< 2 Korintubréf 8 >

1 Nú langar mig að segja ykkur frá því sem Guð hefur gert af náð sinni fyrir söfnuðina í Makedóníu.
γνωριζομεν δε υμιν αδελφοι την χαριν του θεου την δεδομενην εν ταις εκκλησιαις της μακεδονιας
2 Enda þótt hinir kristnu þar hafi reynt mikla erfiðleika og þrengingar, þá hafa þeir haldið gleði sinni mitt í allri fátæktinni. Þetta hefur vakið hjá þeim mikla umhyggju fyrir þörfum annarra.
οτι εν πολλη δοκιμη θλιψεως η περισσεια της χαρας αυτων και η κατα βαθους πτωχεια αυτων επερισσευσεν εις τον πλουτον της απλοτητος αυτων
3 Þeir hafa gefið ríkulega – reyndar miklu meira en þeir höfðu efni á. Ég get staðfest hér, að þetta gerðu þeir af fúsum vilja.
οτι κατα δυναμιν μαρτυρω και υπερ δυναμιν αυθαιρετοι
4 Þeir báðu okkur fyrir þessa peninga, því að þeir vildu einnig fá að vera með í því að hjálpa hinum kristnu í Jerúsalem.
μετα πολλης παρακλησεως δεομενοι ημων την χαριν και την κοινωνιαν της διακονιας της εις τους αγιους δεξασθαι ημας
5 Það besta var að þetta fór langt fram úr okkar vonum, því að það fyrsta sem þeir gerðu var að fórna sér algjörlega fyrir Drottin og síðan fyrir okkur, samkvæmt vilja Guðs.
και ου καθως ηλπισαμεν αλλ εαυτους εδωκαν πρωτον τω κυριω και ημιν δια θεληματος θεου
6 Þeir voru svo áhugasamir um þetta að nú höfum við hvatt Títus, hann sem hóf verkið, til að heimsækja ykkur og biðja ykkur að bæta við því sem á vantar í þessa kærleiksgjöf.
εις το παρακαλεσαι ημας τιτον ινα καθως προενηρξατο ουτως και επιτελεση εις υμας και την χαριν ταυτην
7 Kæru vinir, þið hafið forystu í mörgu: Þið hafið mikla trú, marga góða predikara, mikla fræðslu, mikinn áhuga og mikinn kærleika til okkar. Nú langar mig einnig til að þið hafið forystu í því að gefa, og það með gleði.
αλλ ωσπερ εν παντι περισσευετε πιστει και λογω και γνωσει και παση σπουδη και τη εξ υμων εν ημιν αγαπη ινα και εν ταυτη τη χαριτι περισσευητε
8 Ég er ekki að skipa fyrir. Ég er ekki að segja að þið verðið að gera þetta, heldur er ég að prófa kærleika ykkar með samanburði við dugnað annarra. Þetta gefur ykkur tækifæri til að sanna kærleika ykkar í verki og sýna að hann sé ekki aðeins orðin tóm.
ου κατ επιταγην λεγω αλλα δια της ετερων σπουδης και το της υμετερας αγαπης γνησιον δοκιμαζων
9 Því að þið þekkið kærleika Drottins Jesú Krists: Þótt hann væri ríkur, þá gerðist hann fátækur ykkar vegna svo að þið auðguðust af fátækt hans.
γινωσκετε γαρ την χαριν του κυριου ημων ιησου χριστου οτι δι υμας επτωχευσεν πλουσιος ων ινα υμεις τη εκεινου πτωχεια πλουτησητε
10 Mig langar að leggja til að þið ljúkið því sem þið byrjuðuð á í fyrra. Reyndar var þetta ekki ykkar hugmynd, en þið voruð fyrst til að gera eitthvað í málinu.
και γνωμην εν τουτω διδωμι τουτο γαρ υμιν συμφερει οιτινες ου μονον το ποιησαι αλλα και το θελειν προενηρξασθε απο περυσι
11 Þið komuð þessu af stað og ættuð því að hafa mikinn áhuga á að koma því í höfn, með því að gefa eins og efni standa til.
νυνι δε και το ποιησαι επιτελεσατε οπως καθαπερ η προθυμια του θελειν ουτως και το επιτελεσαι εκ του εχειν
12 Ef þið hafið áhuga á að gefa, þá skiptir ekki öllu máli hve mikið þið gefið. Guð vill að þið gefið af því sem þið eigið, en ekki af því sem ekki er til.
