< Postulasagan 20 >
1 Eftir uppþotið kallaði Páll saman lærisveinana, uppörvaði þá og kvaddi og hélt síðan til Grikklands.
And after the ceasing of the tumult, Paul having called near the disciples, and having embraced [them], went forth to go on to Macedonia;
2 Á leiðinni þangað predikaði hann í hverjum bæ, þar sem kristna menn var að finna.
and having gone through those parts, and having exhorted them with many words, he came to Greece;
3 Eftir þriggja mánaða dvöl í Grikklandi, bjó hann sig undir að sigla til Sýrlands, en komst þá á snoðir um að Gyðingarnir höfðu gert samsæri um að lífláta hann. Hann ákvað því að breyta ferðaáætluninni og fara fyrst norður til Makedóníu.
and having continued three months—a counsel of the Jews having been against him—being about to set forth to Syria, there came [to him] a resolution of returning through Macedonia.
4 Í fylgd með Páli voru þessir menn: Sópater Pýrrusson frá Beroju, Aristarkus og Sekúndus frá Þessaloníku, Gajus frá Derbe, Tímóteus, og Týkíkus og Trófímus, báðir frá Litlu-Asíu.
And there were accompanying him to Asia, Sopater of Pyrrhus from Berea, and of Thessalonians Aristarchus and Secundus, and Gaius of Derbe, and Timotheus, and of Asians Tychicus and Trophimus;
5 Þeir fóru á undan og biðu okkar í Tróas.
these, having gone before, remained for us in Troas,
6 Eftir páskahátíðina sigldum við frá Filippí, áleiðis til Tróas og tók ferðin alls fimm daga. Í Tróas dvöldumst við eina viku.
and we sailed, after the days of the Unleavened [Bread], from Philippi, and came to them to Troas in five days, where we abided seven days.
7 Á sunnudeginum komum við saman til heilagrar kvöldmáltíðar. Páll predikaði og vegna þess að hann ætlaði að halda ferðinni áfram næsta dag, talaði hann alveg til miðnættis.
And on the first [day] of the weeks, the disciples having been gathered together to break bread, Paul was discoursing to them, about to depart on the next day, he was also continuing the discourse until midnight,
8 Loftsalurinn, sem við vorum í, var lýstur upp með mörgum lömpum.
and there were many lamps in the upper chamber where they were gathered together,
9 Páll hafði talað lengi þegar drengur, sem Evtýkus hét og sat í gluggakistunni, sofnaði undir ræðunni og féll út um gluggann, niður af þriðju hæð. Var hann látinn þegar að var komið.
and there a certain youth was sitting, by name Eutychus, on the window—being borne down by a deep sleep, Paul discoursing long—he having sunk down from the sleep, fell down from the third story, and was lifted up dead.
10 Páll fór niður til hans og tók hann í fangið. „Hafið engar áhyggjur, “sagði hann, „hann lifir.“Það reyndist rétt! Fólkið endurheimti gleði sína og síðan fóru allir upp í loftsalinn og neyttu saman kvöldmáltíðar Drottins. Eftir það hélt Páll áfram máli sínu og talaði lengi. Þegar hann hélt loks leiðar sinnar, var kominn morgunn!
And Paul, having gone down, fell on him, and having embraced [him], said, “Make no tumult, for his life is in him”;
and having come up, and having broken bread, and having tasted, for a long time also having talked—until daylight, so he went forth,
and they brought up the boy alive, and were comforted in no ordinary measure.
13 Páll fór landleiðina til Assus en við fórum á undan honum með skipi.
And we having gone before to the ship, sailed to Assos, there intending to take in Paul, for so he had arranged, intending himself to go on foot;
14 Í Assus hittum við hann og sigldum svo saman til Mitýlene.
and when he met with us at Assos, having taken him up, we came to Mitylene,
15 Daginn eftir sigldum við fram hjá Kíos, næsta dag komum við til Samos og þar næsta til Míletus.
and there having sailed, on the next day we came opposite Chios, and the next day we arrived at Samos, and having remained in Trogyllium, on the following day we came to Miletus,
16 Páll hafði ákveðið að koma ekki við í Efesus. Hann vildi flýta sér til Jerúsalem til þess að komast á hvítasunnuhátíðina, ef mögulegt væri.
for Paul decided to sail past Ephesus, that there may not be to him a loss of time in Asia, for he was hurrying, if it were possible for him, to be at Jerusalem on the day of the Pentecost.
17 Þegar við komum að landi í Míletus sendi hann skilaboð til leiðtoga safnaðarins í Efesus og bað þá að koma og hitta sig.
