< Postulasagan 14 >
1 Páll og Barnabas fóru nú til samkomuhúss Gyðinga í Íkóníum og predikuðu með slíkum krafti að margir, bæði Gyðingar og heiðingjar, tóku trú.
And it came to pass in Iconium, that they entered together into the synagogue of the Jews, and spoke, so that there believed a great multitude of both Jews and Greeks;
2 En þeir Gyðingar, sem höfnuðu og fyrirlitu boðskapinn frá Guði, töluðu illa um Pál og Barnabas og æstu heiðingjana gegn þeim.
and the unbelieving Jews stirred up and made the souls of the nations evil against the brothers;
3 Þarna dvöldust þeir þó í langan tíma og predikuðu djarflega og Drottinn sjálfur sýndi að hann var í verki með þeim – hann lét þá gera mikil kraftaverk.
[for a] long time, indeed, therefore, they abided speaking boldly in the LORD, who is testifying to the word of His grace, and granting signs and wonders to come to pass through their hands.
4 Bæjarbúar skiptust í tvo hópa, sumir fylgdu leiðtogum Gyðinganna, en aðrir studdu postulana.
And the multitude of the city was divided, and some were with the Jews, and some with the apostles,
5 Þegar Páll og Barnabas komust á snoðir um að heiðingjar og Gyðingar, ásamt leiðtogum þeirra, ætluðu að æsa til uppþots gegn þeim og láta grýta þá, flýðu þeir til bæjanna Lýstru og Derbe í Lýkaóníu
and when there was a purpose both of the nations and of the Jews with their rulers to mistreat [them], and to stone them,
they having become aware, fled to the cities of Lycaonia, Lystra, and Derbe, and the surrounding region,
7 og predikuðu gleðiboðskapinn þar og í grenndinni.
and there they were proclaiming good news.
8 Í Lýstru var maður sem var bæklaður frá fæðingu og hafði aldrei getað gengið.
And a certain man in Lystra, impotent in the feet, was sitting, being lame from the womb of his mother—who never had walked;
9 Maður þessi hlustaði á Pál predika og sá Páll að hann hafði trú til að geta orðið heilbrigður.
this one was hearing Paul speaking, who, having steadfastly beheld him, and having seen that he has faith to be saved,
10 Páll kallaði til hans: „Stattu upp!“Þá spratt maðurinn á fætur og gekk um.
said with a loud voice, “Stand up on your feet upright”; and he was springing and walking,
11 Þegar fólkið sá þetta hrópaði það á eigin mállýsku: „Guðirnir eru komnir niður til okkar í mannslíki!“
and the multitudes having seen what Paul did, lifted up their voice in the speech of Lycaonia, saying, “The gods, having become like men, came down to us”;
12 Töldu þeir Barnabas vera gríska guðinn Seif en Pál vera Hermes, því hann hafði orð fyrir þeim.
they were also calling Barnabas Zeus, and Paul Hermes, since he was the leader in speaking.
13 Presturinn í hofi Seifs, sem var fyrir utan bæinn, kom nú að hliðum bæjarins með naut, blóm og kransa. Hann ætlaði ásamt fólkinu að fórna þessu til Páls og Barnabasar.
And the priest of the Zeus that is before their city, having brought oxen and garlands to the porches, wished to sacrifice with the multitudes,
14 En þegar þeir sáu hvað verða vildi, urðu þeir undrandi og reiðir, hlupu inn í mannþröngina og hrópuðu:
and having heard, the apostles Barnabas and Paul, having torn their garments, sprung into the multitude, crying
15 „Hvað eruð þið að gera? Við erum bara venjulegir menn eins og þið! Við komum hingað til að flytja ykkur þann gleðiboðskap að nú getið þið hætt að tilbiðja þessa heimskulegu hluti, en þess í stað tilbeðið hinn lifandi Guð, sem skapaði himin, jörð og haf og allt sem í þeim er.
and saying, “Men, why do you do these things? And we are similar-feeling men with you, proclaiming good news to you, to turn to the living God from these vanities, who made the heaven, and the earth, and the sea, and all the things in them;
16 Öldum saman hefur hann leyft þjóðunum að fara sínar eigin leiðir,
who in the past generations permitted all the nations to go on in their ways,
17 en samt skildi hann eftir vitnisburð um sjálfan sig – vitnisburð sem alltaf hefur sést. Hér á ég við allt hið góða sem hann hefur gert, til dæmis það að senda ykkur regn og góða uppskeru, ykkur til gleði og næringar.“
though, indeed, He did not leave Himself without witness, doing good—giving rains to us from Heaven, and fruitful seasons, filling our hearts with food and gladness”;
18 Það var rétt með naumindum að Páli og Barnabasi tækist með þessum orðum að koma í veg fyrir að fólkið færði þeim fórnir.
and saying these things, they scarcely restrained the multitudes from sacrificing to them.
19 Örfáum dögum síðar komu nokkrir Gyðingar frá Antíokkíu og Íkóníum. Þeir æstu múginn svo upp að Páll var grýttur og dreginn út fyrir borgina, látinn að því er virtist.
And there came there, from Antioch and Iconium, Jews, and they having persuaded the multitudes, and having stoned Paul, drew him outside of the city, having supposed him to be dead;
20 Þá söfnuðust hinir trúuðu saman umhverfis hann og reis hann þá á fætur og gekk inn í bæinn. Daginn eftir fór hann þaðan til Derbe ásamt Barnabasi.
and the disciples having surrounded him, having risen he entered into the city, and on the next day he went forth with Barnabas to Derbe.
21 Eftir að hafa boðað fagnaðarerindið þar og gert marga að lærisveinum, sneru þeir aftur til Lýstru, Íkóníum og Antíokkíu.
Having also proclaimed good news to that city, and having discipled many, they turned back to Lystra, and Iconium, and Antioch,
22 Þar styrktu þeir hina trúuðu og hvöttu þá til að vera stöðuga í trúnni, þrátt fyrir ofsóknir. Minntu þá á, að áður en þeir kæmust til himna, yrðu þeir að ganga í gegnum margar þrengingar.
confirming the souls of the disciples, exhorting to remain in the faith, and that it is required of us to enter into the Kingdom of God through many tribulations,
23 Páll og Barnabas létu nú hvern söfnuð um sig kjósa sér forstöðumenn, sem þeir kölluðu öldunga. Síðan föstuðu þeir, báðu fyrir þeim og fólu þá umsjá þess Drottins, sem þeir höfðu sett traust sitt á.
and having appointed to them elders in every assembly by vote, having prayed with fastings, they commended them to the LORD in whom they had believed.
24 Á heimleiðinni fóru þeir um Pisidíu og Pamfýlíu
And having passed through Pisidia, they came to Pamphylia,
25 og predikuðu aftur í Perge, en héldu síðan áfram til Attalíu.
and having spoken the word in Perga, they went down to Attalia,
26 Loks fóru þeir með skipi áleiðis til Antíokkíu, en þaðan höfðu þeir lagt upp í ferðina, og þar höfðu þeir verið faldir Guði til þess verks, sem þeir nú höfðu lokið.
and [from] there sailed to Antioch, from where they had been given by the grace of God for the work that they fulfilled;
27 Við heimkomuna kölluðu þeir söfnuðinn saman, gerðu grein fyrir ferðinni og sögðu frá því að Guð hefði einnig opnað heiðingjunum dyr trúarinnar.
and having come and gathered the assembly together, they declared as many things as God did with them, and that He opened a door of faith to the nations;
28 Eftir það dvöldust þeir lengi meðal lærisveinanna í Antíokkíu.
and they abided there with the disciples [for] not a short time.