hver hann væri og kynnti bræður sína fyrir Faraó.
بار دوم که به مصر رفتند، یوسف خود را به برادرانش شناسانید، سپس ایشان را به حضور فرعون معرفی کرد.
14 Síðan sendi hann eftir Jakobi, föður sínum, til þess að fá hann, bræður sína og fjölskyldur þeirra – alls sjötíu og fimm manns – til að flytjast til Egyptalands.
پس از آن، یوسف پدر خود یعقوب و خانوادهٔ برادرانش را به مصر آورد که جمعاً هفتاد و پنج نفر بودند.
15 Þannig fluttist Jakob til Egyptalands og þar dó hann og allir synir hans.
به این ترتیب، یعقوب و همهٔ پسرانش به مصر رفتند و عاقبت در همان جا نیز فوت شدند،
16 Síðar voru þau öll flutt til Síkem og jörðuð í grafreitnum sem Abraham hafði keypt af sonum Hemors, föður Síkems.
و جنازه‌های ایشان را به شکیم بردند و در آرامگاهی که ابراهیم از پسران حمور، پدر شکیم، خریده بود، به خاک سپردند.
17 Gyðingaþjóðinni fjölgaði mjög eftir því sem nær dró þeirri stundu, er Guð ætlaði að uppfylla loforðið, sem hann hafði gefið Abraham, en það var að leysa afkomendur hans úr þrældómnum í Egyptalandi. Sá sem var konungur Egypta á þeim tíma skeytti engu um minningu Jósefs.
«کم‌کم زمان تحقق وعدهٔ خدا به ابراهیم در مورد آزادی فرزندان او از مصر نزدیک می‌شد و تعداد ایشان نیز در مصر به سرعت فزونی می‌یافت.
سپس، پادشاهی در مصر روی کار آمد که یوسف را نمی‌شناخت و از خدمات او خبر نداشت.
19 Hann beitti þjóð okkar brögðum og neyddi foreldra til að bera út börn sín.
این پادشاه دشمن قوم ما بود و والدین عبرانی را مجبور می‌کرد نوزادان خود را در بیابان به حال خود بگذارند تا بمیرند.
20 A þessum tíma fæddist Móse. Hann var undurfagurt barn. Foreldrar hans leyndu honum heima í þrjá mánuði
«در همان زمان بود که موسی به دنیا آمد. او طفلی بسیار زیبا بود. پدر و مادرش سه ماه او را در خانه پنهان کردند.
21 og loks, þegar þau gátu ekki leynt honum lengur, urðu þau að bera hann út. Þá fann dóttir Faraós hann og tók hann að sér sem sitt eigið barn.
در آخر وقتی مجبور شدند او را رها کنند، دختر فرعون، پادشاه مصر، او را یافت و به فرزندی پذیرفت.
22 Hún kenndi honum öll fræði Egypta og hann varð voldugur í orði og verki.
موسی تمام علوم و حکمت مصر را فرا گرفت تا جایی که شاهزاده‌ای بانفوذ و سخنوری برجسته شد.
23 Dag einn datt Móse í hug – þá fertugum – að fara og heimsækja ættmenn sína, Ísraelsmenn.
«وقتی موسی چهل ساله شد، روزی به فکرش رسید که دیداری از برادران اسرائیلی خود به عمل آورد.
24 Þá sá hann Egypta misþyrma Ísraelsmanni. Hann vildi hefna ódæðisins og drap Egyptann.
در این بازدید یک مصری را دید که به یک اسرائیلی ظلم می‌کرد. پس موسی به حمایت او رفت و آن مصری را کشت.
25 Móse hélt, að Ísraelsmenn skildu að Guð hefði sent hann þeim til hjálpar, en svo var ekki.
موسی تصور می‌کرد برادران اسرائیلی‌اش متوجه شده‌اند که خدا او را به کمک ایشان فرستاده است. ولی ایشان به هیچ وجه به این موضوع پی نبرده بودند.
