< Postulasagan 26 >

1 Þá sagði Agrippa við Pál: „Gjörðu svo vel. Segðu okkur nú sögu þína.“Páll rétti fram höndina til kveðju og hóf varnarræðu sína:
THEN Agrippa said unto Paul, Thou art permitted to speak for thyself. Then Paul stretching out his hand, began his defence:
2 „Það er mér gleðiefni, Agrippa konungur, að fá að kynna þér mál mitt,
I count myself happy, king Agrippa, that I am about to address my defence to thee this day concerning all the things of which I am accused by the Jews:
3 því að ég veit að þú gjörþekkir lög og siði Gyðinga. Sýnið nú þolinmæði og hlustið á mig.
especially as thou art skilled both in all the customs, and questions which respect the Jews: wherefore I beg the favour of thee to hear me patiently.
4 Eins og Gyðingarnir vita, fékk ég gyðinglega uppfræðslu frá fyrstu bernsku í Tarsus en seinna meir í Jerúsalem og lifði ég lífi mínu í samræmi við hana.
The manner of my life even from my youth, which from its beginning was spent amidst my own nation at Jerusalem, know indeed all the Jews;
5 Þeim er líka fullljóst að ég var strangastur allra farísea í hlýðni við lög og siðvenjur þjóðar okkar.
who previously knew me a long while ago, (if they chose to bear testimony, ) that according to the most precise sect of our religion I lived a Pharisee.
6 Ástæðan fyrir því að ég er lögsóttur, er sú von mín að Guð muni standa við loforðið sem hann gaf forfeðrum okkar.
And this moment for the hope of the promise made of God to our fathers am I standing here to be judged:
7 Það er loforðið sem allar tólf ættkvíslir Ísraelsmanna bíða eftir að verði uppfyllt. En konungur, nú segja þeir að með því hafi ég gerst afbrotamaður!
which promise our twelve tribes, with fervour night and day worshipping God, hope to attain. For which hope, king Agrippa, I am criminated by the Jews.
8 Hvað er glæpsamlegt við að trúa upprisu dauðra? Finnst þér ótrúlegt að Guð geti reist menn frá dauðum?
What! is it judged a thing incredible by you, that God should raise the dead?
9 Ég leit svo á að mitt hlutverk væri að ofsækja fylgjendur Jesú frá Nasaret.
I indeed then thought in myself, that I ought to do many things in opposition to the name of Jesus the Nazarean.
10 Ég fékk leyfi hjá æðstu prestunum til að varpa mörgum hinna heilögu í Jerúsalem í fangelsi og samþykkti svo að þeir yrðu teknir af lífi.
Which also I did at Jerusalem: and many of the saints did I shut up in prisons, having received authority from the chief priests; and when they were killed, I gave my vote against them.
11 Ég notaði pyntingar til að neyða kristna menn, hvar sem þeir fundust, til að formæla Kristi. Slíkt æði hafði gripið mig að ég elti þá jafnvel til fjarlægra borga í öðrum löndum.
And in every synagogue oftentimes punishing them, I compelled them to blaspheme; and being exceedingly maddened with rage against them, I persecuted them even to the cities that are without.
12 Eitt sinn fór ég til Damaskus í slíkum erindagjörðum með sérstakt leyfi og umboð frá æðstu prestunum.
In which pursuits, even as I was going to Damascus with authority and a commission from the chief priests,
13 Þá gerðist það einn daginn, um hádegisbilið, að ljós, bjartara en sólin, birtist á himninum og skein á mig og félaga mína.
at midday, O king, I saw on the road a light from heaven, beyond the splendour of the sun, shining around myself and those who were travelling with me.
14 Við féllum allir til jarðar og ég heyrði rödd, sem sagði við mig á hebresku: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Það verður aðeins sjálfum þér til tjóns.“
And as we were all fallen prostrate on the earth, I heard a voice speaking to me, and saving in the Hebrew tongue, Saul, Saul, why persecutest thou me? it is difficult for thee to kick against the goads.
15 „Hver ert þú herra?“spurði ég Drottinn svaraði: „Ég er Jesús, sem þú ofsækir.
Then I said, Who art thou, Lord? And he replied, I am Jesus whom thou art persecuting.
16 En stattu upp! Ég hef birst þér til að útnefna þig þjón minn og vitni. Þú átt að segja heiminum frá þessari opinberun, og öðrum, sem þú munt fá í framtíðinni.
