< תהילים 2 >
לָמָּה רָגְשׁוּ גוֹיִם וּלְאֻמִּים יֶהְגּוּ־רִֽיק׃ | 1 |
Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð!
יִתְיַצְּבוּ ׀ מַלְכֵי־אֶרֶץ וְרוֹזְנִים נֽוֹסְדוּ־יָחַד עַל־יְהוָה וְעַל־מְשִׁיחֽוֹ׃ | 2 |
Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi.
נְֽנַתְּקָה אֶת־מֽוֹסְרוֹתֵימוֹ וְנַשְׁלִיכָה מִמֶּנּוּ עֲבֹתֵֽימוֹ׃ | 3 |
„Komum, “segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
יוֹשֵׁב בַּשָּׁמַיִם יִשְׂחָק אֲדֹנָי יִלְעַג־לָֽמוֹ׃ | 4 |
En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum.
אָז יְדַבֵּר אֵלֵימוֹ בְאַפּוֹ וּֽבַחֲרוֹנוֹ יְבַהֲלֵֽמוֹ׃ | 5 |
Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. Drottinn lýsir yfir:
וַאֲנִי נָסַכְתִּי מַלְכִּי עַל־צִיּוֹן הַר־קָדְשִֽׁי׃ | 6 |
„Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. Hans útvaldi svarar:
אֲסַפְּרָה אֶֽל חֹק יְֽהוָה אָמַר אֵלַי בְּנִי אַתָּה אֲנִי הַיּוֹם יְלִדְתִּֽיךָ׃ | 7 |
„Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“
שְׁאַל מִמֶּנִּי וְאֶתְּנָה גוֹיִם נַחֲלָתֶךָ וַאֲחֻזָּתְךָ אַפְסֵי־אָֽרֶץ׃ | 8 |
„Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins.
תְּרֹעֵם בְּשֵׁבֶט בַּרְזֶל כִּכְלִי יוֹצֵר תְּנַפְּצֵֽם׃ | 9 |
Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“
וְעַתָּה מְלָכִים הַשְׂכִּילוּ הִוָּסְרוּ שֹׁפְטֵי אָֽרֶץ׃ | 10 |
Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til!
עִבְדוּ אֶת־יְהוָה בְּיִרְאָה וְגִילוּ בִּרְעָדָֽה׃ | 11 |
Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt.
נַשְּׁקוּ־בַר פֶּן־יֶאֱנַף ׀ וְתֹאבְדוּ דֶרֶךְ כִּֽי־יִבְעַר כִּמְעַט אַפּוֹ אַשְׁרֵי כָּל־חוֹסֵי בֽוֹ׃ | 12 |
Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.