< 2 Tímóteusarbréf 2 >

1 Tímóteus, sonur minn, lifðu í krafti Jesú Krists!
tu ergo fili mi confortare in gratia quae est in Christo Iesu
2 Þitt hlutverk er að fræða aðra um það, sem þú heyrðir mig tala í áheyrn margra votta. Þann sannleika skaltu kenna mönnum sem hægt er að treysta, svo að þeir geti kennt öðrum.
et quae audisti a me per multos testes haec commenda fidelibus hominibus qui idonei erunt et alios docere
3 Vertu fús að þjást eins og sannur hermaður Jesú Krists, því að það ber okkur að gera.
labora sicut bonus miles Christi Iesu
4 Og sem hermaður Krists skaltu ekki binda þig við nein aukastörf, því hvaða hermaður heldur þú að stundi aukavinnu annars staðar? Sá kæmi varla að miklum notum!
nemo militans inplicat se negotiis saecularibus ut ei placeat cui se probavit
5 Sá sem stundar íþróttir, verður að fara eftir settum reglum til að geta sigrað, annars verður hann dæmdur úr leik og á enga von um verðlaun.
nam et qui certat in agone non coronatur nisi legitime certaverit
6 Og bóndinn – hann leggur hart að sér til að ná góðri uppskeru. Eins gerum við.
laborantem agricolam oportet primum de fructibus accipere
7 Hugleiddu þessi þrjú dæmi – hermanninn, íþróttamanninn og bóndann, og Drottinn hjálpi þér að skilja hvernig þau geta átt við þig.
intellege quae dico dabit enim tibi Dominus in omnibus intellectum
8 Umfram allt, mundu eftir Jesú Kristi. Hann fæddist sem maður af ætt Davíðs konungs og sigraði dauðann með upprisu sinni.
memor esto Iesum Christum resurrexisse a mortuis ex semine David secundum evangelium meum
9 Þennan mikla sannleika hef ég boðað. Þess vegna hef ég verið ofsóttur og setið í fangelsi eins og afbrotamaður. En þótt ég sé fjötraður, þá verður orð Guðs ekki fjötrað!
in quo laboro usque ad vincula quasi male operans sed verbum Dei non est alligatum
10 Ég er fús að þjást, ef það verður til þess að þeir, sem Guð hefur útvalið, öðlist hjálpræðið og dýrð Jesú Krists. (aiōnios g166)
ideo omnia sustineo propter electos ut et ipsi salutem consequantur quae est in Christo Iesu cum gloria caelesti (aiōnios g166)
11 Ég veit að það er satt, að ef við deyjum fyrir Krist, þá fáum við að lifa með honum á himnum.
fidelis sermo nam si conmortui sumus et convivemus
12 Ef við stöndum stöðugir í trúnni og þjónustunni, þá munum við fá að ríkja með honum. En ef við snúumst gegn Kristi og afneitum honum, þá hlýtur hann einnig að hafna okkur.
si sustinemus et conregnabimus si negabimus et ille negabit nos
13 En skorti okkur þrek og sé trú okkar alveg á þrotum, þá er hann samt trúr og hjálpar, því hann getur ekki afneitað okkur – við erum hluti af honum sjálfum. Loforð hans munu standa!
si non credimus ille fidelis manet negare se ipsum non potest
14 Þennan sannleika skaltu minna hina trúuðu á og bjóða þeim í nafni Drottins að deila ekki um einskisverða hluti. Slíkar rökræður rugla menn bara í ríminu. Þær eru algjörlega gagnslausar og meira að segja skaðlegar.
haec commone testificans coram Domino noli verbis contendere in nihil utile ad subversionem audientium
15 Starfaðu af trúmennsku svo að Guð geti gefið þér góðan vitnisburð og þú þurfir ekki að blygðast þín þegar Guð prófar verk þín. Þú verður að þekkja orð hans, vita hvað það segir og hvað það þýðir.
sollicite cura te ipsum probabilem exhibere Deo operarium inconfusibilem recte tractantem verbum veritatis
16 Forðastu heimskulegar rökræður sem leiða af sér synd og illindi manna á milli.
profana autem inaniloquia devita multum enim proficient ad impietatem
17 Sum orð valda sári er seint grær. Dæmi um menn sem ánægju hafa af slíku þrasi eru Hýmeneus og Fíletus.
et sermo eorum ut cancer serpit ex quibus est Hymeneus et Philetus
18 Þeir hafa villst af vegi sannleikans og segja upprisu dáinna þegar um garð gengna og rugla fólk þannig í trúnni.
qui a veritate exciderunt dicentes resurrectionem iam factam et subvertunt quorundam fidem
19 En sannleikur Guðs er óhagganlegur og honum getur enginn breytt. Þar er skráð: „Drottinn þekkir sína, “og „sá sem telur sig kristinn, forðist ranglæti.“
sed firmum fundamentum Dei stetit habens signaculum hoc cognovit Dominus qui sunt eius et discedat ab iniquitate omnis qui nominat nomen Domini
20 Á ríkum heimilum eru sum ílát hver úr gulli og silfri, önnur úr tré og leir. Þau fyrrnefndu eru notuð fyrir gesti, en hin í eldhúsinu eða undir úrgang.
in magna autem domo non solum sunt vasa aurea et argentea sed et lignea et fictilia et quaedam quidem in honorem quaedam autem in contumeliam
21 Forðist þú syndina, líkist þú gullkeri – því besta sem til er á heimilinu – og þá mun sjálfur Kristur nota þig til þess sem göfugt er.
si quis ergo emundaverit se ab istis erit vas in honorem sanctificatum et utile Domino ad omne opus bonum paratum
22 Haltu þig frá öllu sem vekur illar hugsanir, eins og oft sækja á unga menn, en kepptu eftir því sem gott er. Reyndu að vaxa í trú og kærleika og sækja eftir félagsskap þeirra sem elska Drottin og eru hjartahreinir.
iuvenilia autem desideria fuge sectare vero iustitiam fidem caritatem pacem cum his qui invocant Dominum de corde puro
23 Og enn segi ég: Láttu ekki leiða þig út í heimskulegar þrætur, sem aðeins valda ófriði og illdeilum.
stultas autem et sine disciplina quaestiones devita sciens quia generant lites
24 Þjónar Drottins mega ekki vera þrasgjarnir, heldur ljúfir og uppfræða fólk með þolinmæði.
servum autem Domini non oportet litigare sed mansuetum esse ad omnes docibilem patientem
25 Vertu hógvær þegar þú leiðbeinir þeim sem ekki þekkja sannleikann, og mótmæla þér. Þess meiri líkur eru á að þeir snúi sér frá villu sinni með Guðs hjálp og trúi sannleikanum.
cum modestia corripientem eos qui resistunt nequando det illis Deus paenitentiam ad cognoscendam veritatem
26 Þannig gætu þeir áttað sig og losnað úr gildru Satans. Hann reynir sífellt að fjötra menn í þrældóm syndarinnar og fá þá til að þjóna sér.
et resipiscant a diaboli laqueis a quo capti tenentur ad ipsius voluntatem

< 2 Tímóteusarbréf 2 >