< Postulasagan 28 >

1 Fljótlega fengum við að vita að við værum staddir á eyjunni Möltu.
En als zij ontkomen waren, toen verstonden zij, dat het eiland Melite heette.
2 Fólkið þar var vingjarnlegt. Það bauð okkur velkomna og kveikti bál á ströndinni svo að við gætum yljað okkur, því að rigning var og hráslagalegt.
En de barbaren bewezen ons geen gemene vriendelijkheid; want een groot vuur ontstoken hebbende, namen zij ons allen in, om den regen, die overkwam, en om de koude.
3 Páll tíndi fangið fullt af sprekum, en þegar hann ætlaði að kasta þeim á eldinn, skreið höggormur út úr hrúgunni – hann var að flýja hitann – og festi sig á handlegg hans.
En als Paulus een hoop rijzen bijeengeraapt en op het vuur gelegd had, kwam er een adder uit door de hitte, en vatte zijn hand.
4 Þegar eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga við Pál, sögðu þeir hver við annan: „Þessi maður er áreiðanlega morðingi! Hann bjargaðist úr sjávarháska, en örlögin vilja samt ekki leyfa honum að lifa!“
En als de barbaren het beest zagen aan zijn hand hangen, zeiden zij tot elkander: Deze mens is gewisselijk een doodslager, welken de wraak niet laat leven, daar hij uit de zee ontkomen is.
5 Þá hristi Páll höggorminn af sér í eldinn og varð ekki meint af.
Maar hij schudde het beest af in het vuur, en leed niets kwaads.
6 Fólkið beið eftir að handleggurinn bólgnaði og Páll dytti dauður niður, en þegar það gerðist ekki skipti það um skoðun og taldi hann vera guð.
En zij verwachtten, dat hij zou opzwellen, of terstond dood nedervallen. Maar als zij lang gewacht hadden, en zagen, dat geen ongemak hem overkwam, werden zij veranderd, en zeiden, dat hij een god was.
7 Skammt frá strandstaðnum var búgarður sem Públíus, æðsti maður eyjarinnar, átti. Tók hann mjög hlýlega á móti okkur og leyfði okkur að gista hjá sér í þrjá daga.
En hier, omtrent dezelfde plaats, had de voornaamste van het eiland, met name Publius, zijn landhoeven, die ons ontving, en drie dagen vriendelijk herbergde.
8 Þegar þetta gerðist, var faðir Públíusar veikur. Hann hafði blóðsótt og háan hita. Páll fór inn til hans, lagði hendur yfir hann og læknaði hann.
En het geschiedde, dat de vader van Publius, met koortsen en den roden loop bevangen zijnde, te bed lag; tot denwelken Paulus inging, en als hij gebeden had, legde hij de handen op hem, en maakte hem gezond.
9 Þetta varð til þess að allir aðrir, sem veikir voru á eyjunni, komu og fengu lækningu.
Als dit dan geschied was, kwamen ook tot hem de anderen, die krankheden hadden in het eiland, en werden genezen.
10 Gjöfunum rigndi yfir okkur og þegar brottfarardagurinn rann upp, kom fólk um borð með allt mögulegt sem við þurftum til sjóferðarinnar.
Die ons ook eerden met veel eer, en als wij vertrekken zouden, bestelden zij ons hetgeen van node was.
11 Þremur mánuðum eftir strandið lögðum við af stað á ný og þá með skipi sem sigldi undir merki Tvíburanna. Það var frá Alexandríu, en hafði legið við eyjuna um veturinn.
En na drie maanden voeren wij af in een schip van Alexandrie, dat in het eiland overwinterd had, hebbende tot een teken, Kastor en Pollux.
12 Fyrst komum við til Sýrakúsu og var þar höfð þriggja daga viðdvöl.
En als wij te Syrakuse aangekomen waren, bleven wij aldaar drie dagen;
13 Þaðan sveigðum við yfir til Regíum og daginn eftir snerist hann í sunnanátt, svo að þar næsta dag komumst við til Púteólí.
Van waar wij omvoeren, en kwamen aan te Regium; en alzo, na een dag, de wind zuid werd, kwamen wij den tweeden dag te Puteoli;
14 Þar fundum við kristna menn. Þeir báðu okkur að staldra við hjá sér eina viku. Við gerðum það, en síðan héldum við áfram til Rómar.
Alwaar wij broeders vonden, en werden gebeden, zeven dagen bij hen te blijven; en alzo gingen wij naar Rome.
15 Bræðurnir í Róm höfðu frétt að við værum að koma. Þeir fóru því út að torginu til að taka á móti okkur og reyndar slógust aðrir í hópinn hjá Þríbúðum við Appíusarveginn. Þegar Páll sá þá þakkaði hann Guði og hresstist við.
En vandaar kwamen de broeders, van onze zaken gehoord hebbende, ons tegemoet tot Appiusmarkt, en de drie tabernen; welke Paulus ziende, dankte hij God en greep moed.
16 Þegar Páll kom til Rómar, var honum leyft að búa út af fyrir sig, en þó var hans gætt af hermanni.
En toen wij te Rome gekomen waren, gaf de hoofdman de gevangenen over aan den overste des legers; maar aan Paulus werd toegelaten op zichzelven te wonen met den krijgsknecht, die hem bewaarde.
