< Postulasagan 6 >

1 Á þessum tíma, þegar kirkjan óx hröðum skrefum, kom upp óánægja hjá grískumælandi Gyðingum í söfnuðinum út af því að ekkjur þeirra fengju ekki sinn hlut við hina daglegu matarúthlutun.
But in tho daies, whanne the noumbre of disciplis encreesside, the Grekis grutchiden ayens the Ebrews, for that her widewis weren dispisid in euery daies mynystryng.
2 Postularnir tólf kölluðu því allan söfnuðinn saman og sögðu: „Okkur postulunum er ætlað að predika, en ekki að stjórna matarúthlutun.
And the twelue clepiden togidere the multitude of disciplis, and seiden, It is not ryytful, that we leeuen the word of God, and mynystren to boordis.
3 Lítið því í kringum ykkur, kæru vinir, og finnið sjö vel kynnta menn í ykkar hópi, fulla af vísdómi og heilögum anda. Þá munum við láta annast þessi störf.
Therfor, britheren, biholde ye men of you of good fame, ful of the Hooli Goost and of wisdom, whiche we schulen ordeyne on this werk;
4 Við tólf getum þá notað tíma okkar til að biðja, predika og kenna.“
for we schulen be bisi to preier, and preche the word of God.
5 Þetta líkaði öllum vel og síðan voru eftirtaldir menn valdir: Stefán (maður óvenju sterkur í trúnni og fylltur heilögum anda), Filippus, Prókorus, Níkanor, Tímon, Parmenas og Nikolás frá Antíokkíu (hann hafði verið heiðingi, en snúist til Gyðingatrúar og síðan orðið kristinn).
And the word pleside bifor al the multitude; and thei chesiden Styuen, a man ful of feith and of the Hooli Goost, and Filip, and Procore, and Nycanor, and Tymon, and Parmanam, and Nycol, a comelyng, a man of Antioche.
6 Þessir sjö voru leiddir fyrir postulana, sem lögðu hendur yfir þá, báðu fyrir þeim og blessuðu þá.
Thei ordeyneden these bifor the siyt of apostlis, and thei preyeden, and leiden hoondis on hem.
7 Fagnaðarerindið barst nú stöðugt víðar. Lærisveinunum fjölgaði mjög í Jerúsalem og margir Gyðingaprestar snerust til trúar.
And the word of the Lord wexide, and the noumbre of the disciplis in Jerusalem was myche multiplied; also myche cumpany of preestis obeiede to the feith.
8 Stefán, sem var trúarsterkur og fylltur krafti heilags anda, vann mikil kraftaverk meðal fólksins.
And Steuen, ful of grace and of strengthe, made wondris and grete signes in the puple.
9 Dag nokkurn tóku menn úr trúflokki meðal Gyðinga, sem kallast „Frelsingjarnir“, að þrátta við hann. Fljótlega fengu þeir í lið með sér aðra Gyðinga frá Kýrene, Alexandríu í Egyptalandi, Kilikíu og Asíu,
But summe rysen of the synagoge, that was clepid of Libertyns, and Cirenensis, and of men of Alisaundre, and of hem that weren of Cilice and of Asie, and disputiden with Steuene.
10 en enginn þeirra gat þó staðið gegn anda og vísdómi Stefáns.
And thei miyten not withstonde the wisdom and the spirit, that spak.
11 Þeir fengu því menn til að bera út þann óhróður, að þeir hefðu heyrt Stefán bölva Móse og jafnvel sjálfum Guði.
Thanne thei priueli senten men, that schulden seie, that thei herden hym seiynge wordis of blasfemye ayens Moises and God.
12 Ásakanir þessar æstu múginn upp gegn Stefáni, svo að leiðtogar Gyðinganna handtóku hann og leiddu fyrir ráðið.
And so thei moueden togidere the puple, and the eldre men, and the scribis; and thei rannen togidre, and token hym, and brouyten in to the counsel.
13 Ljúgvitnin endurtóku þar að Stefán væri sífellt að fordæma musterið og lög Móse.
And thei ordeyneden false witnessis, that seiden, This man ceessith not to speke wordis ayens the hooli place, and the lawe.
14 Þeir sögðu: „Við höfum heyrt hann segja að þessi Jesús frá Nasaret, muni leggja musterið í rúst og fótum troða lög Móse.“
For we herden hym seiynge, That this Jhesus of Nazareth schal destrye this place, and schal chaunge the tradiciouns, whiche Moyses bitook to us.
15 Þegar hér var komið veittu meðlimir ráðsins því athygli að andlit Stefáns lýsti sem engilsásjóna!
And alle men that seten in the counsel bihelden hym, and sayn his face as the face of an aungel.

< Postulasagan 6 >