< תהילים 118 >
הודו ליהוה כי טוב כי לעולם חסדו׃ | 1 |
Þakkið Drottni því að hann er góður! Elska hans varir að eilífu.
יאמר נא ישראל כי לעולם חסדו׃ | 2 |
Söfnuður Ísraels lofi hann og segi: „Elska hans varir að eilífu!“
יאמרו נא בית אהרן כי לעולם חסדו׃ | 3 |
Og prestar Arons taki undir og syngi: „Elska hans varir að eilífu!“
יאמרו נא יראי יהוה כי לעולם חסדו׃ | 4 |
Og heiðingjarnir sem trú hafa tekið segi: „Elska hans varir að eilífu.“
מן המצר קראתי יה ענני במרחב יה׃ | 5 |
Í angist minni bað ég til Drottins. Hann svaraði mér og frelsaði mig.
יהוה לי לא אירא מה יעשה לי אדם׃ | 6 |
Ég er hans! Hvað skyldi ég þá óttast? Hvað geta dauðlegir menn gert mér?
יהוה לי בעזרי ואני אראה בשנאי׃ | 7 |
Ég er vinur Drottins og hann hjálpar mér. Óvinir mínir skulu vara sig!
טוב לחסות ביהוה מבטח באדם׃ | 8 |
Betra er að treysta Drottni, en að reiða sig á menn.
טוב לחסות ביהוה מבטח בנדיבים׃ | 9 |
Öruggara er að leita hjálpar hans en stuðnings frá voldugum konungi!
כל גוים סבבוני בשם יהוה כי אמילם׃ | 10 |
Þó óvinaþjóðirnar ráðist gegn mér, allar sem ein, þá mun ég ganga fram undir gunnfána hans og gjöreyða þeim.
סבוני גם סבבוני בשם יהוה כי אמילם׃ | 11 |
Já, þær umkringja mig og gera árás, en ég útrými þeim undir sigurmerki hans.
סבוני כדבורים דעכו כאש קוצים בשם יהוה כי אמילם׃ | 12 |
Þær þyrpast að mér eins og flugnager, blossa gegn mér sem eyðandi eldur. En undir fána hans gjörsigra ég þá!
דחה דחיתני לנפל ויהוה עזרני׃ | 13 |
Þú, óvinur minn, gerðir allt til að útrýma mér, en Drottinn kom mér til hjálpar.
עזי וזמרת יה ויהי לי לישועה׃ | 14 |
Þegar orustan stóð sem hæst var hann styrkur minn og lofsöngur og að endingu veitti hann mér sigur.
קול רנה וישועה באהלי צדיקים ימין יהוה עשה חיל׃ | 15 |
Á heimilum réttlátra syngja menn fagnaðarljóð,
ימין יהוה רוממה ימין יהוה עשה חיל׃ | 16 |
enda nýkomnar fréttir af sigri!
לא אמות כי אחיה ואספר מעשי יה׃ | 17 |
Ekki mun ég deyja, heldur lifa og segja öllum frá máttarverkum hans.
יסר יסרני יה ולמות לא נתנני׃ | 18 |
Drottinn refsaði mér, en ofurseldi mig ekki dauðanum.
פתחו לי שערי צדק אבא בם אודה יה׃ | 19 |
Ljúkið upp hliðum musterisins – ég ætla að ganga inn og þakka Drottni.
זה השער ליהוה צדיקים יבאו בו׃ | 20 |
Um þessi hlið liggur leiðin til Drottins og réttlátir ganga þar inn.
אודך כי עניתני ותהי לי לישועה׃ | 21 |
Ó, Drottinn, þökk sé þér að þú bænheyrðir og bjargaðir mér.
אבן מאסו הבונים היתה לראש פנה׃ | 22 |
Steinninn sem smiðirnir höfðu hafnað var gerður að hornsteini hússins!
מאת יהוה היתה זאת היא נפלאת בעינינו׃ | 23 |
Það var að vilja og fyrir tilstilli Drottins og er í einu orði sagt stórkostlegt!
זה היום עשה יהוה נגילה ונשמחה בו׃ | 24 |
Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gert. Fögnum og verum glöð í dag!
אנא יהוה הושיעה נא אנא יהוה הצליחה נא׃ | 25 |
Ó, Drottinn, hjálpa þú. Frelsa þú okkur. Láttu okkur ná árangri.
ברוך הבא בשם יהוה ברכנוכם מבית יהוה׃ | 26 |
Blessaður sé sá sem er að koma, sá sem sendur er af Drottni. Við blessum þig frá helgidóminum.
אל יהוה ויאר לנו אסרו חג בעבתים עד קרנות המזבח׃ | 27 |
Drottinn er ljósið sem lýsir okkur. Dansið fyrir honum, já, alla leiðina að altari hans.
אלי אתה ואודך אלהי ארוממך׃ | 28 |
Hann er minn Guð, ég þakka honum og lofa hann.
הודו ליהוה כי טוב כי לעולם חסדו׃ | 29 |
Þakkið Drottni, því að hann er góður! Miskunn hans varir að eilífu!