< 1 Jóhannesarbréf 3 >
1 Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn á himnum hefur sýnt okkur, að við megum kallast hans börn og það erum við sannarlega! En fáir þekkja Guð og því skilur fólk ekki að við erum börnin hans.
See what kind of love the Father has bestowed on us, that we should be called children of God; and we are. For this reason the world does not know us, because it did not know him.
2 Kæru vinir, nú erum við Guðs börn, einmitt núna, og við getum ekki ímyndað okkur hvað við eigum í vændum. Eitt vitum við þó: Þegar hann kemur verðum við eins og hann, því að þá munum við sjá hann eins og hann raunverulega er.
Beloved, now we are children of God, and it is not yet revealed what we will be. We know that, when he is revealed, we will be like him; for we will see him just as he is.
3 Sá sem þráir þetta í einlægni reynir að varðveita hreinleika sinn, því að Kristur er hreinn.
Everyone who has this hope set on him purifies himself, even as he is pure.
4 En þeir, sem halda áfram að syndga, standa í gegn Guði, því að öll synd er andstæð vilja hans.
Everyone who sins also commits lawlessness. Sin is lawlessness.
5 Þið vitið að hann gerðist maður til að geta tekið burt syndir okkar og í honum finnst engin synd.
You know that he was revealed to take away sins, and in him is no sin.
6 Ef við höldum okkur nálægt honum og hlýðum honum, munum við forðast að syndga. Þeir sem halda áfram að syndga, gera það vegna þess að þeir hafa aldrei kynnst Guði í raun og veru né orðið börn hans.
Whoever remains in him does not sin. Whoever sins hasn't seen him, neither knows him.
7 Börnin mín, látið engan villa um fyrir ykkur varðandi þetta: Ef þið haldið áfram að gera það sem rétt er, þá er það vegna þess að þið eruð réttlát eins og Guð.
Children, let no one lead you astray. He who does righteousness is righteous, even as he is righteous.
8 En ef þið haldið áfram að syndga er það merki þess að þið tilheyrið Satani, honum, sem haldið hefur áfram að syndga allt frá því hann drýgði sína fyrstu synd. Sonur Guðs kom til að brjóta niður verk djöfulsins – syndina.
He who sins is of the devil, for the devil has been sinning from the beginning. To this end the Son of God was revealed, to destroy the works of the devil.
9 Sá sem er fæddur inn í fjölskyldu Guðs, syndgar ekki af ásettu ráði, því að Guð lifir í honum. Hann getur ekki haldið áfram í synd, því að hann hefur öðlast nýtt líf frá Guði. Guð hefur vakið það innra með honum og stjórnar honum, hann hefur endurfæðst.
Whoever is born of God does not commit sin, because his seed remains in him; and he cannot sin, because he is born of God.
10 Á þessu getum við séð hver er Guðs barn og hver tilheyrir hinum vonda. Hver sem lifir syndugu lífi og er illa við meðbróður sinn, sýnir að hann tilheyrir ekki fjölskyldu Guðs,
In this the children of God are revealed, and the children of the devil. Whoever does not do righteousness is not of God, neither is he who does not love his brother.
11 því að boðskapurinn sem við fengum í upphafi, var sá að við ættum að elska hvert annað.
For this is the message which you heard from the beginning, that we should love one another;
12 Verum ekki eins og Kain, sem tilheyrði Satani og drap bróður sinn. Hvers vegna myrti Kain Abel? Vegna þess að Kain hafði vanið sig á að gera það sem rangt var og vissi að líferni bróður síns var betra en hans.
unlike Cain, who was of the evil one, and killed his brother. Why did he kill him? Because his works were evil, and his brother's righteous.
13 Kæru vinir, undrist því ekki þótt heimurinn hati ykkur.
Therefore do not be surprised, brothers, if the world hates you.
14 Ef við elskum meðbræður okkar, þá er ljóst að okkur hefur verið gefið eilíft líf og forðað frá helvíti. Sá sem ekki ber kærleika til annarra, stefnir í eilífan dauða.
We know that we have passed out of death into life, because we love the brothers. He who does not love remains in death.
15 Sá sem hatar meðbróður sinn er í raun og veru morðingi og sá sem hyggur á morð, getur ekki átt eilíft líf. (aiōnios )
Whoever hates his brother is a murderer, and you know that no murderer has everlasting life remaining in him. (aiōnios )
16 Við vitum að sannur kærleikur birtist í því að Kristur dó fyrir okkur, við ættum því einnig að fórna lífi okkar fyrir meðbræðurna.
By this we know love, because he laid down his life for us. And we ought to lay down our lives for the brothers.
17 Segjum svo að einhver telji sig kristinn og hafi allt til alls, en horfi svo á þurfandi bróður sinn án þess að rétta honum hjálparhönd. Hvernig getur slíkur maður átt í sér kærleika Guðs?
But whoever has the world's goods, and sees his brother in need, and closes his heart of compassion against him, how does the love of God remain in him?
18 Börnin mín, það dugir ekki lengur að segja að við elskum fólk. Við verðum að elska það í raun og veru og sýna það í verki.
Little children, let us not love in word only, neither with the tongue only, but in deed and truth.
19 Ef við gerum það, þá getum við verið viss um að við tilheyrum Guði – vegna verka okkar – og þá höfum við hreina samvisku gagnvart Drottni.
And by this we will know that we are of the truth, and persuade our heart before him,
20 En ef við höfum slæma samvisku og finnum að við höfum gert rangt, þá veit Drottinn enn betur, því að hann þekkir öll okkar verk.
because if our heart condemns us, God is greater than our heart, and knows all things.
21 Elskulegu vinir, sé samviska okkar hrein, getum við komið til Drottins í djörfung
Beloved, if our hearts do not condemn us, we have confidence before God;
22 og fengið allt, sem við biðjum hann um, vegna þess að við hlýðum honum og gerum það sem honum er þóknanlegt.
and whatever we ask, we receive from him, because we keep his commandments and do the things that are pleasing in his sight.
23 Þetta vill Guð að við gerum: Trúum á nafn sonar hans, Jesú Krists, og elskum hvert annað.
This is his commandment, that we should believe in the name of his Son, Jesus Christ, and love one another, even as he commanded us.
24 Þeir, sem hlýða Guði, lifa með Guði og hann með þeim. Við vitum að þetta er satt, því að heilagur andi, sem hann hefur gefið okkur, hefur sagt okkur það.
He who keeps his commandments remains in him, and he in him. By this we know that he remains in us, by the Spirit which he gave us.