< 1 Korintubréf 4 >
1 Við Apollós erum þjónar Krists sem miðla blessun Guðs með því að útskýra leyndardóma hans.
sic nos existimet homo ut ministros Christi et dispensatores mysteriorum Dei
2 Það sem mestu máli skiptir varðandi þjóna, er að þeir séu trúir og geri það, sem húsbóndi þeirra segir þeim.
hic iam quaeritur inter dispensatores ut fidelis quis inveniatur
3 Hvað um mig? Hef ég verið góður þjónn? Reyndar varðar mig ekkert um hvað ykkur finnst um það eða hvað aðrir hugsa. Ég treysti ekki einu sinni mínu eigin mati í því efni.
mihi autem pro minimo est ut a vobis iudicer aut ab humano die sed neque me ipsum iudico
4 Samviska mín er hrein, en það sannar ekkert. Það er Drottinn sjálfur sem mun rannsaka mig og dæma.
nihil enim mihi conscius sum sed non in hoc iustificatus sum qui autem iudicat me Dominus est
5 Gætið þess því að fella ekki dóma áður en Drottinn kemur, um það hvort einhver er góður þjónn eða ekki. Þegar Drottinn kemur, mun hann varpa ljósi á allt, svo að hver og einn geti séð greinilega hvernig við erum innst inni. Þá munu allir sjá og vita hvers vegna við höfum verið að vinna verk Drottins. Á þeim degi mun Guð veita hverjum manni það hrós sem hann á skilið.
itaque nolite ante tempus iudicare quoadusque veniat Dominus qui et inluminabit abscondita tenebrarum et manifestabit consilia cordium et tunc laus erit unicuique a Deo
6 Ég hef notað Apollós og sjálfan mig sem dæmi til að skýra nánar það, að þið megið ekki taka einn þjón Guðs fram yfir annan.
haec autem fratres transfiguravi in me et Apollo propter vos ut in nobis discatis ne supra quam scriptum est unus adversus alterum infletur pro alio
7 Af hverju eruð þið að stæra ykkur? Hvað hafið þið, sem þið hafið ekki þegið af Guði? Og fyrst allt sem þið hafið, er frá Guði, hvers vegna látið þið þá eins og þið séuð miklir menn og hafið afrekað eitthvað af eigin rammleik?
quis enim te discernit quid autem habes quod non accepisti si autem accepisti quid gloriaris quasi non acceperis
8 Þið virðist halda að þið séuð andleg ofurmenni! Þið eruð saddir og andlega mettir, ríkir kóngar á hásætum ykkar, komnir langt fram úr okkur vesalingunum! Ég vildi óska að þið væruð nú þegar orðnir kóngar, því þá mundum við vissulega ríkja með ykkur.
iam saturati estis iam divites facti estis sine nobis regnastis et utinam regnaretis ut et nos vobiscum regnaremus
9 Stundum virðist mér sem Guð hafi sett okkur postulana alveg neðst á listann – eins og dauðadæmda fanga, sem hafðir eru aftast í skrúðgöngu sigurvegarans, til sýnis englum og mönnum.
puto enim Deus nos apostolos novissimos ostendit tamquam morti destinatos quia spectaculum facti sumus mundo et angelis et hominibus
10 „Trúin hefur gert ykkur heimska, “segið þið. En þið? Þið eruð auðvitað vitrir og skynsamir kristnir menn! Við erum máttlausir en ekki þið! Þið eruð vinsælir, en við athlægi allra.
nos stulti propter Christum vos autem prudentes in Christo nos infirmi vos autem fortes vos nobiles nos autem ignobiles
11 Allt til þessa höfum við orðið að þola hungur, þorsta og klæðleysi. Okkur er misþyrmt og við erum heimilislausir.
usque in hanc horam et esurimus et sitimus et nudi sumus et colaphis caedimur et instabiles sumus
12 Við höfum unnið fyrir okkur með erfiði og striti. Við höfum blessað þá sem okkur bölva og sýnt þolinmæði þeim sem ofsækja okkur.
et laboramus operantes manibus nostris maledicimur et benedicimus persecutionem patimur et sustinemus
13 Árásum höfum við svarað með hógværð, en samt erum við allt til þessarar stundar eins og fótþurrka allra, eins og úrhrök.
blasphemamur et obsecramus tamquam purgamenta huius mundi facti sumus omnium peripsima usque adhuc
14 Þetta skrifa ég ykkur ekki til blygðunar, heldur til að aðvara ykkur og áminna eins og elskuð börn.
non ut confundam vos haec scribo sed ut filios meos carissimos moneo
15 Því að ég einn er andlegur faðir ykkar, þótt þið hafið tíu þúsund aðra til þess að kenna ykkur um Krist. Það var ég sem leiddi ykkur til Krists þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn.
nam si decem milia pedagogorum habeatis in Christo sed non multos patres nam in Christo Iesu per evangelium ego vos genui
16 Ég bið ykkur því að líkja eftir mér og gera eins og ég.
rogo ergo vos imitatores mei estote
17 Ástæðan fyrir því að ég sendi Tímóteus var að hann skyldi hjálpa ykkur til þess. Tímóteus er einn þeirra sem ég leiddi til Krists og hann er Drottni elskað og hlýðið barn. Hann mun minna ykkur á það sem ég kenni í allri kirkjunni, hvar sem ég fer.
ideo misi ad vos Timotheum qui est filius meus carissimus et fidelis in Domino qui vos commonefaciat vias meas quae sunt in Christo sicut ubique in omni ecclesia doceo
18 Ég veit að sum ykkar eru hreykin og halda að ég þori ekki að koma til ykkar í eigin persónu.
tamquam non venturus sim ad vos sic inflati sunt quidam
19 En ég mun koma, og það fljótlega, ef Drottinn leyfir mér, og þá mun ég komast að raun um, hvort þeir sem stæra sig, hafa kraft Guðs eða hvort þeir eru aðeins orðhákar.
veniam autem cito ad vos si Dominus voluerit et cognoscam non sermonem eorum qui inflati sunt sed virtutem
20 Guðsríki er ekki innantómt orð heldur líf í krafti Guðs.
non enim in sermone est regnum Dei sed in virtute
21 Hvort viljið þið heldur að ég komi með hirtingu og ávítur eða ástúð og mildi?
quid vultis in virga veniam ad vos an in caritate et spiritu mansuetudinis