< Postulasagan 16 >

1 Páll og Sílas lögðu fyrst leið sína til Derbe og síðan til Lýstru. Þar hittu þeir Tímóteus, trúaðan mann. Hann átti kristna móður, sem var Gyðingur, en faðir hans var grískur.
κατηντησεν δε εις δερβην και λυστραν και ιδου μαθητης τις ην εκει ονοματι τιμοθεος υιος γυναικος τινος ιουδαιας πιστης πατρος δε ελληνος
2 Bræðrunum í Lýstru og Íkóníum líkaði vel við Tímóteus,
ος εμαρτυρειτο υπο των εν λυστροις και ικονιω αδελφων
3 og bað Páll hann því að slást í för með sér. Vegna Gyðinganna, sem þarna bjuggu, fannst Páli rétt að umskera Tímóteus áður en þeir lögðu af stað, því að allir vissu að faðir hans var grískur (hann hafði ekki viljað leyfa slíkt fyrr en nú).
τουτον ηθελησεν ο παυλος συν αυτω εξελθειν και λαβων περιετεμεν αυτον δια τους ιουδαιους τους οντας εν τοις τοποις εκεινοις ηδεισαν γαρ απαντες τον πατερα αυτου οτι ελλην υπηρχεν
4 Síðan fóru þeir þrír frá einum bæ til annars og kunngjörðu þær ákvarðanir, sem postularnir og öldungarnir í Jerúsalem höfðu tekið varðandi heiðingjana, sem yrðu kristnir.
ως δε διεπορευοντο τας πολεις παρεδιδουν αυτοις φυλασσειν τα δογματα τα κεκριμενα υπο των αποστολων και των πρεσβυτερων των εν ιερουσαλημ
5 Í söfnuðunum fjölgaði nú dag frá degi og menn styrktust í trúnni.
αι μεν ουν εκκλησιαι εστερεουντο τη πιστει και επερισσευον τω αριθμω καθ ημεραν
6 Þeir félagarnir fóru næst um héruðin Frýgíu og Galatíu, en ekki Asíuhéruð, því að þangað hafði heilagur andi bannað þeim að fara.
διελθοντες δε την φρυγιαν και την γαλατικην χωραν κωλυθεντες υπο του αγιου πνευματος λαλησαι τον λογον εν τη ασια
7 Þeir héldu því fram með landamærum Mýsíu og ætluðu inn í Biþýníuhérað, en andi Jesú neitaði því aftur.
ελθοντες κατα την μυσιαν επειραζον κατα την βιθυνιαν πορευεσθαι και ουκ ειασεν αυτους το πνευμα
8 Af þeim sökum fóru þeir um Mýsíu og til Tróas.
παρελθοντες δε την μυσιαν κατεβησαν εις τρωαδα
9 Í Tróas fékk Páll vitrun um nótt. Sá hann mann frá Makedóníu í Grikklandi koma til sín. Maðurinn bað hann heitt og innilega: „Komdu til Makedóníu og hjálpaðu okkur.“
και οραμα δια της νυκτος ωφθη τω παυλω ανηρ τις ην μακεδων εστως παρακαλων αυτον και λεγων διαβας εις μακεδονιαν βοηθησον ημιν
10 Þar með var málið leyst. Nú vissum við hvert við áttum að fara. Til Makedóníu. Guð ætlaði að senda okkur þangað til að boða fagnaðarerindið.
ως δε το οραμα ειδεν ευθεως εζητησαμεν εξελθειν εις την μακεδονιαν συμβιβαζοντες οτι προσκεκληται ημας ο κυριος ευαγγελισασθαι αυτους
11 Við fórum með skipi frá Tróas, sigldum beint til Samóþrake og þaðan daginn eftir til Neapólis.
αναχθεντες ουν απο της τρωαδος ευθυδρομησαμεν εις σαμοθρακην τη τε επιουση εις νεαπολιν
12 Loks komum við til Filippí, rómverskrar nýlendu, rétt innan við landamæri Makedóníu, og þar dvöldumst við í nokkra daga.
εκειθεν τε εις φιλιππους ητις εστιν πρωτη της μεριδος της μακεδονιας πολις κολωνια ημεν δε εν ταυτη τη πολει διατριβοντες ημερας τινας
13 Á helgidegi Gyðinga fórum við spölkorn út fyrir borgina, fram með á nokkurri, til staðar sem við álitum vera hentugan bænastað. Þar settumst við niður og töluðum við konur sem þar voru saman komnar.
τη τε ημερα των σαββατων εξηλθομεν εξω της πολεως παρα ποταμον ου ενομιζετο προσευχη ειναι και καθισαντες ελαλουμεν ταις συνελθουσαις γυναιξιν
14 Ein þeirra hét Lýdía. Var hún verslunarkona frá Þýatíru og seldi purpuraklæði. Hún var guðrækin. Meðan hún hlustaði á okkur, opnaði Drottinn hjarta hennar og hún tók á móti öllu sem Páll sagði.