And from Miletus, having sent to Ephesus, he called for the elders of the assembly,
18 Þegar þeir komu sagði hann: „Þið vitið að frá þeirri stundu er ég steig fyrst fæti á Litlu-Asíu og fram á þennan dag,
and when they were come to him, he said to them, “You know from the first day in which I came to Asia, how I was with you at all times;
19 hef ég unnið verk Drottins auðmjúkur og með tárum. Oft hef ég horfst í augu við dauðann vegna þeirra launráða, sem Gyðingarnir hafa bruggað mér.
serving the LORD with all humility, and many tears, and temptations, that befell me in the counsels of the Jews against [me];
20 Samt skoraðist ég aldrei undan að segja ykkur sannleikann, hvort sem það var opinberlega eða á heimilum ykkar.
how I kept back nothing of what things are profitable, not to declare to you, and to teach you publicly, and in every house,
21 Ég hef vitnað um það, bæði fyrir Gyðingum og heiðingjum, að við verðum að snúa baki við syndinni og gefast Guði á vald, í trúnni á Drottin Jesú Krist.
testifying fully both to Jews and Greeks, conversion toward God, and faith toward our Lord Jesus Christ.
22 Nú er ég á leið til Jerúsalem, þangað knýr heilagur andi mig og við því fæ ég ekkert gert. Ekki veit ég hvað bíður mín þar,
And now, behold, I—bound in the Spirit—go on to Jerusalem, not knowing the things that will befall me in it,
23 en eitt veit ég þó: Heilagur andi segir við mig, hvert sem ég fer, að mín bíði fangelsi og þjáningar.
except that the Holy Spirit fully testifies in every city, saying that bonds and tribulations remain for me;
24 En líf mitt er ekki til neins annars en að vinna það verk, sem Drottinn Jesús fól mér – að flytja öðrum fagnaðarerindið um kærleika og náð Guðs.
but I make account of none of these, neither do I count my life precious to myself, so that I finish my course with joy, and the ministry that I received from the Lord Jesus, to fully testify [to] the good news of the grace of God.
25 Ég kom til ykkar og fræddi ykkur um guðsríki, en nú er mér ljóst, að þetta er í síðasta skipti sem þið sjáið mig.
And now, behold, I have known that you will no longer see my face, among all you [to] whom I went preaching the Kingdom of God;
26 Það er skoðun mín að ekki sé það mér að kenna þótt einhverjir glatist, “
for this reason I take you to witness this day, that I [am] clear from the blood of all,
27 því að ég flutti ykkur allt Guðs orð og dró ekkert undan.
for I did not keep back from declaring to you all the counsel of God.
28 Gætið ykkar og safnaðarins vel. Heilagur andi hefur falið ykkur þá ábyrgð að vera leiðtogar fyrir hjörð Guðs og annast hana – kirkjuna, sem hann keypti með sínu dýrmæta blóði.
Take heed, therefore, to yourselves, and to all the flock, among which the Holy Spirit made you overseers, to feed the Assembly of God that He acquired through His own blood,
29 Ég veit að þegar ég er farinn frá ykkur, munu falskennendur koma fram á meðal ykkar. Þeir líkjast gráðugum og grimmum úlfum, sem ráðast á hjörðina.
for I have known this, that there will enter in, after my departing, grievous wolves to you, not sparing the flock,
30 Sumir úr ykkar hópi munu rangsnúa sannleikanum til að safna að sér fylgjendum.
and there will arise men of your own selves, speaking perverse things, to draw away the disciples after them.
31 Gætið vel að öllu! Minnist þessara þriggja ára er ég dvaldist meðal ykkar. Munið hvernig ég annaðist ykkur dag og nótt og gleymið ekki tárunum, sem runnu ykkar vegna.
Therefore, watch, remembering that three years, night and day, I did not cease with tears warning each one;
32 Nú fel ég ykkur Guði og orði máttar hans, sem megnar að efla trú ykkar og gefa ykkur arf með öllum þeim, sem hann hefur helgað sér.
and now, I commend you, brothers, to God, and to the word of His grace, that is able to build up, and to give you an inheritance among all those sanctified.
33 Hvorki girntist ég fé né fatnað nokkurs manns.
I coveted the silver or gold or clothing of no one;
34 Þið vitið sjálfir að hendur mínar unnu fyrir lífsviðurværi mínu og jafnvel þörfum þeirra sem með mér voru.
and you yourselves know that to my necessities, and to those who were with me, these hands ministered;
35 Ég var ykkur fyrirmynd í því að hjálpa snauðum, minnugur orða Drottins Jesú: „Sælla er að gefa en þiggja.“
I showed you all things, that, thus laboring, it is necessary to partake with the ailing, to also be mindful of the words of the Lord Jesus, that He Himself said: It is more blessed to give than to receive.”
36 Þegar Páll hafði lokið máli sínu, kraup hann niður og bað með þeim.
And having said these things, having bowed his knees, with them all, he prayed,
37 Þeir grétu og föðmuðu hann að sér að skilnaði,
and there came a great weeping to all, and having fallen on the neck of Paul, they were kissing him,
38 og þótti sárt að heyra að hann mundi aldrei sjá þá framar. Síðan fylgdu þeir honum til skips.
sorrowing most of all for the word that he had said—that they are about to see his face no longer; and they were accompanying him to the ship.