< Postulasagan 22 >

1 „Kæru ættmenn, “hóf hann mál sitt, „hlustið á málsvörn mína.“
Ἄνδρες ἀδελφοὶ καὶ πατέρες, ἀκούσατέ μου τῆς πρὸς ὑμᾶς νυνὶ ἀπολογίας
2 (Þegar fólkið heyrði hann tala hebresku varð þögnin enn meiri.)
ἀκούσαντες δὲ ὅτι τῇ Ἑβραΐδι διαλέκτῳ προσεφώνει αὐτοῖς μᾶλλον παρέσχον ἡσυχίαν. καὶ φησίν·
3 „Ég er Gyðingur, fæddur í Tarsus, sem er borg í Kilikíu, en hér í Jerúsalem hlaut ég menntun mína. Ég var í skóla hjá Gamalíel og lærði þar að hlýða lögum og siðum okkar Gyðinga út í ystu æsar. Mér var umhugað að þóknast Guði í öllu sem ég gerði, rétt eins og þið í dag.
ἐγώ εἰμι ἀνὴρ Ἰουδαῖος, γεγεννημένος ἐν Ταρσῷ τῆς Κιλικίας, ἀνατεθραμμένος δὲ ἐν τῇ πόλει ταύτῃ, παρὰ τοὺς πόδας Γαμαλιὴλ πεπαιδευμένος κατὰ ἀκρίβειαν τοῦ πατρῴου νόμου, ζηλωτὴς ὑπάρχων τοῦ θεοῦ καθὼς πάντες ὑμεῖς ἐστε σήμερον·
4 Ég ofsótti kristna menn og elti þá uppi til að lífláta þá. Ég lét binda bæði karla og konur og varpa þeim í fangelsi.
ὃς ταύτην τὴν ὁδὸν ἐδίωξα ἄχρι θανάτου, δεσμεύων καὶ παραδιδοὺς εἰς φυλακὰς ἄνδρας τε καὶ γυναῖκας,
5 Æðsti presturinn, eða hver sem er úr ráðinu, getur staðfest það, því þeir gáfu mér skriflegt umboð til Gyðinganna í Damaskus, um að mér væri heimilt að taka þar alla kristna menn og færa í hlekkjum til Jerúsalem og láta refsa þeim þar.
ὡς καὶ ὁ ἀρχιερεὺς μαρτυρεῖ μοι καὶ πᾶν τὸ πρεσβυτέριον· παρ’ ὧν καὶ ἐπιστολὰς δεξάμενος πρὸς τοὺς ἀδελφοὺς εἰς Δαμασκὸν ἐπορευόμην ἄξων καὶ τοὺς ἐκεῖσε ὄντας δεδεμένους εἰς Ἱερουσαλὴμ ἵνα τιμωρηθῶσιν.
6 Þegar ég var á leiðinni og nálgaðist Damaskus, gerðist það skyndilega um hádegi að skært og bjart ljós skein á mig frá himni.
ἐγένετο δέ μοι πορευομένῳ καὶ ἐγγίζοντι τῇ Δαμασκῷ περὶ μεσημβρίαν ἐξαίφνης ἐκ τοῦ οὐρανοῦ περιαστράψαι φῶς ἱκανὸν περὶ ἐμέ,
7 Ég féll til jarðar og heyrði rödd segja við mig: „Sál, Sál, hvers vegna ofsækir þú mig?“
ἔπεσά τε εἰς τὸ ἔδαφος καὶ ἤκουσα φωνῆς λεγούσης μοι, Σαοὺλ Σαούλ, τί με διώκεις;
8 „Hver ert þú herra?“spurði ég. „Ég er Jesús frá Nasaret, sem þú ofsækir, “svaraði röddin.
ἐγὼ δὲ ἀπεκρίθην, τίς εἶ, κύριε; εἶπέν τε πρός ἐμέ, ἐγώ εἰμι Ἰησοῦς ὁ Ναζωραῖος ὃν σὺ διώκεις.
9 Mennirnir, sem með mér voru, sáu ljósið, en skildu ekki það sem sagt var.
οἱ δὲ σὺν ἐμοὶ ὄντες τὸ μὲν φῶς ἐθεάσαντο τὴν δὲ φωνὴν οὐκ ἤκουσαν τοῦ λαλοῦντός μοι.
10 „Drottinn, hvað á ég að gera?“spurði ég þá. „Stattu á fætur, “svarði Drottinn, „farðu inn í Damaskus og þar mun þér verða sagt hvað bíður þín.“
εἶπον δέ, τί ποιήσω, κύριε; ὁ δὲ κύριος εἶπεν πρός με, ἀναστὰς πορεύου εἰς Δαμασκόν, κἀκεῖ σοι λαληθήσεται περὶ πάντων ὧν τέτακταί σοι ποιῆσαι.