Notwithstanding, arise, and stand on thy feet: for to this end have I appeared to thee, to ordain thee both a minister and a witness of the things which thou hast seen, and of those which I will shew thee;
17 Ég mun vernda þig bæði fyrir heiðingjunum og þinni eigin þjóð. Ég ætla að senda þig til heiðingjanna
delivering thee both from the people, and from the Gentiles, to whom now I send thee,
18 til þess að þeir sjái hið sanna ástand sitt, geri iðrun og lifi í ljósi Guðs en ekki í myrkri Satans. Þeir munu taka við fyrirgefningu syndanna og þeim arfi, sem Guð vill veita öllum, hvar sem þeir eru, fyrir trúna á mig.“
to open their eyes, to convert them from darkness to light, and from the dominion of Satan unto God, that they may receive remission of sins, and an inheritance with those who are sanctified by faith which is in me.
19 Agrippa konungur, þessari himnesku sýn óhlýðnaðist ég ekki.
Whereupon, O king Agrippa, I was not disobedient to the heavenly vision:
20 Fyrst predikaði ég í Damaskus, síðan í Jerúsalem og um alla Júdeu og að lokum meðal heiðingjanna. Ég hvatti alla til að snúa sér frá syndinni og til Guðs og sanna afturhvarf sitt með því að ástunda góð verk.
but preached first to those at Damascus, and Jerusalem, and to all the region of Judea, and to the Gentiles, that they should repent and turn to God, practicing works worthy of repentance.
21 Fyrir að predika þetta, handtóku Gyðingarnir mig í musterinu og reyndu að drepa mig.
Because of these things, the Jews seizing me in the temple, attempted to kill me on the spot.
22 En Guð verndaði mig, svo ég er enn á lífi og vitna um þetta fyrir háum og lágum. Í kenningu minni er ekkert sem ekki er frá Móse eða spámönnunum.
Having however obtained help from God, unto this day, I stand witnessing both to small and great, saying nothing but what both the prophets and Moses said should come to pass:
23 Þeir sögðu að Kristur yrði að þjást og myndi rísa upp frá dauðum, fyrstur allra, til að verða ljós bæði Gyðingum og heiðingjum.“
that the Messiah should suffer, and that he being the first who should rise from the dead, should display light to the people, and to the Gentiles.
24 „Þú ert búinn að missa vitið, Páll!“hrópaði Festus allt í einu. „Allur þessi bókalestur hefur gert þig ruglaðan!“
As thus he was proceeding in his defence, Festus with a loud voice said, Paul, thou art raving; much reading hath driven thee to madness.
25 „Ekki er ég vitskertur, göfugi Festus, “svaraði Páll, „ég er með fullu viti og er aðeins að segja sannleikann.
But he said, I am not mad, most noble Festus; but utter words of truth and sobriety.
26 Agrippa konungur skilur þetta allt mætavel. Ég tala hreinskilnislega, því að ég er viss um að hann er þessu vel kunnugur, enda hafa þessir atburðir ekki gerst í leynum heldur fyrir allra augum.
For the king is well acquainted with these things, before whom also I speak with the greatest freedom. For I am persuaded that none of these events have escaped his notice; for this thing was not done in a corner.
27 Agrippa konungur, trúir þú spámönnunum? Ég veit að þú gerir það…“
King Agrippa! believest thou the prophets? I know that thou believest.
28 Þá greip Agrippa fram í og sagði: „Heldurðu að ekki þurfi meira til að gera mig kristinn?“
Then Agrippa said to Paul, Almost thou persuadest me to be a Christian.
29 „Þess bið ég Guð, “svaraði Páll, „að hvort sem rök mín eru veik eða sterk, þá mættir þú og aðrir, sem hér hlusta, verða eins og ég, að undanskildum hlekkjunum.“
And Paul replied, would to God, that not only thou, but also that all who are hearing me this day, were both almost, and altogether such as I am, except these chains.
30 Þá stóð konungurinn upp ásamt landstjóranum, Berníke og öllum hinum og fór.
So when he had thus spoken, the king arose, and the governor, and Bernice, and they who sat with him,
31 Þegar þau ræddu málið eftir á, urðu þau sammála um að Páll hefði ekkert aðhafst, sem réttlætti dauðadóm eða fangelsisvist.
and retiring, conversed together, saying, This man hath done nothing worthy of death, or of chains.
32 Síðan sagði Agrippa við Festus: „Nú hefði verið hægt að sleppa honum, ef hann hefði ekki skotið málinu til keisarans.“
And Agrippa said to Festus, This man might have been discharged, if he had not appealed to Caesar.

< Postulasagan 26 >