και τις γυνη ονοματι λυδια πορφυροπωλις πολεως θυατειρων σεβομενη τον θεον ηκουεν ης ο κυριος διηνοιξεν την καρδιαν προσεχειν τοις λαλουμενοις υπο του παυλου
15 Hún lét skírast ásamt öllu heimilisfólki sínu og bauð okkur að gista hjá sér. „Ef þið álítið mig trúa Drottni, “sagði hún, „komið þá og dveljist á heimili mínu.“Hún lagði hart að okkur uns við létum undan.
ως δε εβαπτισθη και ο οικος αυτης παρεκαλεσεν λεγουσα ει κεκρικατε με πιστην τω κυριω ειναι εισελθοντες εις τον οικον μου μεινατε και παρεβιασατο ημας
16 Dag einn, er við vorum á leið til bænastaðarins á árbakkanum, mættum við þjónustustúlku sem hafði illan anda. Hún spáði fyrir fólki og græddi þannig mikla peninga handa eigendum sínum.
εγενετο δε πορευομενων ημων εις προσευχην παιδισκην τινα εχουσαν πνευμα πυθωνος απαντησαι ημιν ητις εργασιαν πολλην παρειχεν τοις κυριοις αυτης μαντευομενη
17 Allt í einu fór hún að elta okkur og hrópa: „Þessir menn eru þjónar Guðs og eru komnir til að segja ykkur hvernig þið getið fengið syndafyrirgefningu.“
αυτη κατακολουθησασα τω παυλω και ημιν εκραζεν λεγουσα ουτοι οι ανθρωποι δουλοι του θεου του υψιστου εισιν οιτινες καταγγελλουσιν ημιν οδον σωτηριας
18 Þessu hélt hún áfram dag eftir dag, þar til Páll, sem líkaði þetta illa, sneri sér við og sagði við illa andann, sem í henni var: „Ég skipa þér í nafni Jesús að fara út af henni!“Á sama andartaki fór andinn út.
τουτο δε εποιει επι πολλας ημερας διαπονηθεις δε ο παυλος και επιστρεψας τω πνευματι ειπεν παραγγελλω σοι εν τω ονοματι ιησου χριστου εξελθειν απ αυτης και εξηλθεν αυτη τη ωρα
19 En nú var gróðavon eigenda hennar brostin. Þeir tóku því Pál og Sílas, drógu þá fyrir dómarana á markaðstorginu og hrópuðu:
ιδοντες δε οι κυριοι αυτης οτι εξηλθεν η ελπις της εργασιας αυτων επιλαβομενοι τον παυλον και τον σιλαν ειλκυσαν εις την αγοραν επι τους αρχοντας
20 „Þessir Gyðingar eru að setja borgina á annan endann! Þeir hvetja fólk til að óhlýðnast rómverskum lögum!“
και προσαγαγοντες αυτους τοις στρατηγοις ειπον ουτοι οι ανθρωποι εκταρασσουσιν ημων την πολιν ιουδαιοι υπαρχοντες
και καταγγελλουσιν εθη α ουκ εξεστιν ημιν παραδεχεσθαι ουδε ποιειν ρωμαιοις ουσιν
22 Þeir æstu múginn gegn Páli og Sílasi, svo að dómararnir fyrirskipuðu að þeir skyldu afklæddir og barðir með prikum.
και συνεπεστη ο οχλος κατ αυτων και οι στρατηγοι περιρρηξαντες αυτων τα ιματια εκελευον ραβδιζειν
23 Og það var gert – þeir voru barðir mörg högg, og að því loknu var þeim varpað í fangelsi. Fangavörðurinn fékk hótun um að hann yrði tekinn af lífi, ef þeir slyppu.
πολλας τε επιθεντες αυτοις πληγας εβαλον εις φυλακην παραγγειλαντες τω δεσμοφυλακι ασφαλως τηρειν αυτους
24 Til að eiga ekkert á hættu stakk hann þeim í innri dýflissuna og læsti hendur þeirra og fætur í stokka.
ος παραγγελιαν τοιαυτην ειληφως εβαλεν αυτους εις την εσωτεραν φυλακην και τους ποδας αυτων ησφαλισατο εις το ξυλον
25 Um miðnættið, er Páll og Sílas voru að biðja og lofa Drottin í áheyrn hinna fanganna,
κατα δε το μεσονυκτιον παυλος και σιλας προσευχομενοι υμνουν τον θεον επηκροωντο δε αυτων οι δεσμιοι
26 kom skyndilega mikill jarðskjálfti. Fangelsið hristist og skalf á undirstöðu sinni, allar dyr hrukku upp og hlekkirnir féllu af föngunum.
