< 1 Korintubréf 1 >

1 Frá: Páli, sem Guð hefur kjörið sendiboða Jesú Krists, og bróður Sósþenesi.
PAUL, a called apostle of Jesus Christ by the will of God, and Sosthenes a brother,
2 Til: Kristinna manna í Korintu sem Guð hefur kallað sér til eignar og Jesús Kristur hefur helgað honum; og til: Allra kristinna manna, hvar sem þeir eru, þeirra sem ákalla nafn Jesú Krists, sem er Drottinn okkar allra.
to the church of God which is at Corinth, sanctified in Christ Jesus, to the called saints, with all those who invoke the name of our Lord Jesus Christ in every place, both their’s and our’s:
3 Guð, faðir okkar, og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur og veiti frið í hug og hjarta. Fyrst Guð hefur blessað ykkur, hvers vegna eruð þið þá ósátt?
grace be unto you, and peace, from God our Father, and our Lord Jesus Christ.
4 Ég get ekki látið af að þakka Guði fyrir alla þá náð sem hann hefur gefið ykkur í Jesú Kristi.
I give thanks to my God always on your behalf, for the grace of God which hath been given you in Christ Jesus;
5 Hann hefur auðgað allt líf ykkar, gert ykkur kleift að bera honum vitni og aukið ykkur skilning á sannleikanum.
that in every thing ye have been enriched by him, in all utterance, and all knowledge;
6 Það sem ég sagði að Kristur gæti gert fyrir ykkur, hefur gerst!
thus the testimony of Jesus hath been confirmed among you:
7 Nú njótið þið blessunar hans í ríkum mæli og skortir enga náðargjöf meðan þið bíðið endurkomu Drottins Jesú Krists.
so that ye have not been deficient in any gift; waiting for the revelation of our Lord Jesus Christ:
8 Og Guð mun gera ykkur staðföst svo að enginn geti ásakað ykkur á endurkomudegi hans.
who shall confirm you to the end blameless in the day of our Lord Jesus Christ.
9 Guð, sem kallaði ykkur til samfélags við son sinn, Jesú Krist, Drottin okkar, mun standa við allt sem hann hefur lofað ykkur – hann er vissulega trúfastur.
Faithful is God, by whom ye have been called into communion with his Son Jesus Christ our Lord.
10 En, kæru vinir, ég bið ykkur í nafni Drottins Jesú Krists. Hættið þessum deilum ykkar í milli en gætið þess að lifa í sátt og samlyndi, svo að ekki sé klofningur í söfnuðinum. Ég grátbið ykkur: Verið einhuga – sameinuð í hugsun og verki.
Now I conjure you, brethren, by the name of our Lord Jesus Christ, that ye all speak the same thing, and that there be no schisms among you; but that ye be perfectly united together in the same mind and the same sentiment.
11 Nokkrir þeirra sem búa heima hjá Klóe hafa sagt mér frá rifrildi ykkar og deilum, kæru vinir.
For I have been informed concerning you, my brethren, by those of the family of Chloe, that there are contentions among you.
12 Sum ykkar segja: „Ég fylgi Páli!“Aðrir segjast fylgja Apollós eða Pétri, og enn aðrir Kristi.
Now this I observe, that one and another of you saith, I am indeed of Paul; but I of Apollos; but I of Cephas; but I am of Christ.
13 Þannig hafið þið í reynd skipt Kristi í marga hluta! Hef ég, Páll, þá dáið fyrir syndir ykkar? Eða var nokkurt ykkar skírt í mínu nafni?
Is Christ divided? was Paul crucified for you? or were ye baptised into the name of Paul?
14 Ég er mjög feginn því að ég skuli ekki hafa skírt neitt ykkar, nema þá Krispus og Gajus,
I thank God that I baptised none of you, except Crispus and Gaius;
15 því annars gæti einhver haldið að ég hafi verið að stofna nýjan söfnuð, „Pálssöfnuðinn!“
that no man might say, I baptised into my own name.
16 Jú, reyndar skírði ég líka fjölskyldu Stefanasar, en ekki man ég til að hafa skírt fleiri.
And I also baptised the household of Stephanus: besides these, I know not if I baptised any other person.
17 Því að Kristur sendi mig ekki til að skíra, heldur til að flytja gleðiboðskapinn. Og predikun mín einkennist ekki af skrúðmælgi eða háfleygum orðum, því að þá ætti ég á hættu að draga úr þeim mikla mætti sem boðskapurinn um krossdauða Krists býr yfir.
For Christ sent me not to baptise, but to preach the gospel: not with wisdom of discourse, lest the cross of Christ should be slighted.
