< Postulasagan 12 >

1 Um þetta leyti tók Heródes konungur að ofsækja söfnuðinn í Jerúsalem
κατ εκεινον δε τον καιρον επεβαλεν ηρωδησ ο βασιλευσ τασ χειρασ κακωσαι τινασ των απο τησ εκκλησιασ
2 og lét hann taka Jakob postula (bróður Jóhannesar) af lífi.
ανειλεν δε ιακωβον τον αδελφον ιωαννου μαχαιρα
3 Þegar Heródes sá að leiðtogum Gyðinga líkaði þetta vel, lét hann handtaka Pétur, meðan á páskahátíðinni stóð,
και ιδων οτι αρεστον εστιν τοισ ιουδαιοισ προσεθετο συλλαβειν και πετρον ησαν δε αι ημεραι των αζυμων
4 og varpa honum í fangelsi. Þar var Péturs gætt af sextán hermönnum. Ætlun Heródesar var að koma Pétri í hendur Gyðingunum og láta taka hann af lífi þegar páskarnir væru liðnir.
ον και πιασασ εθετο εισ φυλακην παραδουσ τεσσαρσιν τετραδιοισ στρατιωτων φυλασσειν αυτον βουλομενοσ μετα το πασχα αναγαγειν αυτον τω λαω
5 Meðan Pétur var í fangelsinu var söfnuðurinn stöðugt í bæn til Guðs fyrir honum.
ο μεν ουν πετροσ ετηρειτο εν τη φυλακη προσευχη δε ην εκτενησ γινομενη υπο τησ εκκλησιασ προσ τον θεον υπερ αυτου
6 Kvöldið áður en aftakan átti að fara fram svaf Pétur þar sem hann lá hlekkjaður milli tveggja hermanna. Aðrir verðir voru úti fyrir fangelsisdyrunum.
οτε δε εμελλεν αυτον προαγειν ο ηρωδησ τη νυκτι εκεινη ην ο πετροσ κοιμωμενοσ μεταξυ δυο στρατιωτων δεδεμενοσ αλυσεσιν δυσιν φυλακεσ τε προ τησ θυρασ ετηρουν την φυλακην
7 Skyndilega birti í klefanum. Engill frá Drottni var kominn og stóð hjá Pétri. Engillinn ýtti við honum, vakti hann og sagði: „Fljótur! Á fætur með þig!“Þá féllu handjárnin af Pétri.
και ιδου αγγελοσ κυριου επεστη και φωσ ελαμψεν εν τω οικηματι παταξασ δε την πλευραν του πετρου ηγειρεν αυτον λεγων αναστα εν ταχει και εξεπεσον αυτου αι αλυσεισ εκ των χειρων
8 „Klæddu þig, farðu í skóna og yfirhöfnina og eltu mig!“sagði hann. Pétur hlýddi.
ειπεν τε ο αγγελοσ προσ αυτον περιζωσαι και υποδησαι τα σανδαλια σου εποιησεν δε ουτωσ και λεγει αυτω περιβαλου το ιματιον σου και ακολουθει μοι
9 Pétur yfirgaf klefann og fylgdi englinum. Hann hélt að annað hvort væri þetta draumur eða vitrun – hann trúði ekki að þetta væri raunveruleiki.
και εξελθων ηκολουθει αυτω και ουκ ηδει οτι αληθεσ εστιν το γινομενον δια του αγγελου εδοκει δε οραμα βλεπειν
10 Þeir gengu nú fram hjá fyrstu og síðan annarri varðsveit fangelsisins og komu að járnhliðinu við götuna, sem opnaðist af sjálfu sér! Þeir gengu út á götuna og fram með húsaröðinni, en þá hvarf engillinn.
διελθοντεσ δε πρωτην φυλακην και δευτεραν ηλθον επι την πυλην την σιδηραν την φερουσαν εισ την πολιν ητισ αυτοματη ηνοιχθη αυτοισ και εξελθοντεσ προηλθον ρυμην μιαν και ευθεωσ απεστη ο αγγελοσ απ αυτου
11 Skyndilega áttaði Pétur sig á hvað gerst hafði. „Þetta er þá raunveruleiki!“sagði hann við sjálfan sig. „Drottinn hefur sent engil og bjargað mér úr höndum Heródesar og frá áformum Gyðinganna.“
και ο πετροσ γενομενοσ εν εαυτω ειπεν νυν οιδα αληθωσ οτι εξαπεστειλεν κυριοσ τον αγγελον αυτου και εξειλετο με εκ χειροσ ηρωδου και πασησ τησ προσδοκιασ του λαου των ιουδαιων
12 Eftir stutta umhugsun ákvað hann að fara heim til Maríu, móður Jóhannesar Markúsar, en þar voru margir samankomnir til að biðja,
συνιδων τε ηλθεν επι την οικιαν μαριασ τησ μητροσ ιωαννου του επικαλουμενου μαρκου ου ησαν ικανοι συνηθροισμενοι και προσευχομενοι
13 Hann barði að dyrum og fór þá stúlka, Róde að nafni, fram til að opna.
κρουσαντοσ δε του πετρου την θυραν του πυλωνοσ προσηλθεν παιδισκη υπακουσαι ονοματι ροδη
14 Þegar hún heyrði að þetta var Pétur varð hún afar glöð og hljóp aftur inn til að segja öllum að Pétur stæði fyrir utan.