26 Daginn eftir heimsótti hann þá á ný og sá þá tvo Ísraelsmenn í áflogum. Hann reyndi að stilla til friðar og sagði: „Heyrið mig! Þið eruð bræður og eigið ekki að slást svona. Það er rangt!“
«روز بعد، باز به دیدن آنان رفت. این بار دید که دو اسرائیلی با هم دعوا می‌کنند. پس سعی کرد ایشان را با هم آشتی دهد و گفت: عزیزان، شما با هم برادر هستید و نباید اینچنین با یکدیگر دعوا کنید! این کار اشتباهی است!
27 Sá sem átti upptökin hrinti þá hinum frá sér og spurði: „Hver gerði þig að leiðtoga og dómara yfir okkur?
«ولی شخصی که مقصر بود به موسی گفت: چه کسی تو را حاکم و داور ما ساخته است؟
28 Ætlarðu kannski að drepa mig eins og þú drapst Egyptann í gær?“
آیا می‌خواهی مرا هم بکشی، همان‌طور که دیروز آن مصری را کشتی؟
29 Við þessi orð flýði Móse til fjalla og settist að í Midíanslandi. Þar eignaðist hann síðar tvo syni.
«وقتی موسی این را شنید، ترسید و به سرزمین مِدیان گریخت و در آنجا همسری اختیار کرد و صاحب دو پسر شد.
30 Fjörutíu ár liðu og dag einn var hann staddur í eyðimörkinni við Sínaífjallið. Birtist honum þá engill í eldsloga, sem stóð upp úr runna nokkrum.
«چهل سال بعد، روزی در بیابان نزدیک کوه سینا، فرشته‌ای در بوته‌ای شعله‌ور به او ظاهر شد.
31 Þegar Móse sá logann, varð hann undrandi og hljóp að runnanum til að kanna málið betur. Þá kallaði Guð til hans og sagði:
موسی با دیدن این منظره، تعجب کرد و دوید تا آن را از نزدیک ببیند. اما ناگهان صدای خداوند به گوش او رسید که می‌گفت:
32 „Ég er Guð feðra þinna – Abrahams, Ísaks og Jakobs.“Móse varð hræddur og þorði ekki að koma nær.
من هستم خدای اجداد تو، خدای ابراهیم، خدای اسحاق، و خدای یعقوب. «موسی از ترس بر خود لرزید و دیگر جرأت نکرد به بوته نگاه کند.
33 Þá sagði Drottinn við hann: „Farðu úr skónum, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.
خداوند به او فرمود: کفشهایت را درآور، زیرا جایی که بر آن ایستاده‌ای، زمین مقدّس است.
34 Ég hef séð neyð þjóðar minnar í Egyptalandi og heyrt hróp hennar. Ég ætla að leysa fólkið úr ánauðinni. Komdu, ég ætla að senda þig til Egyptalands.“
من غم و اندوه قوم خود را در مصر دیده‌ام و ناله‌های ایشان را شنیده‌ام و آمده‌ام تا نجاتشان دهم. پس بیا تا تو را به مصر بفرستم.
35 Þannig sendi Guð þennan mann aftur til þjóðar sinnar, sem áður hafði hafnað honum með þessum orðum: „Hver gerði þig að leiðtoga og dómara yfir okkur?“Og Móse var sendur til að verða leiðtogi þeirra og lausnarmaður.
«به این ترتیب، خدا همان کسی را به مصر بازگرداند که قوم اسرائیل او را رد کرده و به او گفته بودند: چه کسی تو را حاکم و داور ما ساخته است؟ خدا توسط فرشته‌ای که در بوتهٔ آتش ظاهر شد موسی را فرستاد تا هم حاکم ایشان باشد و هم نجا‌ت‌دهندۀ ایشان.
36 Með mörgum athyglisverðum kraftaverkum leiddi hann Ísraelsmenn burt frá Egyptalandi, yfir Rauðahafið og síðan fram og aftur um eyðimörkina í fjörutíu ár.
موسی با معجزات بسیار قوم اسرائیل را از مصر بیرون آورد، و از دریای سرخ عبور داد و چهل سال ایشان را در بیابان هدایت کرد.
37 Það var þessi Móse sem sagði við Ísraelsmenn: „Guð mun reisa upp spámann líkan mér á meðal ykkar.“
«همین موسی به قوم اسرائیل گفت: خدا از میان برادران شما، پیامبری مانند من برایتان خواهد فرستاد.
