< 1 Tímóteusarbréf 2 >
1 Hér koma svo fyrirmæli mín: Gættu þess að beðið sé fyrir öllum mönnum. Biðjið Guð að miskunna þeim og þakkið honum fyrir það sem hann mun gera fyrir þá.
2 Þannig skaltu biðja fyrir konungum og öllu fólki í valdastöðum, eða sem hefur mikla ábyrgð, svo að við fáum að lifa heiðvirðu lífi í friði og ró og iðka trú okkar.
3 Slíkt er gott og velþóknanlegt Guði, frelsara okkar,
4 því hann vill að allir frelsist og læri að þekkja sannleikann.
5 En sannleikurinn er þessi: Það er aðeins til einn Guð og sá sem vísar mönnunum veginn til hans er maðurinn Jesús Kristur,
6 – þess vegna gaf hann líf sitt í dauðann fyrir mannkynið. Þetta er boðskapurinn, sem Guð flutti heiminum, þegar rétti tíminn kom.
7 Síðan var ég valinn – og ég segi satt frá – til að vera sendiboði og þjónn Guðs, flytja heiðingjunum þennan sannleika og boða þeim áform Guðs um það hvernig við frelsumst fyrir trú.
8 Samkvæmt þessu vil ég að karlmenn alls staðar, biðjist hvarvetna fyrir og lyfti heilögum höndum í bæn til Guðs, án reiði og þrætu.
9 Sama er að segja um konurnar. Þær eiga að vera hæglátar, næmar á góða siði og snyrtilegan klæðaburð. Trúaðar konur eiga að vekja athygli fyrir hlýleik og góða framkomu en ekki hárgreiðslu, skartgripi eða dýran klæðnað.
10
11 Konur ættu að hlusta og læra í kyrrþey og auðmýkt.
12 Ég leyfi konum ekki að uppfræða karlmenn eða taka sér vald yfir þeim. Þær eiga að vera kyrrlátar.
13 Hvers vegna? Vegna þess að fyrst skapaði Guð Adam en síðan Evu.
14 Og ekki var það Adam sem lét blekkjast af Satan, heldur Eva og afleiðingin var syndin.
15 En Kristur fæddist inn í þennan heim og hann mun frelsa sálir kvenna, ef þær treysta honum og lifa hógværu lífi í helgun og kærleika.