< 2 Tímóteusarbréf 4 >
1 Ég hvet þig eindregið – og það frammi fyrir augliti Guðs og Jesú Krists, sem dæma mun lifendur og dauða, er hann kemur aftur til að stofna ríki sitt –
I command you therefore before God and the Lord Yeshua the Messiah, who will judge the living and the dead at his appearing and his Kingdom:
2 að predika Guðs orð, í tíma og ótíma. Leiðbeindu fólki og ávítaðu það ef þörf krefur. Hvettu það til þess sem gott er og fræddu það af þolinmæði í orði Guðs.
proclaim the word; be urgent in season and out of season; reprove, rebuke, and exhort with all patience and teaching.
3 Þetta segi ég, því að þeir tímar koma að fólk vill ekki hlusta á sannleikann, heldur kallar eftir fræðimönnum sem kenna því það sem það sjálft vill heyra.
For the time will come when they will not listen to the sound doctrine, but having itching ears, will heap up for themselves teachers after their own lusts,
4 Fólk mun hafna Biblíunni, orði Guðs, og elta sínar eigin villukenningar.
and will turn away their ears from the truth, and turn away to fables.
5 En þú, Tímóteus, láttu ekki haggast! Vertu ekki hræddur við að þurfa að þola illt vegna Drottins. Leiddu aðra til Krists og fullnaðu verkið, sem þér var falið að vinna.
But you be sober in all things, suffer hardship, do the work of an evangelist, and fulfill your ministry.
6 Nú er svo komið að ég er á förum og þá get ég ekki lengur hjálpað þér. Ævi mín er á enda og brátt verð ég á leið til himna.
For I am already being offered, and the time of my departure has come.
7 Ég hef barist lengi og af kappi fyrir Drottin, og verið trúr. Nú er barátta mín á enda og hvíldin tekur við.
I have fought the good fight. I have finished the course. I have kept the faith.
8 Á himnum bíður mín kóróna, sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á degi endurkomu sinnar. En ég verð ekki sá eini sem hlýtur slíka kórónu, hana fá allir sem vaka og vænta endurkomu hans.
From now on, the crown of righteousness is stored up for me, which the Lord, the righteous judge, will give to me on that day; and not to me only, but also to all those who have loved his appearing.
9 Komdu eins fljótt og þú getur,
Be diligent to come to me soon,
10 því Demas er farinn frá mér. Hann elskaði lífsgæðin og fór til Þessaloníku. Kreskes er farinn til Galatíu og Títus til Dalmatíu. (aiōn )
for Demas left me, having loved this present world, and went to Thessalonica; Crescens to Galatia; and Titus to Dalmatia. (aiōn )
11 Lúkas er einn hjá mér. Taktu Markús með þér þegar þú kemur, því ég þarfnast hjálpar hans.
Only Luke is with me. Take Mark and bring him with you, for he is useful to me for service.
12 (Týkíkus er ekki lengur hér, ég sendi hann til Efesus)
But I sent Tychicus to Ephesus.
13 Mundu eftir, þegar þú kemur, að taka með þér yfirhöfnina sem ég skildi eftir í Tróas hjá bróður Karpusi, og bækurnar – sérstaklega skinnbækurnar.
Bring the cloak that I left at Troas with Carpus when you come—and the books, especially the parchments.
14 Alexander koparsmiður hefur unnið mér mikið tjón. Drottinn mun refsa honum.
Alexander the coppersmith did much evil to me. The Lord will repay him according to his deeds.
15 Varaðu þig á honum, því að hann stóð gegn öllu sem við sögðum.
Beware of him, for he greatly opposed our words.
16 Þegar ég var leiddur fram fyrir dómarann í fyrsta skipti var enginn hér til að aðstoða mig, allir höfðu forðað sér. Ég vona að þeim verði ekki refsað fyrir það.
At my first defense, no one came to help me, but all left me. May it not be held against them.
17 En Drottinn stóð með mér og veitti mér styrk til að tala svo allir heiðingjarnir fengju að heyra fagnaðarerindið. Hann forðaði mér líka frá því að vera kastað fyrir ljónin.
But the Lord stood by me and strengthened me, that through me the message might be fully proclaimed, and that all the Gentiles might hear. So I was delivered out of the mouth of the lion.
18 Drottinn mun vernda mig gegn öllu illu og leiða mig inn í sitt himneska ríki. Guði sé dýrð um aldir alda. Amen. (aiōn )
And the Lord will deliver me from every evil work and will preserve me for his heavenly Kingdom. To him be the glory forever and ever. Amen. (aiōn )
19 Skilaðu kveðju frá mér til Prisku og Akvílasar og þeirra sem búa á heimili Ónesífórusar.
Greet Prisca and Aquila, and the house of Onesiphorus.
20 Erastus varð eftir í Korintu en Trófímus skildi ég eftir veikan í Míletus.
Erastus remained at Corinth, but I left Trophimus at Miletus sick.
21 Reyndu að komast hingað áður en vetur gengur í garð. Evbúlus biður að heilsa þér og sömuleiðis Púdes, Línus, Kládía og allir hinir.
Be diligent to come before winter. Eubulus salutes you, as do Pudens, Linus, Claudia, and all the brothers.
22 Drottinn Jesús Kristur sé með anda þínum. Páll
The Lord Yeshua the Messiah be with your spirit. Grace be with you. Amen.