< 1 Tímóteusarbréf 1 >
1 Frá Páli, sem eftir skipun Guðs, frelsara okkar og Drottins Jesú Krists, er sendiboði Jesú Krists – sem er von okkar.
παυλος αποστολος χριστου ιησου κατ επιταγην θεου σωτηρος ημων και χριστου ιησου της ελπιδος ημων
2 Til Tímóteusar. Tímóteus, þú sem ert mér sem sonur í trúnni á Drottin. Guð faðir og Drottinn Jesús Kristur auðsýni þér kærleika og miskunn og gefi þér frið í hug og hjarta.
τιμοθεω γνησιω τεκνω εν πιστει χαρις ελεος ειρηνη απο θεου πατρος και χριστου ιησου του κυριου ημων
3 Ég endurtek það sem ég sagði áður en ég fór frá Makedóníu: Vertu kyrr í Efesus og þaggaðu niður í þeim mönnum sem fara með rangar kenningar. Reyndu að binda enda á þessar goðsagnir og helgisögur og þær hugmyndir þeirra, að hægt sé að frelsast með því að vinna sér hylli hjá endalausri röð engla sem leiði menn upp til Guðs. Þetta eru fáránlegar hugmyndir, sem aðeins vekja þrætur í stað þess að benda fólki á leið trúarinnar, eins og Guð ætlaðist til.
καθως παρεκαλεσα σε προσμειναι εν εφεσω πορευομενος εις μακεδονιαν ινα παραγγειλης τισιν μη ετεροδιδασκαλειν
μηδε προσεχειν μυθοις και γενεαλογιαις απεραντοις αιτινες εκζητησεις παρεχουσιν μαλλον η οικονομιαν θεου την εν πιστει
5 Markmið kristinnar kenningar er að menn fyllist sönnum kærleika, hafi góða samvisku og eignist sterka trú.
το δε τελος της παραγγελιας εστιν αγαπη εκ καθαρας καρδιας και συνειδησεως αγαθης και πιστεως ανυποκριτου
6 Þessir menn hafa misst sjónar á þessu markmiði og nú eyða þeir tímanum í þras og heimskulegar vangaveltur.
ων τινες αστοχησαντες εξετραπησαν εις ματαιολογιαν
7 Þá langar til að afla sér viðurkenningar sem fræðimenn í lögum Móse, en þeir hafa bara ekki minnstu hugmynd um efni þeirra.
θελοντες ειναι νομοδιδασκαλοι μη νοουντες μητε α λεγουσιν μητε περι τινων διαβεβαιουνται
8 Lög þessi eru góð, ef þau eru notuð eins og Guð ætlaðist til.
οιδαμεν δε οτι καλος ο νομος εαν τις αυτω νομιμως χρηται
9 Þau voru alls ekki skrifuð fyrir réttláta menn, sem frelsast hafa frá syndinni, heldur fyrir syndara, sem eru óvinir Guðs. Þau voru ætluð lögleysingjum, morðingjum og öðrum vanheilögum syndurum.
ειδως τουτο οτι δικαιω νομος ου κειται ανομοις δε και ανυποτακτοις ασεβεσιν και αμαρτωλοις ανοσιοις και βεβηλοις πατρολωαις και μητρολωαις ανδροφονοις
10 Þau voru fyrir hórkarla, kynvillinga, mannræningja, lygara og alla aðra sem lifa í andstöðu við gleðiboðskapinn, sem góður Guð gaf okkur og mér var falið að boða.
πορνοις αρσενοκοιταις ανδραποδισταις ψευσταις επιορκοις και ει τι ετερον τη υγιαινουση διδασκαλια αντικειται
κατα το ευαγγελιον της δοξης του μακαριου θεου ο επιστευθην εγω
12 Ég þakka Drottni Jesú Kristi, að hann skyldi velja mig í hóp sendiboða sinna og gera mig styrkan í trúnni,
χαριν εχω τω ενδυναμωσαντι με χριστω ιησου τω κυριω ημων οτι πιστον με ηγησατο θεμενος εις διακονιαν
13 Mig, sem margoft hafði hætt hann og spottað. Ég ofsótti þá sem á hann trúðu og olli þeim eins miklu tjóni og ég frekast gat. En Guð miskunnaði mér, því að ég vissi ekki hvað ég gerði, enda þekkti ég þá ekki Krist.
το προτερον οντα βλασφημον και διωκτην και υβριστην αλλα ηλεηθην οτι αγνοων εποιησα εν απιστια
14 Drottinn sýndi mér mikla miskunn, því hann kenndi mér að treysta sér og síðan fyllti hann mig kærleika sínum.
υπερεπλεονασεν δε η χαρις του κυριου ημων μετα πιστεως και αγαπης της εν χριστω ιησου
15 Það, að Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, er satt og ég vildi að allir fengju að heyra það og trúa. Sjálfur var ég mesti syndarinn.
πιστος ο λογος και πασης αποδοχης αξιος οτι χριστος ιησους ηλθεν εις τον κοσμον αμαρτωλους σωσαι ων πρωτος ειμι εγω
16 En Guð miskunnaði mér til að Kristur Jesús skyldi sýna mér þolinmæði og langlyndi sitt, til vitnisburðar öðrum syndurum sem eignast trú á hann. (aiōnios )
αλλα δια τουτο ηλεηθην ινα εν εμοι πρωτω ενδειξηται χριστος ιησους την απασαν μακροθυμιαν προς υποτυπωσιν των μελλοντων πιστευειν επ αυτω εις ζωην αιωνιον (aiōnios )
17 Guði sé lof og dýrð um aldir alda! Hann er hinn ódauðlegi og ósýnilegi, konungur eilífðarinnar. Enginn er Guð nema hann. Amen. (aiōn )
τω δε βασιλει των αιωνων αφθαρτω αορατω μονω θεω τιμη και δοξα εις τους αιωνας των αιωνων αμην (aiōn )
18 Tímóteus, ég ætla að minna þig á spádómsorðin sem voru töluð til þín, en samkvæmt þeim skaltu berjast hinni góðu baráttu trúarinnar og hafa góða samvisku. Sumir hafa gert ýmislegt gegn betri vitund og syndgað af ásettu ráði. Það er reyndar ekkert undarlegt þótt fólk sem þannig ögrar Guði, falli fljótt frá trúnni á Krist.
ταυτην την παραγγελιαν παρατιθεμαι σοι τεκνον τιμοθεε κατα τας προαγουσας επι σε προφητειας ινα στρατευη εν αυταις την καλην στρατειαν
εχων πιστιν και αγαθην συνειδησιν ην τινες απωσαμενοι περι την πιστιν εναυαγησαν
20 Hýmeneus og Alexander eru dæmi um slíka menn. Ég varð að gefa þá Satani á vald til refsingar, svo að þeim lærðist að lítilsvirða ekki nafn Krists.
ων εστιν υμεναιος και αλεξανδρος ους παρεδωκα τω σατανα ινα παιδευθωσιν μη βλασφημειν