< 2 Korintubréf 12 >
1 Allt slíkt sjálfshól er heimskulegt, en leyfið mér þó að halda aðeins áfram. Leyfið mér að segja ykkur frá opinberunum þeim sem Drottinn hefur gefið mér.
I am compelled to boast. It is not a profitable employment, but I will proceed to visions and revelations granted me by the Lord.
2 Fyrir fjórtán árum var ég hrifinn upp til himna. Spyrjið mig ekki hvort líkami minn var með í för eða aðeins andi minn, það hef ég ekki hugmynd um, það veit Guð einn. Hvað sem því líður, þá var ég þarna í Paradís og heyrði margt undarlegt,
I know a Christian man who fourteen years ago-- whether in the body I do not know, or out of the body I do not know; God knows--was caught up (this man of whom I am speaking) even to the highest Heaven.
And I know that this man-- whether in the body or apart from the body I do not know;
4 sem ekki er í mannlegu valdi að lýsa (og þar að auki er mér óheimilt að segja það öðrum).
God knows--was caught up into Paradise and heard unspeakable things which no human being is permitted to repeat.
5 Það er hægt að stæra sig af slíkri reynslu, en það ætla ég ekki að gera. Það eina sem ég ætla að hrósa mér af er vanmáttur minn og hve Guð er mikill að geta notað vanmátt minn sér til dýrðar.
Of such a one I will boast; but of myself I will not boast, except in my weaknesses.
6 Ég get hrósað mér af ýmsu, og slíkt væri engin firra, en ég vil ekki að neinn geri sér hærri hugmyndir um mig en þær sem hann fær við að sjá mig og heyra.
If however I should choose to boast, I should not be a fool for so doing, for I should be speaking the truth. But I forbear, lest any one should be led to estimate me more highly than what his own eyes attest, or more highly than what he hears from my lips.
7 Nú ætla ég að segja ykkur nokkuð: Ég hef fengið að reyna margt stórmerkilegt og því óttaðist Guð að ég yrði stoltur. Hann lagði því á líkama minn nokkuð sem stingur líkt og þyrnir. Þetta er sendiboði Satans og veldur hann mér sársauka og óþægindum og kveður þannig niður stolt mitt.
And judging by the stupendous grandeur of the revelations--therefore lest I should be over-elated there has been sent to me, like the agony of impalement, Satan's angel dealing blow after blow, lest I should be over-elated.
8 Þrisvar hef ég beðið Guð að taka þetta burt,
As for this, three times have I besought the Lord to rid me of him;
9 en í hvert sinn hefur hann svarað: „Nei, náð mín nægir þér.“Nú gleðst ég yfir því hve vanmegna ég er og að ég skuli fá að vera lifandi vitnisburður um kraft Krists, og þurfi ekki að treysta á mátt minn og megin.
but His reply has been, "My grace suffices for you, for power matures in weakness." Most gladly therefore will I boast of my infirmities rather than complain of them--in order that Christ's power may overshadow me.
10 Ég veit að þetta er vilji Krists og því felli ég mig vel við „þyrninn“og sömuleiðis óþægindi, mannraunir, ofsóknir og erfiðleika. Þegar ég er vanmegna, þá er ég sterkur. Því minna sem ég hef, því meira gefur Kristur mér.
In fact I take pleasure in infirmities, in the bearing of insults, in distress, in persecutions, in grievous difficulties--for Christ's sake; for when I am weak, then I am strong.
11 Ykkar vegna hef ég hegðað mér eins og kjáni með öllum þessum hrósyrðum. Þið hefðuð átt að skrifa um mig, en ekki láta mig sjálfan þurfa að gera það. Í engu stóð ég hinum miklu postulum að baki, jafnvel þótt ég sé ekki neitt.
It is foolish of me to write all this, but you have compelled me to do so. Why, you ought to have been my vindicators; for in no respect have I been inferior to these superlatively great Apostles, even though in myself I am nothing.