ει γαρ η προθυμια προκειται καθο εαν εχη τις ευπροσδεκτος ου καθο ουκ εχει
13 Auðvitað á ég ekki við að þeir sem fá gjafir ykkar eigi að hafa það náðugt, á ykkar kostnað, en við skulum stuðla að jöfnuði. Nú sem stendur hafið þið nóg af öllu og ættuð því að geta rétt þeim hjálparhönd.
ου γαρ ινα αλλοις ανεσις υμιν δε θλιψις αλλ εξ ισοτητος εν τω νυν καιρω το υμων περισσευμα εις το εκεινων υστερημα
14 Síðar meir geta þeir svo aðstoðað ykkur á sama hátt þegar þið hafið þörf fyrir hjálp. Á þennan hátt geta báðir haft nóg.
ινα και το εκεινων περισσευμα γενηται εις το υμων υστερημα οπως γενηται ισοτης
15 Munið þið hvað Biblían segir um þetta? Hún segir: „Sá sem miklu safnaði, átti ekkert afgangs, en sá sem litlu safnaði, hafði nóg.“Af þessari ástæðu ættuð þið einnig að veita þeim hjálp sem hjálpar eru þurfi.
καθως γεγραπται ο το πολυ ουκ επλεονασεν και ο το ολιγον ουκ ηλαττονησεν
16 Ég þakka Guði sem vakti hjá Títusi sömu umhyggju fyrir ykkur og hann hefur gefið mér.
χαρις δε τω θεω τω διδοντι την αυτην σπουδην υπερ υμων εν τη καρδια τιτου
17 Samkvæmt uppástungu minni vill hann fúslega fara til ykkar á ný – ég held reyndar að hann hefði gert það hvort sem var, því að hann hefur mikinn áhuga á að hitta ykkur.
οτι την μεν παρακλησιν εδεξατο σπουδαιοτερος δε υπαρχων αυθαιρετος εξηλθεν προς υμας
18 Ég mun einnig senda annan vel þekktan bróður með honum. Sá maður er rómaður af öllum söfnuðunum sem góður boðberi fagnaðarerindisins.
συνεπεμψαμεν δε μετ αυτου τον αδελφον ου ο επαινος εν τω ευαγγελιω δια πασων των εκκλησιων
19 Sannleikurinn er sá að söfnuðirnir kusu hann til að verða mér samferða og fara með gjöfina til Jerúsalem. Þetta mun verða Drottni til dýrðar og jafnframt sýna löngun okkar til að hjálpa hvert öðru.
ου μονον δε αλλα και χειροτονηθεις υπο των εκκλησιων συνεκδημος ημων συν τη χαριτι ταυτη τη διακονουμενη υφ ημων προς την αυτου του κυριου δοξαν και προθυμιαν υμων
20 Með því að hafa samflot, verjumst við allri tortryggni annarra. Okkur er nefnilega mjög umhugað um að enginn geti fundið neitt ámælisvert við vinnubrögð okkar varðandi þessa miklu gjöf.
στελλομενοι τουτο μη τις ημας μωμησηται εν τη αδροτητι ταυτη τη διακονουμενη υφ ημων
21 Guð veit að við erum heiðarlegir, en ég vil einnig að aðrir viti það og því höfum við unnið að þessu á þennan hátt.
προνοουμενοι καλα ου μονον ενωπιον κυριου αλλα και ενωπιον ανθρωπων
22 Ég sendi þar að auki enn einn bróður til ykkar. Af eigin reynslu vitum við að hann er einlægur maður og eftir að ég sagði honum frá löngun ykkar til að veita hjálp, þá hlakkar hann mjög til ferðarinnar.
συνεπεμψαμεν δε αυτοις τον αδελφον ημων ον εδοκιμασαμεν εν πολλοις πολλακις σπουδαιον οντα νυνι δε πολυ σπουδαιοτερον πεποιθησει πολλη τη εις υμας
23 Ef einhver spyr hver Títus sé, segið þá að hann sé samstarfsmaður minn, sem aðstoði ykkur við að hjálpa öðrum. Auk þess getið þið sagt að hinir tveir bræðurnir séu fulltrúar kirkjunnar hér og séu báðir til fyrirmyndar í trúnni á Drottin.
ειτε υπερ τιτου κοινωνος εμος και εις υμας συνεργος ειτε αδελφοι ημων αποστολοι εκκλησιων δοξα χριστου
24 Sýnið þessum mönnum kærleika og látið söfnuðina sjá að það var ekki að ástæðulausu sem ég hrósaði ykkur.
την ουν ενδειξιν της αγαπης υμων και ημων καυχησεως υπερ υμων εις αυτους ενδειξασθε και εις προσωπον των εκκλησιων

< 2 Korintubréf 8 >