11 Ég hafði blindast af þessu skæra ljósi, svo ferðafélagar mínir urðu að leiða mig inn í Damaskus.
ὡς δὲ οὐκ ἐνέβλεπον ἀπὸ τῆς δόξης τοῦ φωτὸς ἐκείνου, χειραγωγούμενος ὑπὸ τῶν συνόντων μοι ἦλθον εἰς Δαμασκόν.
12 Í borginni bjó maður sem hét Ananías. Hann var guðrækinn, fór nákvæmlega eftir lögum Gyðinga og var í miklum metum meðal Gyðinganna í borginni.
Ἀνανίας δέ τις, ἀνὴρ εὐλαβὴς κατὰ τὸν νόμον, μαρτυρούμενος ὑπὸ πάντων τῶν κατοικούντων Ἰουδαίων,
13 Hann kom til mín og sagði: „Bróðir Sál, líttu upp! Þú hefur fengið sjónina!“Og á sama andartaki fékk ég sjónina!
ἐλθὼν πρός ἐμὲ καὶ ἐπιστὰς εἶπέν μοι· Σαοὺλ ἀδελφέ, ἀνάβλεψον· κἀγὼ αὐτῇ τῇ ὥρᾳ ἀνέβλεψα εἰς αὐτόν.
14 Og síðan sagði hann við mig: „Guð feðra okkar hefur valið þig til að þekkja vilja sinn, sjá Krist og heyra hann tala.
ὁ δὲ εἶπεν, ὁ θεὸς τῶν πατέρων ἡμῶν προεχειρίσατό σε γνῶναι τὸ θέλημα αὐτοῦ καὶ ἰδεῖν τὸν δίκαιον καὶ ἀκοῦσαι φωνὴν ἐκ τοῦ στόματος αὐτοῦ,
15 Þú átt að flytja öllum boðskap hans og segja frá því sem þú hefur séð og heyrt.
ὅτι ἔσῃ μάρτυς αὐτῷ πρὸς πάντας ἀνθρώπους ὧν ἑώρακας καὶ ἤκουσας.
16 Nú er ekki eftir neinu að bíða. Láttu skírast og hreinsast af syndum þínum og ákalla síðan nafn Drottins.“
καὶ νῦν τί μέλλεις; ἀναστὰς βάπτισαι καὶ ἀπόλυσαι τὰς ἁμαρτίας σου ἐπικαλεσάμενος τὸ ὄνομα αὐτοῦ.
17 Daginn sem ég kom aftur til Jerúsalem var ég á bæn í musterinu. Þá varð ég frá mér numinn og sá Guð í sýn. Hann sagði: „Flýttu þér! Farðu burt frá Jerúsalem, því að íbúar hennar munu ekki trúa þér, þegar þú flytur þeim boðskap minn.“
ἐγένετο δέ μοι ὑποστρέψαντι εἰς Ἱερουσαλὴμ καὶ προσευχομένου μου ἐν τῷ ἱερῷ γενέσθαι με ἐν ἐκστάσει
καὶ ἴδον αὐτὸν λέγοντά μοι, σπεῦσον καὶ ἔξελθε ἐν τάχει ἐξ Ἱερουσαλήμ, διότι οὐ παραδέξονταί σου μαρτυρίαν περὶ ἐμοῦ.
19 „Já, en Drottinn, “sagði ég, „þeir vita þó örugglega að það var ég sem lét fangelsa þá, sem á þig trúa, og berja þá í samkomuhúsunum.
κἀγὼ εἶπον, κύριε, αὐτοὶ ἐπίστανται ὅτι ἐγὼ ἤμην φυλακίζων καὶ δέρων κατὰ τὰς συναγωγὰς τοὺς πιστεύοντας ἐπὶ σέ·
20 Og þegar vottur þinn, Stefán, var drepinn, þá var það ég sem stóð þar hjá og gaf samþykki mitt. Ég gætti yfirhafna þeirra sem grýttu hann!“
καὶ ὅτε ἐξεχύννετο τὸ αἷμα Στεφάνου τοῦ μάρτυρός σου, καὶ αὐτὸς ἤμην ἐφεστὼς καὶ συνευδοκῶν καὶ φυλάσσων τὰ ἱμάτια τῶν ἀναιρούντων αὐτόν.
21 En Guð sagði: „Farðu burt frá Jerúsalem, því að ég ætla að senda þig annað – já alla leið til heiðingjanna!““
καὶ εἶπεν πρός με, πορεύου, ὅτι ἐγὼ εἰς ἔθνη μακρὰν ἐξαποστελῶ σε.