38 Í eyðimörkinni var Móse milligöngumaðurinn – meðalgangari milli Ísraelsþjóðarinnar og engilsins, sem á Sínaífjalli afhenti þeim lög Guðs – hið lifandi orð.
«موسی در بیابان با نیاکان ما بود، یعنی با مجمعِ قوم خدا. او واسطه‌ای بود بین قوم اسرائیل و آن فرشته‌ای که کلمات حیات‌بخش را در کوه سینا به او داد تا آنها را به ما برساند.
39 En feður okkar höfnuðu Móse og vildu snúa aftur til Egyptalands.
ولی اجداد ما نخواستند مطیع موسی شوند. آنها او را رد کردند و خواستند که به مصر بازگردند.
40 Þeir sögðu við Aron: „Búðu til goð handa okkur, sem getur flutt okkur til baka, því að við vitum ekki hvað orðið hefur af þessum Móse, sem leiddi okkur burt frá Egyptalandi.“
ایشان به هارون گفتند: برای ما بتهایی بساز تا خدایان ما باشند و ما را به مصر بازگردانند، زیرا نمی‌دانیم بر سر این موسی که ما را از مصر بیرون آورد، چه آمده است!
41 Síðan bjuggu þeir til kálfslíkneski og færðu því fórnir eins og það væri Guð, og þeir glöddust yfir verki sínu.
«پس بُتی به شکل گوساله ساختند و برایش قربانی کردند و به افتخار آنچه ساخته بودند، جشن گرفتند.
42 Þá sneri Guð sér frá þeim og leyfði þeim að fara sína leið og tilbiðja sólina, tunglið og stjörnurnar. Í spádómsbók Amosar spyr Guð: „Ísraelsmenn, færðuð þið mér fórnirnar þessi fjörutíu ár í eyðimörkinni?
از این رو خدا از آنان بیزار شد و ایشان را به حال خود گذاشت تا آفتاب، ماه و ستارگان را عبادت کنند! در کتاب انبیا، خداوند می‌فرماید: ای قوم اسرائیل، در آن چهل سالی که در بیابان سرگردان بودید، آیا برای من قربانی و هدایا آوردید؟
43 Nei, hugur ykkar var hjá heiðnu goðunum, hjá Mólok, hjá stjörnuguðnum Refan og öllum hinum skurðgoðunum, sem þið bjugguð til. Því ætla ég að senda ykkur í ánauð austur til Babýlon.“
نه، عشق و علاقهٔ واقعی شما به بتهایتان بود، به پرستشگاهِ بُتِ مولِک، ستارۀ بت رِفان، و تمام آن بتهایی که ساخته بودید تا آنها را بپرستید. پس من نیز شما را به آن سوی بابِل تبعید خواهم کرد.
44 Forfeður okkar fluttu helgidóm sinn, tjaldbúðina, með sér á ferðum sínum um eyðimörkina. Í tjaldbúðinni geymdu þeir steintöflurnar, sem boðorðin tíu voru skráð á. Tjaldbúðin var gerð eftir nákvæmri fyrirmynd, sem engillinn sýndi Móse.
«اجداد ما در بیابان خیمهٔ عبادت را حمل می‌کردند. این خیمه درست مطابق آن نقشه‌ای ساخته شده بود که خدا به موسی نشان داده بود.
45 Mörgum árum seinna, þegar Jósúa náði landinu af heiðingjunum, fluttu þeir hana með sér og notuðu fram á daga Davíðs konungs.
سالها بعد، وقتی یوشع در سرزمین موعود، با اقوام بت‌پرست می‌جنگید، این خیمه را به آنجا آورد. قوم اسرائیل نیز تا زمان داوود پادشاه، در آن عبادت می‌کردند.
46 Guð blessaði Davíð ríkulega. Hann bað Guð þess að fá að byggja honum, Guði Jakobs, varanlegt musteri,
«خدا نسبت به داوود عنایت خاصی داشت. داوود نیز از خداوند درخواست کرد تا این افتخار نصیبش گردد که برای خدای یعقوب محلی برای سکونت بنا کند.
47 en það verk kom í hlut Salómons.
ولی در واقع سلیمان بود که آن را ساخت، همان معبد را.