αφνω δε σεισμος εγενετο μεγας ωστε σαλευθηναι τα θεμελια του δεσμωτηριου ανεωχθησαν τε παραχρημα αι θυραι πασαι και παντων τα δεσμα ανεθη
27 Fangavörðurinn vaknaði og það fyrsta sem hann sá var að fangelsisdyrnar stóðu upp á gátt. Hann áleit strax að fangarnir væru flúnir og dró því upp sverð sitt til að fyrirfara sér.
εξυπνος δε γενομενος ο δεσμοφυλαξ και ιδων ανεωγμενας τας θυρας της φυλακης σπασαμενος μαχαιραν εμελλεν εαυτον αναιρειν νομιζων εκπεφευγεναι τους δεσμιους
28 „Gerðu þetta ekki!“hrópaði Páll til hans. „Við erum hér allir!“
εφωνησεν δε φωνη μεγαλη ο παυλος λεγων μηδεν πραξης σεαυτω κακον απαντες γαρ εσμεν ενθαδε
29 Fangavörðurinn skalf af ótta og bað um ljós, hljóp inn í dýflissuna og kraup frammi fyrir Páli og Sílasi.
αιτησας δε φωτα εισεπηδησεν και εντρομος γενομενος προσεπεσεν τω παυλω και τω σιλα
30 Síðan leiddi hann þá út og spurði óttasleginn: „Herrar mínir, hvað á ég að gera til þess að ég frelsist?“
και προαγαγων αυτους εξω εφη κυριοι τι με δει ποιειν ινα σωθω
31 Þeir svöruðu: „Trúðu á Drottin Jesú og þá muntu frelsast og allt þitt heimafólk.“
οι δε ειπον πιστευσον επι τον κυριον ιησουν χριστον και σωθηση συ και ο οικος σου
32 Þeir fluttu honum, og heimilisfólki hans, gleðiboðskapinn frá Drottni.
και ελαλησαν αυτω τον λογον του κυριου και πασιν τοις εν τη οικια αυτου
33 Eftir það þvoði hann sár þeirra og lét skírast ásamt allri fjölskyldu sinni.
και παραλαβων αυτους εν εκεινη τη ωρα της νυκτος ελουσεν απο των πληγων και εβαπτισθη αυτος και οι αυτου παντες παραχρημα
34 Og hann fór heim með þá og gaf þeim að borða og gladdist mjög ásamt heimilisfólki sínu yfir að hafa tekið trú á Guð.
αναγαγων τε αυτους εις τον οικον αυτου παρεθηκεν τραπεζαν και ηγαλλιασατο πανοικι πεπιστευκως τω θεω
35 Morguninn eftir sendu borgarstjórarnir þessi boð til fangavarðarins: „Láttu þessa menn lausa!“
ημερας δε γενομενης απεστειλαν οι στρατηγοι τους ραβδουχους λεγοντες απολυσον τους ανθρωπους εκεινους
36 Fangavörðurinn tilkynnti því Páli að þeir mættu fara frjálsir ferða sinna.
απηγγειλεν δε ο δεσμοφυλαξ τους λογους τουτους προς τον παυλον οτι απεσταλκασιν οι στρατηγοι ινα απολυθητε νυν ουν εξελθοντες πορευεσθε εν ειρηνη
37 En Páll svaraði: „Nei, svona geta þeir ekki farið að. Þeir hafa barið okkur opinberlega án dóms og síðan stungið okkur í fangelsi – okkur sem erum rómverskir borgarar. Nú ætla þeir að sleppa okkur svo lítið beri á, en það komast þeir ekki upp með. Þeir skulu koma í eigin persónu og leiða okkur út!“
ο δε παυλος εφη προς αυτους δειραντες ημας δημοσια ακατακριτους ανθρωπους ρωμαιους υπαρχοντας εβαλον εις φυλακην και νυν λαθρα ημας εκβαλλουσιν ου γαρ αλλα ελθοντες αυτοι ημας εξαγαγετωσαν
38 Sendiboðarnir fluttu borgarstjórunum þessi skilaboð. Þegar þeir heyrðu að Páll og Sílas væru rómverskir borgarar, urðu þeir mjög hræddir.
ανηγγειλαν δε τοις στρατηγοις οι ραβδουχοι τα ρηματα ταυτα και εφοβηθησαν ακουσαντες οτι ρωμαιοι εισιν
39 Þeir fóru til fangelsisins, báðu þá afsökunar, leiddu þá út og báðu þá að fara burt úr borginni.
και ελθοντες παρεκαλεσαν αυτους και εξαγαγοντες ηρωτων εξελθειν της πολεως
40 Þegar Páll og Sílas voru lausir úr fangelsinu, fóru þeir heim til Lýdíu og hittu þar hina trúuðu. Þeir hughreystu þá með orði Guðs og héldu síðan áfram ferðinni.
εξελθοντες δε εκ της φυλακης εισηλθον εις την λυδιαν και ιδοντες τους αδελφους παρεκαλεσαν αυτους και εξηλθον

< Postulasagan 16 >