22 Fram að þessu hafði mannfjöldinn hlustað með athygli á Pál, en þegar hann minntist á heiðingjana, hrópuðu þeir einum rómi: „Burt með slíkan mann! Drepið hann! Hann á ekki skilið að fá að lifa!“
Ἤκουον δὲ αὐτοῦ ἄχρι τούτου τοῦ λόγου καὶ ἐπῆραν τὴν φωνὴν αὐτῶν λέγοντες, αἶρε ἀπὸ τῆς γῆς τὸν τοιοῦτον, οὐ γὰρ καθῆκεν αὐτὸν ζῆν.
23 Þeir æptu, köstuðu af sér yfirhöfnunum og þeyttu sandinum upp í loftið til merkis um reiði sína.
κραυγαζόντων δὲ αὐτῶν καὶ ῥιπτούντων τὰ ἱμάτια καὶ κονιορτὸν βαλλόντων εἰς τὸν ἀέρα,
24 Foringi hersveitarinnar lét þá leiða Pál inn og skipaði svo fyrir að hann yrði húðstrýktur til þess að fá hann til að játa glæp sinn. Hann vildi fá skýringu á æðinu sem runnið hafði á fólkið.
ἐκέλευσεν ὁ χιλίαρχος εἰσάγεσθαι αὐτὸν εἰς τὴν παρεμβολήν, εἴπας μάστιξιν ἀνετάζεσθαι αὐτὸν ἵνα ἐπιγνῷ δι’ ἣν αἰτίαν οὕτως ἐπεφώνουν αὐτῷ.
25 Meðan verið var að binda Pál og búa hann undir svipuhöggin, sagði hann við liðsforingja sem þar stóð: „Hafið þið leyfi til að húðstrýkja rómverskan borgara, án þess að rannsaka mál hans?“
ὡς δὲ προέτειναν αὐτὸν τοῖς ἱμᾶσιν εἶπεν πρὸς τὸν ἑστῶτα ἑκατόνταρχον ὁ Παῦλος· εἰ ἄνθρωπον Ῥωμαῖον καὶ ἀκατάκριτον ἔξεστιν ὑμῖν μαστίζειν;
26 Liðsforinginn gekk til hersveitarforingjans og spurði: „Veistu hvað þú ert að gera? Þessi maður er rómverskur borgari!“
ἀκούσας δὲ ὁ ἑκατοντάρχης προσελθὼν τῷ χιλιάρχῳ ἀπήγγειλεν λέγων· τί μέλλεις ποιεῖν; ὁ γὰρ ἄνθρωπος οὗτος Ῥωμαῖός ἐστιν.
27 Foringi hersveitarinnar gekk þá til Páls og spurði: „Segðu mér, ert þú rómverskur borgari?“„Já, “svaraði Páll.
προσελθὼν δὲ ὁ χιλίαρχος εἶπεν αὐτῷ· λέγε μοι, σὺ Ῥωμαῖος εἶ; ὁ δὲ ἔφη, ναί.
28 „Ég líka, “muldraði hersveitarforinginn, „og það kostaði mig ærið fé.“„Ég er hins vegar fæddur með þeim rétti, “sagði Páll.
ἀπεκρίθη δὲ ὁ χιλίαρχος· ἐγὼ πολλοῦ κεφαλαίου τὴν πολιτείαν ταύτην ἐκτησάμην. ὁ δὲ Παῦλος ἔφη· ἐγὼ δὲ καὶ γεγέννημαι.
29 Þegar hermennirnir, sem þarna stóðu með reiddar svipurnar, heyrðu að Páll væri rómverskur borgari, laumuðust þeir í burtu og hersveitarforinginn varð sömuleiðis hræddur, því að það var hann sem hafði fyrirskipað að Páll skyldi bundinn og húðstrýktur.
εὐθέως οὖν ἀπέστησαν ἀπ’ αὐτοῦ οἱ μέλλοντες αὐτὸν ἀνετάζειν· καὶ ὁ χιλίαρχος δὲ ἐφοβήθη ἐπιγνοὺς ὅτι Ῥωμαῖός ἐστιν καὶ ὅτι αὐτὸν ἦν δεδεκώς.
30 Daginn eftir lét hersveitarforinginn leysa fjötrana af Páli og fyrirskipaði æðstu prestunum að kalla saman Gyðingaráðið. Síðan lét hann leiða Pál fyrir ráðið til að reyna að útkljá þessa deilu.
Τῇ δὲ ἐπαύριον βουλόμενος γνῶναι τὸ ἀσφαλὲς τὸ τί κατηγορεῖται ὑπὸ τῶν Ἰουδαίων ἔλυσεν αὐτόν, καὶ ἐκέλευσεν συνελθεῖν τοὺς ἀρχιερεῖς καὶ πᾶν τὸ συνέδριον, καὶ καταγαγὼν τὸν Παῦλον ἔστησεν εἰς αὐτούς.

< Postulasagan 22 >