< תהילים 41 >
לַמְנַצֵּחַ מִזְמוֹר לְדָוִֽד׃ אַשְׁרֵי מַשְׂכִּיל אֶל־דָּל בְּיוֹם רָעָה יְֽמַלְּטֵהוּ יְהֹוָֽה׃ | 1 |
Guð blessar þann sem hjálpar bágstöddum. Á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.
יְהֹוָה ׀ יִשְׁמְרֵהוּ וִיחַיֵּהוּ (יאשר) [וְאֻשַּׁר] בָּאָרֶץ וְאַֽל־תִּתְּנֵהוּ בְּנֶפֶשׁ אֹיְבָֽיו׃ | 2 |
Drottinn verndar hann og heldur í honum lífinu. Hann lætur hann njóta sæmdar og frelsar hann frá óvinum hans.
יְֽהֹוָה יִסְעָדֶנּוּ עַל־עֶרֶשׂ דְּוָי כׇּל־מִשְׁכָּבוֹ הָפַכְתָּ בְחׇלְיֽוֹ׃ | 3 |
Drottinn annast hann á sóttarsæng, veitir honum hvíld og hressing.
אֲֽנִי־אָמַרְתִּי יְהֹוָה חׇנֵּנִי רְפָאָה נַפְשִׁי כִּֽי־חָטָאתִי לָֽךְ׃ | 4 |
Ég bað: „Drottinn, miskunnaðu mér. Læknaðu sál mína því að ég hef syndgað gegn þér.“
אוֹיְבַי יֹאמְרוּ רַע לִי מָתַי יָמוּת וְאָבַד שְׁמֽוֹ׃ | 5 |
Óvinir mínir biðja mér bölbæna og segja: „Bara að hann deyi sem fyrst svo að allir gleymi honum!“
וְאִם־בָּא לִרְאוֹת ׀ שָׁוְא יְדַבֵּר לִבּוֹ יִקְבׇּץ־אָוֶן לוֹ יֵצֵא לַחוּץ יְדַבֵּֽר׃ | 6 |
Sumir sem heimsækja mig í veikindunum eru að þykjast. Innst inni hata þeir mig og líkar vel að ég er sjúkur. Þegar út er komið baktala þeir mig.
יַחַד עָלַי יִתְלַחֲשׁוּ כׇּל־שֹׂנְאָי עָלַי ׀ יַחְשְׁבוּ רָעָה לִֽי׃ | 7 |
Hatursmenn mínir hæða mig og spotta. Þeir skrafa og pískra hvað gera skuli þegar ég er allur
דְּֽבַר־בְּלִיַּעַל יָצוּק בּוֹ וַאֲשֶׁר שָׁכַב לֹא־יוֹסִיף לָקֽוּם׃ | 8 |
„Þetta er banvænt, hvað sem það er, “segja þeir, „honum mun aldrei batna.“
גַּם־אִישׁ שְׁלוֹמִי ׀ אֲשֶׁר־בָּטַחְתִּי בוֹ אוֹכֵל לַחְמִי הִגְדִּיל עָלַי עָקֵֽב׃ | 9 |
Og besti vinur minn, hann snerist líka gegn mér, maðurinn sem ég treysti svo vel, hann sem át við borð mitt.
וְאַתָּה יְהֹוָה חׇנֵּנִי וַהֲקִימֵנִי וַאֲשַׁלְּמָה לָהֶֽם׃ | 10 |
En, Drottinn, yfirgef mig ekki! Miskunnaðu mér og læknaðu mig svo að ég geti endurgoldið þeim!
בְּזֹאת יָדַעְתִּי כִּֽי־חָפַצְתָּ בִּי כִּי לֹֽא־יָרִיעַ אֹיְבִי עָלָֽי׃ | 11 |
Ég veit að þú elskar mig og að þú munt ekki láta óvini mína hlakka yfir mér.
וַאֲנִי בְּתֻמִּי תָּמַכְתָּ בִּי וַתַּצִּיבֵנִי לְפָנֶיךָ לְעוֹלָֽם׃ | 12 |
Vegna sakleysis míns hefur þú varðveitt mig og lætur mig lifa með þér að eilífu.
בָּרוּךְ יְהֹוָה ׀ אֱלֹהֵי יִשְׂרָאֵל מֵֽהָעוֹלָם וְעַד הָעוֹלָם אָמֵן ׀ וְאָמֵֽן׃ | 13 |
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Amen. Amen.