18 Mér er vel ljóst hve þeim sem glatast finnst heimskulegt að heyra að Jesús Kristur hafi dáið til að frelsa þá. En við, sem frelsumst, fáum að reyna að þessi boðskapur er sjálfur kraftur Guðs.
For the discourse, the subject of which is the cross, is indeed to those who perish, folly; but to us who are saved it is the power of God.
19 Því Guðs orð segir: „Ég mun gera að engu allar mannlegar tilraunir til að frelsast; hversu skynsamlegar sem þær virðast vera, og láta mig engu varða bestu hugmyndir manna, jafnvel þær snilldarlegustu.“
For it is written, “I will destroy the wisdom of the wise, and the understanding of the intelligent will I make useless.”
20 Og hvað um þessa spekinga, þessa lærðu menn og snjöllu, sem vit hafa á öllu milli himins og jarðar? Guð hefur gert þá alla hlægilega og sýnt fram á að speki þeirra er tóm vitleysa. (aiōn g165)
Where is the sophist? where is the scribe? where is the inquisitive searcher after this world’s wisdom? hath not God turned into folly the wisdom of this world? (aiōn g165)
21 Því að Guð kom því svo fyrir af visku sinni að menn gætu aldrei fundið hann með mannlegri snilli. Síðan greip hann sjálfur inn í og frelsaði alla þá sem trúðu boðskap hans, sem heimurinn telur heimskulegt þvaður.
for since in the wisdom of God the world by its wisdom knew not God, it pleased God by the foolishness of preaching to save them that believe.
22 Gyðingum finnst hann fávíslegur, því að þeir vilja tákn frá himni sem sönnun þess að það sem boðað er sé satt. Heiðingjum hins vegar finnst hann þvaður, af því að þeir trúa því einu sem er í samræmi við heimspeki þeirra og það sem þeir kalla skynsemi.
For the Jews demand a miracle, and the Greeks seek wisdom:
23 Svo þegar við boðum að Kristur hafi dáið til að frelsa mennina, þá hneykslast Gyðingar, en heiðingjarnir segja að slíkur boðskapur nái ekki nokkurri átt.
but we preach Christ crucified, to the Jews indeed an offence, and to the Greeks folly;
24 En Guð hefur opnað augu þeirra sem kallaðir eru til að frelsast, bæði Gyðinga og heiðingja, svo að nú sjá þeir að Kristur er kraftur Guðs, þeim til hjálpræðis. Kristur er sjálfur þungamiðja hinnar máttugu fyrirætlunar Guðs þeim til björgunar.
but to those who are called, whether Jews or Greeks, Christ the power of God, and the wisdom of God.
25 Þessi svokallaða „heimskulega fyrirætlun Guðs“er mun skynsamlegri en gáfulegasta úrræði hinna mestu spekinga. Guð í vanmætti sínum – þegar Kristur dó á krossinum – er stórum máttugri en nokkur maður.
For this foolishness of God is wiser than men; and this weakness of God is stronger than men.
26 Takið eftir, vinir mínir, að fá ykkar sem fylgið Kristi eruð fræg, voldug eða rík.
For ye see your calling, brethren, that not many fleshly wise, not many men in power, not many men of high birth, are called:
27 Þess í stað hefur Guð af ásettu ráði kosið að nota það, sem heimurinn telur heimsku og fánýti, til að láta þá verða sér til minnkunar, sem heimurinn telur skynsama og mikla.
but the foolish things of this world hath God elected, that he might confound the wise; and the feeble things of the world hath God elected, that he might confound the mighty;
28 Hann hefur valið það, sem heimurinn fyrirlítur og metur einskis, og notar það til að gera að engu það sem heimurinn hrósar sér af,
and the ignoble things of the world, and the despicable, hath God elected, and the things that are not, to bring to nought the things which are,
29 svo að enginn geti nokkurn tíma hreykt sér frammi fyrir Guði.
that no flesh should glory in his presence.
30 Það er Guði að þakka að þið eigið samfélag við Jesú Krist og í Jesú hafið þið öðlast þekkingu á Guði. En Jesús gerði meira en það, hann hefur líka réttlætt ykkur, helgað og leyst ykkur frá afleiðingum syndafallsins.
But of him are ye in Christ Jesus, who hath been made to us of God wisdom, and righteousness, and sanctification, and redemption:
31 Ég tek því undir orð Biblíunnar: „Vilji einhver hrósa sér, þá hrósi hann sér aðeins af því sem Guð hefur gert.“
that, as it is written, “He that glorieth, let him glory in the Lord.”

< 1 Korintubréf 1 >