< תְהִלִּים 91 >
יֹ֭שֵׁב בְּסֵ֣תֶר עֶלְי֑וֹן בְּצֵ֥ל שַׁ֝דַּ֗י יִתְלוֹנָֽן׃ | 1 |
Sæll er sá sem nýtur verndar hins hæsta og hvílir í skjóli hins almáttuga,
אֹמַ֗ר לַֽ֭יהוָה מַחְסִ֣י וּמְצוּדָתִ֑י אֱ֝לֹהַ֗י אֶבְטַח־בּֽוֹ׃ | 2 |
sá sem getur sagt við Drottin: „Þú ert skjól mitt og vörn! Þú ert minn Guð, ég treysti þér!“
כִּ֤י ה֣וּא יַ֭צִּֽילְךָ מִפַּ֥ח יָק֗וּשׁ מִדֶּ֥בֶר הַוּֽוֹת׃ | 3 |
Hann frelsar þig úr snörunni og bjargar þér undan plágunni.
בְּאֶבְרָת֨וֹ ׀ יָ֣סֶךְ לָ֭ךְ וְתַֽחַת־כְּנָפָ֣יו תֶּחְסֶ֑ה צִנָּ֖ה וְֽסֹחֵרָ֣ה אֲמִתּֽוֹ׃ | 4 |
Hann mun skýla þér undir vængjum sínum. Þar muntu finna öruggt skjól! Hann hefur lofað að vernda þig og frelsa.
לֹא־תִ֭ירָא מִפַּ֣חַד לָ֑יְלָה מֵ֝חֵ֗ץ יָע֥וּף יוֹמָֽם׃ | 5 |
Nú þarftu ekki lengur að óttast ógnir myrkursins, né örina sem þýtur að morgni.
מִ֭דֶּבֶר בָּאֹ֣פֶל יַהֲלֹ֑ךְ מִ֝קֶּ֗טֶב יָשׁ֥וּד צָהֳרָֽיִם׃ | 6 |
Heldur ekki drepsótt næturinnar né skelfingu um hábjartan dag.
יִפֹּ֤ל מִצִּדְּךָ֨ ׀ אֶ֗לֶף וּרְבָבָ֥ה מִימִינֶ֑ךָ אֵ֝לֶ֗יךָ לֹ֣א יִגָּֽשׁ׃ | 7 |
Þótt þúsund falli mér við hlið og tíu þúsund mér til hægri handar, þá mun hið illa ekki ná til mín.
רַ֭ק בְּעֵינֶ֣יךָ תַבִּ֑יט וְשִׁלֻּמַ֖ת רְשָׁעִ֣ים תִּרְאֶֽה׃ | 8 |
Ég mun horfa á þegar óguðlegum er refsað en sjálfur vera óhultur,
כִּֽי־אַתָּ֣ה יְהוָ֣ה מַחְסִ֑י עֶ֝לְי֗וֹן שַׂ֣מְתָּ מְעוֹנֶֽךָ׃ | 9 |
því að Drottinn er skjól mitt! Ég hef valið hinn hæsta Guð mér til varnar.
לֹֽא־תְאֻנֶּ֣ה אֵלֶ֣יךָ רָעָ֑ה וְ֝נֶ֗גַע לֹא־יִקְרַ֥ב בְּאָהֳלֶֽךָ׃ | 10 |
Hvernig ætti þá ógæfa að yfirbuga mig eða plága að nálgast hús mitt?
כִּ֣י מַ֭לְאָכָיו יְצַוֶּה־לָּ֑ךְ לִ֝שְׁמָרְךָ֗ בְּכָל־דְּרָכֶֽיךָ׃ | 11 |
Eins skipar hann englum sínum að vernda þig, hvar sem þú ert.
עַל־כַּפַּ֥יִם יִשָּׂא֑וּנְךָ פֶּן־תִּגֹּ֖ף בָּאֶ֣בֶן רַגְלֶֽךָ׃ | 12 |
Þeir munu styðja þig á göngunni og forða þér frá hrösun.
עַל־שַׁ֣חַל וָפֶ֣תֶן תִּדְרֹ֑ךְ תִּרְמֹ֖ס כְּפִ֣יר וְתַנִּֽין׃ | 13 |
Þótt þú mætir ljóni eða snák, þá er ekkert að óttast – þú munt jafnvel troða þau fótum!
כִּ֤י בִ֣י חָ֭שַׁק וַאֲפַלְּטֵ֑הוּ אֲ֝שַׂגְּבֵ֗הוּ כִּֽי־יָדַ֥ע שְׁמִֽי׃ | 14 |
Hefur Drottinn ekki sagt: „Vegna þess að þú elskar mig, mun ég frelsa þig. Ég bjarga þér af því að þú þekkir mig og veist að mér er óhætt að treysta.
יִקְרָאֵ֨נִי ׀ וְֽאֶעֱנֵ֗הוּ עִמּֽוֹ־אָנֹכִ֥י בְצָרָ֑ה אֲ֝חַלְּצֵ֗הוּ וַֽאֲכַבְּדֵֽהוּ׃ | 15 |
Þegar þú kallar á mig, svara ég þér. Ég er með þér á hættustund, frelsa þig og held uppi heiðri þínum.
אֹ֣רֶךְ יָ֭מִים אַשְׂבִּיעֵ֑הוּ וְ֝אַרְאֵ֗הוּ בִּֽישׁוּעָתִֽי׃ | 16 |
Ég mun gefa þér langa og góða ævi og láta þig sjá hjálpræði mitt.“