12 Þegar ég var hjá ykkur þá sannaði ég, svo ekki varð um villst, að ég var ósvikinn postuli, sendur til ykkar af Guði sjálfum. Ég sýndi ykkur þolinmæði og gerði mörg tákn, undur og kraftaverk á meðal ykkar.
The signs that characterize the true Apostle have been done among you, accompanied by unwearied fortitude, and by tokens and marvels and displays of power.
13 Það eina sem ég lét ógert var að íþyngja ykkur. Ég bað hvorki um mat né húsaskjól. Nú bið ég ykkur að fyrirgefa mér, því að þarna urðu mér á mistök!
In what respect, therefore, have you been worse dealt with than other Churches, except that I myself never hung as a dead weight upon you? Forgive the injustice I thus did you!
14 Nú er ég á leið til ykkar í þriðja sinn og enn ykkur að kostnaðarlausu, því að ekki þrái ég peningana ykkar, heldur ykkur sjálf. Þið eruð reyndar börnin mín og börn sjá ekki fyrir foreldrum sínum, heldur öfugt.
See, I am now for the third time prepared to visit you, but I will not be a dead weight to you. I desire not your money, but yourselves; for children ought not to put by for their parents, but parents for their children.
15 Mér er gleðiefni að gefa ykkur sjálfan mig og allt sem ég á, ykkur til andlegra framfara, enda þótt svo virðist að því heitar sem ég elska ykkur, því minna elskið þið mig.
And as for me, most gladly will I spend all I have and be utterly spent for your salvation.
16 Sum ykkar segja: „Satt er það, svo virtist sem heimsókn hans hafi ekki kostað okkur neitt, en þessi Páll er slóttugur náungi. Hann gabbaði okkur. Það er engum blöðum um það að fletta, hann hlýtur að hafa grætt á okkur á einhvern hátt.“
If I love you so intensely, am I the less to be loved? Be that as it may: I was not a burden to you. But being by no means scrupulous, I entrapped you, they say!
17 En hvernig? Hef ég notað einhvern þeirra, sem ég hef sent til ykkar, til að hagnast á ykkur?
Have I gained any selfish advantage over you through any one of the messengers I have sent to you?
18 Var það gert í auðgunarskyni að hvetja Títus til að heimsækja ykkur ásamt hinum bróðurnum? Nei, auðvitað ekki. Við framgengum allir í Guðs anda og fórum allir eins að.
I begged Titus to visit you, and sent our other brother with him. Did Titus gain any selfish advantage over you? Were not he and I guided by one and the same Spirit, and did we not walk in the same steps?
19 Þið haldið, að með þessum orðum séum við að verja okkur gagnvart ykkur. Svo er ekki. Ég segi ykkur satt, og Guð er vitni að því, að orð mín hafa öll verið sögð ykkur til hjálpar, kæru vinir. Ég hef viljað efla ykkur andlega, en ekki maka minn eigin krók.
You are imagining, all this time, that we are making our defense at your bar. In reality it is as in God's presence and in communion with Christ that we speak; but, dear friends, it is all with a view to your progress in goodness.
20 Þegar ég kem til ykkar, óttast ég að mér líki ekki það sem ég sé og að ykkur mislíki það sem ég verð að gera. Ég býst við að ég muni finna ykkur ósátt, full öfundar, reiði, hroka og talandi illa hvert um annað. Já, ég óttast að þið séuð stolt og breiðið út óhróður um náungann.
For I am afraid that perhaps when I come I may not find you to be what I desire, and that you may find me to be what you do not desire; that perhaps there may be contention, jealousy, bitter feeling, party spirit, ill-natured talk, backbiting, undue eulogy, unrest;
21 Ég býst við að Guð muni auðmýkja mig frammi fyrir ykkur og að ég muni fyllast hryggð vegna þess hve mörg ykkar hafa syndgað. Þið hafið vanið ykkur á syndina og finnst allt í lagi að vera ánetjuð siðleysi og girnd og halda framhjá mökum ykkar.
and that upon re-visiting you I may be humbled by my God in your presence, and may have to mourn over many whose hearts still cling to their old sins, and who have not repented of the impurity, fornication, and gross sensuality, of which they have been guilty.