17 Þrem dögum eftir komuna kallaði hann til sín leiðtoga Gyðinga í borginni og sagði við þá: „Bræður, Gyðingarnir í Jerúsalem tóku mig fastan og síðan lenti ég í höndum rómversku yfirvaldanna. Gyðingarnir vildu lögsækja mig, enda þótt ég hefði ekki valdið neinum tjóni né brotið siði forfeðra okkar.
En het geschiedde na drie dagen dat Paulus samenriep degenen, die de voornaamsten der Joden waren. En als zij samengekomen waren, zeide hij tot hen: Mannen broeders, ik, die niets gedaan heb tegen het volk of de vaderlijke gewoonten, ben gebonden uit Jeruzalem overgeleverd in de handen der Romeinen;
18 Þegar Rómverjarnir höfðu kynnt sér mál mitt vildu þeir sleppa mér, því að enga dauðasök fundu þeir hjá mér eins og leiðtogar Gyðinganna höfðu haldið stíft fram.
Dewelken, mij onderzocht hebbende, wilden mij loslaten, omdat geen schuld des doods in mij was.
19 En þar sem Gyðingarnir gátu ekki fallist á slík málalok, fannst mér rétt að skjóta málinu til keisarans, enda þótt ég hafi ekkert að ákæra þjóð mína fyrir.
Maar als de Joden zulks tegenspraken, werd ik genoodzaakt mij op den keizer te beroepen; doch niet, alsof ik iets had, mijn volk te beschuldigen.
20 Ástæðan fyrir því að ég bað ykkur að koma hingað í dag, er sú að ég vildi kynnast ykkur og segja ykkur hvers vegna ég er fjötraður, en það er vegna þess að ég trúi því að Kristur sé þegar kominn.“
Om deze oorzaak dan heb ik u bij mij geroepen, om u te zien en aan te spreken; want vanwege de hope Israels ben ik met deze keten omvangen.
21 Þeir svöruðu: „Við höfum ekki heyrt neitt misjafnt um þig. Við höfum engin slík bréf fengið frá Júdeu né heldur fréttir frá þeim sem komið hafa frá Jerúsalem.
Maar zij zeiden tot hem: Wij hebben noch brieven u aangaande van Judea ontvangen; noch iemand van de broeders, hier gekomen zijnde, heeft van u iets kwaads geboodschapt of gesproken.
22 Við viljum gjarnan vita hverju þú trúir, því að það eina sem við heyrum um þessa kristnu menn, er að þeir séu alls staðar fordæmdir.“
Maar wij begeren wel van u te horen, wat gij gevoelt; want wat deze sekte aangaat, ons is bekend, dat zij overal tegengesproken wordt.
23 Síðan komu þeir sér saman um að hittast aftur seinna og þegar sá dagur kom, fjölmenntu Gyðingar til Páls. Hann talaði við þá um guðsríki, fræddi þá um Jesú og vitnaði í Mósebækurnar fimm og spámannaritin. Viðræðurnar hófust að morgni og héldu áfram allt til kvölds.
En als zij hem een dag gesteld hadden, kwamen er velen in zijn woonplaats; denwelken hij het Koninkrijk Gods uitlegde, en betuigde, en poogde hen te bewegen tot het geloof in Jezus, beide uit de wet van Mozes en de profeten, van des morgens vroeg tot den avond toe.
24 Sumir trúðu útskýringum Páls, en aðrir ekki.
En sommigen geloofden wel, hetgeen gezegd werd, maar sommigen geloofden niet.
25 Eftir að hafa rökrætt málið sín á milli, yfirgáfu þeir húsið með þessi orð Páls í eyrum sér. „Heilagur andi hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði við Jesaja spámann:
En tegen elkander oneens zijnde, scheidden zij; als Paulus dit ene woord gezegd had, namelijk: Wel heeft de Heilige Geest gesproken door Jesaja, den profeet, tot onze vaderen,
26 „Segðu Gyðingunum: Þið munuð heyra og sjá, en samt ekki skilja,
Zeggende: Ga heen tot dit volk, en zeg: Met het gehoor zult gij horen, en geenszins verstaan; en ziende zult gij zien, en geenszins bemerken.
27 vegna þess að hugur ykkar er sljór, heyrnin slæm og augunum hafið þið lokað. Því að hvorki viljið þið sjá, heyra né skilja, til að geta snúið ykkur til mín og hljóta lækningu.“
Want het hart dezes volks is dik geworden, en met de oren hebben zij zwaarlijk gehoord, en hun ogen hebben zij toegedaan; opdat zij niet te eniger tijd met de ogen zouden zien, en met de oren horen, en met het hart verstaan, en zij zich bekeren, en Ik hen geneze.
28 Ég vil að ykkur sé ljóst að þetta hjálpræði Guðs stendur einnig heiðingjunum til boða og þeir munu taka á móti því.“
Het zij u dan bekend, dat de zaligheid Gods den heidenen gezonden is, en dezelve zullen horen.
En als hij dit gezegd had, gingen de Joden weg, veel twisting hebbenden onder elkander.
30 Í þessu leiguherbergi bjó Páll næstu tvö árin og tók þar á móti öllum sem heimsóttu hann.
En Paulus bleef twee gehele jaren in zijn eigen gehuurde woning; en ontving allen, die tot hem kwamen;
31 Hann talaði djarflega við alla um guðsríki og um Drottin Jesú Krist og engin tilraun var gerð til að hindra hann.
Predikende het Koninkrijk Gods, en lerende van den Heere Jezus Christus met alle vrijmoedigheid, onverhinderd.

< Postulasagan 28 >