< תהילים 90 >
תְּפִלָּה לְמֹשֶׁה אִֽישׁ־הָאֱלֹהִים אֲֽדֹנָי מָעוֹן אַתָּה הָיִיתָ לָּנוּ בְּדֹר וָדֹֽר׃ | 1 |
Bæn guðsmannsins Móse. Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kynslóð til kynslóðar.
בְּטֶרֶם ׀ הָרִים יֻלָּדוּ וַתְּחוֹלֵֽל אֶרֶץ וְתֵבֵל וּֽמֵעוֹלָם עַד־עוֹלָם אַתָּה אֵֽל׃ | 2 |
Áður en þú skapaðir fjöllin og jörðin varð til, varst þú, ó Guð – þú átt þér hvorki upphaf né endi!
תָּשֵׁב אֱנוֹשׁ עַד־דַּכָּא וַתֹּאמֶר שׁוּבוּ בְנֵֽי־אָדָֽם׃ | 3 |
Þú talar – og maðurinn verður aftur að dufti.
כִּי אֶלֶף שָׁנִים בְּֽעֵינֶיךָ כְּיוֹם אֶתְמוֹל כִּי יַֽעֲבֹר וְאַשְׁמוּרָה בַלָּֽיְלָה׃ | 4 |
Þúsund ár eru eins og einn dagur fyrir þér, eins og klukkustund!
זְרַמְתָּם שֵׁנָה יִהְיוּ בַּבֹּקֶר כֶּחָצִיר יַחֲלֹֽף׃ | 5 |
Við berumst með straumi tímans og hverfum líkt og í draumi.
בַּבֹּקֶר יָצִיץ וְחָלָף לָעֶרֶב יְמוֹלֵל וְיָבֵֽשׁ׃ | 6 |
Við erum eins og grasið sem grær að morgni en skrælnar að kvöldi, visnar og deyr.
כִּֽי־כָלִינוּ בְאַפֶּךָ וּֽבַחֲמָתְךָ נִבְהָֽלְנוּ׃ | 7 |
Við föllum fyrir reiði þinni og hnígum fyrir bræði þinni.
שַׁתָּ עֲוֺנֹתֵינוּ לְנֶגְדֶּךָ עֲלֻמֵנוּ לִמְאוֹר פָּנֶֽיךָ׃ | 8 |
Þú hefur breitt úr syndum okkar frammi fyrir þér – einnig hinum leyndu syndum – engin þeirra er þér hulin.
כִּי כׇל־יָמֵינוּ פָּנוּ בְעֶבְרָתֶךָ כִּלִּינוּ שָׁנֵינוּ כְמוֹ־הֶֽגֶה׃ | 9 |
Reiði þín er enginn leikur. Er að undra þótt ævin sé erfið og dagarnir líði sem andvarp.
יְמֵֽי־שְׁנוֹתֵינוּ בָהֶם שִׁבְעִים שָׁנָה וְאִם בִּגְבוּרֹת ׀ שְׁמוֹנִים שָׁנָה וְרׇהְבָּם עָמָל וָאָוֶן כִּי־גָז חִישׁ וַנָּעֻֽפָה׃ | 10 |
Ævi okkar er sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. En jafnvel bestu árin eru full af mæðu og hégóma. Þau eru horfin áður en varir og við á bak og burt!
מִֽי־יוֹדֵעַ עֹז אַפֶּךָ וּכְיִרְאָתְךָ עֶבְרָתֶֽךָ׃ | 11 |
Hver þekkir ógnir reiði þinnar, og hvert okkar óttast þig eins og ber?
לִמְנוֹת יָמֵינוּ כֵּן הוֹדַע וְנָבִא לְבַב חׇכְמָֽה׃ | 12 |
Kenndu okkur að telja alla okkar daga og skilja hve ævin er stutt. Gefðu að við fáum notað hana til góðs.
שׁוּבָה יְהֹוָה עַד־מָתָי וְהִנָּחֵם עַל־עֲבָדֶֽיךָ׃ | 13 |
Ó, Drottinn, hve lengi er þess að bíða að þú dragir reiði þína í hlé og blessir okkur á nýjan leik?
שַׂבְּעֵנוּ בַבֹּקֶר חַסְדֶּךָ וּֽנְרַנְּנָה וְנִשְׂמְחָה בְּכׇל־יָמֵֽינוּ׃ | 14 |
Miskunna okkur á hverjum morgni að við megum gleðjast hvern einasta dag.
שַׂמְּחֵנוּ כִּימוֹת עִנִּיתָנוּ שְׁנוֹת רָאִינוּ רָעָֽה׃ | 15 |
Já, gefðu okkur gleði í stað armæðu liðinna daga.
יֵרָאֶה אֶל־עֲבָדֶיךָ פׇעֳלֶךָ וַהֲדָרְךָ עַל־בְּנֵיהֶֽם׃ | 16 |
Leyfðu okkur aftur að reyna máttarverk þín svo að börn okkar sjái dýrð þína eins og við forðum.
וִיהִי ׀ נֹעַם אֲדֹנָי אֱלֹהֵינוּ עָלֵינוּ וּמַעֲשֵׂה יָדֵינוּ כּוֹנְנָה עָלֵינוּ וּֽמַעֲשֵׂה יָדֵינוּ כּוֹנְנֵֽהוּ׃ | 17 |
Náð Drottins Guðs sé með okkur. Hann veiti okkur gæfu og gengi.