< תהילים 148 >
הללו-יה הללו את-יהוה מן-השמים הללוהו במרומים | 1 |
Þið sem búið á himnum, lofið Drottin! Lofið hann í upphæðum!
הללוהו כל-מלאכיו הללוהו כל-צבאו | 2 |
Lofið hann allir englar, allar hersveitir himnanna.
הללוהו שמש וירח הללוהו כל-כוכבי אור | 3 |
Lofið hann sól og tungl og allar lýsandi stjörnur.
הללוהו שמי השמים והמים אשר מעל השמים | 4 |
Lofið hann hæstu himnar og þú dögg er svífur um háloftin.
יהללו את-שם יהוה כי הוא צוה ונבראו | 5 |
Allt sem hann hefur skapað lofi nafn hans, því að þegar hann talaði, þá varð það allt til,
ויעמידם לעד לעולם חק-נתן ולא יעבור | 6 |
hann fékk þeim stað um aldur og ævi, setti þeim lögmál sem þau fá ekki brotið.
הללו את-יהוה מן-הארץ-- תנינים וכל-תהמות | 7 |
Lofið Drottin einnig á jörðu, líka þið skepnur í hafdjúpunum.
אש וברד שלג וקיטור רוח סערה עשה דברו | 8 |
Eldur og hagl, snjór, regn, vindur og veður öll, – allt hlýði það Drottni.
ההרים וכל-גבעות עץ פרי וכל-ארזים | 9 |
Allt skal þetta lofa Drottin: fjöll og hæðir, ávaxtatré sem önnur tré,
החיה וכל-בהמה רמש וצפור כנף | 10 |
villidýr og búfé, höggormar og fuglar
מלכי-ארץ וכל-לאמים שרים וכל-שפטי ארץ | 11 |
konungar og allar þjóðir, höfðingjar og dómarar,
בחורים וגם-בתולות זקנים עם-נערים | 12 |
piltar og stúlkur, aldraðir og börn.
יהללו את-שם יהוה-- כי-נשגב שמו לבדו הודו על-ארץ ושמים | 13 |
Sameiginlega skulu þau lofa Drottin, því að hann einn er þess verður og dýrð hans er ofar himni og jörðu.
וירם קרן לעמו תהלה לכל-חסידיו-- לבני ישראל עם קרבו הללו-יה | 14 |
Hann hefur gert þjóð sína volduga. Heldur uppi heiðri hinna guðhræddu – lýðs Ísraels, þjóðarinnar sem honum stendur næst. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!