48 En eitt er víst: Guð býr ekki í musterum sem menn hafa byggt. „Himnarnir eru hásæti mitt og jörðin er fótskör mín, “segir Drottinn með orðum spámannanna, og hann spyr: „Hvers konar hús getið þið byggt handa mér? Mundi ég dvelja þar?
اما واقعیت این است که خدای متعال در معابدی که به دست انسان ساخته شده باشد، منزل نمی‌کند، چنانکه خودش از زبان نبی فرموده:
آسمان، تخت سلطنت من است، و زمین کرسی زیر پایم. آیا می‌توانید معبدی اینچنین برایم بسازید؟ آیا می‌توانید چنین مکانی برای آسودن برایم بنا کنید؟
50 Var það ekki ég sem skapaði bæði himin og jörð?“
مگر دست من تمام این هستی را نیافریده است؟
51 En þið, þið eruð engu betri en heiðingjarnir, því að þið eruð harðir og ósveigjanlegir! Ætlið þið líka að standa gegn heilögum anda, eins og forfeður ykkar?
«ای خدانشناسان، ای یاغیان! تا کی می‌خواهید مانند اجدادتان با روح‌القدس مقاومت کنید؟
52 Nefnið mér einhvern spámann, sem forfeður ykkar ofsóttu ekki? Þeir drápu meira að segja þá, sem sögðu fyrir komu hins réttláta – Krists – sem þið svikuð síðan og myrtuð!
کدام پیامبری است که نیاکان شما او را شکنجه و آزار نداده باشند، پیامبرانی که آمدن آن مرد عادل، یعنی مسیح، را پیشگویی می‌کردند؟ و سرانجام مسیح را نیز گرفتید و کشتید!
53 Já, þið fótumtroðið lög Guðs af ásettu ráði, enda þótt þið hafið fengið þau úr höndum engla.“
بله، شما عمداً با خدا و احکام او مخالفت می‌کنید، گرچه این احکام را از فرشتگان دریافت کردید.»
54 Þegar meðlimir ráðsins heyrðu þessar ásakanir Stefáns, urðu þeir trylltir og gnístu tönnum af reiði.
سران قوم یهود از شنیدن این سخنان سخت برآشفتند و به شدت خشمگین شدند.
55 En Stefán horfði til himins, fylltur heilögum anda og sá dýrð Guðs og Jesú standa til hægri handar Guði.
ولی استیفان پر از روح‌القدس به سوی آسمان خیره شد و جلال خدا را دید و همچنین عیسی را که به دست راست خدا ایستاده بود.
56 „Sjáið!“sagði hann, „ég sé himnana opna og Jesú, sem er Kristur, standa við hægri hönd Guðs!“
پس به ایشان گفت: «نگاه کنید! من آسمان را می‌بینم که گشوده شده و مسیح را می‌بینم که به دست راست خدا ایستاده است!»
57 Þá æptu þeir til hans ókvæðisorð, gripu fyrir eyrun og yfirgnæfðu hann með hrópum sínum.
حاضرین که دیگر طاقت شنیدن این سخنان را نداشتند، گوشهای خود را گرفته، فریادی بلند سر دادند و بر سر استیفان ریختند،
58 Síðan hröktu þeir hann úr borginni og grýttu hann. Þeir, sem vitni urðu að þessum atburði, eða framkvæmdu aftökuna, fóru úr yfirhöfnum sínum og lögðu þær við fætur ungs manns, sem Páll hét.
و کشان‌کشان او را از شهر بیرون بردند تا سنگسارش کنند. شاهدان و متهم‌کنندگان او، عباهای خود را از تن درآوردند و پیش پای جوانی سولُس نام گذاشتند.
59 Þegar grjótið dundi á Stefáni bað hann: „Jesús, tak þú við anda mínum.“
در همان حالی که استیفان را سنگسار می‌کردند، او چنین دعا کرد: «ای عیسای خداوند، روح مرا بپذیر!»
60 Hann féll á kné og hrópaði: „Drottinn, fyrirgefðu þeim þessa synd!“og með þessi orð á vörum, dó hann.
سپس روی زانوها افتاد و با صدای بلند گفت: «خداوندا، این گناه را به حساب آنان مگذار!» بعد از این دعا، جان سپرد.

< Postulasagan 7 >