και επιγνουσα την φωνην του πετρου απο τησ χαρασ ουκ ηνοιξεν τον πυλωνα εισδραμουσα δε απηγγειλεν εσταναι τον πετρον προ του πυλωνοσ
15 En þau trúðu henni ekki og sögðu: „Þú ert ekki með öllum mjalla!“En hún sat föst við sinn keip. Þá sagði einhver: „Þetta hlýtur þá að vera engill hans.“
οι δε προσ αυτην ειπον μαινη η δε διισχυριζετο ουτωσ εχειν οι δε ελεγον ο αγγελοσ αυτου εστιν
16 Meðan á þessum samræðum stóð hélt Pétur áfram að berja og þegar þau fóru fram og opnuðu, urðu þau orðlaus af undrun.
ο δε πετροσ επεμενεν κρουων ανοιξαντεσ δε ειδον αυτον και εξεστησαν
17 Hann gaf þeim merki um að hafa ekki hátt og sagði frá hvað gerst hafði, hvernig Drottinn hefði leyst hann úr fangelsinu og bætti svo við: „Segið Jakobi og hinum frá þessu.“Því næst fór hann burt á öruggari stað.
κατασεισασ δε αυτοισ τη χειρι σιγαν διηγησατο αυτοισ πωσ ο κυριοσ αυτον εξηγαγεν εκ τησ φυλακησ ειπεν δε απαγγειλατε ιακωβω και τοισ αδελφοισ ταυτα και εξελθων επορευθη εισ ετερον τοπον
18 Þegar birti komst allt í uppnám í fangelsinu. Hvað var orðið af Pétri?
γενομενησ δε ημερασ ην ταραχοσ ουκ ολιγοσ εν τοισ στρατιωταισ τι αρα ο πετροσ εγενετο
19 Heródes hafði sent menn til að sækja hann, en þegar hann fannst ekki lét hann handtaka verðina sextán, dró þá fyrir rétt og lét lífláta þá. Eftir það fór hann til Sesareu og dvaldist þar um hríð.
ηρωδησ δε επιζητησασ αυτον και μη ευρων ανακρινασ τουσ φυλακασ εκελευσεν απαχθηναι και κατελθων απο τησ ιουδαιασ εισ την καισαρειαν διετριβεν
20 Meðan Heródes var í Sesareu kom þangað sendinefnd frá Týrus og Sídon til fundar við hann. Honum var meinilla við íbúa þessara borga og því komu þeir sér í mjúkinn hjá Blastusi, ritara hans, og fóru fram á friðsamleg samskipti, því að borgir þeirra áttu mikið undir verslun við land Heródesar.
ην δε ο ηρωδησ θυμομαχων τυριοισ και σιδωνιοισ ομοθυμαδον δε παρησαν προσ αυτον και πεισαντεσ βλαστον τον επι του κοιτωνοσ του βασιλεωσ ητουντο ειρηνην δια το τρεφεσθαι αυτων την χωραν απο τησ βασιλικησ
21 Sendinefndin fékk loforð um fund með Heródesi og þegar stundin nálgaðist, klæddist hann konungsskrúða sínum, settist í hásætið og ávarpaði þá.
τακτη δε ημερα ο ηρωδησ ενδυσαμενοσ εσθητα βασιλικην και καθισασ επι του βηματοσ εδημηγορει προσ αυτουσ
22 Að ræðunni lokinni hrópaði fólkið af fögnuði: „Þetta var ekki rödd manns – heldur Guðs!“
ο δε δημοσ επεφωνει φωνη θεου και ουκ ανθρωπου
23 Samstundis lagði engill frá Drottni sjúkdóm á Heródes, svo hann fylltist af ormum og lést. Ástæðan var sú að hann leyfði fólkinu að tilbiðja sig, en gaf Guði ekki dýrðina.
παραχρημα δε επαταξεν αυτον αγγελοσ κυριου ανθ ων ουκ εδωκεν δοξαν τω θεω και γενομενοσ σκωληκοβρωτοσ εξεψυξεν
24 Fagnaðarerindi Guðs breiddist nú hratt út og margir snerust til trúar.
ο δε λογοσ του θεου ηυξανεν και επληθυνετο
25 Strax og Barnabas og Páll höfðu lokið erindi sínu í Jerúsalem, sneru þeir aftur til Antíokkíu og tóku Jóhannes Markús með sér þangað.
βαρναβασ δε και σαυλοσ υπεστρεψαν εισ ιερουσαλημ πληρωσαντεσ την διακονιαν συμπαραλαβοντεσ και ιωαννην τον επικληθεντα μαρκον

< Postulasagan 12 >